Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Afmæli Kristján J. Kristjánsson Kristján J. Kristjánsson tónlist- armaöur, Hofteigi 28, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Minnesota í Minneapolis í Bandaríkjunum og ólst upp í Bandaríkjunum til tíu ára aldurs er hann flutti til ís- lands með fjölskyldu sinni. Hann var síðan búsettur í Svíþjóð 1977-90. Kristján stundaði tónlist- amám við Fridhems Folkhögs- skola í Svíþjóð 1979-81, stundaði nám við Musikhögskolan í Malmö í Svíþjóð og útskrifaðist þaðan sem tónlistarkennari 1990. Kristján hefur eingöngu starfað við tónlist sl. tíu ár. Út hafa kom- ið eftirfarandi plötur með Krist- jáni: Lucky One, útg. 1991; Bein leið, útg. 1992; Hotel Föroyar, útg. 1993, og Gleðifólkið, útg. 1995. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir, f. 8.2. 1957, iðjuþjálfi. Hún er dóttir Þór- arins Óiafssonar kennara, sem lést 1995, og Rannveigar Hálfdán- ardóttur, sem búsett er á Akra- nesi. Börn Kristjáns og Þórunnar Rannveigar eru Sóley, f. 31.8. 1978, og Sölvi, f. 12.9. 1980. Systkini Kristjáns: Inger Ágústa, f. 14.4. 1945, d. 20.10. 1993, var búsett í Kaliforníu í Banda- ríkjunum og eru böm hennar Lopaka og Nani Sigrid; Einar Benedikt, f. 12.4. 1948, tölvufræð- ingur í Flórída, en fyrrv. kona hans er Carol og eru börn þeirra Leif, Kristján, Crystal og Inger; Pétur, f. 31.7. 1952, þjóðháttafræð- ingur á Seyðisfirði, en kona hans er Þóra Ingvaldsdóttir hjúkrunar- fræðingur; Ellen, f. 8.5. 1959, söng- kona í Reykjavík, en maður henn- ar er Eyþór Gunnarsson tónlistar- maður og eru börn þeirra Sigríð- ur, Elísabet og Elín. Foreldrar Kristjáns: Kristján Ingi Einarsson, f. 1.8. 1922, d. 3.2. 1977, byggingatæknifræðingur og myndlistarmaður, og Sigríður Ágústa Söebech, f. 14.3. 1922, fyrrv. bankastarfsmaður. Ætt Kristján var sonur Einars, húsasmíðameistara í Reykjavík, Kristjánssonar, b. í Tungu, Lofts- sonar, b. á Víghólastöðum, Jóns- sonar. Móðir Einars var Ingibjörg Einarsdóttir, b. á Gili í Svartár- dal, Guðmundssonar. Móðir Krist- jáns byggingatæknifræðings var Guðrún, systir Kristjáns, ritstjóra Vísis, föður Önnu, fyrrv. for- manns Hvatar. Annar bróðir Guð- rúnar var Jónas skáld. Guðrún var dóttir Guðlaugs, prests á Stað, Guðmundssonar, b. í Syðri- Skóg- um, Gíslasonar. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Einars, sýslu- manns á Patreksfirði, afa Ragnars Tómassonar, lögfræðings og fast- eignasala. Systir Margrétar var Ingibjörg á Ríp, amma Sveins Jónssonar, fyrrv. formanns KR. Margrét var dóttir Jónasar, prests á Staðarhrauni, Guðmundssonar, bróður Einars á Gili, og Elínborg- ar Kristjánsdóttur frá Skarði. Sigríöur er dóttir Péturs A. Sö- ebech, sjómanns i Reykjavík, Pét- urssonar Söebech, b. í Veiðileysu, Jóhannssonar Söebech, beykis frá Danmörku. Móðir Péturs í Veiði- leysu var Steinunn Jónsdóttir, systir Guðríðar, ömmu Símonar Jóhanns Ágústssonar prófessors, fóður Baldurs prófessors. Móðir Péturs í Reykjavík var Ágústína, systir Sæmundar, fóður Óskars, kaupmanns á Akureyri, fóður Magnúsar, fyrrv. borgarlögmanns, fóður Óskars, forstjóra Hagkaups. Ágústína var dóttir Benedikts, b. á Finnbogastöðum, Sæmundsson- ar, og Ragnheiðar Jónsdóttur. Móðir Sigríðar var Elín Kúld, dóttir Eiríks Kúld, b. á Ökrum, Jónssonar, b. á Ökrum, Eyjólfs- sonar, bróður Hafliða, dbrm. í Svefneyjum, langafa Snæbjarnar Jónassonar, fyrrv. vegamálastjóra. Annar bróðir Jóns var Jóhann í Svefneyjum, langafi Kristínar, móður Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Móðir Eiríks var Elín Helgadóttir, systir Ingibjargar, Kristján J. Kristjánsson. langömmu Kristjáns Eldjárns for- seta, fóður Þórarins Eldjárns rit- höfundar og skálds. Móðir Elínar var Sigríður, dóttir Jóhanns, b. í Öxney, Jónassonar, og Ingveldar Ólafsdóttur. Sólveig Edda Magnúsdóttir Sólveig Edda Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ísaga ehf., Álf- heimum 32, Reykjavík, er fimm- tug í dag. Starfsferill Edda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk burtfarar- prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1963, stundaði nám við Öldungadeild MH frá 1975 og lauk þaðan stúdentsprófi 1979, stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ í eitt ár, lauk BS- prófi í matvælafræði við HÍ 1984, hóf framhaldsnám í Bandaríkjunum 1992 og lauk þar MS-prófi í matvælafræði 1995. Edda stundaði almenn skrif- stofustörf hjá Landnámi ríkisins 1963-75, vann um skeið við vöru- þróun hjá Nóa-Síríusi 1984, hóf störf hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins í ársbyrjun 1985 þar sem hún vann ýmis störf og sá m.a. um eftirlit með útfluttu lag- meti, starfaði um átta mánaða skeið við Oregon State University að loknu MS-prófi en tók um síð- ustu áramót við starfi deildar- stjóra matvælasviðs ísaga ehf. Edda hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum fyrir Matyæla- og næringarfræðingafélag íslands og hefur starfað fyrir Kvennalistann frá stofnun hans, 1983. Fjölskylda Edda giftist 1964 Sigurði Hall. Þau slitu samvistum 1992. Börn Eddu og Sigurðar eru Gunnar Hall, f. 12.5. 1964, tölvun- arfræðingur í Reykjavík en kona hans er Bjamfríður Vala Ey- steinsdóttir og eiga þau tvö börn; Svanhildur Hall, f. 4.4. 1972, nemi í hestaíþróttum i Bandaríkjunum; Steinunn Hall, f. 28.7. 1974, starfs- maður hjá Sælgætisgerðinni Drift sf. og er að ljúka námi í almenn- um skrifstofustörfum hjá Stjóm- unarskólanum en sambýlismaður hennar er Bjarni Þór Norðdahl. Bróðir Eddu eru Skúli Viðar Magnússon, f. 12.6. 1953, sölustjóri hjá Radíómiðun hf., búsettur í Reykjavík. Foreldrar Eddu: Magnús Krist- jánsson, f. 6.8. 1915, d. í nóvember 1984, löggiltur rafvirkjameistari í Reykjavík, og Svanhildur Jósefs- dóttir, f. 13.5. 1926, húsmóðir. Sólveig Edda Magnúsdóttir. Hl hamingju með afmælið 26. mars qpj , Montpellier í Frakklandi á afmæl- yU ara isdaginn. Símannmer hennar er 00 Elísabet R. Lárusdóttir, 33 2233- Hvannatúni, Blönduósi. María Steinunn Rafnsdóttir, Hverfisgntíi 28, Reykjavík 85 ára Ólafur Þórarinsson, Grenigrund 12, Akranesi. Reginbaldur Vilhjálmsson, Halla Júlíusdóttir, Hrafnistu í Hafnarfirði. Skólavegi 82, Fáskrúðsfirði. or. . Lárus S. Tryggvason, oU ara Hiallabraut 25. Hafnarfirði. Guðmundur Gunnarsson, Hafliði Jónsson, Stóragerði 19, Hvolsvelli. Flokagötu 3, Hafnarfirði. Sigurður Fríðfinnsson, péto Zophonías Skarphéðinsson, Ketilseyri, Þingeyri. Launrétt HI, Biskupstungna- hreppi. 75 ára Guðrún Erla Bjarnadóttir, Móabaröi 16, Hafnarfiröi. Hafnarbraut 31, Hólmavík. 40 ára Árnína Guðjónsdóttir, Einilundi 8A, Akureyri. Haukur Holm, Hanna Jónsdóttir, ' Hjaltabakka 28, Reykjavik. Stekkjardal, Svínavatnshreppi. Lawrence Joseph Muscat, Grettisgötu 86, Reykjavik. 70 ára Haukur Sigurðsson, Christina Kjartansson, Guðrún Jónsdóttir, Fróðengi 10, Reykjavík. Mörk, Garðabæ. Björg Andrésdóttir, Axel Þórir Friðriksson, Steinholtsvegi 5, Eskifirði. Nesbala 108, Seltjarnamesi. , Ki'isun mgoiisaouir, 60 ara Hólabergi 26, Revkiavík. Gísli Gíslason, Gúðjón Hel^ Hafsteinsson, c -, Uthlið 19, Hafnarfirði. Viðvik, Snæfellsbæ. , , Asta Stemunn Eyjolfsdottir, 50 ára Dyrhömrum 22, Reykjavík. Heimir Konráðsson, Austurbergi 34, Reykjavík. rafvirkjameistari á Hótel örk, Jóna Björg Freysdóttir, Kambahrauni 20A, Hveragerði. Grundargarði 4, Húsavík. Heimir dvelur hjá dóttur sinni í Margrét Sigbjörnsdóttir Margrét Sigbjörnsdóttir hús- móðir, Mávahrauni 15, Hafnar- firði, er sextug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Dölum í Vest- mannaeyjum en ólst upp á Vatt- amesi við Reyðarfjörð. Hún lauk fullnaðarprófi og flutti síðan sext- án ára til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis almenn störf, var í vinnumennsku, fiskvinnu og stundaði verslunarstörf. Fjölskylda Margrét giftist 16.7. 1960 Guð- mundi Óla Ólafssyni, f. 1.4.1935, yfirflugumferðarstjóra á Keflavík- urflugvelli. Hann er sonur Ólafs Ólafssonar, f. 1891, d. 1973, og Ólaflu G. Hafliðadóttur, f. 1888, d. 1974. Börn Margrétar og Guðmdar Óla eru Sigurður Óli, f. 1.1.1960, vélvirki en kona hans er Hrönn Gísladóttir og eiga þau eitt barn auk þess sem Sigurður eignaðist son áður; Kristbjörn Óli, f. 15.2. 1961, rafvirki en kona hans er Hildur Valsdóttir og eiga þau þrjú börn; Ólafía, f. 8.9. 1962, leikskóla- kennari en maður hennar er Dav- íö Hermannsson og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 15.3.1969, nemi við Nuddskóla Islands en maður hennar er Benedikt Gústafsson og eiga þau eitt barn; Hafdís Dögg, f. 14.3.1976, nemi við VÍ. Systkini Margrétar: Bjarnveig, f. 21.4. 1942, d. 19.3. 1990, húsmóðir í Reykjavík; Magnús Jón, f. 27.5. 1944, vélvirki hjá ísal, búsettur í Hafnarfirði; Guðleif, f. 2.1. 1947, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Margrétar voru Sig- bjöm Guðjónsson, f. 14.6. 1918, d. 23.11. 1947, vinnumaður og síðan bóndi í Vattarnesi, og Kristín Jónsdóttir, f. 14.7. 1913, d. 9.4. 1994, húsfreyja. Ætt Faðir Sigbjöms var Guðjón, frá Gestsstöðum á Búðum í Fáskrúðs- firði, fæddur að Ánastöðum í Margrét Sigbjörnsdóttir. Breiðdal, sonur Bjama Bjamason- ar og Sigurveigar Daníelsdóttur. Móðir Sigurbjörns var Ólafía Björg, fædd að Egilsstaðakoti í Flóa, dóttir Jóns Einarssonar og Marínar Jónsdóttur. OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Smáa uglýsingar íhelgarblað DV verða að berast fyrirkl. 17 á föstudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.