Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 5
JjV LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 fréttir Njöröur hættur við framboö: Kostnaður ekki á færi venju- manna legri Njöröur P. Njarðvík prófessor sendi frá sér yfirlýsingu í gær, líkt og Páll Skúlason í fyrradag, þar sem fram kemur að hann ætli ekki í framboð til embættis forseta ís- lands. í yfirlýsingunni segir Njörður: „Að undantornu hafa mér borist ijölmargar áskoranir um að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta íslands. Ég er mjög þakklát- ur öllu þessu fólki sem hefur talið mig hæfan til að gegna æðsta emb- ætti þjóðarinnar, og fæ aldrei full- þakkað því þann heiður sem það sýnir mér. Ég get hins vegar ekki tekið þessum áskorunum. Til þess eru margar ástæður, en þó einkum tvær. Önnur ástæðan er sú, að slíkt framboð sem kynna þarf samkvæmt nútímaaðferðum, er svo kostnaðar- samt, að það er ekki á færi venju- legra manna, heldur einungis þeirra sem hafa mikið fé til ráðstöf- unar. Hin ástæðan og sú veigamesta er, að embætti forsetans breytir al- gerlega lífsháttum þess sem því gegnir og myndi gera mér ókleift að sinna ævistarfi mínu, sem er kennsla, fræðistörf og skáldskapur. Ég endurtek þakklæti mitt til allra þeirra, sem hafa hvatt mig til fram- boðs og heitið mér stuðningi. Því mun ég aldrei gleyma.“ -bjb Barinn maður ber sakir á lögregluna: Tilhæfulausar ásakanir um upp- lýsingaleka - segir sýslumaöur sem kannað hefur málið Athugun á ásökunum á hendur lögreglunni á Seyðisfirði um að hafa lekið út upplýsingum um fíkni- efnamál þar í bæ fyrir þremur árum hefur leitt í ljós að þær eru tilhæfu- lausar. Tildrög málsins eru þau að fjórir menn réðust á fertugan mann i Fellabæ í lok mars með þeim afleið- ingum að hann hlaut talsverða áverka. Maðurinn kærði árásina og gaf þá skýringu við skýrslugerð hjá lögreglu að ástæða barsmíðanna væri sú að lögreglan hefði lekið út upplýsingum sem hann hafði gefið um hugsanlega fikniefnaneyslu í húsi á Seyðisfirði sem hann var gestkomandi í fyrir þremur árum. Ríkisútvarpið greindi frá málinu í kvöldfréttum og fréttum svæðisút- varpsins á Austurlandi og þar var jafnframt sagt að hann hefði áður fengið hótanir vegna fyrrgreindra uppljóstrana og þær gætu ekki ver- ið komnar frá öðrum en lögregl- unni. Samkvæmt upplýsingum DV hefur fréttin haft þær afleiðingar að mjög hefur fækkað símhringingum á upplýsingasímsvara lögreglu á Austfjörðum þar sem fólki er gefinn kostur á að veita upplýsingar um meint fikniefnamisferli og önnur af- brot. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, sagði aðspurður í sam- tali við DV að hann hefði kannað framburð mannsins þar sem hann hefði komið að tali við sig en hann hefði þó aldrei lagt fram kæru á hendur lögreglunni. Við skoðun lög- regluskýrslna frá 1993 heföi komið í ljós að hann hefði yfirgefið teitið og tilkynnt um meinta fikniefnaneyslu í því og í framhaldi af því hefði lög- reglan heimsótt húsið. „Þeir sem þar voru þurftu ekki annað en að leggja saman tvo og tvo. Ég hef líka rætt við þann lög- regluþjón sem borinn er sökum og hann þvertekur fyrir það að hafa lekið upplýsingum." Samkvæmt upplýsingum DV mun hafa komið fram í máli mannsins þegar hann kærði mennina nú að hann hefði verið í samkvæmi með þeim fyrr um kvöldið. Þar viður- kenndi hann, þegar borið var á hann, að hafa látið lögregluna vita um fikniefnaneyslu í umræddu húsi á þeim tíma sem rætt er um og hann myndi endurtaka það hvenær sem hann yrði vitni að fikniefna- neyslu. í framhaldi af því var geng- ið í skrokk á honum. „Þetta er líklega til sönnunar um það hve fréttaflutningur getur verið vafasamur þegar menn blása út hlutina og gera úr þeim stórmál. Það getur orðið til þess að menn glata trúnaðartrausti á okkur að ósekju. Þessar aðfinnslur mannsins eiga sem sagt ekki við rök að styðj- ast miðað við það sem ég hef skoð- að,“ segir Lárus. Rannsókn árásarmálsins er lokið og hafa þeir menn sem bornir voru sökum játað á sig líkamsárásina. PP Þessi ISUZU TROOPER f 2.6 SEi 4x4 er til sölu! Dýrasta útfærslan. Einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri. Einn eigandi frá upphafi. Árgerð 1991, ekinn aðeins 12.000 km á splunkunýrri orginal bensínvél, beinskiptur, litur dökkgrár metalic. Dráttarkrókur, aukafelgur. Verð 1.860.000 kr. Upplýsingar í síma 555 0749 5 Mláltar margmiðlunarlötva mðslíiiaril ðllugur 75 MNz Penllum örglörui 8 MB minni - 540 MB diskur 4 hraða geislaspilari - SB 16 hljóðkort Tveir hátalarar - Hljóðnemi Innbyggt sjónvarpskort - Fjarstýring 14 tommu, lággeisla MPRII litaskjár WindowS 95 - MS Horne (Encarta 95, Works. Money og Scenes) Tulipware leikjadiskur: Sammýs Science Housc. DinoPark Týcoon, Odell Down Under, o.fl. Okkur tókst aó fá aðra sendingu af þessum frábæru tölvum sem vió bjóðum á sérstöku tilboósverói. margmioiunarpaKhl illllil í\L SB 16 hljóðkort með liiuu 15 W hátalarar Megapak 3 (12 CD með leikjum) ÍíJlJlÍ Ollug Pentium lölva !) I J J U J ÍJ u u Pentium l oo MI-lz örgjörvi 8 MB minni - l GB diskur Windows 95 heir sem kaupa Trust Pentium l oo Ml tz margmiölunartölvu fá í kaupbæti 300 W 3D Surround hátalara að verðmæti kr. 13.900 í staö 15W hátalara. TÖLVUKJÖR rmiS SI0II5332323 FAK533 2329 HMKir@llll.lS - á rénu verði tyrlr plg! J Hauptu lölvu og pú gætir lengið jf IK JJJJJ igrir ijúra i haupbæti! Þeir viöskiptavinir okkar sem kaupa tölvu fyrir 1. maí næstkomandi fá nafn sitt í lukkupott. Þann I. maí verður dregió út nafn eins vióskiptavinar og iilýtur hann að launum vikuferö fyrir fjóra til Mallorca með Plúsferðum aö verömæti kr. 169.200.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.