Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 IÞROTTIR Getraunir: Sænski boltinn 21.1 22x 1x1 211 x Italski boltinn 1x1 122 x11 212x Lottó 5/38: 2 9 30 36 38 (23) fífff/f/f/ftf/itf/f/f/f/ifi/fff/f/i/ Sundmeistaramót Hafnarfjarðar: Elín setti met í 50 m skriðsundi Elín Sigurðardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, setti um helgina nýtt íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Sundmeistaramóti Hafnarfjarðar. Elín synti á 26,33 sekúndum en eldra metið, sem var frá 1993, átti Bryndís Ólalafsdóttir. Elín stefnir ótrauð á ólympíuleik- ana í sumar en hún mun á næst- unni gera tilraunir við lágmörkin þangað, sem og aðrir landsliðsmenn á mótum í Frakklandi, eftir hálfan mánuð. Met á þessum tíma í 50 metra skrið- sundi er athyglisvert en æfingar standa núna yfir að miklum krafti. Þetta sýnir að Elín er til alls vís. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. Elín varð sund- meistari Hafnarfjarðar fyrir afrekið i 50 metra skriðsundi og Hjalti Guð- mundsson í karlaflokki fyrir tím- ann sinn í 50 metra flugsundi. Þetta er fjórða árið í röð sem þau vinna þessa titla. -JKS Evrópumeistaramót í fimleikum: Rúnar í 30. sæti í fjölþrautinni íslandsmeistarinn Rúnar Alexanders- son náði bestum ár- angri islenska fim- leikafólksins sem tók þátt í Evrópumeist- aramótinu í fimleik- um um helgina í Kaupmannahöfn. Alls fóru héðan sex fimleikamenn og heltust þeir allir úr lestinni í und- ankeppni mótsins. Rúnar Alexanders- son lenti i 30. sæti í fjölþrautinni. Guðjón Guðmundsson úr Ár- manni lenti í 49. sæti. Rúnar stóð sig best á svifrá með 9,20 og í hringjum með 9,10. Guðjón hlaut alls 48,10 stig og komst best frá æfing- um á bogahesti þar sem hann hlaut .8,85 stig. Jóhannes Níels Sigurðsson og Jón Trausti Sæmundsson kepptu í þremur greinum. í unglingaflokki lenti Dýri Kristjáns- son í 42. sæti og Ómar Örn Ólafsson í 45. sæti. -JKS íslandsmót í kraftlyftingum: Góður árangur - Qöldamörg íslandsmet litu dagsins ljós Fjöldamörg íslandsmet voru sett á íslandsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum sem haldið var í Garðaskóla í Garðabæ um helgina. Axel H. Guðmundsson setti tvö Is- landsmet í bekkpressu í 90 kg flokki, lyfti 200,5 og 205 kg. í 100 kg flokki setti Jón Gunnars- son tvö íslandsmet í hnébeygju, lyfti 360 og 365 kg, tvö met í bekkpressu, lyfti 211 og 215 kg, og met í saman- lögðum árangri, lyfti alls 900 kg. í 110 kg flokki setti Auðunn Jóns- son íslandsmet í hnébeygju, lyfti 370 kg, í réttstöðulyftu 360,5 kg og í sam- anlögðum árangri þríbætti Auðunn metið, lyfti 940, 957,5 og 965 kg. í 125 kg flokki setti Jón B. Reynis- son íslandsmet í bekkpressu, lyfti 402 kg. Þá setti Flosi Jónsson öld- ungamet í bekkpressu, lyfti 182,5 kg í 100 kg flokki. Verðlaun fyrir besta árangur í hnébeygju fékk Jón Gunnarsson og Auðunn Jónsson verðlaun fyrir bestan árangur í bekkpressu. -JKS Þýska knattspyrnan: Bjarki skoraði gegn Meppen - Bochum nálgast meistaratitilinn Bjarki Gunnlaugs- son var á skotskónum um helgina þegar hann skoraði annað af tveimur mörkum Mannheim í 1. deild þýsku knattspyrn- unnar. Mannheim sigraði Meppen 2-0 og er í 10. sæti í deildinni með 38 stig. Þórður Guðjónsson og félagar gerðu markalaust jafntefli gegn Wolfsburg. Þórð- ur lék allan síðari hálfleikinn og komst vel frá sínu hlutverki. Bochum er nú efst sem fyrr og hefur 12 stiga forskot í deild- inni. Liðið vantar nú aðeins tvö stig til við- bótar til að tryggja sér titilinn í 1. deild. Bochum gæti innbyrt titilinn á fimmtudag er liðið leikur gegn Unterhaging. Hertha Berlin, lið Eyjólfs Sverrissonar, er á góðri leið með að missa af sæti í úrvals- deildinni á næsta keppnistímabili. Hertha tapaði illa á heimavelli, 1-3, fyrir Zwickau. Fyrir leikinn mun- aði 5 stigum á liðun- um en eftir ósigurinn er Zwickau með átta stiga forskot á Herthu og draumurinn er lík- lega úti hjá Eyjólfi og félögum þetta árið. -SK |l" A V ’ m i 111 Ólafur Rafnsson var kosinn for- maður Körfuknattleikssambands íslands um helgina. Ársþing körfuknattleikssambandsins: Tvöföld umferð í úrvalsdeildinni Ólafur Rafnsson var kosinn formaður hjá Körfúknattleiks- sambandi íslands á ársþingi sambandsins á Akranesi um helg- ina. Ólafur hlaut 72 atkvæði en Bjami Há- konarson 32. Nokkrar breytingar vora gerðar á keppn- isfyrirkomulagi úr- valsdeildar og næsta vetur verður leikið i einni 12 liða deild með tvöfaldri umferð. Leikimir í deilda- keppninni verða því 22 á lið í stað 32 á síö- asta tímabili. í úr- slitakeppninni verða liðin að vinna 2 leiki í fyrstu umferð, 3 í þeirri næstu og síðan 3 leiki í staö 4 sl. vet- ur í lokaúrslitum. Á næsta keppnis- tímabili verður háð deildabikarkeppni og leika þá liðin heima og heiman. Um út- sláttarfyrirkomulag verður að ræða. Um 400 þús. króna hagnaður varð af rekstri KKÍ á síðasta starfsári, tekjur 32,7 millj og gjöld 32,4 millj. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.