Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 23 Iþróttir Peter Schmeichel hélt hreinu á Wembley gegn Liverpool og ekki í fyrsta skipti á tímabilinu. Schmeichel tók virkan þátt i fagnaðarlátunum þegar Eric Cantona hafði skorað sigurmarkið gegn Liverpool. Á myndinni sjást leikmenn fagna marki Frakkans. Símamynd Reuter Manchester United enskur bikarmeistari í 9. sinn: Einstakt tímabil skilaði tveimur titlum - „kóngurinn“ sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur Manchester United lauk einstöku keppnistímabili á Wembley-leik- vanginum í Lundúnum á laugardag- inn var. Þar lagði liðið Liverpool, 1- 0, í úrslitaleik ensku bikarkeppn- innar en helgina áður hafði liðið tryggt sér meistaratitilinn. Með þessum afrekum sýndi liðið undir stjóm Alex Ferguson gríðarlegan styrk og sannaöi um leiö að það er besta liðið á Englandi í dag. Þetta tímabil rennur eflaust öllum áhang-endum United seint úr minni. Sterk liðsheild skilar þessum frábæra árangri Sterk liðsheild gerir þennan árang- ur að veruleika, hver staða á vellin- um er skipuð sterkum einstakling- um en þó verður ekki litið fram hjá einum þeirra og hans minnst sér- staklega en það er Frakkinn Eric Cantona. Hann var liðinu gulls ígildi á laugardaginn eins og svo oft áður í vetur. Það virtist allt ætla að stefna í framlengingu þegar Cant- ona skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Eftir hom- spymu barst boltinn út til Cantona sem var ekkert að tvínóna við hlut- ina, hnitmiðað skot hans fór fram hjá einum sex varnarmönnum. Eng- inn þeirra fékk rönd við reist og boltinn hafnaði í netinu. Tíminn var alltof stuttur fyrir Liverpool til að jafna og leikurinn fjaraði út. Leikmenn, jafnt sem áhangendur United, réðu sér vart fyrir kæti, staðreyndin blasti við, níundi sigurinn í bikarkeppninni var í höfn og tvöfaldur sigur á tíma- bilinu.. „Við elskum þig“ „Við elskum þig,“ kirjuðu áhang- endur Manchester United eftir leik- inn og áttu þar við „kónginn", sem þeir kalla svo, og eiga þar við Eric Cantona. „Hugsið ykkur eftir allt saman sem gekk á í fyrra hjá Cantona. Hann kemur til baka af þvílíkum styrk sem knattspyrnumaður og betri per- sóna,“ sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri United, eftir leikinn. Um leikinn voru flestir sérfræðing- ar sammála að hann hefði ekki ver- ið mikið fyrir augað. Þarna hefðu mæst tvö sterk lið, taugaveiklun einkennt leik þeirra lengstum, lítil áhætta tekin og fá marktækifæri lit- ið dagsins ljós. Fyrri háifleikur var í daprara lagi og fátt var um flna drætti. í upphafi síðari hálfleiks var Cantona nálægt því aö skora en David James varði meistaralega frá honum. Liverpool var meira með boltann í hálfleikn- um en að sama skapi er varla hægt að nefna marktækifæri. Það sem stendur eftir er frábært tímabil Manchester United. Liðinu óx ásmeginn jafnt og þétt í ailan vet- ur og uppskeran er einstök. -JKS Cantona fyrirliði Eric Cantona var útnefndur fyrirliði Manchester United skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Liverpool á laugardaginn var. David May tók stöðu Steve Bruce, sem verið hefur fyrirliði í vetur, og af þeim sökum tók Cantona við fyrirliðabandinu. Breyta um starf Eric Cantona sagði við frétta- menn að hann gæti vel hugsað sér að reyna fyrir sér sem fram- kvæmdastjóri á Englandi þegar atvinnumennskunni lyki. Hann sagðist einnig ekkert vera viss um að hann mundi þiggja sæti í franska landsliðinu ef hann yrði valinn á elleftu stundu. Tvöfaldir sigrar Manchester United var fimmta liðið í 106 ára sögu enskra knattspyrnu til að vinna tvöfaldan sigur, það er sigur i deild og bikar. Keane ánægður „Eric Cantona er búinn að vera frábær í vetur. Það var gott að fá hann til baka eftir átta mánaða keppnisbannið. Hvað hefði gerst ef hann hefði leikið með okkur allt tímabilið í fyrra? Að vinna í annaö sinn tvöfalt á þremur árum er einstök tilfinn- ing,“ sagöi Roy Keane eftir leik- inn en hann var af mörgum tal- inn besti maður leiksins. Nýr samningur Eftir helgina sest Alex Fergu- son niður með stjórnarmönnum Manchester United og ræðir framtíð sína hjá félaginu. Sam- kvæmt fréttum enskra fjölmiðla er fimm ára samningur í burðar- liðnum. Heyrst hefur að Fergu- son sé þreyttur og viiji hvíld en þetta ætti að koma í ljós fljót- lega, jafnvel í þessari viku. Oftast unnið Manchester United er það lið sem oftast hefur unnið enska bikarinn í knattspymu. Titillinn á laugardag var sá 9. í sögu félagins. Tottenham hefur átta sinnum unnið bikarinn og Aston Villa sjö sinnum. Gleði í fyrirrúmi Kráreigendur í Manchester muna vart önnur eins viðskipti og þau sem fóru fram um helg- ina. Það rekja þeir að sjálfsögðu beint til árangurs liðsins sem er stolt borgarinnar. Mikil hátíðarhöld voru í Manchester alla helgina en lög- regluyfirvöld sögðu þó að gleðin hefði verið í fyrirrúmi og það hefði verið fyrir öllu. -JKS Gullit spilandi framkvæmdastjóri Hollendingurinn Ruud Gullit hefur verið ráðinn spilandi framkvæmdastjóri enska úrvals- deildarliðins Chelsea. Gullit tek- ur við stöðunni af Glenn Hoddle sem hefúr verið ráðinn einvald- ur enska landsliöins. Gullit sér um þáttinn sem snýr að leikmönnum en Colin Hutchinson um fjármálin. Stubbs til Celtic Skoska félagið Celtic keypti vamarmanninn Alan Stubbs frá Bolton fyrir um 360 milljónir sem er met hjá félaginu. Tommy Burns, framkvæmda- stjóri Celtic, sagði Stubbs í hópi bestu vamarmanna Bret- landseyja og hann væri ánægður með að vera búinn að fá hann í raðir Celtic. -JKS Stan Collymore sækir að Gary Pallister og Nicky Butt i úrslitaleiknum á laugardag en hafði ekki erindi sem erfiði. Símamynd Reuter „Strákarnir frábærir“ „Strákarnir gerðu það sem sem fyrir þá var lagt. í undirbúningi okkar fyrir leikinn lögðum við ekki síður áherslu á sálfræðilegu hliðana. Mínir strákar komu vel stefndir til leiksins. Ég er hreyk- inn af þeim, þeir stóðu sig frábærlega. Tíma- bilið er búiö aö vera sérlega ánægjulegt," sagði Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. Hann sagöi enn frem- ur að leikurinn hefði ekki verið góður. Það var fyrir öllu að vinna sigur. -JKS BREIÐABLIK AÐALFUNDUR Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smáranum þriðjudaginn 21. maí 1996 kl. 18.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.