Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 6 Fréttir i>v Það verður að fara að stokka upp kerfið, sérstaklega í sveitarstjórnarmálum: Þetta er rassskelling fyrir gamla flokkakerfið - segir ísfirðingurinn Hilmar Magnússon, efsti maður á Funklistanum, í yfirheyrslu Hilmar Magnússon, efsti maður á Funklistanum, með kennslubækurnar í hendinni fyrir framan skólann sinn, Fram- haldsskóla Vestfjarða. DV-mynd Hörður - Nú deilduð þið hart á sjálf- stæðismenn fyrir kosningarnar og sögðuð þá hafa veitt ungling- um vín í viöurvist sýslumanns. Er þetta grín eða alvara? Okkur var fullkomin alvara. Vín- veitingar Sjálfstæðisflokksins er hlutur sem við höfum orðið vitni að í gegnum tíðina. Það eru starfsað- ferðir sem við getum illa sætt okkur við af hálfu stjórnmálaflokka og þess vegna deildum við mjög hart á þetta. - Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður segir að þið viijið ekki standa við fullyrðingar um vínveitingar. Segir hann satt og rétt frá? Hann segir að viljum ekki standa við fullyrðingar um nærveru hans. Það er allt annað mál en vínveiting- ar Sjálfstæðisflokksins. Við stönd- um aiveg fullkomlega við fullyrðing- ar okkar um vínveitingar Sjálfstæð- isflokksins. - Var sýslumaður viðstaddur? Ég vil ekkert um það segja. Smári Karlsson skrifaði þessa grein og hann hefur trúlega sina heimildar- menn fyrir því. Það er ekkert laun- ungarmál að sýslumaður kom þarna að og stöðvaði vínveitingarn- ar 17. september 1993.“ - Elgir eru funklistamönnum hugleiknir, en hvers vegna? Þetta kom þannig til að Gunnar Öm Gunnarsson, sjötti maður á list- anum og bæjarstjóraefni hans, fann upp mjög skemmtilegan dans. Þenn- an dans ákvað hann að kalla að vaða elginn. Okkur fannst við vera að vaða svolítið elginn í þessum kosningum og fannst því kjörið að grípa til slíkra orðaleikja. Þannig kom elgurinn inn í spilið. - Verður staðið við stefnumál ykkar varðandi innflutning á elg- um? Það er mál sem vel má athuga. - Kemur til greina að Funklist- inn verði með í meirihlutasam- starfi? Mér sýnist allt vera opið í spilun- um þessa stundina. Jú, það kemur vel til greina. Þaö eru ákveðnar þreifingar í gangi og ég veit ekki hvað kemur út úr þeim. Við verðum bara að sjá hvað setur. - Hafið þið ákveðið hvaða kröf- ur þið gerið varðandi slíkt sam- starf? Við höfum ekki sest niður enn þá með stuðningsmönnum okkar til að móta það hvaða kröfur við gerum og af hverju við getum slegið og þar fram eftir götunum. Það mun gerast næstu daga. - Verða skólamál einu alvöru- baráttumál ykkar í sveitarstjórn ásamt hugmyndum um að hafa rotþrær í stað skólpræsa? Nei, við erum með margar góðar hugmyndir. Okkur er til dæmis mjög annt um tónlistarskólann. Við myndum vilja sjá eitthvað gerast í þeim málum og að tónlistarskólinn eignaðist nýtt húsnæði. Við viljum að það sé staðið við loforð um bygg- ingu tónlistarskóla. - Fimklisti - hefði ekki verið betra að finna íslenskara orð á framboðið? Það voru uppi hugmyndir um að kalla þetta Stuðlistann eða eitthvað annað. Þetta nafn Funklisti kom bara upp og það voru allir mjög hrifnir af „funki“ og því var ákveð- ið að hafa það. Stafsetningin á því var dálítið umdeild meðal lista- manna. Það var tekist á um hvort rita ætti þetta með ö eða u, eða að hætti Halldórs Kiljans með ú, eða jafnvel með au. Okkur finnst nafnið ágætt, hvort sem það er íslenskt eða erlent. - Er einhver togstreita meðal funklistamanna um hvort fram- boðið eigi að vera grín eöa al- vara? Það komu upp á tímabili ýmsar raddir um að slá þessu algerlega Yfirheyrsla Hörður Kristjánsson Gísli Kristjánsson upp í grín. Aðrir voru á hinum kantinum varðandi þá hugmynd. Það var síðan sæst á að reka kosn- ingabaráttuna á þann hátt sem við gerðum, með blöndu af gríni og al- vöru. - Reiknið þið með að skila létt- leikanum áfram inn í nýja bæjar- stjórn? Já, léttleikinn verður í fyrirrúmi. Auðvitað munum við taka á öllum málum af alvöru og eins mikilli festu og okkur er unnt. Að sjálf- sögðu ætlum við að koma þar inn með léttleika líka. - Kjósendur þurfa þá ekkert að óttast það að þarna verði eintómt sprell? Nei, nei. Reyndar eru margir sem óttast það frekar að nú verði snúið við blaðinu og viö verðum einhverj- ir fýlupokastjórnmálamenn eins og allir hinir. - Hverjum datt þetta í hug, að bjóða fram Funklista? Það var rætt i haust í þröngum hópi fólks að koma fram með eitt- hvert grínframboð. Síðan gerðist það í mars að það kom saman stór hópur fólks og þar kviknaði hug- myndin fyrir alvöru að gera þetta. í upphafi var lagt upp með það að hafa þetta algjört grín en síðan vatt þetta upp á sig og alvaran fór að fylgja með. Það er enginn einn sem á hugmyndina að þessu framboði, þetta er samvinnuverkefni fram- haldsskólanema. - Eruð þið ekki bara krakka- bjálfar, hafið þið eitthvert vit á sveitarstjómarmálum? Við eruð algjörlega græn í sveit- arstjórnarmálum en einhvers stað- ar verða menn að byrja. Ég vil bara benda á það að núverandi oddviti sjáifstæðismanna byrjaði sinn feril í pólitík fyrir tveim árum. Við vitum ýmislegt um batteríið, en það er líka alltaf hægt að læra. - Verðið þið með tíð og tíma stjórnmálaafl á landsvísu? Það hefur verið fylgst með þessu af miklum áhuga úti um allt land en ég veit ekki hvað gerist. Það er aldr- ei að vita og ég veit ekki hvað þetta hefur í för með sér. Við höfum feng- ið jákvæð viðbrögð víða að og m.a. frá framhaldsskólanemum á Reykja- víkursvæðinu sem hvatt hafa okkur til dáða. Þeir hvetja okkur til að standa okkur í þessum málum og eru mjög hrifnir af framtakinu. - Nú eru nær eingöngu ísfirð- ingar á listanum en munuö þið sinna hinum byggðunum líka? Að sjálfsögðu. Við teljum það ekki skipta máli hvaðan úr sveitar- félaginu fólkið kemur. Ég viður- kenni það þó að það hefði kannski verið hentugra að hafa fólk víðar úr sveitarfélaginu. Þessi hugmynd kom fyrst upp í vinahópi og þá kom í ljós að þessir vinir voru flestir bú- settir á ísafirði. Við reyndum mikið að fá fólk á listann úr öðrum hlut- um sveitarfélagsins en það gekk ekki. Við munum þó að sjálfsögðu leitast við að þjóna íbúum alls svæð- isins jafnt. - Bjuggust þið við þessum miklu viðbrögðum og stuðningi? Nei, þetta kom okkur á óvart. Að fá svona gríðarlega mikið fylgi, 452 atkvæði, var svolítið meira en við áttum von á. Við teljum þetta vera skOaboð til gömlu flokkanna um að þeirra timi sé liðinn. Það verður að fara að stokka upp kerfið, sérstak- lega í sveitarstjórnarmálum. Fólk vill greinilega frekar kjósa persónur og hafa persónubundnara kjör til | sveitarstjóma heldur en að kjósa eftir flokkspólitískum línum. Ég lít svo á að þetta sé rassskellingSW fyr- l ir gamla flokkakerfið og sigur fyrir lýðræðið. - Nú þurfið þið að fara að sitja fundi bæjarstjórnar, munuð þið þá ekki flosna úr skóla? Það tel ég ekki. Fólkið sem situr í bæjarstjórninni er flestallt í fullu starfi og námið er fullt starf líka þannig að ég held að það sé engin hætta á að við flosnum upp úr skóla. - Hafið þið ekki verið kölluð inn á teppið til skólameistara fyr- ir þetta uppátæki? Nei, nei. Ég held að forsvars- mönnum skólans lítist bara vel á þetta og séu ánægðir með þetta | framtak. Það hefur óneitanlega vak- ' ið mikla athygli á skólanum. Og það er jákvæð umfjöllun í staðinn fyrir þennan barlóm sem alltaf hefur ver- ! ið og þá leiðinlegu umræðu sem skapast hefur í kringum skólann. Nú er loksins farið að tala eitthvað | á jákvæðum nótum um þennan skóla, honum til góðs. -HK/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.