Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 9 Útlönd Tíu ára drengur í haldi í Kólóradó: Átján mánaða stulkubarn barið til bana Lögreglan í Kólóradóríki í Banda- rikjunum leggjur nú allt kapp á rannsókn óhuggulegs morðmáls þar sem 10 ára drengur er grunaður um að hafa barið 18 mánaða stúlkubarn til bana í úthverfl Denver. Lögregl- an segir að sem stendur sé drengur- inn einn grunaður um verknaðinn en rannsókn heldur áfram. Komið var með illa útleikið stúlkubarnið í sjúkrahús á laugar- dagskvöld en það dó á sunnudags- morgun. Lögregla segir barnið hafa verið svo illa farið að starfsfólk bráðamóttöku sjúkrahússins hafi þurft á áfallahjálp að halda. Drengurinn var að passa stúlku- barnið þegar atburðurinn átti sér stað en 19 ára unglingur, sem einnig var heima, var sofandi. Það var unglingurinn sem hringdi í lögreglu þegar barnið var hætt að anda. Drengurinn og barnið litla voru ekki skyld. Honum er haldið í gæslu á unglingastofnun. Lögreglan segir að fjölskylda stúlkunnar litlu sé góðkunningjar lögreglunnar en málið sé margflók- ið. Nágrannar hafa margsinnis kvartað til yfirvalda yfir umönnun barnanna í fjölskyldunni. Þetta mál er ekki einsdæmi en í Kaliforníu er sex ára drengur grun- aður um að hafa barið eins mánað- ar gamalt barn svo illa að það var nær dauða en lífi. Reuter / Aukablaö um Miðvikudaginn 22. maí mun efnismikiö aukablaö um brúökaup fylgja DV. Meðal efnis: Brúðkaupsdagurinn, góð ráð frá presti, undirbúningur veislunnar, undirbúningur brúðkaupsins, skemmtilegar ábendingar, viðtöl, gjafalistar, brúðkaupsnóttin o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri efni eru beðnir að hafa samband við Evu Magnús- dóttur á ritstjórn blaðsins í síma 550 5812. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eða Lilju Einarsdóttir í síma 550 5723 hið fyrsta. Vinsamlega athugib ab síbasti skiladagur auglýsinga er fóstudagurinn 17. maí. Lolo Ferrari, sem heldur því fram að hún hafi stærsta barm Evrópu, gerir sig til fyrir Ijósmyndara á ströndinni í Cannes í gær. Lolo aðstoðar belgíska leik- stjórann Jan Bucqaoy við að kynna myndina Camping Cosmos á kvik- myndahátíðinni en hún fer einnig með hlutverk í henni. Símamynd Reuter Sauðfjárriða lifir af suðu dýrafóðurs Breskur vísindamaður lýsti því yfir á fundi um kúariðu í Maryland í Bandaríkjunum í gær að hann hefði sannað að venjulegar aðferðir við framleiðslu dýrafóðurs nægðu ekki til að eyðileggja orsök riðu í sauðfé. Vísindamaðurinn, David Taylor við Edinborgarháskóla, kvaðst hafa tekið heilavef frá sýktu sauðfé, með- höndlað hann á hefðbundinn hátt og sprautað í heila músa. Að sögn Taylors urðu margar músanna veik- ar af sjúkdómi sem líktist riðu. Vís- indamenn segja að líklega eigi kúariðufaraldurinn í Bretlandi á ní- unda áratugnum rætur sínar að rekja til sauðfjárafurða sem notaðar hafi verið í dýrafóður. Afurðir af nautgripum voru einnig notaðar í dýrafóður. Bandaríska matvælaeftirlitið mun i dag birta tillögu um bann við vissum tegundum gripafóðurs sem inniheldur afurðir af nautgripum, sauðfé og öðrum jórturdýrum. Er tillagan lögð ffam í því skyni að draga úr hættunni á kúariðu í Bandaríkjunum. Bretar bönnuðu á þessu ári kjöt og beinamjöl í öllu dýrafóðri, ekki bara fóðri fyrir jórturdýr. Seint á níunda áratugnum settu þeir á sams konar bann og Bandaríkjamenn hyggjast gera núna og dró þaö úr kúariðu. David Taylor segir að rekja megi aukningu kúariðu í Bretlandi að undanfomu til þess að fóður handa nautgripum hafi mengast af svína- og alifuglafóðri vegna mistaka i sláturhúsum. Reuter Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. ERIU UMHlN mr við líka. f JÁ □ 0LL SOLGLERAUGU A Kt. 490,- Skrevttu þÍ2 !!______ Viö eigum skartið Eyrnalokkar frá kr. 150,- Hálsmen frá kr. 200,- Frítt kaffl ob kakó JZ iaugani Sunnuu.' UviÐSKIPTANETIÐHF. FLESTAR VÖRUR B HS.GT *0 GREIM RE0 VH VISA^ FaYafeni 10 * Sími: 533 2 533_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.