Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1996, Blaðsíða 37
jLí^T LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 Verður Alexander Lebed arftaki Borísar Jeltsíns á forsetastóli? Ég er fæddur sigurvegari og minn tími mun koma „Þetta er eins og timburmenn. Manni finnst maður hafa fengið of mikið að drekka en þó ekki eins mikið og maður vildi.“ Þessi orð lét Alexander Lebed, ný- skipaður yfirmaður öryggisráðs Rússlands, falla þegar ljóst var að hann hafði hlotið um 11 milljónir at- kvæða eða 14,7 prósent fylgi i fyrri umferð rússnesku forsetakosning- anna um síðustu helgi. Velgengni hans kom flestum stjórnmálaský- rendum á óvart og raunar honum sjálfum líka, þrátt fyrir að hann hefði slegið um sig með yfirlýsing- um eins og: „Ég er fæddur sigurveg- ari og minn tími mun koma.“ fréttaljós á laugardegi Jeltsín sá sér strax leik á borði, gerði Lebed að yfirmanni öryggis- mála og tryggði sér um leið stuðn- ing hans fyrir aðra umferð forseta- kosninganna sem fram fer 3. júlí. Saman hafa þeir félagar meirihluta- fylgi en eftir er þó að sjá hvort 11 milljónir stuðningsmanna Lebeds munu greiða Jeltsín atkvæði sitt. Það er því óvíst hvort óvæntur frami hans er byrjunin á glæstum stjórnmálaferli eða einungis stuttur stans á valdastóli í Kreml. Hvað sem því líður hefur hann tekið afar stórt stökk inn á hið pólitíska svið í Rússlandi. Alexander Lebed kemur ásamt eiginkonu sinni, Innu, tii kjörstaöar 16. júní. Lebed hlaut 14,7 prósenta fylgi sem veitti honum lykilstöðu í seinni umferð forsetakosninganna. Bæði Jeltsín og Zjúganov biðluðu til hans. Lebed ákvað að fylgja þeim hugmyndum „sem væru illa útfærðar en ættu sér fram- tíð“. Símamyndir Reuter ir fjögur ár - og jafnvel fyrr ef heilsu Jeltsíns hrakar á ný. En hvernig maður er Lebed? Ef marka má orð eiginkonu hans, hinnar rauðhærðu Innu, er Lebed ástríkur eiginmaður sem veit fátt betra en að fara í gönguferð með hundinn. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Þótt Lebed hafi vísað í timbur- menn hér í upphafi er slíkt ástand honum mjög fjarri því að langt er síðan hann hætti að drekka. Hann kveðst hafa hætt svo að um stjóm landsins sæi að minnsta kosti einn allsgáður maður. Þótti hann þar skjóta fóstum skotum að Jeltsín og meintri ofdrykkju hans. Halli Jeltsín sér aftur að flöskunni eftir kosningamcU' er ekki að vita nema Lebed komist alla leið á toppinn fyrr en seinna. Reuter/Agence France Presse 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. * Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó , og Kínó f LOTTDsáw 9 0 4 * 5 0 0 0 t Velheppnuð kosn- f ingabarátta varð reyndar til þess að Ý sögusagnir komust á ' . kreik um að stjómvöld í Kreml fjármögnuðu hana í þeim tilgangi að kljúfa raðir andstæðinga Jeltsíns. Líkur Jeltsín Nú, þegar Lebed virðist ætla að Af stríðsmönnum kósakka Alexander Lebed er 45 ára og var á sínum tíma i fallhlífarherdeildum hersins. Hann á ættir að rekja til stríðsmanna kósakka og varð hers- höfðingi 38 ára. Hann varð hetja fyr- ir framgöngu sína í fyrrum sov- étlýðveldinu Moldavíu, árið 1992. Þá tókst honum að bæla niður bardaga milli stjórnarhers Moldavíu og rúss- neskra aðskilnaðarsinna. í kjölfarið naut Lebed mikillar hylli aðskilnað- arsinna í Moldavíu og meðal her- manna sinna sem þekktir voru fyr- ir snyrtimennsku. Þá þótti hann góður félagi. Árið áður hafði hann tekið þátt í vörnum Jeltsíns við Hvíta húsið í Moskvu þegar harðlínukommúnist- ar reyndu að endurvekja Sovét- stjórnina. Ferill Lebeds einkennist þó ekki aðeins af glæstmn hetjudáð- um; hann á sér dekkri hliðar. Hann var fallhlífarhermaður í stríðinu í Afganistan og tók þátt í að brjóta á bak aftur sjálfstæðistilburði í Baku sem kostaði yfir 100 manns lífið. Kokhreysti Velgengnin í þjónustu hersins endurspeglaðist í kokhreysti hans fyrir kosningarnar í sumar. Þar kallaði hann Jeltsín stóran mínus og Pavel Gratsjov, vamarmálaráð- herra og fyrrum yfirmann sinn, annars flokks. Þegar Jeltsín og Gratsjov sendu rússneskar her- sveitir inn í Tsjetsjeníu 1994, í þeim tilgangi að kæfa upp- reisn aðskilnaðarsinna, var Lebed með fyrstu mönnum til að gagnrýna þá ákvörð- un. Hann sagði að ef ein- hverjir ættu að berj ast þar syðra væru það synir og sonar- synir ráðherr- anna. Togstreitan milli Lebeds og Gratsjovs jókst sí- fellt og endaði með því að Grat- sjov fékk Jeltsín til að reka Lebed úr hernum fyrrasumar. Lebed hóf þá baráttuna á borgaralegum vettvangi, gagn- rýndi mjög hernaðarum- svifin í Tsjetsjeníu og kallaði Gratsjov mellu. Hefndin var því sæt þegar Gratsjov var látinn fjúka í vikunni og Lebed gerður að æðsta yfirmanni öryggismála. Jeltsín varð að greiða stuðning Lebeds einhverju verði. Endurmisn laga og reglu Lebed náði ekki sérstökum ár- angri í þingkosningunum 1995 en hefur setið á þingi. Hann er ekki maður margra orða. Rödd hans er rám af keðjureykingum og svo djúp að hún minnir helst á fallbyssudr- unur. Því er Lebed stundum illskilj- anlegur og ekki skrýtið þótt margir hafi talið að hann væri á rangri hillu í pólitík. í kosningabaráttunni klæddist Lebed einkennisbúningi hersins og boðskapur hans var einfaldur. Með djúpri og rámri röddu boðaði hann frjáls markaðsviðskipti en sagði um leið víðtækri spillingu og glæpum stríð á hendur. Hann boðaði endur- reisn laga og reglu og stöðvun stríðsreksturs í Tsjetsjeníu. Einfóld en snjöll auglýsingaher- ferð í sjónvarpi, auk slagorða eins og „Sannleikur og regla“ og „Ég get, þess vegna verð ég“, aflaði honum fylgis úr röðum kommúnistans Zjúganovs og þjóðernissinnans Zhírinovskis. Lebed virtist höfða jafnt til þeirra sem horfðu með söknuði til horfinna sovétdaga og óánægðra fylgjenda efnahagsum- bótanna. ráða úrslitum forsetakosninganna, rifjast upp aðdáun Jeltsíns á þess- um ódæla hershöfðingja. Sú aðdáun byggist ekki síst á því hversu líkir þeir eru, bæði í framkomu og þegar saga þeirra er skoðuð. Báðir eru af- urð sovéska valdakerfisins en upp- reisnargjamir. Báðir brutu þeir af sér hlekki og féllu í ónáð fyrir vik- ið. Jeltsín 1987, þegar hann yfirgaf forsætisnefnd sovéska kommúnista- flokksins og fór út í pólitíska óvissu, og Lebed 1994, sem varð til þess að Gratsjov rak hann úr stöðu yfirmanns 14. herdeildar rússneska hersins í fyrra. Jeltsin lítur gjarna á Lebed sem yngri útgáfu af sjálfum sér enda varð fátt um viðbrögð þegar Lebed gerði lítið úr honum í kosningabar- áttunni; sagði meðal annars að Jeltsín hefði ekki látið neitt gott af sér leiða, ætti að segja af sér og fara að rækta jarðarber. Tilveran er ótrygg á valdastólum Kremlar eins og atburðir síðustu daga sýna glögglega. Ekki síst fyrir lítt reynda stjórnmálamenn eins og Lebed. Þótt bakland Lebeds þyki traust þar sem 11 milljónir kjósenda eru annars vegar og honum verði seint fórnað, þykir sýnt að hann muni eiga erfitt uppdráttar geri hann atlögu að spilltum yfirmönn- um Kremlar. Auk þess kann staða hans að veikjast til muna ef viðhorf almennings breytist þannig að hann verði einungis álitinn v vænn fengur á króki Jeltsíns en ekki þungavigt- armaður á eigin forsend- um. Hætti að drekka Alexander Lebed og Borís Jeltsín innsigla bandalag sitt þegar sá síöarnefndi var geröur aö yfirmanni öryggisráös Rússlands og ráögjafi forsetans í örygg- ismálum. Talið er aö Jeltsín sjái eftirmann sinn á forsetastóli í Lebed. Sigri Jeltsín í kosningunum 3. júli kann draum- ur Lebeds að ræt- ast innan tíðar. Jeltsín hefur látið þau orð falla að hann sjái Lebed sem mögulegan eftirmann sinn á forsetastóli árið 2000. Til lengri tíma litið getur skjótur frami gamla fallhlífar- hermannsins veitt honum for- skot fyrir forseta- kosningarnar eft- Þrír heppnir KrakkaklúbbsmedHmir hljóta ís- venkifráKjörisogkubbaspNfráKjörisogLEGO. V íris Edda Heimisdóttir nr. 6368 V Bjarki Einarsson nr. 9008 V Ester Anna Pálsdóttir nr. 5467 v Allir sem tóku þátt fá ávísun á tvo græna Hlunka frá Kjörís. U&ultóítaMúMDU/ DV, ifpöife og LEGO þakka kssrfega fýrir þáttiökuna. Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. Vinningshafar í litasamkeppni Krakkaklúbbs DV, Kjöríss og LEGO 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.