Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Síða 2
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 18 ténlist Island -plötur og diskar— t 1.(2) Merman Emilíana Torrini | 2. (1 ) Strumpastuð Strumparnir t 3. ( 9 ) Pottþétt 96 Ýmsir 4 4. ( 3 ) Pottþétt jól Ýmsir | 5. ( 5 ) Allar áttir Bubbi Morthens t 6. ( 6 ) Seif , Póll Oskar t 7. (12) Kvöldið er okkar Ingimar Eydal t 8. (13) Falling Into You Celine Dion 4 9. ( 8 ) Jólaperlur Ýmsir 410. ( 9 ) Pottþétt 6 Ýmsir |11. ( 7 ) Fólk erfrfl Botnleðja 4 12. ( 4 ) Í.AIftagerði Alftagerðisbræður 113. (16) Secrets Toni Braxton 114. (10) Pottþéttdans Ýmsir 115. (Al) Coming Up Suede 116. ( - ) Spice Spice Girls 117. ( - ) Stoosh Skunk Anansie 118. (- ) Sígildar sögur Brimkló 119. (Al) Older George Michael 120. (-) Ómissandi fólk KK og Magnús Eiríksson London -lög- t 1. (- ) 2 Become 1 Spice Girls | 2. (1 ) Knockin' on Heavens Door Ounblane t 3. (- ) Don't Cry for Me Argentina Madonna 4 4. ( 2 ) Un-Break My Heart Toni Braxton 4 5. ( 3 ) One & One Robert Miles featuring Maria N.. 4 6. ( 4 ) A Different Beat Boyzone | 7. ( 7 ) Breathe The Prodigy 4 8. ( 5 ) Horny Mark Morrison 4 9. ( 6 ) All by Myself Celine Dion t 10. (- ) Don't Marry Her The Beautiful South NewYork | 1.(1) Un-Break My Heart Toni Braxton !2. ( 2 ) I Belive I Can Fly R. Kelly 3. ( 3 ) Don't Let Go En Vogue 4. ( 4 ) No Diggity Blackstreet t 5. ( 5 ) Nobody Keith Sweat Featuring Athena... t 6. ( 7 ) I Belive in You and Me Whitney Houston 4 7. ( 6 ) Mouth Merril Bainbridge t 8. ( 9 ) l'm Still in Love With You New Edition t 9. (10) I Finally Found Someone Barbra Streisand & Bryan Adams t 10. ( -) Macarena Los Del Rio Bretland -plöturog diskar —.*_ t 1. ( 1 ) Spice Spice Girls t 2. ( 2 ) Take Two Robson & Jerome t 3. ( 3 ) Blue Is the Colour The Beautiful South t 4. ( 4 ) Falling into You Celine Dion t 5. ( 5 ) Greatest Hits Simply Red t 6. ( 6 ) The Score Fugees t 7. ( 7 ) A Different Beat Boyzone t 8. ( 8) Travelling without Moving Jamiroquai t 9. ( 9 ) Older George Michaei t 10. (10) Crocodile Shoes II Jimmy Nail -- Bandaríkin -plöturog diskar— t 1.(1 ) Tragic Kingdom No Doubt t 2. ( 2 ) Falling into You Celine Dion t 3. ( 3 ) The Preacher's Wife Soundtrack t 4. ( 4 ) Razorblade Suitcase Bush t 5. ( 6 ) Romeo + Juliet Soundtrack 4 6. ( 8 ) Secrets Toni Braxton 4 7. ( 5 ) Space Jam Soundtrack 4 8. ( 7 ) Blue Leann Rimes t 9. ( 9 ) The Moment Kenny G tlO. (- ) Evita Soundtrack Bestu (og verstu) plötur sídasta árs Mörg erlend blöð og tímarit og aðrir miðlar hafa þegar birt lista sína yfir bestu plötur síðasta árs. Sum hafa einnig látið fylgja með lista yfir verstu plötur ársins og eru þeir í mörgum tilfellum ekki síður fróðlegir en hinir. Q Breska tónlistarblaðið Q birti á dögunum lista yfir fimmtíu bestu plöturnar að mati gagnrýnenda- hóps blaðsins. Þeim var ekki raðað í númeraröð. Þó voru tiu bestu plöturnar dregnar í sérstakan dilk og þeim raðað í stafrófsröð og síðan komu hinar fjöru- tíu sem raðað var á sama hátt. Tíu bestu plötur árs- ins 1996 voru þessar að mati gagnrýnenda Q: 1977 (Ash), Ben Folds Five (Ben Folds Five), Slang (Def Leppard), The Score (Fugees), Everything Must Go (Manic Street Preachers), Moseley Shoals (Ocean Colour Scene), New Adventures in Hi Fi (R.E.M.), Mercury Falling (Sting), Coming up (Sting) og Second Toughest in the Infants (Underworld). People Starfsmenn bandaríska vikuritsins People eru alla jafna ekki þekktir fyrir að kafa djúpt ofan í hlut- ina enda er blaðið byggt upp á stuttum greinum og viðtölum. Þar birtist þó ávallt umsögn um helstu plötur sem út eru gefnar og það er löngu orðinn fast- ur liður að tónlistarskrifararnir geri upp hug sinn í lok hvers árs til þess hvað skar sig úr í gæðum. People-fólkið setur plötuna New World Order með gamla soul- og gospelsöngvaranum Curtis Mayfield í efsta sætið yfir tíu bestu plötur ársins. í öðru sæti er New Adventures in Hi Fi með R.E.M. Kanada- maðurinn Beck er í þriðja sæti með plötu sína Od- elay. Þá kemur Tony Toni Toné með plötuna House of Music. Fimmta besta plata siðasta árs er að mati People Down on the Upside með Seattlehljómsveit- inni Soundgarden. Þar á eftir kemur I’m with Stupid með Aimee Mann. Eventually með Paul Westerberg er í sjöunda sæti, The Trouble with the Truth með Patty Loveless er númer átta. Þá kemur Appalachia Walts með Yo-Yo Ma, Edgar Meyer og Mark O’Connor og Lyle Lovett rekur lestina með plötu sína The Road to Ensenada. í People er einnig birtur listi yfir tíu verstu plöt- R.E.M. virðist koma plötu sinni New Adventures in Hi Fi víða inn á listana yfir tíu bestu plötur síðasta árs. ur ársins. Hann er svohljóðandi: Older (George Michael), Wildest Dreams (Tina Turner), Chaos and Disorder (Prince), To the Faith- ful Departed (The Cranberries), Broken Arrow (Neil Young with Crazy Horse), Louder than Words (Lion- el Richie), Life Is Sweet (Maria McKee), 18 ’tO I Die (Bryan Adams), Tennessee Moon (Neil Diamond) og You’ve Got to Believe in Something (Spin Doctors). EW Entertainment Weekly afgreiðir sitt toppsæti snyrtilega og gefur það Nýju bresku innrásinni (The British Reinvasion). Sumt af því sem henni tilheyr- ir kom reyndar út í Evrópu (og væntanlega í Banda- ríkjunum líka) árið 1995 en það hafði sín áhrif í fyrra. Þessari nýju bresku innrás tilheyra sérstak- lega að mati sérfræðinga Entertainment Weekly plöturnar Different Class (Pulp), (What’s the Story) Morning Glory? (Oasis) og platan með tónlist úr kvikmyndinni Trainspotting. Þá fá L.T.J. Bukem, Tricky og Underworld sérstakt hrós. Að öðru leyti er listi EW yfir bestu plötur ársins 1996 svohljóðandi: Walking Wounded (Everything but the Girl), Cali- fornia Love (2Pac Featuring Dr. Dre), New Adventures in Hi Fi (R.E.M.), You?Me?Us? (Richard Thompson), C’Mon N’ Ride It (The Train) (Qad City DJ’s), Sheryl Crow (Sheryl Crow), Mother Mother (Tracy Bonham), Store in a Cool Place (Able Tasm- ans) og Words (The Tony Rich Project). EW valdi þrjár verstu plötur síðasta árs. Þær sem fengu þann vafasama heiður eru FáUing into You (Celine Dion), Evil Empire (Rage against the Machine) og Live from the Fall (Blues Traveler). Kiss fékk flesta á tónleika 1996 Bandaríska rokkhljómsveitin Kiss reyndist vera sú atkvæðamesta á hljómleikasviðinu á nýliðnu ári. Hljómsveitin fékk jafnvirði tæplega tveggja komma níu milljarða króna í kassann sem er langt umfram það sem sá næstvinsælasti fékk fyrir sína hljómleikaferð. Að því er fram kemur í tímaritinu Pollstar, sem birtir aðallega viðskiptafréttir úr skemmtanalíf- inu, var árið 1996 heldur dapurt hvað varðar að- sókn á tónleika vestanhafs. Tónleikagestir vestan- hafs eyddu samtals rúmlega einum milljarði doll- ara í aðgöngumiða. Árið 1995 var heddarupphæð- in 950 milljónir, allverulega miklu minna en árið 1994 þegar 1,4 milljarðar komu í kassa hljómleika- haldaranna. Ástæðan fyrir því að heildarupphæð- in varð hærri í fyrra en árið þar á undan er fyrst og fremst sú að listamennimir fóru fram á að fá lágmarkskauptryggingar frá tónleikahöldurum hækkaðar frá því sem áður var og þurfti af þeim sökum að hækka miðaverðið. Allmargar hljómsveitir sem nutu vinsælda á áttunda áratugnum voru endurreistar í fyrra til að rifja upp gamlar lummur og til að bjarga í leiðinni misjafnlega burðugum íjárhag gömlu liðsmannanna. Hljómsveitir á borð við Styx, Kansas, Steve Miller Band og Chicago héldu út á vegina og upp á tónleikasviðin en áheyrendurnir létu sig vanta. Raunar voru það aðeins áttunda áratugar-hetjurn- ar Kiss og Eagles sem gerðu það gott í fyrra. Af öðrum listamönnum sem hlutu náð fyrir augum og eyrum bandarískra tónlist- argesta á síðasta ári má nefna Alanis Mori- sette, Oasis, Bush, Smashing Pumpkins, Phish og Tori Amos. Phish náði mesta áhorf- endaskaranum, sjötiu þúsund manns í yfir- gefinni flugherstöð Bandaríkjahers í New York fylki. Vinsælasta hljómleikaferðin þar sem hópur listamanna ferðaðist saman og efndi til sameiginlegra tónleika nefndist H.O.R.D.E. Kiss bar hins vegar höfuð og heröar yfir aðra listamenn sem voru einir á ferð eða í mesta lagi með upphitunarhljómsveitir með i ferð. Hljómsveitin kom fram á 92 tónleikum í Bandaríkjunum og varð uppselt á þá flesta. Vin- sælasti dægurtónlistarmaður Bandaríkjanna það sem af er þessum áratug, kántrísöngvarinn Garth Brooks, varð i öðru sæti og á hæla honum kom söngvarinn og lagasmiðurinn Neil Diamond. Sá fjórði í röðinni varð Rod Stewart. Þá kom Bob Seger, síðan Jimmy Buffett, Reba McEntire, Alan- is Morisette, Hootie and the Blowfish og tíunda sætinu náði gamla rokkbrýnið Ozzie Os- bourne sem ávallt virðist eiga tryggan áheyrendahóp þrátt fyrir misjafnt gengi á löngum ferli. Af þessum hópi eru það einungis söngkonan Al- anis Morisette og hljómsveitin Hootie and the Blowfish sem teljast til hóps ungra listamanna. Hinir eru allir komnir vel til ára sinna og mælist ferill þeirra flestra í áratugum. Bent hefur verið á að tónleikaferð Kiss hafi verið ákaflega vel mark- aðssett og þar af leiðandi hafi ekki verið hjá því komist að hún heppnaðist vel. Á móti benda menn á ákaflega vel markaðssetta ferð sem skilaði þó fremur lélegum árangri, mældum í brúttótekjum fyrir aðgöngumiðasölu. Hljómsveitin Sex Pistols komst ekki einu sinni í eitt af fimmtíu efstu sæt- unum yfir vinsælustu tónleikasveitir síðasta árs. Kiss: Lengi lifir í gömlum glæöum eða lengi dugar gömul málning og eldgleypabrögö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.