Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Page 3
5D"\T FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 HLJÓMPLjÍTU mm t/ji DJ Shadow - Entroducing.. Snilldarplötusnúður *** Það hefur tekið undirritaðan þónokkum tíma að mynda sér skoðun á þessari plötu DJ Shadow. Eitt er víst, hann er enginn venjulegur plötusnúð- ur. Að baki þessari plötu liggur gífurleg vinna, stórt plötusafn og hugmyndaauðgi sem á ekki marga sína líka. En það er ekki til neitt eitt orð sem lýsir plöt- unni. Shadow blandar saman tali annarra (úr bíómyndum og af plötum), sínum eigin takti (sem stundum er spilaður inn af trommusettum, stundum búinn til á tölvu), hljóðfæraleik og bætir síðan við innskotum úr furðulegu plötusafni. Þessi blanda er ótrúlega vel gerð en ekki mjög grípandi. Frumlegheit- in liggja fyrst og fremst í því hversu sterk blandan er (ekki að ég sé að gera hann að barþjóni). Það eina sem dregur plötuna niður er hljóðfæra- leikurinn og lagasmíðamar sjálfar sem era í raun aðeins leiðarlinur fyrir þennan frábæra plötusnúð. Lagasmíðarnar byggjast að mestu á einfóldum, endurteknum laglínum sem hvorki snerta streng í huga, hjarta eða líkama. Uppbygging Shadows í kringum þessar einfóldu lag- línur á síðan engan sinn líka og er það sem hlustandinn furðar sig á og spáir mikið í hvemig maðurinn geri þetta eiginlega. Og takturinn er hreint unaðslegur. Platan flokkast hins vegar ekki sem dansplata held- ur væri hægt að segja að þeir sem spá mikið í hjjóð og hljóðblöndun fengju mikið fyrir sinn snúð á þessari plötu. Þeir sem vilja dansa kaupa sér þá bara Fat Boy Slim, Prodigy, Underworld eða Chemical Brothers. Þú hlustar á DJ Shadow einn eða með einhverjum sem þú heldur að kunni að meta hann. Guðjón Bergmann Snörumar - Snörurnar Kraftmikið kántrírokk *** Söngkonumar Erna Þórar- insdóttir, Eva Ásrún Alberts- dóttir og Guðrún Gunnarsdóttir hafa tekist á við margt söng- hlutverkið á liðnum áram, ým- ist allar saman, tvær og tvær eða hver í sínu lagi. - Fag- mennskan uppmáluð hvort sem þær fást við bakraddir eða aðal- söng. Það þarf því engum að koma á óvart að útkoman sé þriggja stjömu hljómfang þegar þær leiða loksins saman hesta sina í eigin nafhi (reyndar sem Snörumar) og hijóðrita nokkra áheyrilega kántríslagara. í aðalatriðum hefur vel tekist með lagaval á plötunni Snörumar. Hið ofboðslega vinsæla Kveiktu ljós frá því á sjöunda áratugnum gengur til dæmis aftur í sinni upphaflegu, amerísku útsetningu, eða ailt að því. Textar laganna eru upp og niður en meginþema þeirra er basl og bar- átta við karlpeninginn. Stöku sinnum líta þær stöllur þó upp úr hvers- dagsbaslinu og svífa upp til skýja eða gera eitthvað annað sniðugt. Undirleikur á plötunni er prýðilegur. Kannski mætti vera örlítið meira af slidegítar hér og þar en banjós, mandólíns og fiðlu er ekkert saknað þar eð fyrst og fremst er um kántrírofck að ræða. Pródúsent plöt- unnar er lítt þekktur tónlistarmaður, Óskar Éinarsson. Spyrja má hvort hann hefði ekki átt að leggja enn meiri rokkkraft í útsetningar en raun varð á fyrst ekki er flutt hefðbundið kántripopp heldur rokk í sveitastíl. Ásgeir Tómasson Presidents of the United States of America - 2 Missir marks ** Fyrri plata þessa bandaríska tríós var skemmtileg áheymar, kímin, hrá og kraftmikil. Á nýrri plötu þess fær maður hins vegar á tilfmninguna að það sé app bú (eins og blessuð bömin hans Hemma myndu orða það). Hljómsveitin virðist einfald- lega hafa misst frumkraftinn sem gerði hana aðlaðandi til að byrja með. Lögin era flest léleg- ar stælingar á fyrri smíðum, textarnir út í hött (ná þvi tæpast að vera fyndnir) og hljóðfæra- leikurinn hefur að miklu leyti verið poppaður upp. Undirritaður viðurkennir ákveðin vonbrigði vegna lofs sem hann gaf fyrri plötu hljómsveitarinnar, enda hefði hún átt að vera betri miðað við framþróun hljómsveita almennt. Fljótt á litið virðast Forsetamir vera andsetnir öðrum forsetum (í seðlamynd). Það vill nefnilega oft gerast að rokkhljómsveitir poppast upp til að þjóna útgáfufyrirtækjum sínum sölulega. Einnig hefur alltof mikið verið lagt í upptökur á hrárri tónlist sem þessari og hljómurinn því of fágaður (sem væri sjálfsagt gott ef Cel- ine Dion ætti í hlut). Ekkert eitt lag vakti athygli enda hafa þau ekki náð neinum veruleg- um vinsældum þrátt fyrir itrekaðar tilraunir útvarpsmanna hérlendis til að koma plötunni á framfæri. Undirritaður sér því sér þann kost vænstan að mæla með fyrri plötu hljómsveitarinnar sem vekur að minnsta kosti kátínu - en alls ekki þessari. Guðjón Bergmann *$t6nlist 19 Brad Roberts, söngvari Crash Test Dummies: fer ótroðnar slóðir „Þegar ég var drengur og var að missa bamatenn- urnar hafði ég miklar áhyggjur af tönnunum í mér og ég var stöðugt að reyna að ná þeim úr mér. Mér tókst einu sinni að losa mig við tvær á einu kvöldi. Mörgum árum seinna var ég svo að hugsa um hvað þetta hafi verið furðulegt; að einu sinni hefði ég ver- ið lítill pjakkur með tennur sem hrundu beinlínis úr mér.“ Svona lýsir Brad Roberts, söngvari og höfuð- paur hljómsveitar- innar, hugmynd- inni bak við nýjasta smell sveitarinnar sem kallast. He Likes to Feel It. Qgeðfellt myndband Lagið fjallar einmitt um ungan dreng sem langar endilega til þess að láta draga úr sér tennumar með öll- um mögulegum að- ferðum. Mynd- bandið við lagið sýnir tilraunir hans við að rífa úr sér tennurnar á afar fjölbreyttan hátt. Þar á meðal reynir hann að kippa þeim út með flísatöng, binda þær við hurðar- húna eða við skottið á hundinum sínum. Á sumum sjónvarpsstöðvum vestanhafs er myndbandið einungis sýnt á kvöldin og nóttinni enda þykja sumar tilraunir drengsins í myndbandinu við að losa sig við tennur sínar frekar ógeðfelldar. Crash Test Dummies hafa reynd- ar aldrei fetað troðnar slóðir og er það mikið til Brad Roberts að þakka (eða kenna). Hann byrjaði að semja lög þegar á táningsaldri en stofhaði Crash Test Dummies árið 1990. Áður var hann í mastersnámi í bók- menntmn og heimspeki. Sveitin er skipuö bróður Brads, bassaleikaran- um Dan Roberts, trommaramun Mitch Dorge, hljómborðsleikaran- um Ellen Reid og hinum fjölhæfa Benjamin Darvill sem leikur á hin ýmsu hljóðfæri. Fyrsta plata hljóm- sveitarinnar, sem kom út árið 1991, The Ghosts That Taunt Me, seldist í 700 þúsund eintökum en Crash Test Dummies slógu í gegn með laginu Mmm, Mmm, Mmm af plötunni God Shuffled his Feet. Vinsældir lagsins voru helstu hvati þess að platan seldist í 5,5 milljónum eintaka. Á nýjustu plötu sveitarinnar, A Worms Life, er fjallað um jafli ólika hluti eins og hundalíf, samkeppni manna í millum og hversu laga- smíðar eru í raun erfiðar, svo að eitthvað sé nefnt. „Sumt af þessu bý ég bara til en sumar hugmyndir koma í gegnum eitthvað sem ég hef heyrt, séð í sjónvarpi, lesið um eða lent í sjálfur. Þessir hlutir, sem vekja athygli mína fyrir að vera öðruvísi en það hversdagslega, þetta hrærist svo saman í höfðinu á mér og úr því verða hugmyndir að lög- um,“ segir Brad Roberts. Samantekt: JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.