Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1997, Side 8
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MYNDBAm iiiiMjmj Trainspotting: Dópistar í Edinborg ★★★★ Shallow Grave, sem kom út í fyrra, var mjög athygl- isverö og frumleg spennumynd en leikstjóri, íramleið- andi og handritshöfundur þeirrar myndar tóku saman höndum aftur og gerðu Trainspotting eftir sögu Irvine Welsh. Hún segir frá Mark Renton og félögum hans, Spud, Sick Boy, Begbie, Tommy og Diane. Mark Renton er sæmilega gáfaður einstaklingur sem kýs að vera dópisti fremur en að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Af og til ákveður hann þó að reyna að venja sig af dópinu en gengur yflrleitt fremur illa við það. Ann- aðhvort eru vinirnir að reyna að draga hann inn í neysluna aftur eða hrút- leiðinleg fjölskyldan og illþolanlegt samfélagið hrekja hann til þess. AIls konar hörmungar er að finna í myndinni sem er satt að segja með eindæm- um viðbjóðsleg á margan hátt og gengur sjálfsagt fram af mörgum en þrátt fyrir alla eymdina og subbuskapinn er taki aldrei sleppt á sótsvörtum húmomum sem heldur manni i hláturkrampa myndina í gegn. Persónur og atriði era ýkt og oft súrrealísk en leikaramir hafa greinilega gaman af því sem þeir eru að gera og orkan geislar af þeim. Tónlist spilar stórt hlutverk og er hugvitssamlega notuð, hún er partur af myndinni en ekki bara eitt- hvað til að hafa í bakgrunninum. Trainspotting er alveg sérstaklega eftir- minnileg mynd, hún vekur mann til umhugsunar um leið og hún skemmt- ir manni. Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Danny Boyle. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Ewen Bremner, Johnny Lee Miller, Kevin McKidd, Robert Car- lyle og Kelly MacDonald. Skosk, 1995. Lengd: 93 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ Girl 6 Símavændi Theresa Randle leikur í Girl 6 unga leikkonu sem fær hvergi hlutverk. Hún gefst að lokum upp á hokrinu og ákveður að reyna fyrir sér í símavændi í nokkra mán- uði svo hún geti unnið sér inn fyrir flugmiða til Los Angeles. Hún á stelsjúkan fyrrverandi eiginmann sem er stöðugt að reyna að komast í mjúkinn hjá henni aft- ur og besti vinur hennar og nágranni er rugludallur sem safnar kortum með myndum af íþróttaheijum. Hún verður fljótlega vinsæl og fær marga kúnna í síma- vændinu og verður síðan sjálf háð þvi og sekkur dýpra í það. Að lokum hættir hún því, segir bless við alla og flýgur til Hollywood. Ca. þriðjungur myndarinnar fer í símavændisfantasí- ur, annar þriðjungur í að hinum og þessum stjömum er leyft að leika sér í nokkrar mínútur og restin fer í samskipti aðalsöguhetjunnar við eiginmann sinn og nágranna. Myndin er afar sundurlaus og söguþráður nánast enginn. Þar að auki er ekkert grín í henni, sem er fremur einkennilegt miðað við að hún er markaðssett sem grínmynd. En dramað um fátæku leikkonuna, sem leiðist út í símavændi, er áhugavert í byrjun þótt niðurstöður séu fremur fá- tæklegar. Leikaramir standa sig nokkuð vel og það er oft gaman að fylgjast með stjörnunum leika sér. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Spike Lee. Aöalhlutverk: Theresa Randle, Isi- ah Washington og Spike Lee. Bandarísk, 1996. Lengd: 108 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. -PJ Agnes Sögulegt drama Myndin byggist á frægum atburði í íslandssögunni, síðustu aftöku á ís- landi þegar Agnes og Friðrik voru hálshöggvin fyrir morðið á Natani Ket- ilssyni. Agnes er aðalsögupersónan og í byrjun myndarinnar er hún í illri vist á bæ sýslumannsins sem ásælist hana. Hún flýr hann og illgjama eig- inkonu hans á náðir Natans Ketilssonar, sjálfmenntaðs lyflæknis sem tekur hana til sín sem bústýru. Fljótlega kemur í ljós að hann er litlu skárri en sýslumaðurinn og eftir illa meðferð um nokkurt skeið fær Agnes nóg þegar hann kemur með konu Friðriks á heimilið. Agnes fer til Friðriks og fær hann til að drepa Natan (þótt hún sjái reyndar eftir gjörðum sinum þegar morðið er framið). Þessi mynd er fullkomnlega misheppnuð. Meiningin var sennilega að búa til áhrifamikla og magnþrunga mynd en hér er skotið langt yfir markið. Handritið er hreint ömurlega illa skrifað og mörg atriðin afar vandræðaleg, sérstaklega þegai' dramatíkin á að vera sem mest. Atriði eins og þegar Agnes rústar heimili Natans þegar hann kemur heim með konu Friðriks eru bara asnaleg. Maria Ellingsen og Baltasar Kormákur leika eins og þriðja flokks sjónvarpssápuleikarar og enginn af hinum leikinunum sýn- ir neina takta þótt þeir séu ekki eins áberandi slæmir. Það liggur við að þessi mynd sé nógu slæm til að vera hlægileg en hún er sennilega lélegasta íslenska myndin sem ég hef séð. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Aðalhlutverk: María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson. íslensk, 1995. Lengd: 104 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Kingpin Heimskir í keilu ★ Hér segir frá Roy Munson (Woody Harrelson) sem áður fyrr var eitt mesta keiluspilaraefni sem komið hefúr fram en missti hægri höndina í átökum við keiluhallargesti sem hann hafði svindlað illa á. Hann hefur átt fremur misheppnaðan feril sem sölumaður þegar hann rekst á mann nokkum (Randy Quaid) sem virðist hafa mikla hæfileika til keiluspilamennsku. Gallinn er að hann er amishtrúar og lítið spenntur fyrir atvinnumennsku í íþróttinni. Með brögðum tekst Roy Munson þó að fá hann til þess og í fór með þeim slæst fegurðardís nokkur sem sér um að trufla athygli andstæðinga hans. Við sögu kemur einnig gamall óvinur Roys, svikahrappurinn, kvennamaðurinn og keilumeistarinn Emie McCracken, sem Bill Murray leikur. Leikstjórar myndarinnar em Farelly bræðumir sem gerðu Dumb and Dumber, ágæta dellumynd. Kingpin er öllu slappari, handritið er einfaldlega slappt og ófyndið. í þessu tilviki er grínið bara heimskt en fyndnina vantar. Auk þess er myndin oft ansi ósmekkleg sem er alltaf fremur neyðarlegt þegar fyndnina vantar. Ágætir leikarar em í aðalhlutverkum og standa sig ekkert illa en skemmtilegastur er Bill Murray. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjórar: Peter Farrelly og Bobby Farrelly. Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Randy Quaid og Vanessa Angel. Banda- rísk, 1995. Lengd: 98 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ Ferill Jims Carreys hefur verið með ólíkindum. Hann er Kanada- maður að uppmna og var byrjaður með uppistand 15 ára gamall í Toronto. Eftir flutning til Los Ang- eles 1981 fékk hann hlutverk í sjón- varpsþáttunum Duck Factory og náði í sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk í Yampímgrínmyndinni Once Bitten. í kjölfarið lék hann í mynd- unum The Dead Pool, Earth Girls Are Easy og Peggy Sue Got Married. Milli þess sem hann lék í kvikinyndum vann hann í sjón- varpi, m.a. lék hann drykkjurút í sjónvarpsmyndinni Doing Time on Maple Drive og þá lék hann í vin- sælum grínþáttum, In Living Color og Jim Carreys Unnatural Act. Árið 1994 skaust haim upp á stjömuhim- ininn með myndinni Ace Ventura, Pet Detective, ódýrri mynd sem óvænt sló í gegn. Á eftir fylgdu myndirnar The Mask, Batman Forever, Dumb and Dumber og Ace Ventura 2: When Nature Calls, sem allar fóm yfir hundrað miiljón doll- ara markið í Bandaríkjunum. Með hverri myndinni jukust laun hans og er hann nú orðinn með þeim allra dýrustu í Hollywood. Stíll hans er einstök blanda af spima- leik, eftirhermum og uppfinninga- semi ásamt hinum ótrúlegustu and- litsgeiflum og hreyfingum en marg- ir hafa líkt honum við Jerry Lewis. Næstu myndir Jim Carrey verða Liar, Liar og framhaldsmyndin The Mask H en tilefni þessara skrifa er myndin Cable Guy. Jim Carrey sýnir á sér nýja hlið Mótleikari Jims Carreys í Cable Guy er Matthew Broderick (Ferris Buellers Day off, Glory, War Games og The Lion King),^sem leik- ur Steven Kovacs, fremur ófram- færinn einstakling sem er nýbúinn að slíta sambandi við kærustuna sína og er að flytja inn í nýja íbúð. Jim Carrey leikur manninn sem sér um að tengja kapalrásirnar fyr- ir hann. Vinur Stevens segir hon- um að láta kapalmanninn fá 50 dollara og þá fái hann allar sjón- varpsrásirnar fritt en Jim Carrey hefúr annað í huga. Hann vill enga 50 dollara, hann vill bara vera vin- ur hans. Steven á erfitt með að segja nei og kapalmaðurinn þreng- ir sér inn í líf hans með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Smám sam- an kemur í ljós að hann er meira en lítið truflaður á geði og þegar Steven reynir að losna við hann færist hann allur í aukana og legg- ur líf Stevens algjörlega í rúst. Hlutverk Jims Carreys í Cable Guy er nokkuð ólíkt fyrri hlutverk- um hans því hann er í raun ill- mennið í myndinni. Kapalmaður- inn er sjúkur á geði og á erfítt með að greina milli sjónvarps og veru- leika en hann var alinn upp á sjón- varpi. Persónan krefst ekki aðeins villts ærslagríns heldur hefúr hún mjög dökkar hliðar og djöfúllegur innri maður kapalmannsins kemur æ betur í ljós eftir sem líða tekur á myndina. Hún er þó fyrst og ffernst grínmynd og aðdáendur Jims Car- reys fá sinn skammt af ærslaleik. Mörg ærslafengin atriði eru í myndinni, svo sem eftirminnilegur karaoke-söngur Jims Carreys við Jefferson Airplane, lagið Somebody to Love, átakamikill körfuknatt- leikur þar sem kapalmaðurinn læt- ur keppnisskapið hlaupa með sig í gönur og heimsókn þeirra félaga á stórfurðulegan veitingastað. Miðaldastemning á veitingastað Southern Californias Medieval Times Restaurant er raunveruleg- ur veitingastaður. Staðurinn býður upp á miðaldamálsverð með öllu tilheyrandi. Grilluðum kjúklingi er skolað niðm með öli á meðan gest- imir njóta burtreiðarsýningar. í myndinni berjast Jim Carrey og Matthew Broderick m.a. með sverð- um, öxum og stríðskylfum í þung- um málmbrynjum (sem reyndar eru úr leðri, málaðar til að líkjast málmi) ásamt því að þeysa gegn hvor öðrum með lensur á lofti í burtreiðum. Staðnum hafði aldrei verið lokað áður en kvikmynda- gerðarfólkið fékk nokkra daga sem reyndu mikið á líkamlegt þrek að- alsöguhetjanna. Afar erfitt er að líkja eftir sérstökum limaburði og hreyfingum Jims Carreys þannig að hann þurfti að framkvæma megnið af áhættuatriðum sínum sjálfur, ekki aðeins í miðaldaveit- ingahúsinu. Meðal þess sem hann þurfti að gera var að brjóta körfu- boltaspjald, fleygja sér úr bílum á ferð, renna sér niður risastóran gervihnattadisk og hanga úr sjón- varpstumi í 30 metra hæð. Allt þetta gerði hann með sóma og varð aldrei fyrir neinum meiðslum. PJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.