Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Nada Surf - high/low FaguHega orðað en krafllítið ★★ high/low er plata sem skil- ur lítið annað eftir en lagið Popular eftir fyrstu hlustun og það aðallega fyrir frumlega og skemmtilega , textagerð. Popular er líka lagið sem sel- ur plötuna, en auðveldara hefði verið fyrir Nada Surf liða að gefa út smáskífú (sem þeir og gerðu, en þeir hefðu þá mátt sleppa breiðskífunni í bili). Hér er á ferðinni meðal bílskúrshljómsveit sem ein- hverra hluta vegna komst á samning hjá Elektra fyrirtæk- inu og kom einu lagi inn á vinsældalista um allan heim og það fyr- ir textagerð. í heild eru kannski tvö ágætislög á plötunni fyrir utan lagið Popular, (Deeper Well og Stalemate) sem hefðu prýtt smáskíf- una ágætlega sem aukalög. í þeim er líka smávegis efni sem hægt væri að vinna með en afgangur plötunnar nær því hvorki að vera fugl né fiskur. Söngurinn á plöftmni er langt frá því að vera góður og upptökustjórinn hefur gert hreint stórvirki í því að gera þennan meðalhljóðfæraleik jafh áheyrilegan og raun ber vitni. Það er því Ric Ocasek sem fær annað hrós plötunnar. Hitt hrósið fær hljóm- sveitin öll fyrir textasmíðar sem eru á köflum mjög skemmtilegcir. Sjálfsagt telja margir Nada Surf góða og hráa rokkhljómsveit og halda mikið upp á hana. Ég ráðlegg þeim eindregið að halda sig við þá trú að Nada Surf sé góð sveit, en víkka jafnframt sjóndeildar- hringinn með því að hlusta á alvöru rokk, því ég segi óhikað að margar betri sveitir hafi komið fréun á Músíktilraunum í Tónabæ. ísland er land þitt, la, la, la, la, la ... Nada Surf má sem sagt ná næstu öldu út á haf fýrir mér. Ýmsir flytjendur - Evita Enn ein Evitan Góðu fféttimar eru þær að Antonio Banderas er bærileg- ur söngvari og sleppur bara vel frá Oh What a Circus og High Flying, Adored. Madonna hefur sjaldan sung- ið betur en nú enda sótti hún söngtíma áður en platan var tekin upp til að breikka raddsviðið og auka á fylgnina. Og loks er gitarleikari plöt- unnar, Friðrik Karlsson, sjálf- um sér, landi og þjóð til sóma. Slæmu fréttimar? Ja, kannski helst þær að tónlistin í kvikmyndinni Evitu er einfaldlega sami rauðgrauturinn og Webber lávarður, áður Andrew Lloyd Webber, sendir ávallt frá sér, mestmegnis upphafið söngleikjapopp þar sem stöku sinnum bregð- ur fyrir ágætis laglinum. Don’t Cry for Me Argentina er til dæmis ágætis popplag og stendur vel eitt og sér. Julie Covington túlkaði það ágætlega fyrir tuttugu árum og Maddonna er hreint engu síðri. En laglínan gengur síðan aftur dg aftur gegnum alla plötuna og það er eiginlega too much eins og Skrámur myndi segja. Ásgeir Tómasson The Heads - No Talking, Just Head Stöðugur samanburður ★★★ The Heads er ekki Talking Heads þótt Chris Frantz, Jerry Harrison og Tina Weymouth, fyrrverandi liðsmenn Talking Heads, séu öll í fyrmefndu sveitinni. Það vantar fjórða manninn, David Byme, og ell- efú gestasöngvarar koma ekki í staðinn fyrir hann. Á plötunni No Talking, Just Head má hér og þar heyra eitt og annað sem minnir á tónlist Talking Heads í gamla daga, rétt eins og í tónlist Bymes. Það sannar það sem svo sem var vitað fyrr að allt setti liðsfólk gömlu sveitarinnar mark sitt á hana þótt Byme baðaði sig alla jafna í sviösljósinu og yrði eins kon- ar holdgervingur hennar. Gestimir em miseftirminnilegir svo og framlag þeirra til plötimnar. Michael Hutchence er allsæmilegur f laginu The King Is Gone. Meö því að skerpa útsetninguna ögn hefði verið komið hið áheyrilegasta INXS-lag. Shaun Rider er eftirtektar- verður í Don’t Take My Kindness for Weakness og í Punk Lolita þar sem Debbie Harry og Johnette Napolitano taka lagiö með Tinu Weymouth er eitt og annað sem minnir á Tom Tom Club, hliðar- verkefni Tinu og Chris Frantz í gamla daga. No Talking, Just Head er langt frá því að vera vond plata. Það er hins vegar sama hvað maður reynir; hjá því veröur ekki komist að gera sífelldan Scunanburð við fortíðarafrek liðsmanna The Heads. Ásgeir Tómasson Guðjón Bergmann ★★ EVITA Éónlist '* * Viðundrasýning Hljómsveitarmeðlimirnir í Silverchair eru blessunarlega lausir viö sjálfshól. Saga hljómsveitarinnar Sil- verchair eins og hún sendir öðrum hana (t.d. blaðamönnum á íslandi); Silverchair er rokkhljómsveit frá Newcastle í Ástralíu. Meðlimir hennar eru Ben Gillies (trommur), Chris Joannou (bassi) og Daniel Johns (gítar og söngur). Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1992. Liðsmenn hennar léku sér í bílskúmum hjá Ben um tima áður en þeir gáfu út ffumsmíð sína, frog- stomp. Árið 1995 keypti fullt af fólki plötuna og hljómsveitin fékk að spila á tónleikum um allan heim. Síðan fór hún heim. Á þriggja vikna tímabili um mitt ár 1996 tók Silverchair upp aðra plötu sína. Hún titlast Freak Show. Hún inniheldur þrettán lög og verð- ur gefm út í febrúar 1997. Upptöku- stjóri á nýju plötunni var Nick Launay (P.I.L., Killing Joke, Poises, Gang of Four) og var tekin upp í Sydney en hljóðblönduð af Andy Wallace (Rage against the Machine, Jeff Buckley, Helmet). Hljómsveitinni líkar betur Freak Show en frogstomp vegna þess að hún er fjölbreyttari. Hún hafði líka gaman af því að prófa nýja hljóma og hljóðfæri á þessari plötu þar sem sum lögin innihalda fiðluleik, timpani trommuleik og nánast óþekkt indversk hljóðfæri. Hljómsveitin vill að þú vitir að titill og umslag nýju plötunnar urðu til í gegnum innblástur sem hún fékk með því að bera saman gömul ferðakamivöl og ferðalög hljóm- sveita í dag. Hljómsveitin er hins vegar að engu leyti að gera lítið úr þeim sem skemmtu í ferðakamivöl- um gömlu áranna. Þeim finnst ein- faldlega athyglisvert að hungur mannskepnunnar í hið undarlega virðist gersamlega tímalaust. Ef þú hefúr áhuga þá er hljómsveitin Sil- verchair almennt ánægð með það sem hefur komið fyrir hana á síð- ustu árum. Blaðamaður vill bæta því við að ar um sjálfa sig sem er ekki uppfull gaman er að sjá umsögn hljómsveit- af sjálfshóli. -GBG sem þau eiga f eldheiftun ást- arleikjum og síðan hefur hann verið ofsóttur af óþekktum að- ilum. Honum hafa borist ótelj- andi morðhótanir, hundurinn hans var drepinn, bíU hans skemmdur, kveikt í húsi hans í Nashville og nú síðast unnin skemmdarverk á bíl hans og slapp Michaels naumlega und- an því að lenda í slæmu um- ferðarslysi. Hann liggur illa í því hann Bret Michaels. Hann er frægastur fyrir aö vera söngv- ari í þungarokkssveitinni Pm- son (sem var næstum því ís- landsvinir héma um árið) en hann hefur einnig verið elsk- hugi hinnar margumtöluðu og brjóstgóðu Pamelu Anderson. Bret Michaels neitaði síöast- liðiö vor að birta myndir af sér og Pamelu Anderson þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.