Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 ■ j'V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpyAvww.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þrælahald nútímans Nútímamaðurmn er ekki fremur sjálfs síns herra en forfeður hans voru fyrr á öldum. Frelsi lýðræðisaldar hefur reynzt hálla en menn sáu fyrir, þegar komið var á fót formum og mynztrum, sem áttu að gera alla að frjáls- um mönnum, fullgildum borgurum lýðræðisríkja. Þrælahald nútímans kemur fram í ýmsum myndum. Algengast er, að fólk láti stjómast af áreiti úr umhverf- inu í stað þess að láta stjómina koma að innan. Fólk er til dæmis afar háð því, hvað umhverfið telur vera rétta tízku í vöru- og þjónustunotkun á hverjum tíma. Beztu dæmin um varnarleysi alls almennings er hin gífurlega sala, sem oftast er á jólavertíð i einhverju fá- ránlegu galdratæki, sem fólki er í auglýsingum talin trú um, að það geti alls ekki verið án. Fótanuddtæki og enn- isþrýstibönd voru fræg dæmi af þessu undarlega tagi. Fólk gengur í vörumerktum klæðnaði til þess að aug- lýsa stuðning sinn við vörumerkið og njóta mola af borði ímyndarinnar, sem það telur fylgja merkinu. Þannig finnst sumum þeir vera næstum naktir, ef þeir eru ekki í gallabuxum af ákveðinni og áberandi merktri tegund. ímyndir eru mikilvægur áhrifavaldur í umhverfmu. Með auglýsingum er reynt að búa til ákveðnar ímyndir eins og til dæmis af kúrekahetjum, sem eru að reykja í sig krabbamein af hetjuskap. Þessar ímyndir síast inn í fólk, af því að það stjórnar sér ekki sjálft. Fólk hefur að mestu látið af þátttöku í stjórnmálum, en mætir í kjörklefann á nokkurra ára fresti til að játa undirgefni sína við ímyndir, sem komið hefur verið á framfæri af atvinnumönnum og eru í alls engu samhengi við neinn veruleika. Fólk kýs í blindni og leiðslu. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir og leiknar auglýsing- ar eiga mikinn þátt í að búa til ímyndir, sem mikill fjöldi fólks lætur stjórnast af. Engin innri stjórn kemur til mótvægis til að tempra hughrifin af þessum umhverfis- áhrifum, sem menn elta meira eða minna í blindni. Alls konar fiknir eiga auðveldan leik í þessari einhliða skák. Mikill hluti fólks hefur ánetjast tóbaki og á afar erfitt með að losna úr þeirri ánauð. Sykurfikn er orðin svo algeng, að ný matvara er tæpast sett á markað öðru vísi en svo, að hún sé rækilega sykurblönduð. Til dæmis er allt pakkað morgunkorn á íslenzkum markaði sykurblandað, svo og allar nýjar mjólkurvörur, þar á meðal vörur, sem kenndar eru við skóla. Þannig eru börnin vanin á sykurfikn á unga aldri og gerð að þrælum efnisins. Af þessu leiðir löng röð sjúkdóma. Fólk er ekki eingöngu fikið í efni á borð við áfengi og tóbak, sykur og hass, heldur einnig í hegðunarmynztur, svo sem kynlíf og spilakassa. Öll magnast þessi hegðun, af því að innri stjórn fólks ræður ekki við margvíslegt áreiti, sem það verður fyrir frá umhverfinu. Þrældómur nútímamannsins í þágu ímyndana og ytra áreitis kostar gífurlega fjármuni og vansælu. ímyndirn- ar og áreitið hafa tilhneigingu til að kosta miklu meira en fólk hefur ráð á að borga, svo að ekki sé talað um hamslausa fjárþörf flknanna. Lífið verður að stigmyllu. Unnt væri að hamla gegn þessu, ef þjóðfélagið áttaði sig á, að verkefnið er mikilvægara en lestur, skrift og reikningur. Ef tekin væri upp í skólum landsins neyt- endafræðsla og aukin þar borgaraleg fræðsla, væri unnt að fá marga til að komast undan hlutverki þrælsins. Til lengdar fær núverandi þjóðskipulag ekki staðizt, nema endurvakinn verði hinn frjálsborni borgari, sem átti að vera hornsteinn þess og kjölfesta. Jónas Kristjánsson Grænlendingar skerpa menningarvitund sína Um siðustu helgi var tekið í notk- un menningarhús í Nuuk, höfuð- borg Grænlands. Ber það nafnið Katuaq, það er trommunnar, sem Grænlendingar nota í dansi sínum. Húsið veldur byltingu í Grænlandi. í fyrsta sinn rís þar bygging, sem unnt er að nota til alhliða menning- arstarfsemi. Við íslendingar, sem sækjum kvikmyndir hvað mest þjóða, eigum til dæmis erfitt með að gera okkur í hugarlund, að fyrst nú sé sköpuð góð aðstaða til kvik- myndasýninga í þessu risastóra en strjálbýla nágrannalandi okkar. Á Grænlandi búa rúmlega 50.000 manns og skiptast íbúamir í um það bil 80 þorp eða byggðakjama. Á sjötta og sjöunda áratugnum fylgdu Danir þeirri stefnu að fækka þess- um byggðum og þrýstu á fólk til að mynda meira þéttbýli. Til þess tíma má rekja hinar stóru blokkir, sem setja mikinn svip sinn á Nuuk. í þeirri stærstu em íbúamn- um 500. Þarf ekki sérkunnáttu til að átta sig á því, að það hafi verið mörgum veiðimanninum erfitt að slíta sig upp frá rc íum og flytjast með sínu fólki úr framstæðum heimkynnum og fásinni í þessar stóra byggingar. Aukið þéttbýli varð á hinn bóg- inn til þess að Grænlendingar fengu afl til að krefjast heimastjóm- ar og hana hlutu þeir 1979. Fara þeir nú með stjóm eigin mála, ann- arra en utanríkis- og dómsmála, sem era í höndum Dana. Meðal þess fyrsta, sem heimastjómin ákvað, var að banna stærri en tíu íbúða blokkir. Efnahagskerfið er mjög miðstýrt. Grænlendingar fá 2,6 milljarða dan- skra króna á ári frá Dönum eða tæplega 30 milljarða íslenskra króna. Dugar íjárhæðin til að standa undir 60% af útgjöldum heimastjórnarinnar. Fram til 1950 ráku Danir einokunarverslun í Grænlandi og enn era dönsk ítök mjög sterk í atvinnulífi landsins. Öflugasta fyrirtækið er Royal Greenland, opinbert fyrirtæki, sem stundar útgerð og fiskvinnslu og veltir um 3 milljörðum danskra króna á ári eða um 33 milljörðum íslenskum. Á íslenskan mælikvarða er þar um mjög sterkan aðila að ræða, sem keppir meðal annars við okkur á rækju- og fiskmörkuðum. Menningarvitund Eftir að heimastjóm kom til sög- unnar hafa Grænlendingar ekki að- eins tekið stjóm eigin mála meira í sínar hendur, þeir hafa einnig tekið til við að rækta menningarvitund sína og á grandvelli hennar að skil- greina stöðu sína í þjóðasamfélag- inu með skarpari hætti en áður. Á vígsluhátíð Grænlandshússins Erlend tíðindi Bjöm Bjamason fór allt fram á þremur tungumál- um: grænlensku, dönsku og ensku. Sérstaka athygli vakti, að Lars Emil Johansen, formaður heima- stjómarinnar, talaði þó ekki á dönsku heldur aðeins á ensku og grænlensku. Var hann síðastur á mælendaskrá og lýsti húsið form- lega opið. í fyrstu ræðulotunni vora Norðurlandamenn, sem stóðu imdir hluta af kostnaði við nýja húsið. í annarri lotu vora hins vegar full- trúar frá Kanada og samstarfsráði heimskautaþjóða, konur, sem báðar töluðu eskimóamál auk ensku. Menningarvitund Grænlendinga og samkenndin með eskimóum í Kanada, Alaska og Síberíu á vafa- laust eftir að auka enn sjálfstraust þjóðarinnar. Þannig kann hið nýja menningarhús ekki aðeins að stuðla að framgangi lista heldur einnig að hljóta pólitísks hlutverk, sem ýtir undir sjálfstæðisþrá og vilja til að efla tengslin meira vest- ur á bóginn til Kanada. Sjálfstæðiskrafa í flokki Lars Emils Johansens, jafnaðarmannaflokknum Sisimiut, era uppi vaxandi kröfur um sjálf- stæði Grænlands. Þar hafa menn sett fram þá skoðun, að þetta mark- mið eigi að nást á næstu 15 áram, þannig að 2012 verði lýst yfir sjálf- stæði Grænlands. Lars Emil Jo- hansen hefur sagt um þetta, að menn verði að halda sig á jörðunni og spurt, hver sé tilbúinn til að skerða lífskjör sín um 20%, sem kynni að leiða af því, að danski rík- issjóðurinn hætti að leggja fé af mörkum. Deilumar við Dani vegna kjamorkuvopnanna í nyrstu byggð Grænlands í Thule hafa hins vegar leitt tii endurmats á samskiptunum viö ríkissijóm Danmerkur. Lars Emil stendur nú frammi fyrir kröf- um um aðgerðir gegn Dönum frá ungum flokksbræðrum sínum, sem minna á framgöngu hans sjálfs og jafnaldra hans í baráttunni fyrir heimastjóm. Eins og við íslendingar vitum ýta þjóðir efnahagslegum rökum til hliðar, þegar þeir meta þörf sína fyrir sjálfstæði. í því mati vegur þjóðerniskennd og menningarvit- undin þyngra en peningar. íslendingar lögðu stærstan skerf norrænna þjóða til hátiðarinnar í Katuaq um helgina með þvi að senda Sinfóníuhljómsveit íslands á vettvang og síðan tók við mikil, is- lensk vöra- og viðskiptakynning í Nuuk. Þannig varð vígsla Græn- landshússins til þess, að við treyst- um enn böndin við þessa ágætu granna okkar. Frá æfingu Sinfóníuhljómsveitar íslands í Katuaq, nýja menningarhúsi Grænlendinga í Nuuk. Mynd: Runólfur Birgir skoðanir annarra____________________ Slæmt ástand í Búlgaríu „Sagt er að nærri helmingur allra bama í Búlgar- ; íu sé vannærður. Níutíu prósent þjóðarinnar lifa fyrir neðan fátæktarmörk Alþjóðabankans sem eru fjórir dollarar á dag. Reyndar fá margir eftirlauna- þegar minna en fjóra dollara á mánuði vegna óða- j verðbólgunnar sem geisar í landinu. Biðraðir eftir brauði og súpugjafir til fátækra eru nú á hverju strái í Sófíu; engin lyf eru til á sjúkrahúsunum; eng- inn hiti er á munaðarleysingjahælunum. Það sem verst er, er að þetta er eingöngu mannanna verk.“ Úr forystugrein Washington Post, 18. febrúar. Tímamótasamningur „Vemdaðasta atvinnugrein heimsins í dag er íjarskiptaiðnaðurinn með tilheyrandi óskilvirkni, skriffinnsku og gifurlegri misnotkun á neytendum. Þess vegna kann hið nýja samkomulag um aukið frelsi í fjarskiptaþjónustu sem náðist um síðustu helgi að reynast mesti tímamótasamningur í alþjóð- legum viðskiptum á þessari öld. Það mikilvægasta er sjálfsagt að samkomulagið er komið í hús og nær frá byrjun til meira en 90 prósenta allra fjarskipta í heiminum." Úr forystugrein JyUands-Posten, 18. febrúar. Frjálsir markaðir „Þegar Sali Berisha Albaniuforseti er spurður hvers vegna hann hafi ekki gripið inn í til að binda enda á fjárfestingasvindlið áður en Albanir misstu hundrað milljóna dollara segir hann að aðgerða- leysi sitt hafi verið tákn um stuðning yfirvalda við frjálsa markaði. Jafnvel þó að þessi hugmynda- fræði, og ekki spilling, útskýri mistök stjórnvalda er skoðun hans röng. Slík mistúlkun á kapítalisma hefur valdið útbreiddri eymd í fyrrum kommúnista- ríkjum sem enn eru að læra að frjálsir mai-kaðir reynast best þegar þeir eru ekki algjörlega frjálsir." Úr forystugrein New York Times, 19. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.