Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 1997 Fréttir 7 ára telpa á Eyrarbakka bjargaði leikskólastýrunni: Lá kvalin og ósjálf- bjarga í snjónum - þegar ég sá Selmu litlu og kallaði á hjálp, segir Kristín Eiríksdóttir „Ég var að á leið milli húsa þeg- ar ég datt illa í hálkunni við leik- skólalóðina. Ég lá ósjálfbjarga og kvalin í snjónnm í nokkra stund og gat ekki hreyft mig. Það snjóaði mikið og ég var frekar illa klædd, orðið ískalt og farið að svima. Mér var hætt að lítast á blikuna en varð mjög fegin þegar ég loks sá Selmu litlu koma þarna að og mér tókst að kalla á hana. Hún horfði imdrandi á mig og spurði af hverju í ósköpunum ég væri liggj- andi þama í snjónum," segir Krist- ín Eiríksdóttir, leikskólastýra á Eyrarbakka. Kristín slasaðist illa á fæti þeg- ar hún féll í hálku þar í bæ í síð- ustu viku. Kristín þríbrotnaði á fætinum og var Qutt á sjúkrahús- ið á Selfossi. Hún kom heim til sín í gær og var þá við ágæta heilsu. Kristín var á leið frá heim- ili sínu í leikskólann þegar slysið varð við leikskólalóðina. Selma Friðriksdóttir, 7 ára gömul telpa á Eyrarbakka, kom Kristínu til bjargar og sótti hjálp. Kristín er fyrrverandi fóstra Selmu á leik- skólanum. Selma Friðriksdóttir, 7 ára telpa á Eyrarbakka, og Kristín Eiríksdóttir leikskólastýra með gifs á fætinum eftir slys- ið. Kristín þríbrotnaði á fæti við að detta í hálku. Selma litla kom Kristínu til bjargar þar sem hún lá kvalin og ósjálfbjarga í snjónum. DV-mynd KE „Selma lét manninn vita af mér og hann keyrði mig síð- an á sjúkrahús á Selfossi. Þetta var svo sárt að þaö leið yfir mig á leiðinni og ég fékk lost þegar ég rank- aði við mér á spítalanum. Eft- ir á að hyggja er þetta svolítið skondið því að ég var aö dreifa bæklingum frá Slysavamafé- laginu þar sem fjallað er um hálkuslys og fólki bent á að nota mann- brodda til að komast hjá slys- um. Bækling- amir dreifuðust um allt hverfið og manninum mínum o.fl. finnst þetta ansi fynd- ið. Ætli ég verði ekki að nota mannbrodda þegar ég kemst aftur á fætur,“ segir Kristín, en hún þarf að vera nokkrar vikur með gifs á fætinum. „Þetta er ekki heppilegasti tími því þaö á að ferma hjá mér annan í páskum. Ég er alla vega ekki í ástandi til að baka núna en þetta er allt í lagi því veislan verður haldin á Kafii Lefolii," segir Kristín á léttu nótunum þrátt fyrir slysið. Hjólaöi eftir hjálp „Ég var að hjóla þarna við leik- skólann þegar ég sá Kristínu liggja í snjónum. Ég fór til hennar og spurði hana af hverju hún væri liggjandi i snjónum. Hún sagði mér að hún hefði meitt sig og bað mig að sækja aðstoð. Ég hjólaði þá heim til hennar til að sækja hjálp. Maðurinn hennar Kristínar var heima og ég sýndi honum hvar hún lá. Ég er mjög ánægð að ég gat hjálpað Kristínu," segir bjarg- vætturinn Selma Friðriksdóttir, 7 ára. -RR Haugabrim á Háfsfjöru: Lyfjagámur í sjóinn og pillur um alla fjöru Haugabrim var á Háfsfjöru suður af Þykkvabæ á strandstað Vikart- inds í gær og hefur grafið undan skipinu og slagsíðan á því aukist enn, sem eykur á erfiðíeika við að dæla olíu úr skipinu. í gærmorgun féllu allmargir gám- ar af dekki skipsins í sjóinn og einn þeirra sem innihélt ýmiss konar lyf opnaðist og dreifðust lyfin, þar á meðal ýmis konar pilluglös, um fjör- una. Fleiri gámar féllu síðar um daginn og er talið að alls hafi í gær farið í sjóinn 10-12 gámar Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur gengið þokkalega aö koma ol- íunni úr skipinu i burtu úr fjörunni. Draga hefúr þurft hlaðna olíubfiana með jarðýtu upp fjöruna, en þegar ofar dregur hefin sandurinn og jörð- in verið frosin og tankbílamir kom- ist leiðar sinnar af eigin rammleik. Að sögn lögreglunnar hefur ekki verið reynt að fara niður í lestar skipsins, en í þeim eru vörugámar, en auk þess rúmlega tugur nýrra bíla, en ekkert er vitað um ástand þeirra. -SÁ/Jón Ben. Eldur í vélarrúmi Snemma í gærmorgun kom eldur upp í vélarrúmi Friðriks Sigurðs- sonar ÁR þar sem skipið var statt út af Stafhesi. Talið var að ölíurör hefði gefið sig og olía slest á heita vélina með þeim afleiðingum að eldurinn gaus upp. Enginn var í vélarrúminu þeg- ar þetta gerðist en skipverjum tókst að dæla úr handslökkvitækjum yfir eldinn og loka vélarrúminu. Einn skipveiji fékk snert af reyk- eitrun og fór hann með varðskip til hafnar. -sv já J rödd FOLKSINS 904 1600 Verður Afturelding íslandsmeistari í handbolta? Myndin var tekin um helgina þegar veriö var aö dæla svartolíu úr Vikartindi. Hallinn á skipinu jókst mjög í gær og varö aö hætta dælingu af þeim sökum. DV-mynd Jón Benediktsson Útgerðarfélag Akureyringa: Enginn Noregsfiskur DV, Akureyri: Útgerðarfélagi Akureyringa hef- ur ekki tekist það ætlunarverk sitt að fá þorsk frá Noregi til vinnslu í frystihúsi félagsins á Akureyri eins og áformað var, og er um að kenna miklum aflabresti á Lófótensvæð- inu þar sem ÚA-menn hugðust kaupa fiskinn. Frekari tilraunum til kaupa á fiski frá Noregi hefúr verið slegið á frest fram yfir páska en málin verða skoðuð þá. Þrátt fýrir þetta hefur verið næg atvinna í frystihúsum ÚA bæði á Akureyri og Grenivík, og hefur hluti starfsfólksins m.a. hafið störf klukkan fjögur á morgnana. Skip ÚA hafa gert það gott við karfaveið- ar að undanfornu, svo dæmi sé nefnt. -gk Hasshundurinn Jens, sem er hér meö eiganda sínum, Daníel Snorrasyni, fann hass í fbúö á Akureyri um helgina. Jens er nýr í þjónustu yfirvalda á Akureyri en hefur verið f þjálfun Daníels aö undanförnu. DV-mynd gk Akureyri: Lögreglan fann hass og kókaín DV, Akureyri: Lögregla og rannsóknarlög- regla á Akureyri höfðu hendur í hári vímuefiianeytenda um helg- ina, og var reyndar um tvö að- skfiin mál að ræða. Á laugardagsmorgun réðst lög- reglan til inngöngu í heimahús þar sem veisla stóð yfir. Lögregl- an beitti hundi við leit í íbúðinni og fann hann 4 gr af hassi sem falin voru auk þess sem lögreglan gerði upptækar fjórar hasspípur og handtók einn aðila undir áhrifum. Gnmur leikur á aö fleiri hafi verið þama til staöar en komist undan og jafhvel með eitt- hvað af hassi meö sér. Eftir hádegi á laugardag hand- tók lögreglan svo mann undir áhrifum fíkniefna og fannst á honum lítið magn af kókaíni. -gk Stuttar fréttir Þorskmengun Það er neyðarástand vegna mikillar þorskgengdar á mið Suðumesjamanna og hið mesta basl aö veiða aörar tegundir, seg- ir Grétar Mar Jónsson skipstjóri við Alþýðublaðiö. Endurreisn eggjabakka Norskt hlutafé að upphæð 300 milljónir verður lagt í fyrirtækið Silfurtún sem m.a. framleiöir eggjabakka úr endurunnum pappír. Fyrirtækið hefúr átt í erfiðleikum að undanfomu. Dag- ur-Tíminn segir frá. Átta vilja Iðnó Átta aðilar hafa sótt um að fá að reka Iðnó þegar búið er að endurbyggja húsiö. Dagur-Tím- inn segir frá. 11 lambaskrokkar teknir Lögreglan gerði upptæka 11 kjötskrokka sem verið var aö flytja tfi borgarinnar utan af landi. Flytjandi sagðist ætla það vanda- mönnum sínum. Stöð 2 sagði frá. Þyrla fyrir misskilning Þyrlan TF LÍF var send fyrir misskilning til að sækja fjóra franska lögreglumenn í Nýjadal á dögunum. Frakkamir sendu út Mayday neyðarmerki á sérstakt merkjatæki sem þeir höfðu með- ferðis. Neyðarkallið sendu þeir út vegna þess að þeir kunnu ekki á tækið, segir Morgunblaðið. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.