Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 3 í í ! i í \ i i ! i i i i l í i i i I i i > i > i I>V Fréttir Hafnarfjörður - Garðabær Dalshrauni 11 - Hafnarfirði Reykjavík - Kópavogur Dalbraut 1 - Reykjavík Sömu gæði - Sama góða verðið Láttu senda þér heim Fjölskyldutilboð 18" Pizza m/3 áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, eða margarita, hvítlauksolía og 2 L kók. 1.790 kr. 16" pizza m/3 áleggsteg. 1.200 kr. Komdu og sœktu 16“ pizza m/2 álegsteg. 890 kr. 18“ pizza m/2 áleggsteg. 990 kr. Ef keyptar eru tvœr pizzur þá fœrðu 200 kr. í afslátt (Gildir eingöngu ef sótt er) V irðisaukaskattslög: Brotin I skjóli opinberra aðila - segja veitingamenn DV, Akranesi: Mikil óánægja er hjá veitinga- mönnum á Akranesi varðandi ferm- ingarveislur og aðrar veislur sem haldnar hafa verið úti í hæ í opin- berum byggingum. Síðastliðinn sunnudag voru haldnar 6 ferming- arveislur hjá veitingastöðum á Akranesi og fimm í opinberum byggingum. Fimm af þessum veisl- um voru haldnar á Veitingahúsinu á Langasandi, ein í Hótel- og veit- ingahúsinu Barbró en hinar voru haldnar í sal Fjölbrautaskóla Vest- urlands og á Sjúkrahúsi Akraness. „Við höfum staðfestar heimildir fyrir því að kokkamir hjá þessum opinberu stofnunum hafi séð um þessar veislur og við teljum að það sé kolólöglegt því að okkar grunur er sá að þama sé um brot á virðis- aukaskatttslögunum að ræða. Á meðan þessir aðilar borga ekki skatt af sinni þjónustu verðum við að borga skatta til ríksins upp í topp,“ segir veitingamaður á Akra- nesi í samtali við DV. -DVÓ Dagsbrún: Vilja félags- fund fyrir at- kvæðagreiðslu í gær mættu nokkrir Dagsbrún- armenn á skrifstofu félagsins og af- hentu Halldóri Björnssyni, for- manni Dagsbrúnar, lista. Á hann höfðu um 600 félagsmenn skrifað undir áskorun um að haldinn verði félagsfundur áður en atkvæða- greiðsla um kjarasamningana hefst. „Það er ekki nema sjáifsagt að halda félagsfund. Mér sýnist að eini tíminn til að halda slikan fund áður en atkvæðagreiðslan hefst sé eftir hádegi á sunnudag,“ sagði Halldór Bjömssori í samtali við DV í gær. -S.dór Þórarinn Jón Magnússon fer af stað með þrjú ný tímarit: - segir Þórarinn - tímaritin heita Lífsstíll, Allt og Heimsmynd „Þetta er spennandi og ögrandi verkefni sem er fram undan. Mér finnst þetta eins og að vera að eign- ast þrjú ný börn. Ég hef fengið til liðs við mig einvalalið af færu fólki og því hef ég enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á þetta,“ segir Þórarinn Jón Magnússon sem er kominn af stað á ný í tímaritaútgáf- unni. Hann hefur stofnað nýtt fyrir- tæki, íslenska útgáfufélagið, um út- gáfu á þremur nýjum tímaritum sem munu lita dagsins ljós í næsta mánuði. Þórarinn mun ritstýra einu tímaritinu en hann hefur feng- ið til liðs við sig Ólöfu Rún Skúla- dóttur, fyrrverandi fréttamann Sjónvarpsins, og Sigurstein Másson, fyrrum fréttamann á Stöð 2, til að ritstýra öðrum tveimur tímaritum. Þórarinn hefur starfað hjá Fróða hf. undanfarin 3 ár og hann mun taka með sér nokkra starfsmenn Fróða yfir í hið nýja útgáfufyrir- tæki. Þórarinn gaf sem kunnugt er út Samúel, Vikuna, Hús og Híbýli og fleiri tímarit hér áðm- fýrr en hann hóf tímaritaútgáfu fyrir 29 árum. Lífsstíll, Allt og Heimsmynd „Það er rétt að ég mun sjálfur rit- stýra einu tímaritanna sem ber nafnið Lífsstíll. Tímaritið mun fjalla um hús, húsbúnað og almennt um lífsstíl. Ólöf Rún mun ritstýra blað- inu Allt, sem er fyrir ungar konur á öllum aldri, og Sigursteinn mun rit- stýra Heimsmynd sem nú kemur aftur út en með talsvert breyttu sniði. Timaritið Allt mun koma út um næstu mánaðamót og verður gefið út 10 sinnum á ári en hin tvö koma fyrst út um mánaðamótin maí-júní og verða sex sinnum á ári. Öll blöðin verða eitthvað í kringum 100 blaðsíður að stærð. Samkeppni við Fróða Það er ljóst að þetta verður sam- keppni við Fróða. Ég tel að alls ekki sé verið að ganga fram af markaðn- um þó að ný tímaritaútgáfa bætist við þá einu stóru sem fyrir er. Þrátt fyrir að þessi þijú bætist nú við þá hafa oft verið fleiri tímarit í gangi samtímis. Nú tel ég að góðir tímar séu að renna upp fyrir blaðaútgáfu. Nýju tímaritin þrjú eru í mótun á borðinu en ég tel okkur koma fram strax með fullmótuð blöð en enga tilraunastarfsemi. Við munum nota mikið af lausapennum og lausaljós- myndurum eins og hefur tíðkast í tímaritaútgáfu með góðum ár- angri,“ segir Þórarinn. Útgáfufélagið verður með alla að- stöðu sina i ísafoldarprentsmiðju og þar verða tímaritin prentuð. Að- spurður um hvaðan fjármagnið komi segir Þórarinn að það séu ýmsir góðir og sterkir fjárfestar sem komi að fyrirtækinu. Allt sem snertir karlmenn „Það verður spennandi að koma fram með nýtt tímarit fyrir karl- menn. Þetta er í fyrsta sinn sem verður ijallað sérstaklega um lífsstíl þeirra, tísku og í raun allt sem snertir karlmenn. Svona blöð ganga mjög vel í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Markhópurinn er karlmenn á aldrinum 25-75 ára,“ segir Sigur- steinn Másson, nýr ritstjóri Heims- myndar. -RR Ólöf Rún Skúladóttir, Sigursteinn Másson og Þórarinn Jón Magnússon, rit- stjórar þriggja nýrra tímarita sem íslenska útgáfufélagið mun gefa út á næst- unni. DV-mynd GVA Eins og aö eign- ast þrjú ný börn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.