Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1997, Blaðsíða 28
> C3 O FRÉTTASKOTIÐ QC j UU SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S LO *=c öö C—3 1— LT3 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 4.APRÍL1997 Þroskaheftur 24 ára maður í Keflavík: Leiddi 6 ára telpu í kjallaraholu og sýndi kynfæri sín - maðurinn hefur játað verknaðinn hjá lögreglu 24 ára gamall þroskaheftur maður, búsettur í Keflavík, hefur viðurkennt við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa leitt 6 ára telpu niður í kjallaraholu í húsi í bæn- um og sýnt henni þar kynfæri sín. Atvikið átti sér stað að kvöldi annars í páskum í Keflavík. John Hill, rannsóknarlögreglumaður í Keflavik, staðfesti þetta við DV í gær. Maðurinn hitti telpuna skammt frá heimili hennar í bænum og bað hana að koma með sér. Hann tók síðan í hönd- ina á telpunni og leiddi hana nið- ur í kjallaraholu í húsi við Máva- braut þar sem hann tók niður um sig buxurnar og sýndi henni kyn- færi sin. Hann bað telpuna um að fara úr fótunum en hún var ekki á því og náði að flýja burt frá manninum. Hún komst heim til sín um klukkan hálfníu um kvöldið og lét foreldra sína vita af athæfi mannsins. Þeir hringdu tafarlaust á lögregluna og kærðu atvikið. Býr í nágrenninu Maðurinn býr í nágrenni við heimili telpunnar. John Hill segir að maðurinn hafi aldrei áður kom- ið við sögu lögreglunnar. Búið er að yfirheyra telpuna óformlega en hún verður yfir- heyrð nánar eftir helgi. Þá verða viðstaddir barnasálfræðingur og félagsmálaráðgjafi. Samkvæmt heimildum DV hafa foreldrar telpunnar óskað eftir að eitthvað róttækt verði gert í málinu og maðurinn að minnsta kosti flutt- ur úr hverfmu. Foreldrar ann- arra barna hafa lýst yfir miklum ótta vegna þessa verknaðar mannsins. „Málið er auðvitað mjög við- kvæmt. Það verður sent til sýslu- mannsins í Keflavík sem tekur síðan frekari ákvörðun," segir John Hill. Á svæðisskrifstofu Reykjaness í málefnum fatlaðra vildi enginn tjá sig vegna málsins. -RR Á þessari mynd sést glöggt af halla Vikartinds hvernig fremri krani skipsins hefur veriö réttur á meðan hinn aftari sit- ur enn í upphaflegri stööu í bómustól. Síödegis í dag á aö reyna aö byrja aö hífa gáma í land. Um 160 gámar eru enn í skipinu, þar af rúmlega 30 á þilfari. Á myndinni er Gunnar Egilsson sem sér um eftirlit meö gámum. DV-mynd BG Bankamenn: Lægstu laun strax yfir 70 þúsund „Ég hef það nú fyrir sið að skrifa ekki undir kjarasamninga fyrr en ég get sagst vera sæmilega ánægður með þá. Þannig er það líka að þessu sinni. Ánægðastur er ég með hvað okkur tókst að hækka lægstu laun- in. Það verður enginn starfsmaður í hanka, hvorki sendill né byrjandi, með laun undir 70 þúsund krónum á mánuði frá 1. mars síðastliðnum að telja,“ sagði Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, í samtali við DV í morgun. Bankamenn undirrituðu nýjan kjarasamning klukkan 02 í nótt. Samningurinn gildir til 1. sept- ember 1999. Við undirritun hækka allir launataxtar um 4,7 prósent. Þann 1. janúar 1998 hækka þeir um 4,0 prósent og loks 1. janúar 1999 um 3,35 prósent. Bankamönnum tókst ekki að fá það í gegn að samningurinn gilti frá 1. janúar síðastliðnum en fengu gildistímann frá 1. mars. -S.dór ^ Páll Pétursson: Ólík efnahags- kerfi „Efnahagskerfi okkar er ólíkt efna- hagskerfi Bandarikjamanna þannig að út af fyrir sig er ekki óeðlilegt að einhver mismunur sé þama,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra í morgun í samtali við DV. Félagsmálaráðherra var spurður um hugsanlega ástæðu þess að eigna- myndun hefði ekki haldist í hendur við hækkandi skuldir einstaklinga í sama mæli og í öðrum löndum. Páll Pétursson sagði að á því gætu verið skýringar eins og vaxandi lífeyris- eign og fleiri slík atriði. Nýgerð skýrsla Seðlabankans um skuldir og vanskil einstaklinga hefði leitt í ljós að skuldastaða fólks væri betri en halda hefði mátt að óreyndu. „Ég hélt að skuldimar væru verulega hærri en sú upphæð sem þjóðin á í lifeyris- sjóðum," sagði Páll Pétursson félags- málaráðherra. -SÁ - sjá nánar á bls. 4 Beðið fyrir fjölskyldunni Hafnfirsk hjón og 5 ára gamall sonur þeirra liggja enn lifshættu- lega slösuð á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur eftir árekstur á annan í páskum. Bænastund var í gærkvöld i Víði- staðakirkju þar sem beðið var fyrir fjölskyldunni. Bænastundir verða áfram í kirkjunni næstu kvöld. -RR „Stútur" átti gambra DV, Akureyri: Maður á fimmtugsaldri, grunaður um ölvunarakstur, olli tjóni er hann ók á bifreiö við Slippstöðina á Akur- ^eyri í gærkvöld. Bifreiðin sem hann ók á var tals- vert skemmd og hóf lögreglan leit að sökudólgnum. Skömmu siðar hringdi hins vegar „stútur" til lög- reglu, gaf sig fram og lögreglan fór heim til hans. Þegar lögreglumenn skoðuðu bifreið mannsins í bílskúr hans fundu þeir 400 lítra af „gambra“ eimingartæki. -gk Maður brenndist Maður brenndist illa á fæti í vinnuslysi í fyrirtækinu SR-mjöli á Siglufirði í gær. Maðurinn var að hreinsa há- þrýstidælur þegar slysið varð. Hann hlaut 2-3 stigs bruna á fætinum og ^var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans mun vera eftir atvikum góð. -RR Guð hefur Helgarblað DV: ’ húmor Doktor Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum í Kjós og eitt fjögurra biskupsefna, er í opnuvið- tali helgarblaðs DV á morgun. Gunn- ar ræðir vitt og breitt um kirkjuleg málefhi, af hverju hann fór í bisk- upsframboö, baráttumálin, hvað honum finnst um meint guðlast Spaugstofumanna og margt, margt fleira. Hann telur Guð hafa húmor og vill sjá nýja þjóðkirkju verða til. Að auki verða í blaðinu fréttaljós ^um kynlífshneyksli breskra þing- manna og baráttusögu Sophiu Han- sen, farið verður yfir Spaugstofu- málið og handrit úr umdeildasta at- riðinu birt, rætt við fyrirsætuna Ás- dísi Maríu Franklín, yngsti smiður íslands kynntur og þannig mætti lengi telja. -bjb/em HEFUR GUÐ KANNSKI HÚMOR EN BISKUPINN EKKI? Veðrið á morgun: Smáél Á morgun verður austankaldi, smáél og hiti nálægt frostmarki með suðurströndinni en annars fremur hæg austlæg eða breytileg átt, víðast bjart veður og frost á bilinu 2 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 RynMM Astra Piujiil® fri ifljjsi á ilíiisia mffl Bílheimar ehf. :PQ@ Sœvarhöfba 2a Sími:S2S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.