Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 28
Harri Pfeifer var þrjátíu og átta ára og hafði þekkt Christiane Horch í tíu ár. Hún var tólf árum yngri en hann. Árið 1993 gengu þau í hjóna- band. Harri hafði aldrei kvænst áður en Christane átti misheppnað hjónaband að baki og litla dóttur, Katharinu. Harri var mjög hrifinn af Christiane en hann var iíka hrif- inn af litlu stúlkunni sem hann gekk nú í föður stað. Reyndar héldu sumir því fram að hann nánast til- bæði hana. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til vandamál komu upp á heimilinu. Meginvandinn tengdist því að allt frá þvi Christiane var sextán ára hafði hún verið í sérsöfn- uði. í raun var um bókstafstrúarfólk að ræða sem tók mið af Nýjatesta- mentinu. Það var skoðun Christiane að sá boðskapur sem hún meðtók í söfnuðinum hefði gefíð lífi hennar nýjan tilgang. Sá boðskapur var Harri hins vegar ekki að skapi. Vildi fá hann í söfnuð- inn Christiane gerði mikið til að fá mann sinn til að frelsast, eins og hún kallaði það, og hvatti hann stöðugt til að ganga í söfnuðinn. „Vertu með,“ sagði hún. „Þetta er ekki hjáguðadýrkun. Við erum að- eins í minnihluta en reynum að lifa eftir viija Guðs.“ En sá „vilji Guðs“ var ólíkur vilja Harris. Hann gerði sér aðrar hug- mndir um lífið og þar kom að hon- um fannst ýktur guðsótti Christiane vera orðinn sér byrði. „Stundum held ég,“ var haft eftir Christiane Pfeifer. honum, „að Christiane hafi aðeins gifst mér til þess að geta fengið mig til að lifa eins og söfnuðurinn vill lifa. Hún vísar í Hebreabréfið og segir að hjónasængin skuli óflekkuð því Guð muni dæma hórkarla og friilulífsmenn.“ íbúð hjónanna var í húsinu við Grosshausener Strasse 16 í smábæn- um Inchenhofen í Þýskalandi. Þar var nú oft rifist, einkum þó þegar Christiane kom heim af Scifnaðar- fundi en þá sótti hún tvisvar í viku. A öndverðri skoðun „Mér fannst næstum að ég væri kominn í kirkju þegar hún byrjaði predikanir sínar,“ sagði Harri, „einkum þegar hún talaði um hve miklu það skipti fyrir fjölskyldulíf okkar að ég gengi í söfnuðinn. Vís- aði hún þá í fyrsta Kórintubréfið um langlyndi kærleikans og að hann væri ekki raupsamur, hreykti sér ekki upp, hegðaði sér ekki ósæmilega, reiddist ekki, væri ekki langrækinn, gleddist ekki yfir óréttvísinni en samgleddist sann- leikanum. Hann breiddi yfir allt, tryði öllu og umbæri allt.“ En túlkun og siðir safnaðarins höfðuðu ekki til Harris og eitt sinn lét hann þau orð falla við Christiane aö Satan væri hans guð og að hann hefði engan áhuga á að kynnast vin- um hennar í honum. „Þá var fjandinn laus,“ sagði Harri síðar. „Ég hlaut fordæmingu eins og ég væri hinn vondi sjálfur Christiane ásakaði mann sinn, stjúpföður barnsins, um að hafa myrt það og lögreglan sá ástæðu til að handtaka hann. í sjö vikur sat hann í varðhaldi en var þá sleppt. Því var aftur haldið fram af hálfu verjanda að engar sannanir hefðu fundist gegn skjólstæðingi hans. Hann hefði ekki verið heima í fleiri klukkutíma þegar komið var að ar, og afleiðingin yrði stundum sú að voðaverk, sem sannkristnir menn forðuðust, þættu þjóna til- gangi safnaðarins. Því væri alls ekki hægt að útiloka að einhverjir í söfnuði Christiane hefðu ætlað að „frelsa“ litlu stúlkuna með því að koma henni úr þessum heimi. Kenningin skýrð frekar Verjandi Harris, Thomas Fey, sýndi fram á það í réttinum að einn textanna, sem söfnuðurinn læsi gjarnan, væri í Gamlatestamentinu, Jesaja, 26:19. Þar stæði: „Menn þín- ir, sem dánir eru, skulu lifna, lík þeirra rísa upp. Vaknið og hefjið fagnaðarsöng, þér sem búið í duft- inu, því að döggin er þín dögg ljóss- ins og jörðin skal fæða þá sem dauð- ir eru.“ Verjandinn sagði fyrirheitið fag- urt og spumingin væri sú hvort túlkun þess innan safnaðarins tengdist á einhvem hátt dauða Katharinu. Og í ljósi slíkrar túlkun- ar gæti það nánast þótt miskunnar- verk að „frelsa“ vesalings barnið frá „vondum og syndugum" stjúpfóður. Ætla mætti að innan safnaðarins hefði komið fram sú skoðun að dauði þess yrði aðeins stutt milli- bilsástand en síðan fylgdi endurfæð- ing í paradís og í hana fengi stjúp- faðirinn ekki að koma. Katharina litla. og eftir þennan dag var hjónaband okkar aðeins til á pappírnum." Og ekki bætti það ástandið þegar í ljós kom nokkru síðar að Harri hafði leikið í klámmynd í Múnchen áður en hann gekk í hjónabandið. „Vinir Christiane söfnuðust um Christiane eins og þeir vildu vernda hana fyrir hinum illu áhrifum mín- um,“ sagði Harri þegar hann lýsti ástandinu eins og hann sagði það þá hafa verið orðið. Og það var einmitt um hin meintu illu áhrif hans sem réttar- höldin sem síðar urðu snerust um að hluta. Barnið í andarslitrunum Hálfum mánuði eftir að ljóst varð að Harri hafði leikið í klámmynd- inni kom Christiane inn í svefnher- bergi fjölskyldunnar til að vekja Katharinu af síðdegisblundi. Þá var hún meðvitundarlaus og átti í önd- unarerfiðleikum. Christiane greip hana og hljóp hrópandi til ná- granna. Hann hringdi þegar á sjúkrabíl. Þegar Harri kom heim skömmu síðar, en hann hafði verið á verk- stæði með bílinn sinn, var bæði lög- reglu- og sjúkrabíll' \fyrir framan húsið. Christane sat grátandi í eld- húsinu. Litlu stúlkunni varð ekki bjargað. Nokkrum tímum síðar lést hún á sjúkrahúsi í Augsburg. Robert Fessel réttarlæknir lét í ljós þá skoöun að dánarorsökin hefði verið tvöfalt höfuðkúpubrot eftir högg með bitlausu áhaldi sem gæti hafa verið vafið í klæðisbút. Verjandi hans, Thomas Frey, lýsti því yfir að skjólstæðingur sinn væri saklaus. „Hann hefur ekkert með dauða stjúpdóttur sinnar að gera,‘-‘ Thomas Frey. sagði lögmaðurinn. „Og nú íhugum við að höfða skaðabótamál.“ Fyrir rétt Skaðabótamálið var aldrei höfðað því nokkrum mánuðum síðar kom Harri Pfeifer fyrir landsréttinn í Augsburg, sakaður um morðið á Katharinu litlu. Hann var þó ekki í varðhaldi meðan réttarhöldin stóðu og gat farið heim til sín sem frjáls maður á hverju kvöldi þar til þau voru til lykta leidd. Engu að síður beindi saksóknarinn spjótum sínum mjög að honum. Katharinu meðvitundarlausri og hann hefði ekki haft minnstu ástæðu til að gera barninu mein. „Ég veit ekki hver myrti Kathar- inu,“ sagði Harri í réttinum, „en það var ekki ég.“ Svo bætti hann því við að hann teldi það þó hafa verið einn eða fleiri úr sérsöfnuði Catharine. Þegar dómarinn bað hann að rökstyðja það nánar sagði hann að í viðræðum við konu sína og safnaðarfélaga hefði komið fram að þeir tryðu statt og stöðugt á að þeir sem hvíldu í gröfinni væru eins óhultir og börn í móðurkviði. Þeir myndu brátt fæðast á ný til lífs á paradísarjörðu. Trúarofstæki? Þessi ummæli Harris leiddu til þess að þeirrar spurningar var spurt hvort verið gæti að félagar úr söfhuðinum, hugs- anlega þá án vit- neskju Christiane, hefðu gerst svo öfgafullir að vilja „frelsa“ barnið undan meintum neikvæðum áhrif- um stjúpföðurins. Gat verið að þessir bræður og systur í söfnuðinum hefðu blindast svo af þeim boðskap sem fluttur var í hon- um að þau hefðu misst sjónar á veruleikanum? Umræðan um þennan möguleika vakti enn meiri at- hygli á málinu en það haföi til þessa fengið og má nú segja að fólk hafi skipst í tvo hópa í afstöðu sinni; ann- ars vegar þá sem töldu að Harri Pfeifer hefði talið sig hafa verið blekktan þegar hann gekk í hjóna- bandið og viljað hefna sín. Og hins vegar þá sem sögðu það orð lengi hafa farið af ýmsum sérsöfnuðum að í þeim viðgengist mistúlkun á kenningum kristninnar. Sumar væru teknar fram yfir aðrar, sumar gleymdust og eftir stæði staglkennd bókstafstrú, sem væri í raun af- skræming hinnar raunverulegu trú- Samlíkinain við söguna um Davío og Golíat Niðurstaða réttarins varð ekki sú að félagar úr söfnuðinum hefðu myrt Katharinu. Nánar aðspurður sagði Robert Fessel réttarlæknir að vera mætti að hún hefði ekki verið slegin með bitlausu áhaldi eða barefli, sem klæðisbút hefði verið vafið utan um, heldur gæti verið um að ræða þverhandarhögg. Og í framhaldi af því skýrði sak- sóknarinn frá því að Harri Pfeifer stundaði austurlenskar bardagaí- þróttir en þar kæmu slík högg mjög við sögu. Dómarinn féllst að lokum á þessa skýringu og taldi hana vega þyngra en það sem bent gat til þess að einhver annar en Harri Pfeifer hefði framið morðið. Hann dæmdi síðan sakbominginn í tíu ára fang- elsi. Christiane og þeir úr söfnuðin- um, sem fylgst höfðu með réttar- höldunum, glöddust yfir úrskurðin- um en Harri Pfeifer grét. „Ég tapaði í baráttu Davíðs við sérsöfnuðinn Golíat," sagði hann þegar hann var leiddur burt úr réttarsalnum. Harri Pfeifer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.