Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 30
30 helgaryiðtalið + LAUGARDAGUR 19. APRIL 1997 LAUGARDAGUR 19. APRIL 1997 helgarviðtalið 43 Popplandslið og óþekkt andlit í helstu hlutverkum í íslensku uppfærslunni á Evítu - skemmtileg blanda af reyndum og óreyndum listamönnum Rammíslenskur Akveðið hefur verið að setja upp hinn sívinsæla söngleik Evítu eftir sir Andrew Lloyd Webber í ís- lensku óperunni í sumar. Frumsýning er fyrirhuguð í byrjun júní næstkom- andi. Það er Pé-leik- hópurinn sem ræðst í þetta stóra verkefni undir forrystu Andrésar sem er ísfirðingurinn Baldur Trausti Hreinsson Sigurvins- sonar leik- stjóra. Tónlistar- stjóri er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson og danshöf- undur Ástrós Gunnarsdóttir. Jónas Friðrik þýðir textana yfir á íslensku. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem söngleikurinn er settur upp í nær heilu lagi hér á landi en nokkur ár eru síðan vinsælustu lögin voru sungin á skemmtun sem gekk um tima í Sjallanum á Akureyri. Björgvin Halldórsson verður tangósöngvarinn Magaldi. Björgvin sem Magaldi Núna í vikunni var endanlega gengið frá skipun i stærstu hlut- verkin og í þau minni fara þeir sem stóðu sig best í fjölmennri áheyrnarprufu á dögunum. Andrea Gylfadóttir kemur til með að syngja aðalhlutverkið, sjálfa Evu Peron. Egill Ólafsson verður Peron maður hennar og sögumaðurinn Che verður í túlk- Baldur Trausti Hreinsson um Che: Var holdgervingur þjóðarinnar „Ég er rosalega spenntur. Er að klára Leiklistarskólann og þess vegna er þetta mjög gott tækifæri til að sanna mig og fá að taka þátt í svona stórri uppfærslu. Ég hef aldrei tekið þátt í söngleik og heiður að fá að koma fram með mörgum okkar bestu listamönnum," segir Baldur Trausti, „spútnikið" í hópnum ef svo má segja þar sem aðra aðalsöngvara þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Andrés leikstjóri kom auga á Bald- ur er hann sá hann í Hátíð, sýningu íjórða árs leiklistamema í Nemenda- leikhúsinu í vetur. Þá var þetta hlut- verk fyrst nefnt við hann og eftir nokkrar áheyrnarprufur hafði hann fengið stykkið. „Eitthvað sá Andrés við mig,“ segir Baldur. Aðspurður segist hann hafa séð kvikmyndina Evítu og líkað allvel. Hún væri helst til of löng en leikar- amir stæðu sig frábærlega og Ma- donna ekki síst. Sagan væri skýr og henni mætti heldur ekki gleyma. Undirbúningur er ekki það langt kominn að Baldur sé búinn að sjá handritið eða farinn að æfa lögin en þó viti hann að sem sögumaður muni hann segja söguna ítarlegar en i mörg- um öðrum uppfærslum, fylgja henni meira eftir á milli þess sem lögin séu flutt. Hlutverk Che sé að vera hold- gervingur argentísku þjóðarinnar, túlka umdeilt álit hennar á Evu og lýsa því sem gerðist í raun. Þótt Evíta sé fyrsti söngleikur Bald- urs þá hefur hann fengið söngkennslu í Leiklistarskólanum og sungið áður opinberlega, m.a. i leikritinu Hátíð sem Andrés sá hann í. Það hafi meira verið klassískur söngur og poppsöng hafi hann aldrei áður komið nálægt, „ekki nema þá bara í baðinu heima,“ segir Baldur og glottir. Lögga á Isafirði En hver þessi er Baldur Trausti Hreinsson, mun þjóðin áreiðanlega spyrja sig? Jú, hann segist vera uppal- inn á ísafirði, fæddur þar fyrir 29 árum. Hann bjó fyrir vestan til 18 ára aldurs, skellti sér þá suður til Reykja- víkur til náms í Tækniskólanum og síðar Iðnskólanum. Var í borginni í tvo vetur, segist ekki hafa fundið sig þá og flutt aftur vestur. Er þangað kom fór hann að vinna sem lögregluþjónn á ísafirði og við ýmis önnur störf næstu árin eða þar til haustið 1993, þá 25 ára gamall, að hann flutti búferlum til Reykjavíkur til að fara i Leiklistar- skóla íslands. Núna segist hann flnna sig vel í borginni og liði þar mjög vel ásamt eiginkonu, Hörpu Magnadóttur, og þriggja ára syni þeirra. Hvernig til kom að hann sótti um í Leiklistarskólanum segir Baldur konu sína eiga heiðurinn af því. Leiklistar- ferill fram að þvi hafi ekki verið annar en eitt hlutverk í Dýrunum í Hálsa- skógi hjá Litla leikklúbbnum á ísafirði. „Konan min var að fara suður til náms og ég þurfti eitthvað að gera. Hún sótti um fyrir mig í Leiklistar- skólanum, ég fékk inngöngu og síðan hefur þetta bara gengið mjög vel. Leiklistarnámið er mjög skemmti- legt,“ segir Baldur og næst er ekki úr vegi að spyrja hann út í útlitið, þetta suðræna og dökka yfirbragð. Eins og kemur fram hér að ofan þá er hann rammíslenskur, þ.e.a.s. að foreldrar hans séu báðir íslendingar. Kominn af frönskum sjómönnum? „Hins vegar veit ég að ömmur mín- ar og langömmur bjuggu á þeim slóð- um á Vestfjörðum þar sem frönsku sjómennirnir tóku land og var ekki allt leyfilegt í gamla daga?“ spyr Bald- ur í hæðnistón. Aðspurður hvort ekki verði farið að líta á hann sem kyntákn með þessari sýn- ingu hlær Baldur við. Hann vilji alls ekki líta á sig sem kyntákn, hann sé fyrst og fremst leikari og langt því frá eitthvað kvennagull, harðgiftur maðurinn! -bjb tvífari Banderas! r Egill Olafsson leikur Peron og Andrea Gylfadóttir verður Evíta un óþekkts leikara, í raun óút- skrifaðs þar til í maí, þ.e. ísfirð- ingsins Baldurs Trausta Hreins- sonar. Raunar mætti tala um „hinn íslenska Banderas" sökum þess hve hann er í útliti likur leikaranum í kvikmyndinni Evítu sem fer sigurför um heim- Aðalsöngvararnir í Evítu, þau Andrea, Egill og Baldur Trausti. DV-myndir ÞÖK inn þessa dagana. Þó er Baldur rammíslenskur í báðar ættir! Þá mun Björgvin Halldórsson syngja hlutverk tangósöngvarans Magaldis sem Eva tælir með sér til Buenos Aires. Vigdís Pálsdótt- ir, 19 ára söngnemi, syngur hlut- verk hjákonu Perons. Úrvalshljómsveit Þorvaldur Bjarni hefur kallað til sín hörkulið í hljómsveitina og hana skipa þeir Kjartan Valdimarsson á píanó, Matthias Hemstock á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Ólafur Hólm Einarsson á slagverk, Karl 01- geirsson á hljómborð og blást- ursleikararnir Óskar Guðjóns- son, Einar Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson. Upptökur eru hafn- ar á lögunum í söngleiknum og stendur til að gefa út hljómdisk um leið og frumsýnt er í júní. Blaðamaður DV hitti þrjá aðal- söngvarana í vikunni. Andreu og Baldur eitt siðdegið í Óperukjall- aranum, en þá voru þau að hitt- ast í fyrsta sinn, og Egil tókst að króa af í pásu í Stúdíó Sýrlandi þar sem hann vann hörðum höndum í upptökum einn morg- uninn ásamt norrænum djass- geggjurum. Afaksturinn kemur hér fyrir neðan. -bjb r Egill Olafsson um Peron: Hlýtur að hafa verið sérstakur Agli líst vel á verkefnið og segir það mjög spennandi. Söngleikir hafi ávallt verið í uppáhaldi en hann bara tekið þátt í allt of fáum, þeir væru teljandi á fingrum annarar handar. Egill fór að telja í huganum og upp- götvaði að Evíta væri „aöeins" fimmti söngleikurinn. Áður hefði hann tekið þátt í Gretti, Gæjum og píum, Vesal- ingunum og Evu Luna. „Ef ég hefði starfað í stærra samfé- lagi þá hefði ég sennilega fyrst og fremst orðið söngleikjamaður," sagði Egill, draumkenndri röddu. Egill sagði Evítu á vissan hátt líkj- ast Vesalingunum af þeim söngleikj- um sem hann hefur tekið þátt i. Þetta Hún var konan með þetta stóra hjarta sem byggði sjúkrahús vítt og breitt um Argentínu og linnti ekki látum fyrr en allir sjóðir landsins voru tóm- ir og þjóðin gjaldþrota. Peron var hennar eiginmaður og hlýtur að hafa verið mjög sérstakur maður. Hann stendur við hliðina á henni sem for- seti og í rauninni alltaf í skugga hennar, hún var þjóðardýrlingur í lif- anda lífi. Þetta hefur verið mjög merkilegt samband," sagði Egill og bætti við að næstu daga og vikur myndi hann kynna sér Peron ofan í kjölinn. Hann sagði það sérlega ánægjulegt að fá að vinna með Andreu Gylfadótt- söngvarar, óperettu- og söngleikja- söngvarar, tangósöngvarar, gospel- söngvarar og þannig mætti lengi telja. Yfirleitt sérhæfir fólk sig en hér eru tækifærin of fá og því dreifast kraftarnir oft meir en skyldi," sagði Egill. Egill sagðist ekkert þekkja til Bald- urs Trausta en við fyrstu sýn litist sér vel á hann, hann virtist vera krafta- verkamaður að vestan. Fólk er forvitið Egill óttast ekki samanburð við kvikmyndina Evitu með Madonnu, Banderas og Jonathan Pryce, sem væri nokkurs konar ópera, þ.e. allt væri sungið, þó ekki rokkópera vegna fjölbreytileika í lögum. Undirbúningur fyrir söngleikinn er sem kunnugt er á frumstigi og vegna anna í öðrum verkefnum sagðist Egill ekki hafa getað kynnt sér persónuna Peron. I skugga Evu „Ég hef lesið mér til um Evu Peron. ur. Fyrir sér væri hún sú besta í hlut- verk Evu hér á landi. Andrea á stóra skalanum „Hún er söngkona á stóra skalan- um, gæti slegið í gegn hvar sem er í heiminum. Því miður er samfélag okkar þannig að það leyfir ekki sér- hæfingu. Það eru til margar tegund- ir af söngvurum; ljóðasöngvarar, óp- erusöngvarar, blússöngvarar, jass- leikur Peron. Ekki væri hægt að bera saman kvikmynd og sviðsverk. „Ég held að fólk sé forvitið að sjá og heyra þessa sögu á íslensku sviði. Um leið fær hún aðra merkingu því Madonna getur aldrei orðið Andrea Gylfadóttir og Andrea aldrei orðið Madonna. En fólk má mín vegna gera samanburð. Það breytir ekki því að við ætlum að standast þann saman- burð,“ sagði Egill Ólafsson. -bjb Andrea Gylfadóttir um Evítu: Hefur verið klár og útsmogin „Þetta leggst mjög vel i mig. Mig hefur lengi langað til að taka þátt í svona söngleik og er afskaplega ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess. Þetta er mín frumraun á söng- leikjasviðinu ef ég undanskil þátttöku í óperuuppfærslum sem barn. Verk- efnið er ögrandi," segir Andrea í upp- hafi samtals okkar. Aðspurð um tilurð þessa verkefnis segir Andrea að Andrés Sigurvinsson hafi haft samband og beðið sig að syngja hlutverk Evu Peron. Hún seg- ist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um, sagt já mjög fljótlega. Hlutverkið væri ákaflega heillandi og um leið mjög krefjandi fyrir hana sem söng- konu. Hún óttast ekki samanburð við kvikmyndina þar sem ekki sé hægt að líkja henni saman við söngleikjaupp- færslu. Myndin truflar mig ekki „Myndin truflar mig ekki en ég veit ekki hvernig aðrir bregðast við. Auð- vitað er alltaf einhver samanburður, þú lest bók og ferð síðan að sjá söguna í bíó og, ósjálfrátt ferðu að bera hlut- ina saman. Formið er bara ólíkt.“ Hún segist lítillega hafa kynnt sér sögu Evu Peron og hlustað á söng- leikjauppfærslur. Eva virki á sig í fyrstu sem afskaplega ákveðin kona. „Hún ákveður strax sem unglingur að hún ætli sér að ná langt og vinnur að því höröum höndum nánast fram á dauðadag. Ábyggilega mjög vel gefin kona, klár og útsmogin. Kannski tæki- færissinni, ég veit það ekki. Nær auð- vitað að afreka ótrúlega mikið á skammri ævi,“ segir Andrea en Eva Peron dó úr krabbameini, aðeins 32 ára. Tekin skorpa í púlinu Hún segist hafa fengið þá skipun frá Andrési leikstjóra að „sökkva sér ofan í Evítu“ og það muni hún gera næstu vikurnar. Auk þess er hún á fullu að undirbúa sig líkamlega og æfir reglu- lega í World Class. „Nú er tekin skorpa í púlinu, vera fitt og flottur," segir Andrea og hnykl- ar vöðvana! Hún hefur sem kunnugt er haft at- vinnu af þvi að vera poppsöngkona í rúm 10 ár og er tvímælalaust í fremstu röð okkar tónlistarmanna. Hún á að baki klassískt söngnám, tók burtfararpróf frá Söngskóla Reykja- víkur um það leyti sem hún byrjaði í hljómsveitinni Grafík, en byrjaði í söngtímum hjá Guðmundu Elíasdótt- ur þegar hún bjó sem barn og ungling- ur á Akranesi. Reynslan hjálpar Aðspurð hvort klassíska söngnámið komi til með að hjálpa henni I Evítu segir Andrea það örugglega ekki skemma fyrir þótt hún komi ekki til með syngja þetta sem eiginlega óperu. Öll sú reynsla sem hún hafi öðlast muni hjálpa til við að komast sóma- samlega frá hlutverkinu. Hún hafi sungið margar tegundir tónlistar og allt hljóti þetta að hjálpa. „Ég hef sungið margar tegundir tónlistar og allt hlýfiir þetta að hjálp- ast að við að búa til eitthvað flott,“ segir Andrea. En skyldi aldrei hafa hvarflað að henni að fara í leiklist? í ljós kemur að litlu munaði með það: „Ætli ég hafi ekki verið 18 ára þeg- ar ég fór og náði í umsóknareyðu- blað í Leiklistarskólann. Fór heim og fyllti það samviskusamlega út. Einhverra hluta vegna skilaði ég því aldrei inn og á það enn niður í skúffu einhvers staðar. Fer væntan- lega ekki þar upp úr en hver veit? Kannski að frammistaða mín verði svo mögnuð að fólk haldi ekki vatni og tilboð um bíómyndir og leikrit streymi inn,“ segir Andrea kímin. Og við bíðum spennt eftir útkom- unni. -bjb f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.