Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 50
62 íi afmæli Til hamingju með afmælið 19. apríl 80 ára Snorri Jóhannesson, Garðavegi 14, Hvammstanga. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Árskógum 8, Reykjavík. 75 ára Guðlaugur Þórðarson, Suðurgötu 36, Hafnarfirði. 70 ára Óttar Ketilsson, Reykhúsum 4D, Eyjafiarðar- sveit. 60 ára Jakob Jónatansson, Djúpavogi 10, Höfhum. Guðlaug Benediktsdóttir, Aragötu 10, Reykjavík. 50 ára Valdimar Sæmundsson, Engjaseli 56, Reykjavík. Erla Þórðar, Lágabergi 3, Reykjavík. Magnús Ásgeirsson, Furuhjalla 4, Kópavogi. Þórhalla Þórhallsdóttir, Krummahólum 15, Reykjavík. Þórarinn Jónsson, Rauðagerði 42, Reykjavík. Fred Lane Martin, Asparfelli 6, Reykjavík. Guðrún Ingimundardóttir, Strandaseli 2, Reykjavík. Elín Hjaltadóttir, Tjarnarlundi 6J, Akureyri. Anna L. Tryggvadóttir, Vesturströnd 20, Seltjarnar- nesi. 40 ára Guðmundur Þorbjömsson, Rauðlæk 27, Reykjavík. Þorsteinn O. Þorsteinsson, Hraunbæ 18, Reykjavik. Þórir Steindórsson, Helgamagrastræti 51, Akur- eyri. Jón Gíslason, Baughóli 35, Húsavík. Guðmundur Geir Gunnars- son, Miðengi 3, Selfossi. Ólafur Kristinn Pálmason, bifvélavirkjameistari, Laufengi 6, Reykjavik. Kristjana B. Héðinsdóttir, Langholti 2, Keflavík. Óskar Baldursson, Hverfisgötu 40, Hafnarfirði. Halla Hjaltested, Víðigrund 41, Kópavogi. Bjöm Ingimarsson, Steinahlíö 2 C, Akureyri. Kristján Zophoníasson, Furugrund 71, Kópavogi. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 UV Jón Guðlaugur Magnússon Jón Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri, Skjólbraut 20, Kópa- vogi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Jón Guðlaugur fæddist i Reykja- vík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk prófum frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1968 og lauk framhalds- námi við Samvinnuskólann 1969. Jón Guðlaugur varð bæjarritari á ísafirði 1969, var bæjarstjóri þar 1970, varð bæjarritari í Kópvogi 1973, varð framkvæmdastjóri Timex-um- boðsins 1979 og loks framkvæmda- stjóri Marbakka 1983. Jón Guðlaugur sat í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1970-72, var formaður byggingarn- efnar Listasafns Kópavogs, formaður Lista- og menningarsjóðs Kópavogs 1974-80, í stjóm Listasafns Kópa- vogs, hefur setið í ýmsum nefndum á vegum ísafjarðarkaupstaðar og Kópavogs og hefur starfað í Fram- sóknarfélagi Kópavogs frá 1979. Fjölskylda Jón Guðlaugur kvæntist 12.7. 1969 Bergljótu Böðvarsdóttur, f. 20.10. 1948, kennara. Hún er dóttir Böðvars Sveinbjamarsonar, forstjóra á ísa- firði, og Iðunnar Eiríks- dóttur kaupkonu. Börn Jón Guðlaugs og Bergljótar eru Iðunn Eir, f. 24.1. 1968, við framhaldsnám í Barcelona á Spáni; Magnús Freyr, f. 21.1. 1972; Böðvar, f. 17.4. 1976. Systkini Jóns Guð- laugs eru Kjartan, f. 7.9. 1949, krabbameinslækn- ir i Reykjavík; Gunnar, f. 5.11. 1958, úrsmiður í Hafnarfirði; Ólafur Haukur, f. 22.11.1960, fjármálastjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns Guðlaugs: Magnús Guðlaugsson, f. 15.7. 1916, úrsmiður, búsettur í Hafnarfirði, og Lára Krist- ín Jónsdóttir, f. 13.11. 1921, d. 30.10. 1995, húsmóðir. Jón Guðlaugur Magnús- son. Ætt Magnús er sonur Guðlaugs, sjó- manns í Hafnarfirði, bróður Magn- úsar, minjavarðar í Hafnarfirði. Guðlaugur var sonur Helga, b. á Litla-Bæ á Vatnsleysuströnd, Sig- valdasonar, b. á Halldórsstöðum, Helgasonar. Móðir Sigvalda var Sig- ríður, systir Guðríðar, langömmu Halldórs Laxness. Sigríð- ur var dóttir Þorvalds, b. í Alviðru, Þorsteinsson- ar. Móðir Helga var Anna Erlendsdóttur, b. á Halldórsstöðum á Vatns- leysuströnd. Móðir Guð- laugs sjómanns var Ragnhildur, systir Túb- als, fóður Ólafs listmál- ara. Ragnhildur var dótt- ir Magnúsar, gullsmiðs á Vanangri, bróður Odds, langafa Davíðs forsætis- ráðherra. Magnús var sonur Eyjólfs, b. í Fljóts- dal í Fljótshlíð, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi, bróður Brands á Felli, langafa Margrétar á Galtarfelli, langafa Guð- ríðar, ömmu Guðlaugs Tryggva hag- fræðings. Ólafur var sonur Bjarna, ættfóður Víkingslækjarættarinnar Halldórssonar. Móðir Margrétar var Ingunn Jónsdóttir, ættföður Bol- holtsættarinnar Þórarinssonar. Móð- ir Ragnhildar var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Vatnahjáleigu Benediktssonar. Móðir Magnúsar úrsmiðs var Guðrún, dóttir Ólafs Jónssonar frá Þykkvabæ, síðar verkamanns í Hafnarfirði, og Guðfinnu Guð- mundsdóttur. Guðrún var systir Arnlaugs, fóður Guðmundar Arn- laugssonar, rektors MH. Lára Kristín var dóttir Jóns á Pat- reksfirði, bróður Láru sem meistari Þórbergur skrifaði bréfin, og bróður Ragnars kaupmanns, afa Gunnars Ragnars, forstjóra á Akureyri. Jón var sonur Ólafs, gestgjafa á Skaga- strönd, Jónssonar, b. á Helgavatni, Ólafssonar. Móðir Jóns var Valgerð- ur Narfadóttir, hreppstjóra á Kóngs- bakka í Helgafellssveit, Þorleifsson- ar, og Valgerðar Einarsdóttur. Móðir Láru Kristínar var Anna, systir Vilhelms, fóður séra Baldurs í Vatnsfirði. Anna var dóttir Erlends, b. á Hofi í Hjaltadal, Pálssonar, b. þar, bróður Jónasar, afa Guðrúnar, móður Björns á Löngumýri og ömmu Páls Péturssonar. Móðir Páls var Sigríður Guðmundsdóttir af Ás- geirsbrekkuætt. Móðir Vilhelms var Guðbjörg Stefánsdóttir, b. á Fjöllum í Kelduhverfi, Ólafssonar, b. á Auð- bjargarstöðum, Gottskálkssonar, hreppstjóra í Nýjabæ, Pálssonar, langafa Jóns Trausta og Benedikts, fóður Bjarna forsætisráðherra. Jón Guðlaugur og Bergljót vonast til að sjá sem flesta vini, kunningja og samstarfsfólk frá liðnum árum í Félagsheimili Kópavogs á morgun, sunnudaginn 20.4., milli kl. 18.00 og 21.00. Vernharður Anton Aðalsteinsson Vemharður Anton Aðalsteinsson, verkstæð- isformaður hjá Skeljungi, Þinghólsbraut 34, Kópa- vogi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Vernharður fæddist á Illugastöðum í Vestur- Fljótum í Skagafirði en ólst upp á Siglufirði á árunum 1950-64. Hann Vernharður Anton Aðal- lauk miðskólaprófi frá steinsson, Gagnfræðaskóla Siglu- fjaröar 1964, hóf bifvélavirkjanám hjá Steypustöðinni hf. í Reykjavik 1964, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1969 og öðlaðist síðan meistararéttindi í greininni. Vemaharður starfaði hjá Steypu- stöðinni hf. til 1976 en varð þá verk- stjóri hjá fyrirtækinu ísam hf. er þá var handhafi Scania-umboðsins. Hann varð svo verk- stæðisformaður hjá Skeljungi hf. 1991 og hefúr starfað þar síðan. Vernharður er félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á veg- um klúbbsins. Hann hefur átt heima í Kópa- voginum frá 1964 Fjölskylda Vemharður kvæntist 27.8. 1966 Önnu Rannveigu Jónatans- dóttur, f. 30.6. 1945, matráðskonu hjá RLR. Hún er dóttir Jónatans Guð- mundssonar, f. 21.1.1923, d. 23.5.1972, bifvélavirkja, sem er búsettur í Kópa- vogi, og k.h., Rósu Guðmundsdóttur, f. 9.9. 1919, d. 7.11. 1984, húsmóður. Börn Vemharðs og Önnu Rann- veigar eru Jónatan Vernharðsson, f. 31.3. 1966, starfsmaður hjá Samskip, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sylvíu Reynisdóttur bankagjaldakera og er sonur þeirra Anton, f. 18.4. 1994, en dóttir Jónatans og Guðrúnar Þorláks- dóttur er Sunna, f. 21.10. 1986; Anna Sigríður Vemharðsdóttir, f. 30.6.1969, hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Reykjavíkur, búsett í Kópavogi en unnusti hennar er Auðunn Páll Sig- urðsson, nemi við Tækniskóla ís- lands; Aðalsteinn Vemharðsson, f. 27.4.1977, nemi við Borgarholtsskóla, en unnusta hans er Þóra Hrönn Þor- geirsdóttir, nemi við MH, og er sonur þeira Arnór Ýmir, f. 29.12. 1996. Systkini Vernharðs eru Svava Að- alsteinsdóttir, f. 29.1.1936, húsmóðir á Siglufirði, gift Oddi Jónssyni; Lovísa Aðalsteinsdóttir, f. 14.10. 1939, versl- unarmaður í Hafnarfirði, gift Einari L. Benediktssyni; Guðlaug Jónína Að- alsteinsdóttir, f. 5.2. 1946, skrifstofu- maður hjá Flugleiðum, búett í Reykjavík, gift Sigurði Geirssyni; Alda Aðalsteinsdóttir, f. 4.6. 1948, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garða- bæ, gift Ólafi G. Þórólfssyni. Hálfsystkini Vernharðs, sam- mæðra, em Aðalbjörg Lúthersdóttir, f. 3.7. 1953, öldrunarfulltrúi í Kópa- vogi, búsett í Reykjavík, gift Einari Jóni Ólafssyni; Halldóra S. Lúthers- dóttir, f. 20.11.1954, skrifstofumaður í Keflavík, búsett í Njarðvík, gift Val- þór Soring Jónssyni; Kristín S. Lúth- ersdóttir, f. 30.4.1959, húsmóðir í Nor- egi, gift Alf Bekkevold; Þorleif Lúth- ersdóttir, f. 9.12. 1960, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Sveini Einars- syni. Foreldrar Vernharðs: Helgi Aðal- steinn Gunnlaugsson, f. 25.1. 1901, d. 3.1. 1950, bóndi á Illugastöðum í Flókadal, og Sigríður Helga Stefáns- dóttir, f. 25.8. 1917, húsmóðir. Eigin- maður Sigríðar er Ámi Jóhannesson, f. 2.9. 1929, frá Hóli á Höfðaströnd. Vemharður og Anna taka á móti vinum og vandamönnum í Kiwanis- húsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13A, Kópa- vogi (gul gata), eftir kl. 17.00 á morg- un, sunnudaginn 20.4. Sigurður Hermansson Helgason Bachmann Sigurður Hermansson Helgason Bachmann, pipulagningarmeistari og suðumaður, Hátúni 10, Reykja- vík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Lambhaga í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til sjö ára aldurs en flutti þá með for- eldrum sínum til Reykjavíkur. Hann var í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, stundaði síöan nám við Iðnskólann, lauk þaðan prófum 1946, lauk sveinsprófi í pípulögnum hjá Axel Smith 1947 og öðlaðist síðan meistararéttindi í þeirri grein. Sigurður starfaði við hitaveitu- framkvæmdirnar í Reykjavík 1942^45, starfaði síðan áfram hjá Hituveitunni viö viðgerðir til 1947, stundaði pípulagnir hjá Axel Smith pípulagningarmeistara 1947-51, starfaði síðan hjá Guðmundi Finn- bogasyni pípulagningarmeistara 1951-58, hóf þá störf við frystihús á Tálknafirði þar hann lenti í ammon- íakslysi og missti þá m.a. sjónina í fimm ár. Hann starfaði í stuttan tíma við pípulagnir við Borgarspítalann, vann í Héðni 1972-74 og vann hjá Öryrkjabandalaginu 1974-89 er hann lét af störfúm. Fjölskylda Fyrri kona Sigurðar var Jóhanna Elín Erlendsdóttir, f. 1.7. 1924, hús- móður. Hún er dóttir Erlends Jóns- sonar, skipstjóra í Keflavík, og k.h., María Kristinsdóttur húsmóður. Sigurður og Jóhanna Elín skildu. Dóttir Sigurðar og Jó- hönnu Elínar er Ellý Sigurðardóttir, f. 24.7. 1943, húsmóðir í Reykja- vik, gift Júlíusi Sigurðs- syni pípulagningar- manni og hljóðfæraleik- ara og eiga þau fjögur böm. Seinni kona Sigurðar var Brynhildur Fjóla Steingrímsdóttir, f. 23.8. 1927, nú látin, húsmóðir. Hún var dóttir Steingríms Davíðs- sonar, skólastjóra á Blönduósi, og k.h., Helgu Dýrleifar Jónsdóttur húsmóður. Böm Sigurðar og Fjólu eru Helgi Sigurður Hermansson Helgason Bachmann. Sigurðsson, f. 20.7. 1952, dýralæknir í Mosfellsbæ, en sambýliskona hans er Jóna Dís Bragadóttir uppeldisfræðingur og eiga þau saman tvö böm auk þess sem Helgi á tvö böm frá fyrrv. hjóna- bandi og Jóna Dís á einn son frá fyrrv. hjón- babandi; Helga Stein- gerður Sigurðardóttir, f. 9.3. 1954, hjúkrunarfræð- ingur i Hafnarfirði, gift Haraldi Stefánssyni sjón- tækjafræðingi og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Sigurðar vom Helgi I. Bachmann, formaður og vélstjóri í Vestmannaeyjum, og k.h., Jóna Guð- rún Jónsdóttir húsmóðir. Sólrún Úsk Gestsdóttir Sólrún Ósk Gestsdóttir fram- kvæmdastjóri, Hellisbraut 36, Reyk- hólum, er fertug í dag. Starfsferill Sólrún fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stundar nú nám við Framhaldsskólann á ísafiröi. Auk heimilisstarfa starfrækir Sólrún verslunina Amhól á Reyk- hólum, ásamt fjölskyldu sinni. Sólrún situr i stjórn Ungmennafé- lagsins Aftureldingar á Reykhólum, er formaður kvenfélagsins Liljunn- ar og er formaður Sambands breiðf- irskra kvenna. Auk þess situr hún í stjórn Ferðamálafélags Dala og Reykhóla. Hún hefur verið í fram- boði til sveitarstjómar á Reykhól- um og verið varasveitarstjómar- maður og var í framboði til Alþing- is 1994 fyrir Þjóðvaka. Fjölskylda Eiginmaður Sólrúnar er Ingvar Guðfinnur Samúelssson, f. 8.8.1953, vélamaður. Hann er sonur Samúels Bjömssonar sem nú er látinn, bónda á Höllustöðum í Reykhóla- sveit, og k.h., Theodóra Guðnadótt- ur húsfreyju. Böm Sólrúnar Óskar em Jenný Andersen, f. 27.10. 1975, nemi við FB í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Jón Einar Reynisson; Hafsteinn Már Andersen, f. 4.7. 1978, nemi við Framhaldsskólann á ísafirði; Óli Maríus Guðmundsson, f. 3.10. 1980, nemi við Framhalds- skólann á Isafirði; Adolf Þorberg Andersen, f. 25.9. 1982, nemi við grunnskóíann á Reykhólum; Óskar Samúel Ingvarsson, f. 8.6. 1993; Gestur Ólafur Ingvarsson, f. 18.7. 1996. Systkini Sólrúnar: Elín Hafdal, f. 13.6. 1953, húsmóðir í Garðabæ; Steinunn Gestsdóttir, f. 18.1. 1959, húsmóðir í Bandaríkjunum; Jón Gestsson, f. 20.11.1960, torfæruakst- urmaður á Akureyri; Friðrún, f. 2.9. 1963, hreyfiþjálfi og húsmóðir á Reykhólum. Foreldrar Sólrúnar Óskar em Gestur Jónsson, f. 16.1.1936, bifvéla- virki í Grindavík (kjörfaðir), og k.h., Guðrún Halldórsdóttir, f. 26.5. 1936, húsmóðir. Líffræðilegur faðir Sólrúnar Ósk- ar er Óskar Ósvaldsson, f. 7.5. 1926, prentari í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.