Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 » menning__________ Sparistellið íslenskir fuglar - aðalboriö matarstell Helga Þorgils. Það er ábyrgðarhluti að mála sparistell, segir Jón Proppé í aðfaraorðum að postulínssýningunni Sparistellið sem hann hef- ur átt frumkvæði að og nú stendur yfir í Hafnarborg. Þetta er skemmtileg sýn- ing, leikandi létt og með lúmskum húmor. En í hverju er ábyrgðin fólgin sem Jón talar um? Svarið tengist óhjákvæmilega spurningunni um merk- ingu þeirra hluta sem þarna eru sýndir. Segja má að hver ein- stakur hlutur á þessari sýningu hafi tviþætta merkingu. Annars vegar er merkingin fólgin í hlut- verki hans sem nytjahlut- ar, hins vegar hefur hann vegna samhengisins tákn- ræna merkingu sem ræðst bæði af útlitinu og því að hlutimir skuli sýndir saman á einum stað sem listmunir eða listaverk. Ábyrgðin sem Jón talar um er því fólgin í því að gefa þessum hlutum merkingu og ábyrgð okkar sem skoðum sýninguna er fólgin í því að með- taka þessa merkingu og gera hana með ein- hverjum hætti meðvitaða og ljósa. Til þess að merking fyrirbæra og hluta í kringum okkur verði okkur ljós þurfum við að skapa á þá vissa fjarlægð, taka þá úr samhengi við umhverfi sitt, ef svo má segja. Við sjáum glögglega hvemig Kristján Guðmundsson hef- ur gert þetta. Hann hefur safnað gömlum og úr sér gengnum hollum og undirskálum sem vom orðin viðskila við sinn betri helming og gefið þau saman á ný í samhengi sem hann bendir réttilega á að nálgist það að verða sorglegt. Eða hvemig á bolli úr gömlu máfastelli, sem má muna sinn fifil fegri, að una sér á þybbn- um og búralegum undirbolla úr grófum leir sem greinilega á sér gjörólíka fortíð? Og Myndlist r Olafur Gíslason hvernig verður ásjóna þessa „sparistells" í heild sinni meðal annarra sparistella? Sparistell Kristjáns, sem hann kállar reynd- ar Þrælapör, hefur í sér fólgna harmsögulega merkingu sem jafnframt er ísmeygilega kóm- ísk vegna hins ytra samhengis og að þrátt fyr- ir allt skuli þess- ir hlutir hafa hafnað á jafn virðulegum stað og í jafn göfug- um félagsskap og raun ber vitni. Þeir áttu sér er- indi og tilgang, þrátt fyrir allt! í samanburði við þrælapör Kristjáns er mat- arstell Helga Þorgils Friðjóns- sonar aðalborið. íslenskir fuglar heitir stellið og er í beinu sam- hengi við myndaröð sem Helgi hefur mál- að um sama efni. Málverkin sýna vangamynd af manneskju, fuglshöfuð og heiðbláan himin. Það sem tengir vanga- mynd manns og fugls í þessum myndum eru augun. Við sjáum ekki bara vangamynd fugl- anna og hvemig þeir horfa heldur líka vangamynd manneskj- unnar og hvernig hún horfir á þá og þennan heiðbláa himin sem greinilega er ættaður úr æskustöðvum Helga við Breiðafjöröinn. Myndin fjallar líka um þann stóra leyndar- dóm sjónskynsins að við sjáum hlutina ekki beint og milliliðalaust, heldur einkum og sér- ílagi í gegnum augu annarra, bæði manna og dýra. Án slíkrar viðmiðunar yrði sjónskyn- ið trúlega ófært um að skapa merkingu úr því sem bærist á nethimnu augans. Matarstellið er einfalt og hefðbundið í forminu en fuglsvangamyndirnar og blár himinninn á jöðmm diskanna ríma við heiðgulan hringinn í miðju og maður spyr sig ósjálfrátt hvaða matur gæti átt heima á þessum diskum. Þama þarf mat sem hægt er að borða með augunum! Matarstell Jóns Óskars er líka hefðbundið í forminu og glæsilegt við fyrstu sýn en við nán- ari athugun vekur slikjan í flöktandi litnum undarlega ógleði eða minningu um gamla velgju sem maður hefur upplifað í bernsku yfir matardisk, rétt eins og uppflosnað rósa- mynstrið sem minnir óljóst á gamalt sparistell sem kannski var til í húsi afa og ömmu. Ógleð- in magnast síðan um helming þegar við sjáum fyrir okkur sætsúpuna eða sveskjugrautinn og rjómaflotið á þessum íbleika súpudiski sem er eins og kominn út úr skáldsögu Sartre um ógleðina. Hluturinn gerir vart við nærveru sína með því að vekja upp framandleikann. Fleiri áhugaverð sparistell prýða þessa skemmtilegu sýningu, til dæmis eftir Stein- grím Eyljörð, sem tengir saman mataræði og trú, Huldu Hákon, sem tengir stellið áleitnum persónulegum spurningum, Ólöfu Nordal, sem fjallar um síðustu kvöldmáltíðina, Guðjón Bjamason, sem fjallar um söguna og forgengi- leikann, Tuma Magnússon, sem fjallar um lit- ina, Ragnheiði Ragnarsdóttur, sem fjallar um ljós og liti, Ráðhildi Ingadóttur, sem fjallar um himintunglin, Vigni Jóhannsson, sem fjallar um ættleiðingu, og Elínrós Eyjólfsdóttur sem fjallar um ástrósir. Fjölbreytileikinn og hin ólíku efhistök varpa ljósi á þann vanda sem Jón Proppé talar um í aðfaraorðum sínum: það er ábyrgðarhluti að mála sparistell - en ábyrgðin felst í því að gefa hlutnum merkingu. Sparistellið í Hafnarborg verður til sýnis til 19. maí. Þrælapör Kristjáns Guömundssonar. Góðir gestir Nú í vikunni koma til íslands góðir gestir frá Bandaríkjunum og halda tónleika í Háskólabíói og víð- ar. Fremst í flokki fer Jessica Tivens, fimmtán ára undrabam á sviði óp- erutónlistar, sem gagnrýnendur hafa spáð miklum frama. Hún ætlar að halda hér tvenna tónleika með undirleikara sinum, Michael Gar- son, sem þekktur er meðal annars fyrir samstarf sitt við David Bowie. Með þeim í för eru svo heimsþekkt- ir djasstónlistarmenn sem ætla að halda tvenna tónleika ásamt Mich- ael Garson. Jessica Tivens hefúr komið fram opinberlega síðan hún var átta ára og hefur stundað söngnám síðan hún var niu ára. Hún er fyrst og fremst klassísk sópransöngkona en hefur þó sungið líka i söngleikjum og leiksýningum. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með þekktum kammersveitum og sinfóníuhljóm- sveitum og unnið til fjölda verð- launa. Tónleikarnir í Háskólabíói 30. apríl verða þeir fyrstu á tón- leikaferð hennar um Evrópu. Á efn- isskránni eru aríur eftir Mozart, Verdi, Gounod, Puccini, Bizet og fleiri. Fyrri tónleikamir era á miðviku- dagskvöldið og hefjast kl. 20 en síð- ari tónleikar Jessicu verða í Há- skólabíói laugardaginn 3. maí kl. 15. Djassgeggjarar Undirleikari Jessicu, Michael Garson, hefur glímt við píanóið frá sjö ára aldri og er jafnvígur á klassík, djass og rokk. Hann er þekktastur fyrir að vera uppáhalds- hljómborðsleikari Davids Bowie og hefur leikið með honum alveg síðan hann skellti sér í tónleikaferðina með Spiders from Mars 1971. Michael Garson hefur með sér Marc Johnson, einn þekktasta bassaleikara heims nú um stundir, og Joe LaBarbera trommuleikara. Hörkulið. Djasstónleikar tríósins verða í Súlnasal Hótel Sögu 1. maí kl. 21 og í Loftkastalanum 2. maí kl. 21. Miðasala að öllum tónleikunum er hafin í Loftkastalanum, Háskóla- bíói, Hótel Sögu, Japis, Músík og myndum og verslunum Skífunnar. *? » * . * \' ■ \ ■ t’M ' • . í ‘ ,!'/'•/ í * - • * * f - •/ fBm Jessica Tivens - María Callas framtíðarinnar segja spámenn. Vegslóðar „Petite école frangaise" Alliance Frangaise hefur starfrækt frönskuskóla fyrir börn í vetur og nú hef- ur verið ákveðið að bjóða upp á sumar- námskeið ætlaö bömum á aldrinum 3-12 ára. Það hefst 9. maí og stendur til 21. júní og kostar 5500 kr. Skráning fer fram á Franska bókasafninu alla virka daga kl. 15-18 eða í síma 552 3870. Norrænar vísur Þegar veður og vindur fluttu Hönnu Ragnarsdóttur burt frá íslandi fyrir tutt- ugu árum og settu hana niður á strendur Danmerkur þá var henni engan veginn ljóst að það neflausa land yrði framvegis heimaland hennar. Þó hiaut svo að verða. Meðan eiginmaður hennar plægði saltan sjó gætti hún bús og bama og söng ljóð og lög sem hún semur sumpart sjálf. Hanna gaf út fyrstu hljómplötuna sína 1989 og nú er sú fjórða komin út: Söngurinn til þín. Norrænar vísur. Á plötunni eru vísur frá íslandi, Sviþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og með- al höfunda ljóða og laga eru margir kunn- ir norrænir listamenn. Hanna kemur sjálf heim í byrjun júní og fylgir plötunni Þórarinn Guðmundsson á Akureyri hefúr gefið út fjórðu ljóðabók sina, Veg- Efni ljóðanna er fjöl- og formið bæði bund- og óbundið. Bókin skiptist í fimm eftir efni en allir snerta þeir á einhvern tilfinningalíf fólks, vináttu og góðvild- hlýju milli manna, missis og sárs- auka. Gott dæmi um Þórarins og úr- vinnslu er ljóðið „Mikilvægi" úr fjórða kafla bókarinnar: Til eru margir mikilvægir strengir sem vert væri að láta hljóma mörg merkileg sýn þess virði að gaumgæfa samt er ekkert svo fullkomið að mikilvægi þess sé algjört og engin ást það lítilfjörleg að hún sé ekki mikilvæg. Undurfallega kápumynd á bókina gerði Gígja Þórarinsdóttir myndlistarkona. Hús Hillebrandts Eins og áður hefur komið fram á menningarsíðu er Leikfélag Blönduóss að sýna nýtt leikrit eftir Ragnar Amalds um átök við upphaf verslunar á staðnum fyr- ir rúmum 120 árum: Hús Hillebrandts. Næstu sýningar eru á miðvikudagskvöld- ið 30. apríl kl. 21, l. maí kl. 14 og 2. maí kl. 20.30. Sýningar eru í Félagsheimilinu á Blönduósi. Burtfararpróf Annað kvöld verða burtfarartónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni íslands. Það er Arnbjörg Sig- urðardóttir flautuleikari sem prófið tekur en Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Áskel Másson, Philippe Gaubert og Prokofiev. Tónleikamir hefjast kl. 20. Umsjón Silja AOalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.