Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Unga fólkið á í minni vandræðum með smokkana Þeir sem venja sig á aö nota smokka við samfarir frá tiltölu- lega ungum aldri lenda í minni vandræðum með þá en hinir sem gripa til veijanna síðar á æv- inni. Þetta eru niður- stööur rann- sóknar franskra visinda- manna. Antoine Messiah og starfsbræð- ur hans við rannsóknarstofnun- ina INSERM segja í bandarísku heilsugæslutímariti að aukin reynsla í meðferð smokka geri notkun þeirra skilvirkari og ör- uggari. Verjandi sé því aö mæla með smokkanotkun við ungt fólk. Rannsóknin leiddi i ljós aö nærri 5 prósent notenda smokka lentu í vandræðum með þá. Smokkamir áttu til að renna til eöa rifna og í einhveijum tilvik- ..um hurfu þeir hreinlega. En þeir sem byijuðu að nota smokk undir 25 ára aldri lentu i minna veseni en hinir. Lítil halasljama veldur miklum usla Margur er knár þótt hann sé smár. Það á að minnsta kosti við um halastjömur. Ein litil gæti valdið gifurlegum usla rækist hún á jörðina. Sprengingin gæti líka jafhgilt meira en tífóldum kjam- orkuvopnabirgðum jarðarbúa á hátindi vígbúnaðarkapphlaupsins. Samkvæmt tölvulíkani sem bandarískir vísindamenn hafa gert mundi halastjama, sem er jafhvel minni en Hale-Bopp, valda flóöbylgjum á hæð við World Trade Centre bygginguna í New York og hætta er á að loftslags- breytingar mundu eyöa öllu ræktarlandi á jörðinni. Heppnir jarðarbúar mundu deyja strax af völdum höggsins. Hinir mundu bara svelta til bana. Knattspyma getur valdið heilaskaða Það er ekki hættulaust aö iðka knattspymu. Fyrir nú utan öll beinbrotin getur þessi vinsæla íþróttagrein einnig leitt til heila- skaða, jafnvel meiri en ameriski . máfn, ruön- . ’ - . inn. Og finnst nú mörgum hann æði ruddalegur. Svo segja finnskir vís- indamenn við háskólann i Helsinki. Finnamir fengu bæöi knatt- spymumenn, ruðningsleikara og svo þá sem engar íþróttir stund- uðu, en vom á svipuðu reki og með áþekkan bakgrunn, til að fara í segulómtæki. Þar kom i ljós að 11 af 15 knattspymumönnum og 7 af 17 ruöningsmönnum sýndu hugsanleg ummerki heiiaskaöa. Talið er að hjálmar sem mðnings- menn em með á höfðinu veiji þá. Afmarkaöar skemmdir á heila fundust í flestum knattspymu- mönnunum en hjá aðeins 5 af 20 þeirra sem ekki stunduðu íþróttir. Læknar em ekki sammála um hvað þessar afinörkuðu skemmdir þýða. Þær hafa þó veriö tengdar hárfinum trullunum á hugarstarf- inu. jj iJ jIdij pAaJiij j Heilar fullorðinna bílstjóra sem látust í slysum skoðaðir: Þriðjungur ökumanna reyndist með alsheimer Alsheimer og akstur fara ekki saman. Þá ályktun má draga af rann- sóknum finnskra og sænskra vís- indamanna sem komust að því að þriðjungur, að minnsta kosti, þeirra fullorðnu ökumanna sem týndu lífi í umferðarslysum voru með alshei- mer. Margir til viðbótar sýndu fyrstu einkenni sjúkdómsins. Vísindamennirnir segja að þetta þýði að ökumenn sem komnir eru til ára sinna, læknar þeirra og ættingj- ar verði að fýlgjast vel með hugsan- legum einkennum alsheimers. Það var Matti Viitanen sem fór fyrir rannsóknarhópnum viö Hudd- inge háskólasjúkrahúsið í Sviþjóð. Hópurinn rannsakaði heila 98 öku- manna sem voru eldri en 65 ára og höfðu látist í umferðarslysum í bæði Finriandi og Svíþjóð. Þrjátíu og þrjú prósent þeirra voru með einkenni alsheimers, svo sem skán á heilan- um. í tuttugu prósentum til viðbótar voru vísbendingar um sjúkdóminn á frumstigi en þá er mjög erfitt að greina hann. Alsheimer veldur truflunum á hugarstarfinu, til dæmis sívaxandi gleymsku, og leiðir að lokum til dauða. Vísindamennimir fundu einnig stökkbreytingar á erfðaefni sem tengdar eru alsheimer, ákveðna út- gáfu gens sem gengur undir heitinu APOE, hjá fleiri ökumönnum sem létust en hjá samanburðarhópnum. „Það er hugsanlegt að 47 til 53 prósent þeirra sem létust hafi verið með alsheimer á byrjunarstigi," skrifa vísindamennimir í bréfi til læknablaðsins Lancet. Sýnt hefur verið fram á að fólk með alsheimer stendur sig ekki jafn vel í umferðinni og aðrir og að þeir sem þjást af elliglöpum lenda oftar í slysum. Slysin verða aðallega á gatnamótum þar sem ökumenn Full ástæða er til að hafa augun opin fyrir byrjunareinkennum á alsheimer hjá 65 ára aldurinn. Sjúkdómurinn skerðir mjög getu þeirra til að keyra. verða að hugsa og vinna úr mjög miklum upplýsingum. Alsheimer skerðir einmitt hæfni einstaklings- ins til þess. „Vegna þess hve alsheimer læðist að manni leita þeir sem verða fyrir barðinu á sjúkdóminum ekki til læknis á fyrstu stigum hans. Og ef þeir gera það kemur læknirinn kannski ekki auga á fyrstu einkenni truflunar á hugarstarfinu," segja vísindamennirnir í bréfi sínu. Þeir leggja því til að fullorðnir ökumenn séu skoðaðir vandlega. „Kanna verður hugarstarfsemi eldri ökumanna sem lenda í slysum. Ökumennirnir sjálfir, læknar þeirra og ættingjar ættu að hafa augun opin fyrir byrjunareinkenn- um skerts hugarstarfs sem eykur líkumar á umferðarslysum." Alsheimer leggst á tvö til þrjú prósent þeirra sem komnir eru yfir 65 ára aldur. Samkvæmt alþjóðleg- um tölum er sjúkdómurinn fjórða algengasta dánarorsök gamals fólks. þeim ökumönnum sem komnir eru yfir Simon Denegri hjá breska als- heimerfélaginu segir að akstur eldra fólks sé viðkvæmt mál. „Litið á akstur sem tákn um sjálf- stæði. Það er ákaflega erfitt fyrir fiölskyldur og hjúkrunarfólk að fá einhvern til að hætta að keyra," seg- ir Denegri. Hann bendir á að til séu lyf sem slái á einkenni alsheimers á byrjunarstigi. Með hjálp þeirra geti gamalt fólk því ekið lengur og verið mun öruggara í umferðinni en ella. Elsti forfaðir apa og manna fundinn Tveir sjússar á dag koma heilsunni í lag Steingervingar sem fundust í Úg- anda fyrir meira en þrjátíu árum kunna að reynast af elstu þekktu forfeðrum manna og apa, að sögn mann- fræðinga. Snemma á sjöunda ára- tugnum fundu mannfræðingar leifar af andlits- beinum, tann- garði og hryggjarliðum sem eru frá míósentímabil- inu fyrir 10 til 25 milljónum ára. Vísinda- menn voru hins vegar ekki klárir á því þá hvemig þeir ættu að túlka gripina. Á árunum 1994 og 1995 fór svo hópur vísindamanna aftur þangað sem steingervingarnir höfðu fundist á sínum tíma og fundu fleiri sem talið er að séu úr sama dýrinu. Dýr þetta var stórt og hafði á sér ein- hverja mannsmynd. í skýrslu sem birtist i tímaritinu Science fyrir skömmu leiða mann- fræðingamir getum að því að stein- gervingamir séu að minnsta kosti 20,6 milljón ára gamlir. Ef rétt reynist em þeir þá um leið elstu steingerðu leifamar af dýri úr hópi prímata. í þeim hópi em bæði apar og menn. Ekki hafa allir fallist á þessar nið- urstöður. Ljóst er þó að stein- gervingafundur- inn í Úganda á eftir að koma hreyfingu á nýj- ar kenningar og rannsóknir á þróun apa og þvi hvemig maður- inn kom fram á sjónarsviðið. Vísindamenn- imir hafa gefið kvikindinu nafn og kalla það Morotopithecus bishopi. Nafnið er dregið af staðn- um Moroto, þar sem steingerving- arnir fundust, og vísindamanninum Bishop sem fann fyrstu steingerv- ingana á sjöunda áratugnum. Hryggjarliðirnir sem fundust á sjöunda áratugnum benda til að ap- inn hafi verið með stift bak. Það þýðir að hann hafi gengið uppréttur eins og nútímaapar. Tennur hans og andlitsbein vora aftur á móti mun frumstæðari. Steingervingarnir sem fúndust á þessum áratug, hluti af öxl og tvö leggjarbein, virðast hins vegar ekki vera jafn fmmstæð. Það ER heilsusamlegt að fá sér aöeins neðan í því. Að vísu bara í hófi, og eftir kúnstarinnar regl- um. Ástralskir vís- indamenn skýrðu nýlega frá því að þeir sem drykkju tvær mælieiningar af áfengi á dag, fimm daga vikunn- ar, væm í minnstri hættu á að fá hjarta- áfall. En ef áfengið á að hafa bætandi áhrif á heilsufarið verður að drekka það reglu- lega og hvorki of mikið né of lítið í einu. Þau Patrick McElduff og Annette Dobson, sem starfa við háskólann i Newcastle í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, veittu því athygli að vaxandi fiöldi rann- sókna sýndi fram á þeir sem dmkku litið eða i hófi voru ekki eins líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma og hinir sem drukku mikið eða alls ekki neitt. Þau kvörtuðu hins vegar yfir því að rannsóknirnar gerðu ekki greinarmun á þeim sem fengu sér örfáa drykki á hverjum degi og hinum sem innbyrtu viku- skammtinn á helgarfylliríum. McElduff og Dobson lék for- vitni á að vita hvort það breytti einhverju ef drykkimir fiórtán sem konum er hollt að fá sér og 21 drykkur karlanna dreifðust jafnt á alla daga vikunn- ar. í því skyni rannsökuðu þau á tólfta þúsund manns sem höfðu fengið hjartaáfall og sex þúsund sem höfðu ekki fengið hjartaáfall. Þau komust að því að áhættan var minnst hjá þeim sem drukku tvær mælieiningar á dag. Einn sjúss er venjulega skil- greindur sem eitt glas, eða 125 ml, af víni, hálfþott- ur af bjór eða 40 ml af sterku áfengi. „Áhættan er minnst meðal karla sem segjast fá sér einn til fióra sjússa á dag, fimm til sex daga vikunnar, og meðal kvenna sem segjast fá sér einn til tvo sjússa á dag, fimm til sex daga vikunnar," skrffuðu vísinda- mennirnir í skýrslu til Breska læknablaðsins. Tony Blair, formaöur Verkamannaflokksins breska, veit líklega sem er aö það er hollt aö drekka bjór í hófi. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.