Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 31 JL_ Nýir hátalarar -m Hátalarar eru órjúfanlegur hluti allra hljómtækja. Kepp- | ast menn við að hafa þá sem öflugasta og besta. Þeir rétt- hyrndu hátalarar sem menn þekkja í dag hafa þó þann | ókost að þeir beina hljóðinu aðeins í eina átt þannig að menn þurfa að hugsa dálítið um hvernig þeirr eiga að snúa til þess að tónlistin komist sem best til skila. Nú hefm' fyrir- tækið SoundTube Entertain- ment sent á markað nýja há- talara sem ráða bót á þessum vanda. Eins og sést á mynd- inni eru þeir býsna óvenjuleg- ir í laginu, þ.e. kringlóttir. Sú lögun gerir það hins vegar að verkum að þeir beina hljóðinu jafnt í allar áttir svo að nú þurfa menn ekki að snúa há- tölurunum ef menn færa sig um set í herberginu. Stafræn myndavál Canon hefur verið afkasta- mikið í framleiðslu stafrænna myndavéla. Fyrir nokkru kynnti fyrirtækið Powershot 600 vélina og nú er komin ódýrari útgáfa af henni, Powershot 350. Kostimir sem þessi vél hefur umfram þá dýr- ari (fyrir utan verðið) er að hún hef- ur breið- ara sjón- arhom og auk þess kemst hún auðveld- lega fyrir í vasanum. Mynda- vél þessi hefur einnig 2 mega- bæta minniskort sem getur geymt allt að 47 myndum, auk þess sem hægt er að tengja hana bæði við tölvu og sjón- varp. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Canon, http://www.ccsi.canon.com. Áhrif tölvunotkunar á börn Mörg böm em klár á tölvu. Oftast er það hið besta mál þar sem það gerir þau reiðubúnari til að takast á við þá tölvu- væddu tilveru sem við lifum í. Margir hafa hins vegar haft áhyggjur af þvi að of mikil tölvuseta geti haft neikvæð áhrif á líkama bama. Nú er hafin rannsókn á því hvaða áhrif mikil tölvuseta hefur á hendur, handleggi og axlir barna. Nokkur börn voru próf- aðir þannig að þeir taka vélrit- unarpróf og spila leiki þar sem þarf að nota mús. Á meðan eru skynjarar notaðir til að kanna hvað gerist þegar þessar hreyf- ingar em notaðcU-. Niðurstöð- umar leiddu m.a. í ljós að álagið er minna ef lyklaborðið og músin eru ekki efst á borð- inu heldur á lægra innskots- borði. Sum barnanna voru ekki sammála þessu þar sem þau vildu hafa lyklaborðið hærra svo þau gætu séð lykla- borðið þegar þau skrifuðu. ------*j Jj SjS} ----------------- Vísindamenn finna nýja aðferð til að mæla streitu: Nota hráka í stað þess að taka bláðsýni Það er ekki auðvelt að gera ná- kvæmar mælingar á streitu. Sú að- ferð sem hefur verið notuð hvað oft- ast er blóðsýni og hún þykir einnig hvað áreiðanlegust. Bandaríski her- inn er hins vegar ekkert mjög hrif- inn af þessari aðferð. Menn þar á bæ vilja eitthvað sem er auðveldara í notkun til að geta mælt hvað orsak- ar mesta streitu hjá hermönnum. Vísindamenn í læknaskóla í Chicago telja sig nú hafa fundið þessa lausn. Hún er mjög einfold - hráki. Hlutfall amylasa, sem er ensím í munnvatni, eykst í réttu hlutfalli við það álag sem maður verður fyr- ir. Hið eiginlega hlutverk þessara ensíma er að brjóta niður svokölluð karbóhýdröt, sem meöal annars finnast í pasta og kartöflum. „Við höfum látið fólk ganga, skokka og hlaupa og mælum síðan magn amyl- asa í munnvatni. Og það magn eykst mikið í hlutfalli við hjartslátt- inn,“ sagði Robert Chatterton, sem hefur umsjón með prófuninni. Það er samt ekki nóg að mæla streitu eingöngu með því að mæla hjart- slátt því hjartsláttur fer eftir svo Hlutfall amylasa er hærra eftir áreynslu. mörgu öðru. Hjartsláttur er því ekki besta aðferðin við að mæla líkam- legt álag. Lítill poki er notaður til að taka munnvatnssýni. Ef munnvatnið breytir um lit, er það merki um streitu. Því hraðar sem liturinn breytist, þeim mun meira er hlutfall amylasa í munnvatninu. Vísindamennirnir viðurkenna það reyndar að pokinn sem notaður er í tilraununum þurfi á einhverj- um endurbótum að halda en þeir eru samt vissir um að þessi aðferð við að mæla álag og streitu beri til- ætlaðan árangur. „Að taka blóð er nóg til að gera sumt fólk stressað. Þegar þessi aðferð er hins vegar not- uð komumst við hjá því að valda streitu hjá fólki á meðan við erum að mæla streitu," sagði Chatterton. Nú er bara að vona að bráðum fari einhverjir að finna jafn þægi- lega leið til þess að minnka streit- una hjá fólki. Eflaust þurfa menn þó að bíða eitthvað lengur eftir því að það gerist. -HI/CNN Tækni til að rækta betri fiska Gúmmídýnur fyrir kýr Oft hafa íslendingar reynt sig í fiskeldinu með heldur misjöfnum árangri og er óhætt að segja að þessi grein sé í hópi þeirra at- vinnugreina sem hvað verst hefur gengið hér á landi. Þaö má velta því fyrir sér hvort ekki hefði geng- ið betur ef menn hefðu ráðið yfir svipaðri tækni og vísindamenn í Connecticut eru nú að gera til- raunir með. Þar telja menn sig hafa fundið aðferð sem leiðir til þess að fleiri eigi kost á að fá betri fisk á lægra verði. Slík framleiðsla geti veriö til hagsbóta bæði fyrir heilsu fólksins og bandaríska hag- kerfið. í sædýrasafninu í Connecticut er nú verið að gera tilraunir með að rækta fisk sem á ensku kallast „tilapia." Fiskur þessi er sagður vera laxfiskur og bragðast á svip- aðan hátt og flyðra. Tankamir, sem fiskamir em geymdir í, eru minni en venjulega. Hins vegar era þeir líka hreinni þar sem vatnið er endurunnið og öll úr- gangsefni era fjarlægð jafhóðum. Fiskarnir vaxa líka hraðar vegna nýrrar aðferðar sem byggist á því að náttúrulegum vaxtar- hormónum er bætt í hrogn fiskanna. Þessi tækni hefur verið þróuð af Thomas Chen, prófessor við Connecticutháskóla. „Fóstur- vísinum er gefið raflost og síðan er hann færður aftur í útungunar- tankinn,“ segir Chen. Þetta ferli verður til þess að fiskurinn vex allt að átta sinum hraðar en venju- lega. Kerfi þetta getur framleitt mik- inn fisk í litlu rými. Talið er að á eins hektara svæði sé hægt að framleiða allt að tveimur milljón- um fiska. Einnig er aðferðin mun öraggari en þær fiskeldisaðferðir sem áður hafa þekkst. Afuröirnar verða bæði hreinni og heilsusam- legri. Einn galli er þó á gjöf Njarðar og þaö er kostnaðurinn. Talið er að stofnkostnaður við kerfið eins og það er byggt upp núna sé 4 milljónir Bandaríkjadala (tæpar 300 milljónir íslenskra króna). En þeir sem fundið hafa upp þetta kerfi telja að Bandaríkjamenn eigi eftir að spara mikið á þessari tækni því hún dragi stórlega úr innflutningi á fiski. En Banda- ríkjamenn verða að bíða í ein- hvem tíma, a.m.k. þrjú ár, eftir því að fá fisk framleiddan á þenn- an hátt á matardiskana hjá sér. -HI/CNN Ný tegund flugvéla Boeing-flugvélaverksmiðjurnar og Bell-þyrluverksmiðjurnar hafa nú hafið framleiðslu á nýrri flugvél, Bell Boeing 609. Flugvél þessi er 9 sæta og lítur út eins og venjuleg flugvél af þeirri stærð með einni undantekningu. í stað þess að hreyflarnir snúist lóðrétt snúast þeir lárétt, líkt og þyrluspaðar gera. Þetta gerir það að verkum að véln getur hafið sig á loft og lent næstrnn lóðrétt en getur samt náð helmingi meiri hraða en venjulegar þyrlur. Ekki er búist við að vélin fari í al- mennp sölu og framleiðslu fyrr en árið 1999. í Kalifomíu, þar sem t.d. vatns- rúmið á upptök sín, býr bóndi að nafni George McClelland. Einn góð- an veðurdag fékk hann þá hugmynd að kaupa gúmmídýnu fyrir kýmar sínar og kostaði sú fjárfesting 25 þús. dollara (um 1,8 milljónir króna). Þessi fjárfesting reyndist borga sig. Kýmar hafa mjólkað aðeins meira og verða ekki eins oft veikar og áður. „Kýrnar liggja þarna ánægðar, og sumar þeirra jórtra líka. Ef kýrin jórtrar þá er þaö merki þess að hún er ánægð," sagði McClelland. Þessi nýjung McClelIands hefur einnig verið staðfest af sérfræðing- um. Frank Mongini dýralæknir sagði að kýrnar væru ánægðari vegna þess að dýnumar væru mýkri og hreinni en sandurinn og mykjan sem þær lágu í áður. „Viö erum að koma í veg fyrir tauga- spennu hjá kúnum. Ef við höfum ófullnægjandi rúm þá kemur það niður á andlegri heilsu okkar. Ég held að þessar kýr séu ánægðar," sagði Mongini. Verða koddar kannski næstir? Það er hugsanlegt að þetta nýja flet kúnna hafi fleiri kosti en Mc- Clelland segir að hann sjái þetta fyrst borga sig þegar hann fer að mjólka. „Ánægðar kýr skila vel,“ segir hann. En McClelland hefur ekki látið þar við sitja. Hann byggði einnig nýja hlöðu fyrir kýrnar. „Á nótt- unni höfum við ljósin kveikt svo að þetta er í raun eins og lítið hótel fyr- ir þær. Við gefum þeim líka fjórum sinnum á dag. Það er gamalt mál- tæki sem segir að ef við hugsum vel um kýrnar hugsa þær vel um okk- u * ur,“ sagði hann. Aðspurður hvort kýrnar gætu mögulega lifað betra lífi sagði McCl- elland: „Það er aldrei að vita. Við eram nú að hugsa um að prófa að setja kodda í fletið þeirra. En þeim líkar vel viö dýnurnar núna.“ Það er ljóst að hér er á ferðinni maður sem kann að láta dýrunum líða vel. Örugglega gætu margir bændur tekið þennan mann sér til fyrirmyndar, án þess þó að undirrit- aður sé að mælast til að þeir rölti í næstu búð að kaupa dýnu fyrir kýrnar sínar. -HI/CNN * Er húsið með flötu þaki? Þú gerir það vatnshelt meö einni yfirferð af Roof Kote. Efnið sem límist við næstum öll þakefni, t.d. tjöru og asfalt. Auðvelt I notkun og endist 10 sinnum lengur en tjara og asfalt. Taktu á málinu og kyn- ntu þér möguleikana á viðgeröum meö ROOF KOTE, TUFF KOTE og TUFFGLASS viðgerðaref- nunum. Efnin sem þróuö voru 1954 og hafa staöist tímans tönn. Heildsala: G K Vilhjálmsson Smyrlahrauni 60 Sími 565 1297

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.