Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 15. AGUST 1997 Utlönd Stuttar fréttir Indiand fagnar 50 ára sjálfstæðisafmæli: Barist gegn spillingu og fátækt í landinu Indverskir leiðtogar lýstu yfir stríði gegn spillingu og hvöttu landsmenn til þjóðarátaks gegn fá- tækt í ávörpum sínum í tileftii 50 ára sjálfstæðisafmælis landsins. Forseti landsins, Kocheril Raman Narayanan, og forsætisráðherrann, Inder Kumar Gujral, hvöttu lands- menn í ræðum sínum til að stofna til fjöldahreyfinga í anda Mahatma Gandhis til að uppræta spillingu í landinu. Forsetinn sagði að allar götur síð- an Gandhi var myrtur árið 1948 hefði ríkt hentistefna og pólitíkin í landinu hefði byggst á ógnunum. Hann sagði pólitíska kerfið gegnsýrt af gegndarlausri spillingu sem væri á góðri leið með að grafa undan lýð- ræðinu í landinu. „Stjómkerfið í dag á lítið skylt viö hugsjónir Gandhis og hans manna,“ sagði forsetinn í ræðu sinni sem var sjónvarpað um allt land. Hann sagði að þótt ýmsar fram- farir hefðu átt sér stað í landinu þá hefði ekki enn tekist að útrýma fá- tækt, sjúkdómum og fáfræði. Stjóm- völd á Indlandi segja að 18 milljónir bama í landinu vinni í stað þess að ganga í skóla en mannréttinda- hreyfingar segja að talan sé mun hærri og að 55 milljónir séu nærri lagi. Öryggisgæsla var ötlug á svæðum þar sem aðskilnaðarsinnar hafa framið hermdarverk svo og í höfuð- borginni Delhí, þar sem mikil há- tíðahöld fóm fram. Aðskilnaðarsinnar vörpuðu þó skugga á hátíðahöldin með sprengjutilræði í norðausturhluta landsins. Sjö manns fórust og átta aðrir særðust er sprengja sprakk á járnbrautarteinum. Reuter Táningur drepur barnfóstru og sjálfan sig líka Fjórtán ára gamall bandarískur piltur virðist hafa skotið til bana bamfóstru sem talið var aö hann hefði numið á brott. Hann stytti sér síðan aldur eftir mikinn elt- ingaleik nærri bænum Dryden í norðvesturhluta Ontariofylkis í Kanada í gær. Pilturinn og hin 29 ára gamla bamfóstra héldu frá Michigan í síðustu viku eftir að piltinum varð sunduroröa við móður sína, aö sögn lögreglunnar. Reuter Þúsundir Indverja söfnuöust saman til aö fagna þvi aö 50 ár eru liöin frá því aö landiö fékk sjálfstæöi. Forseti landsins sagöi í ræöu, sem sjónvarpað var um ailt land, að ýmislegt heföi veriö afrekaö frá því landiö fékk sjálfstæði þann 15. ágúst 1947 en þó hefði ekki tekist aö uppræta spillingu og útrýma fátækt. Símamynd Reuter ísraelsmenn ánægðir með hörku Netanyahus Flestir ísraelskir gyðingar eru ánægðir með þær aðgerðir sem Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra greip til í kjölfar sprengjutil- ræðisins á markaöstorginu í Jer- úsalem í fyrra mánuði, að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem birtist í morgun. Netanyahu lokaði m.a. Vestur- bakkanum og Gaza og greip til efna- hagslegra refsiaðgerða. Samkvæmt könnuninni styðja 57 prósent aðspurðra viðbrögð Net- anyahus en 39 prósent eru óánægð. Aukin harka hefur nú aftur færst í samskipti ísraela og Palestínu eft- ir að sáttatilraunir Bandaríkja- stjómar báru ekki nema litinn ár- angur. ísraelar handtóku palest- ínska löggu sem þeir sögðu hafa skotið á hermenn og einnig tóku þeir ísraelskar landamæralöggur vegna gruns um að þær hefðu lamið tvo Palestínumenn. Reuter Astand versnandi fer Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, segir að matarskorturinn í Norður-Kóreu fari versnandi. Hann segir engar sannanir fyrir sögum um að Norður-Kóreumenn láti erlenda aðstoð renna til hersins. Kannski uppstokkun Haft var eftir Helmut Kohl Þýska- MEir------■««| landskanslara ® í gær að hann sæi enga þörf á uppstokkun í ríkisstjórn sinni núna en hann útilokaði ekki að það yrði gert fyrir kosningarnar í næsta ári. september Mannrán í Jemen Tíu ítölskum ferðamönnum, þar á meðal tveimur börnum, var rænt í Jemen. Bardagar harðna Bardagar í Kongó, sem til þessa hafa einskorðast við höf- uðborgina Brazzaville, hafa breiðst út um landið. Skatt á orkuna Dominique Voynet, umhverf- isráðherra Frakklands, sagði í viðtali í gær að hún vildi setja umhverfísskatt á orku til að berjast gegn aukinni loftmengun sem hefur víða farið yflr hættu- mörk síðustu daga. Eftirlitinu boðið Utanrikisráðherra Júgóslavíu bauð eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu að fylgjast með kosningunum í september. Annað lík fundið Björgunarmenn fundu í gær lík enn eins fórnarlambs flóðsins i Arizona. Níu er enn saknað. Sæludögum lokið Hveitibrauðsdögum Mo- hammads Khatamis, ný- kjörins forseta írans, og póli- tískra and- stæðinga hans er nú lokið þar sem ágrein- ingsmál þeirra koma sífellt meira fram i sviðsljósið. íhaldsöflin á þingi eru tl dæmis mjög andvíg nokkrum ráðherrum í nýrri stjóm landsins. Reuter Rýmingarsala á notuðum dráttarvélum, gröfum og heyvínnutældum Frábær greiöslukjör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaba Fyrsta afborgun getur verið eftir allt að 6 mánubi Visa/Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaöa. Þú kemur og semur Ath! Við höfum opið lengur: Föstudag 9-20 - Laugardag 10-17 - Sunnudag 13-17 Ingvar Helgason hf. Sími 525 8000 Beinti sími sölumanna 525 8070

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.