Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Vælu- kjóar „Eg held að dómarinn hafi haft afrit af lista yflr gulu spjöldin hjá okkur því hann spjaldaði alla sem áttu á hættu að fara í leik- bann. Ég lít á þetta sem hefndar- aðgerð eftir bikarleikinn. Málið er að ég og Gunnar Oddsson erum ekki alltaf í húsakynnum KSÍ að væla.“ Sigurður Björgvinsson, þjálfari ÍBK, í DV, um dómgæslu í leik gegn Leiftri. Lafði Díana ósmekk- leg? „Hann er lítill, sköllóttur, feit- ur og ljótur." Hin 11 ára Emma Redford um Dodi Al Fayed, elskhuga Díönu prinsessu. Ummæli Þjóðremba .Landkynningarárátta Islend- inga getur orðið hræðilega hvim- leið. Vissulega er landið hreint og ómengað. En það er einnig dýrasta land í Evrópu. Verðlagið getur fælt flesta menn frá.“ James Proctor, útvarpsmaður á BBC, i Morgunblaðinu. Latasta dýr í heimi. Silalegasta landdýrið Þrítæða letidýrið, sem liflr í hitabelti Ameríku, fer með 1,83 til 2,44 metra meðalhraða á mín- útu á jörðu niðri en uppi í trjám getur dýrið hert ferðina upp í 4,57 metra á mínútu. Stærsta bókasafn Stærsta bókasafn i heimi er bókasafn bandaríska þingsins. Það var stofnað árið 1800. Þar eru skráðir titlar 88 milljónir, þ. á m. 26 milljón bækur og bæk- lingar. Hillulengd er samtals 896 km. Blessuð veröldin Stærsta eplabaka Stærsta eplabaka sem um get- ur var hökuð af Glynn Christian á 12x7 metra stóru fati á Hewitts Farm í Chelsfield í Kent á Englandi í ágúst árið 1982. Rúm- lega sex hundruð eplabitar fóru í kökuna sem vó 13,66 tonn. Sir John Woodward varaaðmíráll skar kökuna. Týndist í Gvatemala: Hef gaman af „Það sem ég var hræddastur við fyrstu nóttina sem ég var týndur var dýralifið í skógunum. Þess vegna einbeitti ég mér að því að láta lítið fara fyrir mér. Á mig leituðu líka alls kyns praktískar hugsanir eins og hvenær líklegt væri að það upp- götvaðist að ég væri týndur og hve- nær yrði farið að leita að mér,“ seg- ir Einar Ágústsson sem nýlega villt- ist i frumskógum Gvatemala þar sem hann hafðist við í þrjá daga, matarlaus og vatnslítill. Einar segist hafa haldið ró sinni allan tímann. „Við þessar aðstæður veltir maður fyrir sér lífshlaupinu því við þessar aðstæður er dauðinn nær en í daglega lífinu. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég vildi hafa gert eitthvað öðruvísi eða hvort ég ætti eitthvað ógert miðað við aldur minn. Ég svaraði öllum þessum vangaveltum fyrstu nóttina og eftir það var ég bara rólegur og hugsaði bara að ef dauðinn kæmi þá kæmi hann bara.“ Einar sem nú er kominn heim til íslands til að jafna sig hefur fullan hug á að fara aftur til Gvatemala þar sem hann dvaldi við spænsku- nám. „Mér líkaði mjög vel í Gvatemala og var í mjög góðum skóla. Ég fór til Kostaríka og Venesúela áður en ég fór þangað og ég get sagt að Gvatemala er mjög þægilegiu- staður til að læra spænsku. Ég mun fara þangað aftur enda var ég bara hálfnaður með ferðina mína.“ Einar er út- skrifaður úr raunvísindadeild HÍ og því er for- vitnilegt að vita af hverju raun- vísindamaðurinn fór að læra spænsku. „Ég hef hug á að vinna erlendis. Ég hef líka bara áhuga á að læra tungu- mál og ætla líka að læra frönsku því þetta hefur sínar hagkvæmu hliðar." Einar er víð- Einar Ágústsson. Maður dagsins förull maður og hefur ferðast til alls þrjátíu landa. Það liggur því í augum uppi að ferðalög eru meðal stærstu áhugamála Einars. „Ég hef mjög mikinn áhuga á þvi að ferð- ast. Mér var þvælt í kringum landið með for- eldrum mínum og yngri bræðr- um þegar ég var yngri en á síð- ustu tíu árum hef ég mest ferð- ast til útlanda. Annað áhuga- mál mitt er að vera með vinum mínum. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera í kringum fólk. Ég var mjög mikið i íþróttum og fylgist þokka- lega vel með fót- boltanum. Hin síðari ár hef ég alltaf meira og meira gaman af tónlist. Þar er ég þó bara algjör neytandi því ég spila ekki á neitt hljóöfæri." Einar er tuttugu og fjögurra ára gamall og foreldrar hans eru Ágúst Einarsson og Kolbrún S. Ingólfs- dóttir. -glm Myndgátan Þróttur leikur á heimavelli kvöld. Fyrsta deild karla í kvöld eru fjórir leikir í fyrstu deild karla. Þar eigast við lið KA og FH á Akureyrarvelli kl. 19, Fylkir og Reynir, Sandgerði, á Fylkisvelli kl. 19, lið Dalvíkur og Víkings á Dalvíkurvelli kl. 18.30 og Þróttur og Breiðablik á Val- bjarnarvelli kl. 19. Iþróttir Þriðja deild karla I þriðju deild karla eru tveir leikir. Þar leika Hvöt og Tinda- stóll á Blönduósi kl. 19 og Magni og KS á Grenivíkurvelli kl. 19. í fyrstu deild kvenna eru þrír leikir í kvöld. Þar leika FH og Fjölnir á Kaplakrikavelli kl. 19, KVA og Höttur á Reyðarfjarðar- velli kl. 19 og Afturelding og Sel- foss á Varmárvelli kl. 19. Bridge Vanderbilt útsláttarkeppni sveita var háð nýverið í Bandaríkjunum og í keppni i kvennaflokki kom þetta spil fyrir í undanúrslitaleikn- um. NS sögðu sig upp í metnaðar- full fjögur hjörtu en þurftu hjálp frá andstöðunni til að standa spilið. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og AV á hættu: 4 Á5 4» 107 ♦ G63 * ÁK9842 4 104 44 94 4 108652 * DG105 N V A S 4 KD873 «4 KD3 ♦ ÁD4 4 73 4 G962 44 ÁG8652 4 K4 4 6 Austur Suður 14 2 44 pass 3 44 p/h Vestur Norður pass 3 4 paSS 4 44 Skera úr um mál Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Vestur hóf vörnina á þvi að spila út spaðatíunni. Sagnhafi setti lítið spil í blindum í þeirri von að tían væri ekki einspil. Austur drap á drottninguna og skipti yfir i lítið hjarta til að reyna að koma í veg fyrir trompanir í blindum. Sagnhafi setti lítið spil og vestur setti níuna (ónákvæmni). Tían í blindum átti slaginn, næstu slagir voru spaðaás, laufás og kóngur. Sagnhafi henti spaða heima í laufkóng og spilaði síðan laufi úr blindum. Austur trompaði á drottningu, sagnhafi yf- irtrompaði á ás, trompaði spaða með sjöunni og spilaði tigli. Austur rauk upp með ás og_sagnhafi gat trompað spaðaáfrámhaldið með ör- yggi á hjartafimmuna og fengið þannig 10 slagi. Ef vestur hefði ekki sett hjartaníuna hefði sagnhafi þurft að hitta á að trompa spaða með hjartagosa til að standa spilið. Lesendur sjá að sjálfsögðu að austur hefði hnekkt 4 hjörtum ef hann hefði spilað háspili í trompi í stað hjartaþristsins í öðrum slag (þó sú spilamennska sé engan vegin sjálf- sögð). ísak Örn Sigurðsson i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.