Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Spurningin Myndir þú viija búa í útlöndum? Bryndís Júlla Róbertsdóttir nemi: Já, í Ameríku en ég bý þar alltaf hjá pabba á sumrin. Ásta Óladóttir afgreiðslukona: Nei, það er gott að búa á íslandi. Torfl Kristjánsson athafnamað- ur: Já, í Kaupmannahöfn eða Gvate- mala. Pálína Vagnsdóttir í sumarfríi: Já, í París. Halldór Páll Eydal málari: Ég vil frekar búa hér. Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Þing- eyinga: Ekkert frekar. Ég hef búið úti og það var mjög gott. Lesendur Hæð ökutækja Myndin er tekin af hinni nýju göngubrú Reykjavíkurborgar sem liggur yfir Miklubraut. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur skrifar: Vegna pistils um „lágar göngu- brýr“ sem birtist í Dagblaðinu & Vísi þann 6. ágúst sl. varðandi hæð ökutækja og hæð brúa í borginni þykir rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Allar göngubrýr í borginni eru fyllilega nógu háar miðað við leyfi- lega hæð ökutækja. Leyfileg mesta hæð ökutækja samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja hefur til margra ára verið 4,2 m. Er þá miðað við mælingu frá yfirborði götu lóðrétt í hæsta punkt tækis eða farms. Með nýlegri reglugerð, eða frá 19. júlí 1995, var þessi hæð raun- ar lækkuð í 4,0 m til samræmis við EBE-tilskipun, en í reglugerðinni eru ákvæði til bráðabirgða sem heimila notkun ökutækja í allt að 4,2 m hæð til 31. desember 2005. Vegna hugsanlegrar snjóþekju á götuyfirborði er frí hæð undir allar brýr í borginni þó aöeins hærri og er hún hvergi minni en 4,5 m. Samkvæmt þessari reglugerð er lögreglustjóra heimilt, að höfðu samráði við veghaldara, að veita undanþágu frá ákvæðum um mestu lengd, breidd og hæð ökutækja þeg- ar brýn nauðsyn þykir bera til vegna sérstakra flutninga. Það er því fullljóst að vöruflutningar eiga ekki að eiga sér stað með ökutækj- um þannig að háfermi sé hærra en 4,2 m nema sérstakt leyfi lögreglu- stjóra komi til. Mjög nauðsynlegt er að samræm- is sé gætt í hönnun umferðarmann- virkja varðandi hæð og breidd öku- tækja og að almennar venjur flutn- ingsaðila séu í samræmi við gild- andi reglur. Nægir að minna á Hvalfjarðargöng til að sýna að óþægindi geta orðið veruleg ef menn leggja í vana sinn að hlaða ökutæki í ólöglegri hæð. Fréttir i fjölmiðlum um þetta mál nýverið voru mjög villandi. Gefnar voru upplýsingar um fjölda farar- tækja með óvenjulegri hæð sem virðast hafa verið algerlega úr lausu lofti gripnar. Undanþágur lög- reglustjóra á öllu þessu ári nema nokkrum tugum og er þar fyrst og fremst um að ræða stórflutninga vegna framkvæmda s.s. virkjana- framkvæmda. Vegna slíkra flutn- inga hafa verið gerðar tillögur um vissar leiðir innan borgarinnar sem lögreglan getur notað í slikum til- vikum. Auðvitað er það ljóst að með fjölg- un göngubrúa eykst hætta á árekstrum ef ekki er farið að settum reglum um hámarkshæð ökutækja og er því líklegt að auka þurfi eftir- lit með þessu. Þá væri einnig bætt þjónusta við vörubílstjóra og flutn- ingafyrirtæki ef komið væri upp mælistöðum t.d. í námunda við flutningahafnir þar sem með auð- veldum og fljótlegum hætti væri hægt að mæla hæð. Er sjálfsagt að athuga möguleika á því. Um skattsvik K.S. skrifar: Undanfarið hafa fjölmiðlar verið iðnir við að birta upplýsingar um áætlaðar tekjur landskunnra manna (og örfárra kvenna). Hér er um vinsælan lestur að ræða þá ör- fáu daga á ári sem tölvunefnd leyfir sauðsvörtum almúganum að lesa þessar upplýsingar sem ættu að sjálfsögðu alltaf að vera öllum opn- ar. Mikið hefur verið einblínt á þá tekjuhæstu í þessum hópi. Reiknað- ar hafa verið út launahækkanir þessara manna og þeir krafðir svara sem þeir hafa yfirleitt ekki getað veitt. Hér er um þarfan hlut að ræða. Á íslandi er að finna þröngan hóp stóreignamanna sem hægt og hljóðalaust eru að sölsa undir sig öll fyrirtæki landsins án þess að fólk hreinlega átti sig. En samkvæmt skattaskrám borga þessir sömu aðilar þó eitthvað til samfélagsins til baka. Mun meiri ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim fjölda aðila sem vitað er til að séu stóreignamenn en telja fram eins og þeir lifi undir fátæktar- mörkum. Frjáls verslun tók saman sérblað um tekjuháa íslendinga, sem er góðra gjalda vert, en meiri áherslu og þrýsting þarf að leggja á ríku „fátæklingana" sem eru að svíkja meðlanda sína með því að greiða ekki i sameiginlegan sjóð landsmanna. Ég vil hvetja fjölmiðla til að ræða við þessa menn og biðja þá um að útskýra „fátækt" sína. Ég nefni engin nöfn hér en er viss um að við lestur þessa bréfstúfs hafa þó nokkur komið upp i hugann. Sömu- leiðis vil ég hvetja skattayftrvöld til að vera vel á verði gagnvart þessum einstaklingum. Það vill oft brenna við að þrýst sé um of að litlu fiskun- um á meðan stórhvelin maka krók- inn. Enski boltinn Ingi hringdi: Nú hefur íslenska útvarpsfélagið, Stöð 2 og Sýn, tekið við enska bolt- anum sem ríkissjónvarpið sá okkur boltafíklum svo lengi fyrir. Og að langmestu sinna þeir starfi sínu ágætlega en það er eitt sem þeir mættu laga. Þegar boltinn var hjá ríkinu voru sjónvarpsmennirnir þar vanir að birta úrslit annarra leikja á skjánum þegar var verið að sýna beint frá leik. Það eru yfirleitt í gangi margir leikir I einu i ensku knattspyrnunni og hér á landi er fjöldi manna sem hefur gífurlegan áhuga á öllum úrslitum. Þar er ekki [LHilíRSlM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan eða hringið í sfma L S5Ö 5000 li kl. 14 og 16 Bréfritari biður starfsmenn íþróttadeildar Sýnar að sýna markastöðu ann- arra leikja þegar sýnt er frá ensku knattspyrnunni. síst um að ræða alla tipparana en við tipparar hópum okkur oft sam- an yfir leikjum og höfum gríðarleg- an áhuga á öllum leikjum. Bæði er það vegna áhuga á leiknum, auk þess sem eitt mark til eða frá getur þýtt drjúgan skilding í vinning. Þetta er nokkuð sem er ekki mik- ið mál að breyta. Því vil ég biðja starfsmenn íþróttadeildar Sýnar að taka málið upp og gleðja okkur áhugamenn um enska knattspymu. I>V Reiður íbúi 310736-7169 skrifar: Virðulegu ráðamenn! Ég sendi hér línu í mótmæla- skyni við þær þröngsýnu aðgerð- ir sem við íbúar í Bólstaðarhlíð erum beittir. Mér finnst þetta skortur á frelsi og að ég tali nú ekki um skynsemina sem hefur heldur betur brenglast. Strætisvagnaferðir eru aflagð- ar í Bólstaðarhlíð. Erum við ekki fólk eða hvað? Eru þetta að- eins hagsmunaaðgerðir örfárra manna. Hvað gerist er vetur gengur í garð? E.s. Eru foreldrar ekki færir um að gæta barna sinna? Frí á mánu- dögum Elva hringdi: Er ekki alveg upplagt fyrir at- vinnuveitendur að gefa starfs- mönnum sínum frí á mánudög- um, eða kannski annan hvem mánudag, yfir bestu sumarmán- uðina? Sumarið er svo stutt á ís- landi að maður getur varla notið þess. Hér væri um góða kjarabót að ræða. Unglingar kvarta Björk og Linda hringdu: Okkur finnst fólk oft vera rosalega dónalegt við unglinga. Það er litiö á þá eins og þeir séu ekki jafngóðir og aðrir. Kannski er það vegna einhverra vand- ræðaunglinga en við hin erum miklu fleiri. Það gerist t.d. oft þegar við foram á kaffihús að við erum látin bíða eftir af- greiðslu þó að við höfum komið miklu fyrr en einhverjir full- orðnir. Þetta er ósanngjamt og fólk á að muna þegar það sjálft var ungt. Áfram, Spaug- stofumenn Eiríkur hringdi: Það er orðið ljóst að Spaug- stofumenn verða ekki ákærðir fyrir „glæp“ sinn gegn kristni í landinu. Að sjálfsögðu var málið látið niður falla en að málið hafi komið inn á borð RLR í það fyrsta er áhyggjuefni. Er ekki trúfrelsi í landinu? Á að fjar- stýra kímnigáfu fólks frá Bisk- upsstofu? Ég hélt að það væri að- eins refsað fyrir svona hluti í ströngustu múhameðstrúarríkj- um. Hefði málið gengið lengra hefði eitthvað mikið verið að. Svar frá Hótel Cabin Kristln Aðalsteinsdóttir, sölu- stjóri á Hótel Cabin í Borgar- túni, hringdi: Nýlega hringdi kona að nafni Jórunn inn lesendabréf þar sem hún talaði um að frágangurinn væri lélegur við hótelið. Mig langar til að það komi fram að það er gatnamáladeild Reykja- víkurborgar sem ber ábyrgð á þessum lélega frágangi. Við erum fyrir löngu búin að ganga frá okkar lóð, lukum því í maí. En þetta er búið að vera ófrá- gengið af hendi borgarinnar. Við erum margoft búin að ræða við gatnagerðaryfirvöld og núna loksins eru þau búin að setja menn í þetta. Jórunn talar líka um sóðaskap. Ég veit ekki hvað hún á við með því. Það eru eng- in óhreinindi hér önnur en að það var ekki búið að ganga frá götunni - og það er á hendi borg- arinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.