Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 67 Iþróttir íþróttir Tölur úr körfunni: Wilson skorar langmest Darryl Wilson, leikmaður Grind- víkinga, er sá leikmaður úrvals- deildarinnar í körfuknattleik sem skorar langflest stigin. Wilson er með um sjö stigum meira að meöal- tali í leik en næsti leikmaður sem er ísflrðingurinn David Bevis. Fimm stigahæstu leikmennimir era þessir (meðalskor í leik): 1. Darryl Wilson, Grindavík .... 36,75 2. Jo Jo Chambers, Þór (hættur) . 29,71 3. David Bevis, KFf...........29,38 4. Lawrence Culver, ÍR .......29,13 5. Damon S. Johnson, ÍA.......27,75 í næstu fjórum sætum eru erlend- ir leikmenn þannig að íslensku leik- mennimir standa þeim erlendu eng- an veginn snúning í stigaskorun. Efstur íslendinga á listanum er Helgi Jónas Guðfinnsson, Grinda- vík, með 20,5 stig að meðaltali í leik. Stodsendingar Warren Peebles í Val hefur verið að leika vel fyrir lið sitt og samherjar hans hafa notið góðs af góðum sendingum hans. 1. Warren Peebles, Val...........7,0 2. Jón Amar Ingvarsson, Haukum . 6,5 3. Damon S. Johnson, ÍA ..........5,5 4. Ómar Sigmarsson, Tindastóli ... 5,4 5. Helgi J. Guöfmnsson, Grindavik . 5,4 Þriggja stiga skotnýting Pálmi Þórisson, ÍA, er í nokkrum sérflokki enn sem komið er í þriggja stiga skotunum með hreint ótrúlega nýtingu. Skotin eru þó frekar fá og verður fróðlegt að sjá hvort Skaga- manninum tekst að halda prósent- unni er líða tekur meira á keppn- ina: 1. Pálmi Þórisson, fA . . 9/12 = 75,0% 2. Jón A. Ingvarss. 10/19 = 52,6% 3. Sig. E. Þórólfss., ÍA 20/38 = 52,6% 4. Darryl Wilson, UMFG 44/85 = 51,8 % 5. Gunnar Einarsson, Kefl 14/28 = 50,0% Fráköst Athygli vekur að tveir leikmenn sem leikið hafa með neðstu liðunum í úrvalsdeildinni taka flest fráköst til þessa. Fimm mestu frákastarar deildarinnar til þessa eru þessir leikmenn: 1. Lawrence Culver, ÍR.........14,8 2. Jo Jo Chambers, Þór.........14,6 3. Sherick Simpson, Haukum .... 13,5 4. Dana Dingle, Keflavik.......13,0 5. David Bevis, KFf............12,5 Vitanýting Keflvíkingar hitta vel úr vítaskotum. Staða þriggja Keflvíkinga á listanum yfir fimm bestu vítaskytturnar undirstrikar það rækilega. 1. Kristján Guðlaugss., Keflav .. 96,0% 2. Falur Harðarson, Keflav.93,8% 3. Marcos Salas, KFÍ ......^<'93,3% 4. Guðjón Skúlason, Keflav .... 92,0% 5. Damon S. Johnson, ÍA....90,7% Varin skot Hér er gamli jaxlinn Alexander Ermolinski efstur á blaði en ísfirö- ingurinn Friðrik Stefánsson og Hjörtur Þór Hjartarson, Val, koma skammt á eftir: 1. A. Ermolinski, fA.............2,3 2. Friðrik Stefánsson, KFÍ.......1,9 3. Hjörtur Hjartarson, Val ......1,9 4. Jo Jo Chambers, Þór...........1,4 5. Kevin Tuckson, KR (hættur) .... 1,4 Villur Sverrir Þór Sverrisson, leikmaö- ur Tindastóls, ber þann vafasama heiður að teljast grófasti leikmaður úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíðinni. Staða efstu fimm er þannig: 1. Sverrir Sverrisson, Tindastóli ... 4,3 2. Darryl Wilson, Grindavik......3,9 3. Warren Peebles, Val...........3,8 4. Helgi J. Guðfinnsson, Grindavík . 3,6 5. Eirikur Önundarson, ÍR .......3,5 -SK Leikir í NBA-deildinni í nótt: Fýrsti heima- sigur Wizzard Washington Wizzards vann i nótt fyrsta heimaleik sinn í NBA-deild- inni á þessari leiktíð. Washington lék fyrsta leikinn á nýjum heima- velli og sigraði Seattle mjög örugg- lega. Bill Clínton Bandaríkjaforseti var á meðal áhorfenda sem fjölmenntu á leikinn en uppselt var, 20.674 áhorf- endur. Sjö leikir voru á dagskrá NBA- deildarinnar í körfuknattleik í nótt og úrslitin urðu þessi: Charlotte-Sacramento........121-102 Washington-Seattle.............95-78 Dallas-Atlanta...............79-112 Houston-Denver .............112-101 Milwaukee-Phoenix .............86-90 SA Spurs-NY Knicks............90-84 Portland-Orlando...............88-89 Juwan Howard og Tracy Murray léku mjög vel fyrir Washington og skoruðu 18 stig hvor. Eins og sjá má á lokatölum leiksins var það fyrst og fremst góður vamarleikur Was- hington sem skóp sigur liðsins. Enn vantar allan stöðugleika í leik New York Knicks og liðið tap- aði í nótt gegn SASpurs. Nýliðinn Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir Spurs og David Robinson sömuleið- is. Patrick Ewing skoraði 25 stig fyr- ir Knicks og Allan Houston 22 stig. Þetta var sjötti tapleikur Knicks á leiktíöinni og öllum leikjunum hef- ur liðið tapað á lokamínútunum. Frábær hittni leikmanna Houston innbyrti sigur liðsins gegn Denver. Þeir hittu úr 53% skota sinna í leiknum. Enginn lék betur en Clyde Drexler sem skoraði 22 stig. Kevin Willis skoraði 19 stig og Houston hefur ekki enn tapað leik þegar hann hefur verið í byrjunarliðinu. Charles Barkley skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Þetta var 20. þrenna hans á ferlin- um. Gfen Rice skoraði 30 stig fyrir Charlotte gegn Sacramento. -SK 20 Tekjuhæstu íþróttamenn heims - upphæðir í milljónum $ - ]1. Michael Jordan körfubotti 31.3 L------ .... ....•........~ ............178.3 32. Evander Hoiyfleld box 53 ÍÉÍgÍÍlÉÍ 54.3 , Rf J 3. Oscar De La Hoya box 37 38.0 (C ‘ ! í { J 4. Mlchael Schumacher akstursfþróttlr 25 \ \ ' 13____________________Í5. Mlke Tyson box 27 O............ ....... 127.0 I 6.Tiger Woods golf 2.1 3124 26.1 7. Shaqullle O’Neal körfubolti 12.9 12.5 I 25.4 I 8. Dale Earnhardt akstursíþróttlr 3.6 15.5 ■■■fifiíjDið-i ■ )9. Joe Saklc hokkí 17.8 3 A'--' 0.1 ’17'9 110. Grant Hill körfubolti 5 I 12 117.0 111. Greg Norman golf 3.2 13 Tekjur Auglýsingatekjur og annaö Tekjur alls 12. Arnold Palmer golf 0.1 —36 __J16.1 13. Horace Grant körfubolti 14.5 14.9 J 14. George Foreman box 10.2 14.7 3____! 15- Pete Sampras tennls 6.5 _8___, ' 114.5 16. Andre Agassi tennis O.l 14 114.1 17. Cal Ripken Jr. hafnaboltl 6.7 6.5 13.2 J* 3 18. David Robinson körfuboltl 11.2 N 13.2 19. Ken Griffey Jr. hafnabolti 8.8 13.0 20. Alonzo Mournlng körfubolti 9.5 10 30 40 50 60 70 80 Jón Kr. Gisiason landsliðsþjáifari i körfuknafíteik á erfitt verkefni fyrir hðndum í kvöld þegar íærisveínar hans I landsiiðinu mæta Kroötum. DV-mynd BG Guðni semur við Wattenscheid - engin örvænting í okkar herbúöum, segir formaöurinn Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason, sem lék með íslandsmeist- urum ÍBV í sumar, mun í vikunni skrifa undir samn- ing við þýska 2. deildar liðið Wattenscheid. Samningur Guðna er til eins og háifs árs en fari svo að liðið falli I 3. deild verður honum frjálst að fara frá félaginu næsta sum- ar. „Ég stefndi alltaf á að komast út og er ánægður að þessi mál skuli vera komin á hreint. Það er fínt að byrja í 2. deildinni og ég held að það sé ágæt- ur möguleiki á að komast eitthvað lengra því það er vel fylgst með leik- mönnum í þessari deild,“ sagði Guðni Rúnar í samtali við DV í gærkvöldi. Wattenscheid kom upp úr 3. deild- inni fyrir þetta tímabil og er sem stendur á meðal neðstu liða í 2. deild- inni. Guðni reiknar ekki með að spila með liðinu gegn Freiburg um næstu helgi en vonast til að fá að spila eitt- hvað fyrir jól. Guðni er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur lið meistaranna en Tryggvi Guðmundsson gekk til liðs við Trom- sö í Noregi í síðustu viku og Bjamólf- ur Lárusson gekk í raðir skoska úr- valsdeildarliðsins Hibemian strax að loknu Islandsmóti. „Það hefur engin örvænting gripið um sig hjá okkur. Við erum með góð- an mannskap eins og sést á því að tveir af leikmönnunum, sem eru fam- ir út, vom ekki fastamenn í sumar. En auðvitað munum við lita í kringum okkur með það í huga að stækka leikmannahópinn," sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymuráðs ÍNB, við DV í gær. -GH Gfí EKGLAHD —--------------------- Bryan Robson, stjóri Middles- brough, er mjög spenntur fyrir því að krækja 1 Andriy Shevchenko, fram- herjann snjalla sem leikur með Dyna- mo Kiev. Robson er sagður reiðubú- inn að greiða 10 milljónir punda fyr- ir kappann. Ray Harford stjómaði líklega liði WBA i síðasta skipti í gærkvöldi en hann mun i vikunni taka við stjóm- inni hjá QPR. David Jones, stjóri Southampton, hefur mikinn hug á að fá Tony Dorigo i sínar raðir. Dorigo, sem er 31 árs gamall varnarmaður, fyrrum leikmaður Leeds og enska landsliðs- ins, leikur með Torino á Ítalíu og er ekki sáttur þar eftir að Graeme Sou- ness var rekinn frá félaginu. George Graham, knattspymustjóri Leeds, skrifaði í gær undir nýjan íjög- urra ára samning við félagið. Graham verður um leið launahæsti þjálfarinn i ensku knattspymunni. Hann fær um 110 milljónir í árslaun hjá Leeds. Kappinn lýsti yfir mikilli ánægju með nýja samninginn. Sagði mikla vinnu að baki síðan hann kom til fé- lagsins. Liðið leikur vel í dag og við gleðjumst yfir því, sagði Graham við útvarpsstöðina BBC eftir undirskrift- ina. West Ham og Crystal Palace mætast að nýju í kvöld í ensku úrvalsdeild- inni. Flauta varð leikinn af þegar flóðljósin á Upton Park biluðu á dög- unum. Þá var staðan 2-2. Islensk knatt- spyrna 1997 út er komin hjá Skjald- borg bókin íslensk knatt- spyrna 1997 eftir Víði Sig- urðsson, íþróttafrétta- mann á DV. Þetta er 17. bókin í þess- um bóka- flokki sem hóf göngu sina áriö 1981. í bókinni er fjallaö ítarlega um allt sem gerðist í knattspymunni hér á landi á árinu, um íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, bikarkeppn- ina, deildabikarinn, yngri flokkana, landsleiki í öllum flokkum, Evrópu- leiki félagsliða, auk viðtala við einstak- linga sem stóðu sig vel. Ennfremur er sérstakur kafli um ís- lendinga sem leika erlendis. Þá er fjall- að um árið 1980 og þar með lýkur upp- rifjun á knattspymu fyrri ára sem hófst í bókinni árið 1985. Hringnum er nú lokað og í bókunum frá upphafi er því að finna sögu íslenskrar knatt- spymu frá upphafi. Bókin er 176 blaðsíður í stóru broti, skreytt með um 230 myndum. Þar af eru um 40 litmyndir af meistaraliðum í öUum aldursflokkum og úr áhugaverð- um leikjum. Otsein Þvottavelar kr. 43.900 stgr.^^|f; Verð kr. 47.600 stgr. 1000 sn Pvottavél Ll 1000 Til innbyggingar. Vinduhradi 1000 sn. 18 þvottakerfi, sparnadarkerfi, 1/2 hledslukerfi. Stiglaus vinding 400-1000 sn. Stiglaus hitastillir. SérþvottaksaSMýffr ^tic^'Tff'vott, viðkvæman þvott og 4Ocm ÞvoöSvél TeKin 5 kg. af þVotti 18 þvottakerfi. Stiglaus hita- Stiglaus hraði 2 legur og 2 öxlar = lengri Litur: hvitur 12manna Hæð 81.8-85 ct Bretdd 60 cm 4 þvottakerfí 5 þvottakem Mjög hljoðlat i kr. 39.900 M.: 5 (^ittakerfi 6 þvottakerfi Mjög hljóðlát kr. 51.900, Ein öflugasta heimilisþvottavélin á Evrópumarkaði í dag. 1200 sn. Topphlaðin þvottavél LTO 120 Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur, Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar, irrofi, barnalæsing á loki, regnúðakerfi. ilujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. tlihafli*' Itanr sæmifitB** ®rllUif VERSLUN FYRIR ALLA ! Við Felismúla Sími 588 7332 OPID: Manud. - föstud. kl. 9-18, augard. kl. 10-16 í deseniber RAOCREIÐSLUR EUROCARD raögreiðslur | Stór stund í íslenskum körfubolta í Höllinni í kvöld: „Frábær reynsla" - íslendingar mæta Króötum í Evrópukeppninni í kvöld „Við gemm okkur alveg grein fyrir því að Króatamir eru sterkari en við. Það getur hins vegar ýmis- legt gerst ef við náum að sýna topp- leik. Þessi leikur verður um fram allt frábær reynsla fyrir alla þá sem að honum koma. Þar á ég við þjálf- arann, leikmenn og sjálft körfu- boltasambandið," sagði Jón Kr. Gíslason, þjáifari íslenska landsliðs- ins í körfuknattleik, en hans menn mæta Króatíu í forkeppni Evrópu- mótsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Það hafa margir körfuknatt- leiksunnendur beðið lengi eftir þessari viðureign enda hafa Króatar á að skipa einu bestu landsliði Evr- ópu í dag. Króatar, sem léku í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Barcelona á sl. sumri, koma hingað til lands með 7 leikmenn sem léku þar með liðinu. Þeir tefla ekki á tvær hættur og tjalda sínu besta liði. Að vísu er nokkrir meiddir og í þeim hópi er Dino Radja sem varð Bland i Giuseppte Materazzi, þjálfari ítalska 1. deildar liðsins Brescia, sagði starfi sínu lausu 1 gær. Eftir ágæta byrjun á tímabilinu hefur gengið illa hjá Brescia 1 síðustu leikj- um og það fannst Materazzi nóg til að hætta störfum. Anderlecht rak í gær Rene Vander- eycken úr þjálfarastarfi og er þetta fjóröi þjáifarinn í belgisku 1. deild- inni sem missir starfið sitt í vetur. AUt hefur gengið á afturfótunum hjá Anderlecht I vetur og kom ekki á óvart þegar þjálfaranum var sparkað. Arie Haan og Henk Houwaart voru í gær nefndir til sögunnar sem hugsan- legir næstu þjálfarar Anderlecht en félagið ætlar að ganga frá ráðning- unni í þessari viku. Austurriska borgin Klagenfurt sæk- ir um að halda vetrarólympíuleikana 2006. Borgin vaim kapphlaupið við Salzburg og Kitzbúhel. Hollenski landsliösmaðurinn Edgar Davids er á leiðinni til Juventus frá AC Milan eftir ítölskum fjölmiðlum að dæma í gær. Juventus á að vera reiðubúiö að greiða rúmlega 280 miHjónir króna fyrir leikmanninn. Danski landsliösmaöurinn Ole Tobi- asen hjá Ajax verður frá keppni næstu sex mánuði vegna meiðsla i hné. Tobiasen hefur verið burðarás- inn í vöm Ajax í vetur. -GH/JKS fyrir meiðslum gegn Bosníu um síð- ustu helgi. Engu að síður er valinn maður í hverju rúmi hjá Króötum. „Við lékum gegn Króatíu síðast 1992 en þá telfdu þeir fram jafnvel enn sterkara liði. Þá var reynt að hanga á boltanum en engu að síður töpuð- um við leiknum með 72 stiga mun. í kvöld ætlum við að leika okkar leik, maður á mann vöm og í sókninni að opna svæði fyrir kantmennina. Nýtingin í þriggja stiga skotunum hefur verið mjög góð í síðustu tveimur leikjum. Hún er 48% úr 53 skotum og er vonandi að liðið haldi áfram á sömu braut í kvöld. Að fá tækifæri til að mæta einu besta liði heims í dag er gífurleg reynsla fyrir liðið. Um leið sjáum við stöðu okk- ur gagnvart þeim bestu. Það yrði liðinu mikill styrkur að fá góðan stuðning frá áhorfendum sem um leiö fá tækifæri til að sjá körfubolta- menn í fremstu röð,“ sagði Jón Kr. við DV. -JKS Blóðtaka hjá íslendingum - Herbert Arnarson leikur ekki með Herbert Amarson, leikmaður belgíska liðsins Maes Pils frá Ant- verpen og landsliðsmaður í körfuknattleik, verður fjarri góðu gamni i leiknum gegn Króatíu í kvöld. Sl. sunnudag fór Herhert að finna fyrir eymslum í hné en hann fann ekki fyrir neinu slíku í leikn- um gegn Lettum daginn áður. Herbert fór í læknisskoðun í gær og kom þá í ljós að liðþófinn í hnénu er rifinn. „Herbert hefúr leikið mjög vel með liðinu í keppninni til þessa. Það er því skarö fyrir skildi að hann verður ekki með okkur í leiknum í kvöld," sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari við DV í gærkvöldi. Nökkvi Már Jónsson úr KR var valinn í stað Herberts. -JKS Ragnheiður Stephensen skoraöi 13 mörk fyrir Stjörnuna gegn Vfkingi f gær. Stjarnan styrkti stöðu sína Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í handknattleik þegar liðiö sigraði Víking í Ásgarði, 24-22, í gær. í hálfleik hafði Víkingur eins marks forystu, 11-12. Stúlkumar úr Víkingi mættu mjög ákveðnar til leiksins og veittu Stjömunni harða keppni alla tímann. Það var ekki fyrr en á loksprettinum sem Sfjaman náði að knýja fram sigurinn. Þar með hefur liðið tekið fjögurra stiga forskot á Hauka sem á að vísu einn leik til góða gegn nágrönnum sínum í FH í Kaplakrika í kvöld. Stjaman getur þakkað framgöngu Ragnheiðar Stephensen í leiknum að sigur hafðist á gestunum því hún skoraði rúmlega helming marka Stjörunnar eða alls 13 mörk. Inga Fríða Tryggvadóttir skoraði fjögur mörk og þær Nína K. Björnsdóttir og Herdís Sigurbergsdóttir tvö mörk hvor. Hjá Víkingi var Halla María Helgadóttir atkvæðamest með sjö mörk. Guðmunda Kristjánsdóttir og Heiða Erlingsdóttir skomöu fjögur mörk hvor. -JKS Bland i poka FIFA, Alþjóða knattspymusamband- ið, raðaði i gær átta þjóðum í efsta sæti á styrkleikalista fyrir HM í Frakklandi. Þessar þjóðir eru Brasil- ía, Frakldand, Þýskaland, Argentina, Spánn, Ítalía, Rúmenía og Holland. Dregið verður i riðlana átta á morg- un. Evrópumeistarar Dortmund tryggðu sér í gærmorgun heimsmeist- aratitil félagsliða í knattspymu með þvi að bera sigurorð af Cruzeiro frá Braslíu, 2-0, en liðin mættust i Tokyo. Michael Zorg skoraði fyrra markið á 34. minútu og Heiko Herr- lich bætti við öðru 5 mínútum fyrir leikslok. Giuseepi Signori, sem leikið hefur með Lazio síöustu fimm árin, gengur í raðir Sampdoria eftir þetta tímabil. Þessi mikli markaskorari, sem tví- vegis hefur hampað markakóngstitl- inum, hefur ekki verið sáttur á tíma- bilinu enda hefur hann vermt vara- mannabekkinn í mörgum leikjum. íranir, sem óvænt tryggðu sér sæti á HM i knattspyrnu, eru á höttunum eftir nýjum þjálfara en Vieira, sem stjórnaði irunum i undankeppninni, var aðeins ráðinn tímabundið í starf- ið. Nöfn Johans Cruyff og Carlosar Bilardo hafa komið upp i þessu sam- bandi. Landslió írana kom heim í gær frá leiknum við Ástrali og var fagnað sem þjóðhetjum. Mörg þúsund manns voru samankomin á flugvellinum við komu liösins til Teheran. -GH/JKS ENGLAND 1. deild: Ipswich-Middlesbrough.............1-1 Sheff. Utd-Stoke..................3-2 WBA-Manc. City....................0-1 Nottingham Forest er efst með 41 stig, Middlesbrough 39, Sheff. Utd 38, WBA 37. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.