Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Fréttir sandkorn Reykholts- dalshreppur Lundarreykjadalshreppur púrf: ri ' Hvalfjoröur LÍÚ íhugar að stefna Bylgjunni á Vestfjörðum fyrir Félagsdóm: Lögfræðingar skoða málið Sameining sex hreppa í Borgarfirði felld: Sameining sex hreppa i Borgar- firði var felld í kosningum á laugar- dag. Hrepparnir sem kusu um sam- einingu voru Hvítársíðuhreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykja- dalshreppur, Reykholtsdalshreþpur, Hálsahreppur og Andakílshreppur. Tveir fyrstnefndu hrepparnir, og jafnframt þeir fámennustu, felldu sameiningu naumlega. Hinir fjórir samþykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta. Skorradalshreppur hefur 52 íbúa samkvæmt bráðabirgðatölum frá 1. desember 1997.13 samþykktu sameiningu þar en 19 voru á móti. Athygli vekur að 20 greiddu at- kvæði utan kjörfundar í hreppn- um eða tæplega tveir af hverju þremur kjósendum. Af því má draga þá ályktun að utankjörfund- aratkvæði hafi vegið þungt í kosn- ingaúrslitunum. í Hvítársíðu- hreppi, þar sem 82 búa, sögðu 20 já en 24 nei. Svava Kristjánsdóttir, formaöur sameiningarnefndar, segist reikna fastlega með því að hrepparnir flórir sem samþykktu sameining- una muni kjósa aftur um samein- ingu sín á milli, enda sé ekkert því til fyrirstöðu landfræðilega. „Sveitarstjórnir hreppanna sem samþykktu sameiningu munu næstu daga fjalla um það hvort gengið verði til kosninga í þessum hreppum. Ef það reynist vænlegur kostur verður kosið eins fljótt og mögulegt er.“ Eins og sést á meðfylgjandi grafi eru hrepparnir sem felldu samein- inguna á jöðrum svæðisins þannig að hinir fjórir hrepparnir ættu auðveldlega að geta sameinast. -HI - kosið aftur í sameiningarhreppunum Utankjörstaðar- atkvæði vógu þungt Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sagði i samtalið við DV í gær að hann grunaði að vinnudeila sjó- manna og útgerðarmanna, sem nú stæði yfir, yrði notuð til að prófa ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „í kjarasamningaviðræðunum á síðasta ári veltu menn fyrir sér hvort samningaferlið hefði að ýmsu leyti verið á mörkum nýju laganna. Vinnuveitendur veigruðu sér hins vegar við að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Nú er aftur eða rúnnaðir • Sturtuhorn Sturtul • Baðkars, sturtuhlífar VíðTéllsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard Vönduð vara ^sfasðustu veröun^ ÉiÍlt Síi: EUROCARD raðgreiðslur nflDUflCIOSL Ufí Kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna standa nú sem hæst og horfur eru á vinnustöðvun 2. febrúar. Guðjón A. Kristjánsson segir að kjaradeilan verði jafnvel notuð til að prófa ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur. DV-mynd BG á móti svo komið að okkar deila er sú síðasta í jafnvel tvö ár og því grunar mig að ýmsir vilji gera okkur að tilraunadýrum í nýju lagaumhverfi. Ýmis samtök vinnu- veitenda og verkamanna munu ekki slá hendinni móti því að nýju lögin hafi verið prófuð áður en að næstu samningalotu kemur. Ekki finnst mér ólíklegt að hluti af þess- um fíflalátum í kjaradeilu okkar sé af þessum sökum,“ segir Guð- jón. Hann lét þessi orð falla í kjölfar nýjasta útspils LÍÚ sem íhugar að stefna Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Bylgjunni fyrir félagsdóm, eins og fram kom í DV á laugar- dag. Hvað það mál varðar vildi Guðjón hins vegar ekki tjá sig að öðru leyti en þvi að Farmanna- og fiskimannasambandið myndi ráð- færa sig við lögfræðinga sína í dag til að átta sig á því hvort aðgerðir Bylgjunnar fái ekki staðist lög. „Ef í Ijós kemur að ekki hafi verið farið að lögum í þessu tilviki tökum við auðvitað tillit til þess, við höfum lítinn áhuga á að fara í einhvern lagaleik í þessu máli,“ sagði Guðjón. „Ef þessar kjaradeil- ur eiga að fara út í lagaflækjur mun það að öllum líkindum verða til þess að þeir kraftar sem menn ættu að eyða raunverulega í að leysa málin fari í annað þras sem mun ekki gera okkur auðveldara að leysa okkar deilu." -KJA Átök í Garðabæ Helsta stjarna Sjálfstæðisflokks- ins í Garðabæ, Benedikt Sveins- son, hefur ákveðið að draga sig í hlé úr bæjarmálun- um. Fulltrúaráð flokksins ákvað fyrir skömmu að hafa prófkjör en einungis sjö gáfu sig fram. Vegna dræmrar þátt- töku er því lík- legt að næsti full- trúaráðsfundur afboði prófkjörið. Þeir þrír bæjarfulltrúar sem flokk- m-inn á utan Benedikts vilja allir vera áfram. Það stefnir því í átök um uppstillinguna því margir eru þeirrar skoðunar að nýtt blóð vanti. Meðal annars vilja ungir sjálfstæðismenn í Garðabæ fá full- trúa sinn í fjóröa sætið. Það er Ás- laug Hulda Jónsdóttir, 22 ára, sem vinnur í félagsmiðstöðinni í Garðabæ og nýtur vinsælda meðal unga fólksins. Líkt og áður munu þó eldri félagar í flokknum vera lítt ginnkeyptir fyrir að hleypa unga fólkinu svo ofarlega og það stefnir í hörð átök við uppstillinguna ... Rétt sæti - rangur listi Sjálfskipaðir sfjórnmálaskýrend- ur hafa rýnt mikið í fléttur þær sem spunnist hafa í kringum Guð- rúnu Pétursdótt- ur og þátttöku hennar á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Flestir hafa þó staðið á gati þegar ijóst var að hún ætlaði að enda í 9. sætinu og gátu séð litla skynsemi í því fyrir flokk og fram- bjóðanda. Aðrir benda hins vegar á að Guðrún sitji í hárréttu sæti en hins vegar hafi hún lent á röngum lista. Hún hefði notið sín í alla staði betur sem níundi maður við hliðina á stöUu sinni Ingibjörgu Sólrúnu og hefði svo gott sem tryggt stórsigur R-listans hefði hún slegið til. Hún hefði eflaust notið meiri velvildar meðframbjóðenda sinna á þeim lista en hún fær að upplifa nú um stundir, og í stað þess að vera bundin á klafa ógnar- bandalags við Davíð hefði hún styrkt stöðu sína sem sjálfstæður stjórnmálamaður á landsvísu ... Kratar vilja Kolbrúnu Kratar í ísafjarðarbæ gæia nú við að Kolbrún Sverrisdóttir, bar- áttukona í Æsumálinu, taki sæti á sameiginlegum lista vinstri flokkanna til næstu bæjarstjórn- arkosninga. Kol- brún skipaði á sín- um tima eitt af efstu sætum á lista Alþýðuflokksins til alþingiskosn- inga og nýtur virðingar um aUt land vegna baráttu sinnar fyrir því að Æsumálið verði rann- sakað til hlítar. Hún þykir því lík- leg til að trekkja að atkvæði... Afmælismissir Gríðarlegur mannfjöldi heiðraði Davíð Oddsson í boöi sem hann bauð til í Perlunni á laugardag. Um kvöldið héldu síðan nokkrir vinir hans vel heppnað kvöld- verðarboð. Þangað var meðai annars boðið höfundum í afmælisritinu sem kom út á afmælis- daginn honum til heiðurs, auk ráð- herra sem setið hafa í ríkisstjórn- um með Davíð auk valinkunnra burðarása Sjálfstæðisflokksins. Svo óheppilega vildi til að Þorsteinn Pálsson komst ekki í veisluna því hann hafði pantað sér skíðaferð tU Ítalíu á sama tíma. Vafalaust hefur Þorsteinn verið hnugginn yfir því að geta ekki mætt í afmælið. Þess er því að vænta að þegar hann kemur heim verði haldið sérstakt afmælisboð fyrir hann... Umsjón: Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.