Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 Spurningin Stundar þú líkamsrækt? Christina Schnellmann háskóla- nemi: Já, ég stunda blak og hesta- mennsku. Hildigunnur Hafsteinsdóttir þjónn: Ekki eins og er, en það var samt áramótaheitið að byrja. Anna Bára Teitsdóttir heima- vinnandi: Já, ég stunda heimalík- amsrækt, geng og hjóla. Michel Sraidi, vinnur á veitinga- stað: Nei. Kall Ingvadóttir, vinnur í Ikea: Ég reyni það. Sigrún Einarsdóttir ræstitæknir: Nei, en ég geng mikið. Lesendur_____________ Númeraklipp- ingar af bílum - svar til Báru Tómas Ingi Olrich alþm. skrifar: Á lesendasíðu DV þann 14. jan. sl. skrifar Bára bréf og er hugsi yfir þvi hvemig þingmenn geti notfært sér að- stöðu sína á hinu háa Alþingi fyrir sjálfa sig. Svo virðist sem Bára álíti að ég hafi misnotað aðstöðu mína þegar ég vakti máls á þvi í fyrirspum til dóms- málaráðherra að sú tramkvæmd lög- reglunnar stæðist tæplega stjómsýslu- lög að klippa án viðvörunar skráningar- númer af bflum sem ekki hefðu verið færðir til skoðunar. - Hér er um mis- skilning að ræða sem sjáifsagt er að leiðrétta. Það fór framhjá okkur hjónum að færa þriggja ára gamlan bíl tfl skoðunar á auglýstum tíma. Skrásetningamúmer bílsins vom klippt af honum að nætur- lagi. Við bmgðumst við þessu eins og aðrir borgarar þessa lands, greiddum okkar sekt og létum færa bflinn til skoð- unar. í framhaldi af þessu fór ég að velta því fyrir mér hvort þessi fram- kvæmd stæðist lög, ekki síst nýlega sett stjómsýslulög, sem em sett m.a. tfl þess að hindra að stjómvöld fari offari við ffamkvæmd laga. Ég ráðfærði mig við lögfróða menn og varð niðurstaðan sú að þessi ffamkvæmd stæðist ekki lög. Því var fyrirspumin lögð ffam. I svari ráðherra féflst hann á að ekki væri eðlilegt að klippa skráningarnúm- er af bflum við þessar aðstæður án þess að fyrst hefði verið send út viðvörun. í öðm lagi kom í ljós í svari ráðherrans að í sumum mndæmum lögreglunnar vom þeir, sem ekki höfðu fært bíla sína til skoðunar, varaðir við að þeir ættu það á hættu að missa númerin, í öðrum umdæmum vora númerin klippt af bíl- um án viðvörunar. Slík mismunun er ekki lögleg. í svari ráðherrans kom einnig fram að hann hefur ákveðið aö breyta framkvæmd þessara mála þannig að sömu reglur gfldi fyrir afla ís- lendinga og skrásetningamúmer verði ffamvegis ekki fjarlægð án viðvörunar. Þetta þýðir að hendi það Bára, mig eða aðra landsmenn, sem allir era jafnir fyr- ir lögunum, að færa ekki bfl sinn til skoðunar á tflsettmn tíma, fáum við öll sekt, en jafnframt fáum við viðvöran um að ef ekki verði úr bætt, getum við átt á hættu að skrásetningarnúmer bfls- ins verði klippt af þeim. Ég geri ráð fyr- ir að flestum sem þetta hendir nægi slik áminning til að færa bíla sína umsvifa- laust tfl skoðunar. Ég hef sem þingmaður gengist fyrir athugunum á allmörgum öðram málum sem varða ffamkvæmd laga og leiðrétta ef efni standa til. Vitneskja um þau hef- ur mér borist með ýmsum hætti. Flest berast sem formleg bréfleg erindi eða tölvupóstur, önnur viðrað í samtölum, í tveimur tflfellum hefur þetta gerst vegna persónulegrar reynslu. í öllum þessum tilfellum nær leiöréttingin til aflra. Það er hluti af skyldum þing- manns að veita ffamkvæmdavaldinu að- hald og láta leiðrétta þaö sem miður fer, þannig að aflir njóti góðs af. - Það var rétt hjá Báru að viðra áhyggjur sínar. Það gefúr mér tækifæri til að skýra mál- ið. Verði hún fyrir því að stjómvöld beiti hana órétti á hún sem aðrir lands- menn rétt á því að þingmenn taki málið upp. Opið bréf um hvimleiða sendingu Gimnþórunn Ingólfsdóttir Víðivöll- um, Fremri-Fljótsdalshreppi, skrifar: Inn á heimili mitt barst funmtudag- inn 8. þ.m. með öðrum pósti Ijósrit af kaupsamningum tveggja jarða hér í sveitinni, áherslumerkt eftir sendanda, nöfn jarða og kaupverð. Enginn send- andi var tilgreindur en vélritað nafn bæjar á umslag og ljóst var að þótt send- andi teldi efalaust að þessi gögn ættu við okkur eitthvert erindi var það honum kappsmál að dyljast. Slíkar sendingar era hvimleiðar og sem betur fer fátíðar. Getgátur um sendanda sem í kjölfar- ið komu gera ekki annað en skapa tor- tryggni og úlfúð í sveitinni. Ég vil því skora á aðstendendur þessarar sending- ar að gefa sig ffam og reka sín erindi undir nafrii. - Ef einhver era? Slíkur framgangsmáti sem var á þessari send- ingu getur aldrei orðið mönnum eða málefhum annað en til minnkunar. Önnur hlið þessa máls er sú skrum- skæling á rétti manna til að nálgast slík gögn sem þessi án leyfis viðkomandi, að þau sé hægt að nota í hvaða tilgangi sem er, jafhvel sem ljósrituð nafnlaus dreifibréf til að fuflnægja einhveijum undarlegum hvötmn viðkomandi. Það verður að teljast líklegt að fleiri en ég bíði svara ffá yfirvöldum við slíkri meðferð gagna þótt opinber megi ef til vifl teljast. Sjóferja milli Grafarvogs og miðborgar íbúi í Grafarvogi skrifar: Ég hef nú búiö hér í Grafarvogi í nokkur ár. Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem sæki vinnu niður í mið- bæ Reykjavíkur. í Grafarvogi eru fjölmargir sem svo er ástatt um. Kunningi minn sem líka vinnur í miðborginni hefur stundum ýjað að því að munur væri ef hægt væri að taka sjóferju fyrir farþega á milli Grafarvogs og miðborgarinnar, það myndi stytta ferðatímann, létta á umferðinni tvisvar á dag, auk þess sem hér væri hin besta ferðamanna- þjónusta að sumri til. Ég er þess líka fullviss að svona ferja, sem þó þyrfti að vera nokkuð [LHgÍRHIM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringid í sfma 5000 milli kl. 14 og 16 rúmgóð, geta t.d. tekið nokkur reið- hjól og bama- vagna ef svo bæri undir, myndi borga sig þótt far- gjaldið væri ekki meira en Víöa eru bátar notaöir til farþegaflutninga milli borgar- hverfa þar sem slíkt hentar. - A síkjum Amsterdam. sem nemur fargjaldi SVR. Ferjan ætti að vera í fórum t.d. á klukkustund- arfresti og ekki sjaldnar en á tveggja tíma fresti. Allar að- stæður eru fyrir hendi hér á sund- unum og í Grafarvogi og við miðbakkann í Reykjavík til þess að þetta megi framkvæma auð- veldlega. Ekki þarf nema einn mann, mest tvo, á ferjuna. Og þarna mætti seija kaffitár og jafnvel vínar- brauð eða annað svipað ef einhverj- ir vildu nærast á leiðinni. Fyrir- myndir að svona bátum eða ferjum eru alls staðar í nágrannalöndun- um. Ekki sist í Hollandi, en líka í Englandi, Danmörku og Svíþjóð. Borgaryfirvöld ættu nú að láta kanna þetta mál með hagsmuni íbúa Grafarvogs og hér í eystri byggðum borgarinnar fyrir augum. DV Ingibjörg Sólrún ófýndin? Guðbjörg skrifar: Hvers á Ingibjörg Sóhún Gísla- dóttth borgarstjóri að gjalda? Enn einu sinni hefur áramótaskaup verið sýnt í Sjónvarpinu án þess að persóna hennar fái sambæri- lega meðferð og aðrh stjórnmála- menn! Reyndar hefur Ingibjörg Sólrún aldrei fengið mnfjöUun í áramótaskaupi, og hefúr þó verið áberandi stjómmálamaður í ára- tug og borgarstjóri í þrjú ár. Er Ingibjörg kannski ekki nógu fynd- in fyrir skaupið? Ekki telst utan- ríkisráðherra til hinna fyndnari en fær þó sinn skerf í skaupinu. - Meint húmorsleysi Ingibjargar Sólrúnar getur því vart verið skýr- ingin. Vandi hjá skóla- strákum? Kristján skrifar: í Kastljósþætti sl. miðvikudag var dæmigerður tilbúinn vanda- málaþáttur, nú rnn svokallaðan „vanda stráka í skólum". Lopinn var teygðm- og vitnað i könnun á könnun ofan. Ég hugsaði með mér; hvers vegna erum við Islend- ingar sífellt að búa til vandamál? Getum við ekki einfaldlega notað skólakerfi annarra siðaðra þjóða? í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og raunar afls staðar eru skólamál í fostum skorðum og skila mennt- aðri og agaðri nemendum út í lífið en hér. R-lista fólk, gæt- um okkar Þör hringdi: Ég sé að talsverður skjálfti er kominn í raðh okkar fólks um þessar mundir. Margh eru famh að undirbúa kosningaslaginn og skrifa nú í gríð og erg í blöðin, mismunandi uppbyggjandi grein- ar. Ég er hræddur um að þetta sé nokkuð fljótt og allir verði þvi orðnh leiðir á þessum skrifúm þegar loks þarf að taka á, í vor. Við megum ekki láta sjálfstæðis- menn taka okkur á taugum. Þeh bíða og efna svo til áhlaups undh vorið með pistlum og fundahöld- um. Ofgerum okkur ekki og geym- um púðrið enn um stund. Á nýárstónleikum - margir í tötrum Lydía hringdi: Nýlega voru haldnh hér nýárs- tónleikar í Háskólabíói. Tónleikar þessh eru ávaflt með nokkrum glæsibrag og þama er boðið upp á léttar veitingar og allir í nokkurs konar hátíðaskapi, enda skemmt- unin konungleg alla jafna. En ég hef áhyggjur af mörgu fólkinu sem þarna er saman komið vegna klæðaburðarins, það er eins og það lifi í vinnunni alla daga frá morgni til kvölds. Sumh eru þama rétt eins og þeh séu í vinn- unni eða verr en það. Á striga- skóm í úlpunum eða peysudrusl- um og gallabuxum. Þetta er ómenning innan um hámenning- una, og hvergi tiðkað nema hér á landi. Óvilhalt dóms- kerfi Steindór Einarsson skrifar: Örfáar línur um dómskerfið hér á landi. Ég veit að margh era mér sammála um að þykja það óvilhalt í meha lagi. Eitt með öðra er það að horfa upp á aö þeh sem flytja inn eiturlyf og þess háttar efni fá yfirleitt eins til þriggja ára fang- elsi, nauðgarar fá hins vegar oftast þetta eins mánaðar til eins árs fangelsi. Mörgum finnst að herða þurfi heldur betur á dómum yfir nauðgurum, svo og yfir öðrum of- beldismönnum. Konur sem lenda í nauðgunarofbeldi bíða þess aldrei bætur. Ég vona að dómskerfið verði endurskoðað með tilliti til þessa mismunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.