Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 1998 15 Ný leið fyrir skuldug heimili A Alþingi hefur undirrituð ásamt nokkrum öðrum þingmönn- um stjórnarandstöðuflokkanna lagt fram frumvarp, sem gefur fólki nýja möguleika til að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að missa eigur sínar og hús- næði í gjaldþrot. Þannig verður hægt að takast á við fjárhagserfið- leika með nýrri og uppbyggjandi sýn úr annars vonlausri stöðu. Hagur skuldara og lánar- drottna í frumvarpinu er um að ræða leið greiösluaölögunar sem eykur líkur á því að lánardrottnar fái skuldina að öllu eða einhverju leyti greidda, fremur en að tefla kröfunni i tvisýnu í gjaldþrota- meðferð, þar sem skuldir gjald- anda eru langt umfram eignir. Auk þess dregm- það úr kostnaðar- sömum innheimtuaðgerðum lán- ardrottna sem oft skila litlum ár- angri. Kostnaður vegna nauðungarsölu og gjaldþrota fellur á hiö opinbera, segir m.a. í grein Jóhönnu. Starfsmenn Sýslumannsembættisins i Reykjavík viö uppboðs- framkvæmd. „Þessi leið opnar mörgu fólki, sem nú er í vonlausri stöðu og sér ekkert annað framundan en gjaldþrot og missi íbúðarhúsnæð- is, nýja möguleika.“ þau úrræði nú bjóðast. sem Greiðsluaðlögun dregur líka úr kostnaði sem oft fellur á samfélag- ið þegar fjölskyldur komast í greiðsluþrot. Kostnaður vegna nauðungarsölu og gjaldþrota fellur á hið opinbera, upplausn fiöl- skyldna og félagsleg vandamál fylgja í kjölfarið sem eru bæði ein- staklingum, fiölskyldum þeirra og samfélaginu í heild dýr. Hér er því verið að opna fyrir möguleika sem skuldari, lánar- drottnar og samfélagið í heild geta fremur haft ávinning aif, en við Skuldarar vinna sig út úr vonlausri stöðu Helstu efnisatriði fhimvarpsins eru eftirfarandi: Hér er um að ræða nýtt úrræði fyrir einstakl- inga utan atvinnurekstrar sem komnir eru i algjört og viðvarandi greiðsluþrot og ekkert blasir við að óbreyttu annað en gjaldþrot. Greiðsluaðlögun felur í sér gagngera endurskipulagningu á fiármálum skuldara, en á greiðslu- aðlögunartímabilinu sem staðið getur i átta ár er gerð áætlun sem honum er skylt að standa við gangvart lánardrottnum. Brýnasti framfærslukostnaöur skuldara er metinn og gert ráð fyrir að á greiðsluaðlögunartímabilinu haldi hann eftir þvi sem sanngjarnt telst til nauðsynlegrar fram- færslu. Greiðsluaðlögun fel- m- í sér að greiðslu skulda eða hluta skulda er frestað, að kröfuhafar gefi eftir vexti, kostnað eða hluta skuldar annað hvort strax eða að loknu greiðsluaðlög- unartímabili. Greiðsluaðlögun getur verið tvenns konar. Annars vegar frjáls greiðsluaðlögun sem byggir á samkomulagi við lánardrottna um frestun eða niðurfell- ingu skulda og kostn- aðar en héraðsdómari úrskurðar um slíkt samkomulag. Hins vegar þvinguð greiðsluaðlögun sem hér- aðsdómari getur úrskurðað um þótt ekki náist samkomulag við Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir formaöur Þjóövaka lánardrottna. Skuldara er skylt að ráða sér aðstoðarmann sem fer með málið fyrir hönd skuldara; lánardrottnar geta t.d. ekki krafist kyrr- setningar, fiárnáms, gjald- þrotaskipta eða annarra fullnustugerða á greiðslu- aðlögunartimabilinu. Ekki er unnt að ganga að ábyrgð- armönnum skuldara með- an á greiðsluaðlögun stend- ur. Óheimilt er að veita skuldara heimild til greiðsluaðlögunar nema einu sinni. Ef um er að ræða ófyrir- séða atburði eins og slys eða sjúkdóma sem leiða til tímabundinnar örorku skuldara éða fiarveru frá vinnu eftir að greiðsluað- lögunartímabil hefst er unnt að framlengja það í fiögur ár. Gert er ráð fyrir að þóknun aðstoðar- manns skuldara verði greidd úr ríkis- sjóði. Þessi leið opnar mörgu fólki, sem nú er í vonlausri stöðu og sér ekkert annað framundan en gjald- þrot og missi íbúðar- húsnæðis, nýja möguleika. Allir stjórnarandstöðu- flokkamir hafa lýst yfir stuðningi við þessa leið. Fram- sóknarflokkurinn gerði það fyrir kosn- ingar en sveik það eftir kosningar. Standi Framsóknar- flokkurinn við kosn- ingaloforð sitt en láti Sjálfstæðisflokkinn ekki beygja sig mun þetta frumvarp eiga greiða leið gegnum þingið. Jóhanna Sigurðardóttir Ranglátt lagaákvæði á burt Á Alþingi var nýlega vakin verðug athygli á máli sem undir- ritaður hefur reifað í blaðagrein- um sem og á þeim vettvangi þar sem möguleikinn er fyrir hendi á fullri leiðréttingu. Það var Guðrún Helgadóttir sem reifaði þetta mál og gjörði það á glöggan hátt og skeleggan eins og hennar var von og vísa enda nákunnug málum þessum. Málið snýst um fiögurra mán- aða regluna svokölluðu, en í 43. gr. laga um cdmannatryggingar segir að ef elli- og örorkulífeyrisþegi dveljist lengur en í mánuð sam- fellt á stofnun eða vistheimili falli líf- eyrir hans niður ef vistin hefur verið lengri en fiórir mánuðir undan- fama 24 mánuði. Sektarkennd Guðrún tók þetta réttilega frá þeim sjónarhóli að í sömu lögum, 37. grein, segir að hverjum sem sjúkratryggður er skuli tryggð ókeypis vist að ráði læknis í sjúkrahúsum. Skal sú vist tryggð eins lengi og nauðsyn kref- ur o.s.frv. Kjami málsins hjá Guðrúnu var sem sagt sá að þessi lagagrein, svo altæk sem hún nú er, sé gróflega brotin með þvi i raun að láta þetta hraklega setta fólk greiða fyrir sína sjúkrahúsvist með launum sínum, jafnvel öllum sínum laun- um, þeim launum sem ríkið greið- ir sjálft þessu sama fólki í formi bóta. Eins og venjulega var því borið við á móti að enginn ætti að fá tvíborgað, bæði sjúkrahúsvist og svo bætur og það frá sama launagreiðanda. Sjálft lagaákvæðið 43. gr. er eins og menn sjá afar óskýrt í orðalagi öllu og framkvæmd mun hvergi nærri vera eins í öllum tilvikum. Meginmál er þó það að viðkom- andi þarf eðlilega á launum sínum að halda þó á sjúkrahúsi dveljist, hann þarf að standa skil á öllum sínum fóstu útgjöldum hvað sem líður fiórum eða fimm mánuðum á sjúkrastofnun á tveim árum. Sem fyrrverandi brot af löggjafarvald- inu finn ég til sektarkenndar af þessu tilefiii og það veit ég Guðrún hefur einnig gjört. Um smáupp- hæðir að ræða Auðvitað hefur Öryrkjabandalag ís- lands ályktað hér um og reynt af fremsta megni að fylgja því eftir. Ályktun síðasta aðal- fundar þess undir- strikar mikilvægi þess að hér verði ráðin á lagaleg bót, því þetta eru nú einu sinni lög, ekki bara ranglát reglugerðar- ákvæði. Löggjafinn hefur líka gjört glögga undanþágu varðandi ákvæði þetta þegar að endurhæfingarlífeyri kemur, en þá gildir brottfall bóta ekki sem betur fer. í ræðu Ingimundar K. Guð- mundssonar frá Geðhjálp á ágætri kjararáðstefnu Öryrkjabandalags- ins á liðnu hausti kom þó fram að menn hefðu hjá Tryggingastofnun ríkisins viljað beita þessu ákvæði þó um endurhæfingarlífeyri væri að ræða, en að sjálfsögðu var það leiðrétt. Ingimundur segir svo í ræðu sinni er síðar birtist svo í Frétta- bréfi Öryrkjabandalagsins: „Við vitum að öryrkjar eru mun líklegri til að lenda á stofnun heldur en við sem „heilbrigð" erum. Örorkubætur eru tekjur öryrkjans. Ekki falla þessar bæt- ur niður hjá lifeyris- sjóðunum. Öryrkinn hefur sínar skuldbind- ingar eins og við hin. Það er eins og forráða- menn ríkisins haldi að útgjöld öryrkja falli niður við spítalavist. En því miður er það ekki svo.“ Ingimundur og Guð- rún hitta hér bæði naglann á höfuðið, hvort með sínum hætti. Hér er á ferð mál sem ég trúi ekki öðru en tryggingaráð- herra taki á til farsællar leiðrétt- ingar. Til þess er henni hér treyst svo sannarlega. Fyrir ríkið er hér um smáupphæðir að ræða, fyrir öryrkja og ellilifeyrisþega getur þetta skipt sköpum m.a. um það hvort þetta fólk getur haldið hús- næði sínu. Við vitum að ráðherrann vill vel, þann velvilja getur hún nú sýnt í verki með afnámi þessa rangláta lagaákvæðis, sem ekki á sér neina siðferðilega stoð. Helgi Seljan „Meginmál er þö það að viðkom- andi þarf eðlilega á launum sínum að halda þött á sjúkrahúsi dvelj- ist, hann þarf að standa skil á öll- um sínu föstu útgjö!dum....u Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Með og á móti Verður nýtt nafn skráð sem sigurvegari í bikar- keppni karla í handbolta? Kristján Arason, þjálfari FH. Framarar líklegir „Ég er á þvi að það gerist. Heilsteyptasta liðið í dag er Fram, spilar mjög góða vörn, hefur yfir að ráða góðum mark- verði og síðan leikur liðið mjög agaðan sóknarleik. Þessir þættir valda því að liðið hefur færst nær toppnum í ís- landsmótinu. Það er ekki mikill munur á liðum þótt hefðin sé með Val og kannski líka með ÍBV en bæði liðin eru mikil stemning- arlið. Þrátt fyrir það hef ég trú á því að Fram ætti að geta hampað bikarnum í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Það er einnig mikilvægt fyrir Framlið- ið að það hefur þjálfara sem hefur tekið þátt í Cu'slitaleikjum og orðið bikarmeistari. Ég hef það á tilfinningunni að mótherjar Fram í úrslitaleikn- um verði ÍBV. Eyjamenn eru erfiðir heim að sækja og troð- fullt hús í Eyjuin er ekki auð- unnið. Við getum sagt að það gildi önnur lögmál i bikar- keppninni en þar geta menn ekki horft til síðustu umferðar á íslandsmóti. Þar er annað- hvort allt eða ekkert. Framliðið er svo sterkt um þessar mimdir að liðið ætti svo sannarlega að hafa burði til að hampa bikarn- um í fyrsta sinn.“ Gamla hefðin ræður ríkjum „Nýtt nafn verður ekki að mínu mati ritað á bikar kéula í hand- knattleik. Gamla góða hefðin á eftir að leika stórt hlutverk í keppninni sem endranær. Valur og ÍBV hafa kynnst því að fara alla leið í bikarkeppninni en Framarar og HK ekki. Það verður þó að segja öllum þessum liðum til hróss að þau koma best undan jólum en þau liafa verið að leika mjög vel að undanförnu. Ef ég ætti að gerast spámaður myndi ég tippa á Valsmenn. Þeir verða þó áður að ýta einni hindrun úr vegi og hún verður ekki auðveld viðureignar en þegar úpp verður staðið reynast Hlíðarendapiltar sterkari. Lið sem hefur leikið til úrslita í bikarkeppninni hefur forskot á það lið sem aldrei hefur komist þangað. Þetta atriði vegur þungt þegar á hólminn er kom- ið. Þessi staðreynd hefur margsannað sig í gegnum tíð- ina og gerir það núna einnig að mínu mati. Hvort ég reynist sannspár verður bara að koma í ljós.“ -JKS Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar en dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.