Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Nýr forseti Indónesíu lætur verkin taka: Fýrstu pólitísku fang- arnir lausir úr haldi Indónesísk stjórnvöld leystu fyrstu pólitísku fangana úr haldi á miönætti síðastliðnu, aðeins nokkrum klukkustundum áður en háttsettur embættismaður Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins var vænt- anlegur til landsins til að meta hvernig miðaði að hrinda umbót- um í framkvæmd. Lausn fanganna tveggja virtist þó aðeins vera táknrænn gjörn- ingur af hálfu Jusufs Habibies forseta. Þúsundir annarra póli- tískra fanga eru í fangelsum landsins. Að sögn Muladis dóms- málaráðherra verða margir aðrir pólitískir fangar leystir úr haldi á næstu þremur mánuðum. Ekki var skýrt frá því hvenær næstu fangar fengju frelsi. Tugir ættingja og vina tóku á móti föngunum þegar þeir komu út úr Cipinang-fangelsinu í Jakarta. Tvímenningarnir voru skælbrosandi og þurftu að ryðja sér leið gegnum mannþröngina inn í bílana sem fluttu þá heim. „Þetta er aðeins upphafsreitur- inn að algjörri umbyltingu lands- ins,“ hrópaði annar fanganna fyrrverandi, Sri Bintang, til vel- unnara sinna um leið og hann faðmaði ungan son sinn að sér. Sri Bintang var dæmdur í 34 mánaða fangelsi á síðasta ári fyr- ir að níða Suharto forseta, sem neyddist til að segja af sér í síð- ustu viku. Hinn fanginn, verka- lýðsleiðtoginn Machtar Pakpah- an, hafði næstum setið af sér fjög- urra ára dóm fyrir að æsa til upp- þota. Þá átti hann einnig yfir Pólitíski fanginn Sri Bintang varð frelsinu feginn í gærkvöld. höfði sér ákæru fyrir að gefa út yfirlýsingar gegn stjórnvöldum. Habibie forseti, sem tók við af Suharto á fimmtudag, tilkynnti í gær að takmörkunum á starfi stjórnmálaflokka yrði aflétt og að kosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri. Ólíklegt er þó að kosningarnar verði fyrr en að ári liðnu, meðal annars vegna ákvæða i stjórnarskránni. Alþj óðagjaldey r issj óður inn frestaði greiðslu 10 milljarða doll- ara láns til Indónesíu á meðan metið væri hvort nógu langt hefði verið gengið í umbótaátt. Gjald- eyrissjóðurinn veitti Indónesum alls um 40 milljarða dollara lán til að bjarga efnahag landsins frá hruni. Kynlífshneyksli ógnar ferli Hashimotos Stjórnarandstaðan í Japan undir- býr nú sameiginlega árás á Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Jap- ans, í kjölfar ásakana á hend ur honum um ástarsamband við kínverskan stjórnarerind- reka. Stjórnar- andstæðingar undirbúa nú vantrauststillögu gegn Hashimoto sem einnig hefur sætt harðri gagn- rýni vegna viðbragða við efna- hagskreppunni. Hashimoto vísar á bug ásökun- unum um að hann hafi á níunda áratugnum verið í sambandi við konu í sendiráði Kína og þannig stofnað öryggi landsins í hættu. Þegar í nóvember lýsti Hashimoto því yfir í yfirheyrslu hjá þingnefnd að hann hefði aðeins snætt hádegis- verð meö konunni í nokkur skipti. Ekkert annað heföi gerst. Fjölmiðl- ar hafa hins vegar haldið áfram aö birta ásakanir gegn forsætisráð- herranum. Soffía Spánardrottning er nú í oplnberri heimsókn með bónda sínum, Jóhanni Karli Spánarkóngi, í fyrrum heima- landi sínu, Grikklandi. Soffía var eitt sinn grísk prinsessa en Grikkir ráku kóngsa af höndum sér. Hér má sjá drottn- ingu skála við Costis Stephanopoulos, forseta Grikklands. Nauóungarsa la á lausafé Eftir kröfu Skúla Bjarnasonar hrl. vegna þb. Kristjáns Ó. Skag- fjörös hf. fer fram nauðungarsala á eftirtöldum lausafjármunum í elgu þrotabúsins: Skrifstofuhúsgögn, myndvarpi, skjalaskápar, 2 stk. peningaskápar, fundarborð og stólar, fsskápur, uppþvottavél, eldhúsborö og stólar, málningarlager, hrein- lætisvörulager, rafmagnslyftari, handlyftari, bobbingar og fl. Nauðungarsalan fer fram þar sem munirnir eru staösettir að Hólmaslóð 4, Reykjavík, þriðjudaginn 2. júní 1998, kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Tony Blair: Engin miskunn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær byssumenn og sprengjumenn við að eyðileggja friðarsamkomulagið á Norður-ír- landi. Sagði forsætisráðherrann að enginn miskunn yrði sýnd þeim sem beita ofbeldi. Bæði meðal kaþólikka og mót- mælenda eru öfgahópar sem eru andvígir friðarsamkomulagi. Talið er að þeir muni reyna að fram- kvæma hryðjuverk til að grafa und- an samkomulaginu. Stjórnmálaflokkar á N-Irlandi eru nú famir að búa sig undir kosn- ingar til nýs þings sem haldnar verða 25. júní. Búist er við að kosn- ingabaráttan næstu vikumar verði hatrömm. Reuter Lýðræðið vann Lýðræðisflokkarnir í Hong Kong fóru með sigur af hólmi kosningunum þar um helgina og unnu 15 af þeim 20 þingsætum sem kosið var um. Gegn spillingu Viktor Orban, sem búist er við að verði næsti forsætisráðherra Ungverjalands, hét því í morg- un að berjast af alefli gegn spillingu með þvi að kanna fiármál allra opinberra emb- ættismanna. Sjálfur ætlar hann aö ganga fram með góðu fordæmi og leggja öll spil á borðið. Barist í Georgíu Harðir bardagar geisuöu í gær á rússnesku öryggissvæði milli Georgíu og Abkasíu. Þar áttust við aðskilnaðarsinnar Abkasa og georgískir vígamenn. Látast í hitabylgju Aö minnsta kosti 134 hafa látist af völdum hitabylgju á Indlandi. Hitinn fór sums staðar upp í 48 stig í gær. Flugverkfall ógnar HM Franskir flugmenn boðuðu í gær þriðja verkfall sitt á einum mánuði. Er óttast að ef af verkfall- inu verði raski það flugumferð í tengslum við heimsmeistarkeppn- ina L fótbolta. Vörubílstjórar í FraklÖandi lokuðu í morgun nokkrum vegum til að leggja áherslu á launakröfur. í stofufangelsi Þrír ráðherrar í stjórn Laurents Kabila í Kongó voru settir í stofu- fangelsi í gær. Eru ráðherr- arnir grunaðir um fiárdrátt. Alls hafa því fimm ráöherrar verið gripnir á þremur dögum. Kabila er einnig í herferð gegn Qölmiðlum. Sex fréttamenn voru handteknir á fostudaginn, þar á meðal sjónvarpsstjóri rikissjón- varpsins. Ákvörðun í Palmemálinu Hæstiréttur í Svíþjóð tilkynnir á fimmtudaginn hvort málið gegn Christer Pettersson verði tekið upp á ný. Hann hefur verið grunaður um morðið á Olof Palme, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar. Erfitt björgunarstarf Björgunarmenn höfðu í gær enn ekki komist til svæða í Bólívíu sem urðu illa úti í jarð- skjálftanum á fostudaginn. Að minnsta kosti 124 létu lífiö í skjálftanum. 6000 ára beinagrind Fomleifafræðingar hafa fundið að minnsta kosti 6000 ára gamla óskaddaða beinagrind fyrir utan Landskrona í Svíþjóð. Beinagrindin er af karlmanni sem var 1,60 m á hæð. Ég auglýsti íbúðina og fékk leigjanda sama dag! Smðauglýsingar SSO 5000 Norskir útgeröarmenn óhressir: Enginn þorskur eftir DV, Ósló: Landlega hjá öllum þorskflotan- um það sem eftir er ársins. Það er eini kosturinn sem blasir við Peter Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, eftir að fiskifræðingar lögðu í gær til að þorskkvótar ársins yrðu endurskoðaðir og skornir niður um þriðjung. í stað 654 þúsund tonna kvóta er nú ráðlagt að aðeins verði veidd 450 þúsund tonn af þorski i ár í lögsögum Noregs og Rússlands. Þegar er búið að veiða nær allan þann afla. Niðurstöður gærdagsins eru mik- ið áfall fyrir norskan sjávarútveg. Fiskifræðingar hafa varað við að kvótarnir væru of stórir en Angel- sen og fyrirrennarar hans hafa neit- að að taka mark á viðvörununum. Talsmenn norska Fiskifélagsins fóru hörðum orðum um fiskifræð- inga og ráðamenn í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Fiskveiðistjómin var kölluð einn samfelldur grautur. Áð- ur hefur kvótum aðeins einu sinni verið breytt á miðju fiskveiöiári. Það var við hrunið mikla árið 1988. Nú óttast sjómenn að sama staða sé komin upp. Angelsen er nú í Moskvu að leggja á ráðin um hvem- ig loka eigi Smugunni fyrir íslend- ingum í sumar. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.