Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1998 15 *-Jd J \j3y2n} Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra: Fimmtíu karla í fæði hætt er að gera ráð fyrir að Ingibjörg Pálmadóttir hafi ekki látið sér detta í hug að hún ætti eftir að verða heilbrigðis- ráðherra þegar hún var lítil stúlka. í fyrsta lagi dreymir ungar hnátur yfírleitt um hversdagslegri störf og í annan stað var embætti heilbrigðis- ráðherra einfaldlega ekki til þegar hún var smá- stelpa. Framtiðaráætlanir stúlkunnar báru þó vitni um frumlegheit og óvenju- legar verða þær að teljast. Ingibjörg óskaði sér einskis fremur en að verða ráðskona i vega- vinnuflokki. „Ég sá fyrir mér fjöld- ann allan af pottum og pönnum og fimmtíu karla í fæði. Samhliða þessu starfi gat ég líka alveg hugsað mér að reka stórt kúabú. Fimmtíu kýr í fjósi og fimmtíu karlar í fæði, það var draumurinn," seg- ir Ingibjörg. Ingibjörg er alin upp á Hvolsvelli og segir að oft hafi henni fundist vanta tilbreytingu í lífið í sveitinni. „Eina tilbreytingin var að fylgjast með vegavinnukörlunum. Ólaf í Eylandi þekkti ég best. Hann var mikill vinur minn. Hann átti það líka til að gefa mér karamellu og þá sagði hann alltaf orðrétt: „Má ekki bjóða þér karmellu, litla groddatítl- an mín?“ Þetta hljómaði eins og bestu vinarlæti. Svo fór ég oft með honum í kaffi í vegavinnuskúmum Draumur heilbrigðisráðherra var að gerast ráðskona í vegavinnuflokki. Víst er að svuntan fer Ingi- björgu vel og hér er hún hin ánægðasta innan um stóra potta og pönnur. DV-mynd ÞÖK og þar var bústin kerling innan um marga potta. Starf hennar gjörsam- lega heillaði mig. Að elda ofan í svona marga karla hlaut að vera stórfenglegt! Þrátt fyrir þessa drauma elda ég ekki einu sinni ofan í mína eigin karla sem eru þó ekki nema flmm,“ segir heilbrigðisráð- herra. -ilk Sigmundur Ernir þvertekur fyrir að of seint sé í rassinn gripið með að gerast bóndi. Náttúran er vinkona hans og sveitaloftið besta vítamínið. DV-mynd E.ÓI. Sigmundur Ernir Rúnarsson aðstoðarfréttastjóri: Vildi verða bóndi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður: Draumur- inn rættist. 11 ára gam- all tók Jón Steinar þá ákvörðun að gerast lögfræð- ingur og vill meina að forsjónin hafi verið þar með í för. DV-mynd E.ÓI. lega einn fyrir sjálfan mig og hún var ekki undir neinum áhrifum frá kunningjum mín- um. Fólkið mitt brosti bara í kampinn yfir þessari hugmynd," segir Jón Steinar. -ilk Eg ætlaði að verða bóndi þegar ég var lítill. Ég á ættir að rekja til bænda og líf þeirra var í mínum huga hið fullkomna líf. Að vera frjáls í sínum íjallasal, það var draumurinn," segir Sigmundur Emir Rúnarsson, aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2, um framtíðardrauma sína úr æsku. Frá bamsaldri hefur Sig- mundur verið mikill nátt- úrammandi, Sem strákur fór hann margar ferðir til Tré- kyllisvíkur á Ströndum - og vill það enn og einnig mun móðurbróðir hans vera mikill bóndi í sér, nokkurs konar tómstimda- bóndi, að sögn Sigmundar. Hann vill meina að enn sé ekki útilokað að hann muni gerast bóndi, meira að segja konan hans væri til í sveita- líflð með honum. „Reyndar er ég komin hálfa leiðina í átt að lífi bóndans. Ég dvel langdvölum austur á Flúðum í sumarbú- stað fjölskyldunnar innan um einvalalið bænda, fólk sem kann að njóta þess sem Ætlaði alltaf að þarf að njóta í liflnu. Hins vegar eigum við hjónin nóg eftir í því sem við erum að gera í dag og munum ekki gerast bændur á næstu miss- erum. Aftur á móti eigum við eftir að lifa lengi og getum því skipt um lífsstíl síðar. Mér finnst mjög mikilvægt að íslendingar njóti þess sem er þeim næst, það er íslensk sveitasæla. Ég held að ef menn ná til hennar þá þurfi þeir miklu minna á vítamín- um, hörbalæfúm og núbalétt- um að halda. Besta vítamínið er að fara út á land og draga djúpt a n d a n n, “ segir Sig- mundur Em- -ilk verða lögfræðingur ennilega var forsjónin með í Sför þegar ég var 11 ára og tók þá ákvörðun að gerast lögfræð- ingur þegar ég yrði stór,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður. í dag unir hann glaður við sitt og segist vera ánægður með að fyrirhyggja æðri máttarvalda hafi beint sér svo snemma inn á þá braut sem fyrir honum átti að liggja. „Það má vel vera að þegar ég var enn yngri hafi ég hugsað mér að verða kafari eða eitthvað þaðan af betra. Það stendur mér hins vegar ekki þannig í minni að ég geti greint frá því. Kannski vegna þess að þessi fyrirætlan mín, að verða lögfræðing- ur, varð fljótt svo yfirgnæfandi hjá mér að allt annað hvarf í skuggann," segir Jón Steinar. Líklega spyrja sig margir hvað valdi því að ungan dreng langi til að gerast lögfræðingur. Mun algengara er að hnokka dreymi um að verða löggur, slökkviliðs- menn, flugmenn eða annað í þá áttina. Vora félagar Jóns Steinars líka á þeim buxunum að gerast fræðingar laganna eða átti fjöl- skylda hans þar hlut að máli? „Ekki minnist ég þess. Ég hafði þessa skoðun alger-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.