Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1998, Blaðsíða 29
DV ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 37 Kór Flensborgarskóla syngur í kvöld í Egilsstaðakirkju. Skólakór á söng- ferðalagi Kór Flensborgarskóla er nú á söngferðalagi um landið og voru fyrstu tónleikamir í gærkvöld í Tjarnarborg á Ólafsfirði. í kvöld heldur kórinn tónleika í Egils- staðakirkju og annað kvöld í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Allir tónleikamir hefiast kl. 20.30. Lokatónleikar kórsins í þessari söngferð verða síðan í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri föstudag- inn 29. maí og hefjast þeir kl. 21. Tónleikar Kór Flensborgarskóla er skipað- ur ungu og hressu fólki á aldrin- um 16 til 21 árs og býður kórinn upp á skemmtilega kvöldstund með lögum úr ýmsum áttum, allt frá endurreisn til samtímans. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Listaldúbbur Listahátíðar Á dagskrá Listaklúbbsins í kvöld kl. 20.30 eru pallborðsumræður í umsjón Sveins Ein- arssonar og er umræðu- efnið íslensk menningar- kynning er- lendis. Fram- sögu hafa Hjálmar H. Ragnarsson, forseti banda- lags íslenskra listamanna, Úlfar Bragason frá Stofnun Sigurðar Nor- dal, Karítas Gunnarsdóttir, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns íslands, og Eyþór Arn- alds tónlistarmaður. Samkomur Gaukur á Stöng: Popplög í nýstár- legum útsetningum Gaukur á Stöng býður upp á lifandi tónlist á hverju kvöldi, oftast eru það framvarðasveitir í rokkinu hér á landi sem stíga á stokk. í kvöld er það aftur á móti úr- valslið úr djassgeiran- um sem ætlar að skemmta gestum á Gauknum. I forystu er Skemmtanir söngkonan Tena Pal- mer. Tena hefur búið hér á landi í um tvö ár og vakið athygli fyrir persónulegan söng og spunastíl. Með henni í hljómsveitinni eru Hilm- Söngkonan Tena Palmer ásamt félögum sínum. ar Jensson sem spilar á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa popplög í nýstárlegum útsetningum og Matthías Hemstock á trommur. þar sem þekkt lög era notuð sem Á dagskrá hljómsveitarinnar eru stoðir undir snarstefjun. Höfundar laga eru meðal annarra Stevie Wonder, John Hiatt, James Brown og Portishead. Yfir landinu er heldur vaxandi eða kaldi og þykknar upp sunnan- og vestanlands og víða verður dálít- il súld við vesturströndina i kvöld og nótt. Sunnan- eða suðvestangola og bjartviðri lengst af á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 17 stig, hlýj- ast norðvestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestangola og þykknar upp síð- degis. Dálítil súld í kvöld og nótt. Hiti 6 til 15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.09 Sólarupprás á morgun: 3.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.53 Árdegisflóð á morgun: 7.17 Veórið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes þoka í grennd 2 Bergstaóir heiöskírt 5 Bolungarvík Egilsstaóir þoka í grennd 2 Keflavíkurflugv. léttskýjað 7 Kirkjubkl. skýjaö 7 Raufarhöfn alskýjaó 2 Reykjavík léttskýjaö 7 Stórhöfói skýjaö 8 Helsinki súld 4 Kaupmannah. skýjaö 11 Osló Stokkhólmur skýjaö 8 Þórshöfn skýjaö 6 Faro/Algarve þokumóöa 16 Amsterdam skúr á síö. kls. 13 Barcelona þokumóöa 17 Chicago heióskírt 11 Dublin rign. á síö. kls. 9 Frankfurt skýjaö 12 Glasgow skýjaö 9 Halifax alskýjaó 11 Hamborg skýjaó 11 Jan Mayen þokumóöa 1 London þokumóöa 12 Lúxemborg rigning 11 Malaga heiöskírt 17 Mallorca þokumóóa 16 Montreal heiöskírt 16 París skýjaó 13 New York þokumóöa 17 Orlando skýjaö 24 Róm þokumóóa 15 Vín léttskýjað 12 Washington alskýjaö 19 Winnipeg heiðskírt 12 hæðarhryggur sem þokast austur á bóginn. Yfir Suður-Noregi er nærri kyrrstæð 1.000 --------------------- TSverSur VeðHð í ffclg suðvestangola Námskeið í upplýsingamiðlun Eitt námskeið af þremur sem At- vinnu- og ferðamálastofa Reykjavík- ur stendur fyrir verður á Kornhlöðu- loftinu, Bankastræti 2, i dag. Mark- mið námskeiðanna er að bæta upp- lýsingamiðlun til ferðamanna í borg- inni. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þriðja námskeið- ið verður síðan 28. maí kl. 14. Zen-hugleiðsla í Gerðubergi verður fyrirlestur í kvöld kl. 20.30 með Jakusho Kwong Röshi Zen- kennara, sem hér er í heim- sókn. Kwong Roshi er einn af fyrstu nemendum Suzuki Roshi sem var einn af fyrstu Zen- kennurum sem komu til Vesturlanda. í San Francisco stofnaði hann Zen Center. Suzuki Roshi lést 1990. Kwong Roshi hefur haldið merki kennara síns á lofti og rekur í Sonoma-fjöllunum i Kaliforníu Sonoma Mountain Zen Center. Góð færð er á þjóðvegum landsins. Vegna aur- bleytu era öxulþungatakmörk á stöku stöðum á Vestfjörðum og Norðurlandi og þeir vegir merktir með tilheyrandi merkjum. Yflrleitt er miðað við Færð á vegum ásþunga upp á sjö tonn, þó minna sums staðar. Vegavinnuflokkar eru á nokkrum stöðum og er meðal annars verið að lagfæra leiðina Aratunga- Gullfoss. Góð færð á helstu þjóðvegum 4^Skafrenningur 0 Steinkast EI Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkai Q) ófggrt H Þungfært (f) Fært fjallabílum Ástand vega Sigurður Ingi eignast Á myndinni era bræð- urnir Sigurður Ingi og Sveinn Þór. Sigurður Ingi, sem er níu ára, er ákaflega stoltur af bróður Barn dagsins bróður sínum sem fæddist 2. febrúar kl. 9.27 á Sjúkra- húsi Akraness. Sveinn Þór var við fæðingu 3630 grömm að þyngd og 49 sentímetra langur. For- eldrar bræðranna eru Selma Sigurðardóttir og Þorvaldur Sveinsson. Tea Leoni leikur sjónvarpsfrétta- konu sem kemst óvart aö miklu leyndarmáli. Áreksturinn Deep Impact, sem Háskólabíó og Bíóhöllin sýna, er fyrsti stóri sumarsmellurinn. Um er að ræða náttúruhamfaramynd þar sem sú t hætta vofir yfir að halastjarna muni rekast á jöröina. Það era ekki vísindamennimir sem fyrst uppgötva að stór loftsteinn stefnir á jörðina heldur fjórtán ára dreng- ur sem hafði gengið í stjamfræði- klúbb skólans síns. Mynd sem hann tekur í gegnum stjömukiki og haföi í fyrstu verið ætluð til aö vinna sér inn prik hjá kennaran- um kemur skriðunni af stað. Þeg- ar vísindamenn komast að hinu sanna er allt gert til (1 að halda tíðindun- Kvikmyndir um leyndum fyrir al- menningi meðan leit- að er ráða til koma í veg fyrir hættuna. I aðalhlutverkum era Robert Duvall, Tea Leoni, Elijah Wood, Morgan Freeman, Vanessa Red- grave og Maximillian Schell. Leik- stjóri er Mimi Leder. Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Háskólabíó: Keimur af kirsuberi Laugarásbíó: Deconstruction Harry Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: Fallen Bíóborgin: Out To Sea Regnboginn: Scream 2 Regnboginn: Vængir dúfunnar Stjörnubíó: The Assignment Krossgátan Lárétt: 1 hungur, 8 refsing, 9 fæði, 10 flýti, 11 fljótfærni, 13 sprengiefni, 16 ljá, 18 flökta, 19 þvinga, 21 karl- mannsnafii, 22 púki. Lóðrétt: 1 drabb, 2 öraggt, 3 borða, 4 líferni, 5 hélt, 6 gangflötur, 7 kusk, 12 tómar, 14 ánægja, 15 væta, 17 for- feður, 19 komast, 20 skoða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 lymsk, 6 æf, 8 ólíkar, 9 gát, 11 ýlir, 12 akur, 13 tóm, 15 kerskni, 18 fella, 20 iðka, 21 óra. Lóðrétt: 1 lóga, 2 yl, 3 mítur, 4 skýrsla, 5 kalt, 6 æri, 7 farm, 10 ákeföw 14 ónar, 15 kái, 16 kló, 17 iða, 19 ek. Gengið Almennt gengi LÍ nr. Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,070 71,430 72,040 Pund 115,890 116,490 119,090 Kan. dollar 48,950 49,250 50,470 Dönsk kr. 10,5670 10,6230 10,4750 Norsk kr 9,5360 9,5880 9,5700 Sænsk kr. 9,2190 9,2690 9,0620 Fi. mark 13,2340 13,3120 13,1480 Fra. franki 11,9970 12,0650 11,9070 Belg. franki 1,9495 1,9612 1,9352 Sviss. franki 48,3300 48,5900 49,3600 Holl. gyllini 35,6900 35,9100 35,4400 Þýskt mark 40,2500 40,4500 39,9200 lt. lira 0,040780 0,041040 0,040540 Aust. sch. 5,7160 5,7520 5,6790 Port. escudo 0,3927 0,3951 0,3901 Spá. peseti 0,4733 0,4763 0,4712 Jap. yen 0,516200 0,519300 0,575700 irskt pund 101,220 101,840 99,000 SDR 94,270000 94,840000 97,600000 ECU 79,1600 79,6400 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.