Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 Spurningin Heföir þú viljaö aö Keikó færi til Eskifjarðar eöa Vestmannaeyja? Einar Ármann Sigurjónsson, 13 ára: Til Eskifjarðar. Fannar Óli Ólafsson, 8 ára, að verða 9: Til Eskifjarðar. Eggert Ellertsson, 13 ára: Til Vestmannaeyja. Sigríður Theódóra Pétursdóttir, 13 ára: Til Eskifjarðar. Sigrún Jónsdóttir, 13 ára: Bara til Eskifjarðar. Ámundi Ámundason, auglýsinga- stjóri á Degi: Til Eskifjarðar. Lesendur Lágmarkslaun og lágmarksframfærsla H.E.R. skrifar: Ég tel brýna þörf á að sýna þær tölur sem snúa að fólki sem rétt skrimtir í þessu svokallaða velferð- arþjóðfélagi okkar. - Ég hef oft hugsað um hvort reiknað sé með því að almenningur á íslandi sé óheiðarlegur. Svo lítur a.m.k. út fyr- ir þegar maður heyrir hver lág- marksframfærslan er. Fyrir hjón 96.473 krónur. En við höfum frétt frá öðrum að eitthvað það sé til sem heitir lágmarksframfærsla og við ættum rétt á því að fá þá upphæð frá Félagsmálastofnun. Við hjónin erum bæði öryrkjar og jafnframt löghlýðnir ríkisborgarar. Við gengum í hjónaband á siðasta ári en við það misstum við allar upp- bætur. Það sama hefði gerst við það að láta skrá okkur í sambúð. Fyrir giftingu höfðum við sem sé um 118 þús. kr. á mánuði en eftir giftingu féllum við niður fyrir lágmarksfram- færsluna, í 89 þús. krónur. Það mun- ar mikið um 7.473 krónur. Ég horfl á brauðverðið hækka, mjólkurverðið hækka o.s.frv. Þetta hefði verið nógu erfitt þótt þessar rúmlega 20 þús. kr. hefðu ekki ver- ið teknar af okkur. Við þurfum að borga reikninga eins og allir aðrir. Við gætum farið að vinna í kannski tvo tíma á dag og orðið veikari, séð krónu koma á móti krónu sem fer. Það sjá allir hvert rugl slíkt er. Mér líður eins og annars flokks manneskju. Ég sé matarverðið hækka svo mikið vegna verðbólgu Matarverðið hækkar og hækkar og brátt dugar ekki einu sinni að fara í Bón- us, segir bréfritari m.a. að það dugi ekki einu sinni að fara í Bónus. Örorku- og lífeyrisgreiðslur voru í kjarasamningum (’96-’97) slitnar úr samhengi við almenna launavísitölu. Þá áttum við öryrkjar að þakka fyrir 3-4% hækkun á upp- bótina. En hvaða uppbót? Áttum við frekar að halda uppbótinni og vera óheiðarleg? Eða er okkar elskulega ríkisstjórn að segja okkur öryrkjum að við ættum ekki að „para okkur“? Hvorki ég né maður minn báðum um að verða öryrkjar og ég vonast til þess að í framtíðinni verði ég hæf til að verða nýtur þjóðfélagsþegn. - En svona getur þetta einfaldlega ekki gengið lengur í siðvæddu þjóðfélagi eins og við teljum okkur búa í. Hringl með gildistíma greiðslukorta Einar Björnsson hringdi: Það hefur tíðkast að greiðslu- kortatímabil, þ.e. gildistimi hvers mánaðar, hafi verið breytileg. Sum- ar verslanir hafa auglýst: Nýtt greiðslukortatímbil hefst í dag. Hef- ur það gjarnan náð allt til fram til 12. viðkomandi mánaðar. Allir sem nota greiðslukort Visa vita að 17. dagur mánaðarins er hinn viður- kenndi „siðasti útektardagur" hvers mánaðar. Stundum kemur það sér vel fyrir marga að geta byrjað nýtt kortatíma- bil fyrr en 17. dag mánaðarins. Fer það líklega eftir eyðslu og er ein- staklingsbundið. - Nú ber svo við að í júnímánuði er haldið fast við hið reglulega tímabil og hefst nýtt út- tektartímabil Visa þvi ekki fyrr en þann 18. þ.m. Nú hefði hins vegar komið sér vel, ef það kemur sér vel yfirleitt, að hefja hefði mátt nýtt kortatímabil þann 16. júní. En, ónei, nú er ekki hringlað með hlutina. Mér er tjáð af verslunarstjóra eins stórmarkaðarins að allt þetta sé ákveðið af Kaupmannasamtökun- um og kortafyrirtækjunum í sameiningu. Svarið hjá Visa er að allt þetta hringl hafi byrjað með ásókn verslana í að flýta kortatímil- inu. Því væri komin eins konar regla á annars óreglulegt gildistima- bil og núna gildi t.d. úttektartima- bilið til 18. júní. Fáir skilja því kerf- ið í dag en alltaf skal það vera til óhagræðis fyrir viðskiptavin versl- ananna. Sakamál á íslandi fýrr og nú Skarph. Einarsson skrifar: Þegar litið er til baka og stærstu sakamál á íslandi eru rifjuð upp þá ber hæst þrjú mál. í fyrsta lagi Sjö- undármálin, þá mál Natans Ketils- sonar og síðast Geirfinnsmálið. Ég ætla ekki að fjalla um mál Natans Ketilssonar hér. I Sjöundármálum réttaði og dæmdi Guðmundur Sche- ving sýslumaður í Barðastrandar- sýslu (1806 -1812). Það mál gerði Gunnar Gunnarsson ódauðlegt í Svartfugli- Þetta voru mál fyrri tíma og vöktu mikla athygli. Geirfinnsmálið er stærsta saka- mál síðari tíma á íslandi. Það mál virðist ekki hafa fengið réttláta meðferð og virðist einnig hafa JMSIM þjónusta allan sólarhringinn - eða hringið í síma S50 5000 itíllli kl. 14 og 16 Geirfinnsmálið viröist hafa veriö eyöilagt strax á frumstigi rannsóknar, seg- ir Skarphéöinn m.a. í bréfinu. - Dæmt í Geirfinnsmálinu. stjómast af fáfræði, vankunnáttu og pólitískum öfgum. Ég held að málið hafi verið flækt og eyðilagt strax á frumstigi rannsóknar sem fram fór í Keflavík. Ef leitað hefði verið strax til er- lendra sérfræðinga sem vanir eru svona málum, t.d. í Bretlandi eða á Norðurlöndunum, hetði mátt leysa það mál og forða fjölda fólks frá leiðindum og röngum sakargiftum. Og lögreglunni frá ævarandi skömm. Sannleikurinn kemur hins vegar alltaf í ljós, fyrr eða síðar. Hann er líka sagna bestur. DV Sjónvarpið til óþurftar Guðm. Sigurjónsson hringdi: Ég tel að fullyrða megi að aðeins fáir landsmenn greiddu afnota- gjald af ríkissjónvarpinu mættu þeir ráða og væru lausir við nauð- ungaráskriftina. Sjónvarpiö er til óþurftar á meðan það þrengir kosti þeirra sem vildu horfa á aðra sjónvarpsstöð. Það hafa ekki allir efni á því að greiða fyrir nema eina sjónvarpsstöð. Óánægja með Sjónvarpið er orðin almenn. Það sér maður m.a. á því að þetta er til umræðu á Netmiðlunum. Sá ég t.d. innlegg um þetta hjá Net-Þjóövilj- anum sem margir fletta upp á sér til fróðleiks og ánægju. Þar voru m.a. skilaboð til menntamálaráð- herra um að auka ekki enn kostn- að báknsins með flutningi Sjón- varpsins í Efstaleitið. Arðbærara væri að leggja báknið niður. Flest- ir eru áreiðanlega sammála. Dæmalaust dómgreindar- leysi Árni Árnason hringdi: Manni verður hugsað til fyrri áratuga þegar það þótti jafngilda útskúfun að verða uppvís að svik- um í fjármálum. Jafnvel gjaldþrot gat eyðilagt orðsporið og erfitt að ganga uppréttur eftir. Nú er öldin önnur. Gjaldþrot eru léttvæg fund- in, og svik og prettir eru vart litin hornauga. Dæmalaust er og dóm- greindarleysi þessara bankastjórn- enda sem liggja undir ámæli um fjársvik. Eða svokallaðra „bisness- manna“ sem bjóöa bankastjórum í laxveiði vegna aðstoðar við að koma upp t.d. veiðikofa við ein- hverja ána. Þetta eru dæmigerðir gapuxar. Fyllum landið af fólki Katrín skrifar: í ijósi hörmunga flóttafólks, sem er vegalaust í austanverðum Evr- ópulöndum, ættum við íslendingar að aðstoða með því að bjóða því landvistarleyfi hér. Hér er nóg pláss og skortur á fólki og blóðbl- öndun. Hvoru tveggja munum við finna verulega fyrir innan ekki langs tíma. Á meðan viö getum að- stoðað fólk sem býr við ógn í Evr- ópulöndum eigum við að sýna það í verki. Síðar kann að koma að því að verða að taka á móti flóttafólki sem er lengra að komið. Þaö hent- ar okkur síður. Fyllum landið af fólki á meðan við höfum gott tæki- færi til aðstoðar. Við þurfum á því að halda. Bæjarstjóri vill sitja Þorlákur hringdi: Bæjarstjóri einn á Suðurnesjum vill sitja áfram í sinum stól þrátt fyrir að hann fmni þrýsting um að mál sé komið að hætta eftir 16 ára starf sem slíkur. Fái hann ekki aö sitja segist hann ekki sætta sig við neina „sárabót". Líklega starfs- lokalaun í einhverju formi. Ein- kennilegt er að ávallt skuli verða eftirmál er opinberir starfsmenn hætta störfum. Frægt er að stjórn- sýslan hefur orðið að sitja uppi með gamlingja og eftirlaunaþega sem skaffa hefur þurft verkefni svo að ekki fari allt í bál og brand. Hið opinbera skal alltaf blæða. Hvalfjaröar- göngin Þ.S.Ó. hringdi: Ég undrast aö lesa um að ekki sé rúm fyrir hjólreiðamenn í Hval- ijarðargöngum, svo og að vegna mengunar þar þyldu þeir varla við þær mínútur sem tæki að hjóla í gegn. Enn fremur hugnast mér ekki orðrómur rnn að jarðskjálfti kunni að hafa valdiö skemmdum í göngunum. Vil ég hreinlega að ábyrgir aðilar lýsi yflr að hér sé um sögusagnir og uppspuna að ræða, sé það tilfellið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.