Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 I>V onn Ummæli Fyrst og fremst vísindamaður „Mér finnst skrýtið að menn séu famir að líta á . mig sem frum- kvöðul í viðskipt- um. Ég hef alltaf , litið á mig sem fyrst og fremst vís-f indamann, í ann- an stað lækni og í þriðja stað heldur lélegt skáld.“ Kári Stefánsson hjá íslenskri erfðagreiningu, í Morgun- blaðinu. Tómt bull „Þetta er orðið tómt bull. Ég held að menn hljóti að sjá að ef þetta gengur svona áfram tapa þeir hundruðum milljóna." Sveinn Sigurbergsson, versl- unarstjóri hjá Fjarðarkaupum, ÍDV. Allt kommúnistum að kenna „Við sem vorum á móti sam- einingunni hérna höfum sagt að það hafi alltaf staðið til að Keikó kæmi til Eskifjarðar. Þang- að til Bandaríkja- mennirnir fréttu að kommúnistar væru komnir hér til valda. Þá hættu þeir við.“ Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki), í Degi. Ekki hægt að reikna fískinn út „Ég er þeirrar skoöunar að menn eigi aldrei eftir að finna upp aðferð til að reikna út það til fulls sem í sjónum er. En það er komið einveldi í fisk- veiðistjómun hér á landi sem fer sínu fram hvaö sem hver segir.“ Magnús Kr. Guðmundsson útgerðarmaður, í Morgun- blaðinu. Atvinnubætandi iðnaður „Meðan árangurinn er ekki meiri er allt útlit fyrir að hann eigi f eftir að skapa ómældum fjölda fólks atvinnu." Árni Björnsson læknir, um fitu- eyðingariðnaðinn, ÍDV. íslensk heilbrigðis- þjónusta „Það er mér stöðugt undrun- arefni að sjá hvemig íslenskir stjórnmálamenn hafa getað rekið bestu heilbrigðisþjónustu sem veitt er í heiminum í dag með læknum og hjúkrunarliði sem er eitthvert verst launaða heilbrigðisstarfsfólk í Evrópi." Ingvar Bjarnason læknir, í Morgunblaðinu. MANNKYMS Ö ^ ’■>' £nsfrftbgttr C\ l >4, 1 ^ EBA : ÓTCÍR FKUMSKUte-INUM OG-INbtt HANN AFTCJR Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna: Keypti fyrsta hrossið fyrir fermingarpeningana DV, Akureyri: „Þaö er alveg hægt aö tala um að aðdragandi þessa landsmóts spanni tuttugu ára tímabil því það var fyrst árið 1978 sem við hófum að freista þess að fá landsmótið í Eyjafjörð. Umræðan náði ávaOt hámarki þegar kom að því að halda mótið á Norðm’- landi og mest gekk á þegar ákveðið var að halda mótið 1990 á Vindheima- melum í Skagafirði. Sú ákvörðun, sem var brot á svokölluðu „Varma- hlíðarsamkomulagi", leiddi m.a. til úrsagnar eyfirsku félaganna úr Landssambandi hestamanna. Félögin fóru reyndar inn í samtökin aftur og tóku þátt í því móti,“ segir Jón Ólaf- ur Sigfússon. Hann er formaður mótsnefndar Landsmóts hestamanna, sem fram fer á Melgerðismelum í Eyjafirði 8.-12. júlí, og hann verður einnig framkvæmdastjóri mótsins. „Mín hestamennska hófst eigin- lega um leið og ég fór að geta setið á hestbaki. Heima hjá mér i Hlíð, í út- jaðri Akureyrar, voru alltaf til hross og sjálfur keypti ég mitt fyrsta hross fyrir peningana sem ég fékk í ferm- ingargjöf og hef alltaf átt hross síðan. Hestamennskan er sameiginlegt áhugamál allrar fjölskyldunnar, enda annað örugglega erfitt því þetta er bæði tímafrekt og bindandi áhuga- mál. Hestamennska okkar er þó ekki fólgin í keppni eða ræktun, við eig- um okkar reiðhesta og notum þá mikið. Hápunkturinn er auð- vitað að fara í lengri ferðir á Jón sumrin og sjálfur hef ég gert mikið að því að fara í göngur á haustin og finnst það ákaflega skemmtilegt." Jón Ólafur hefur komið mikið að málefnum hestamanna á Akureyri. Hann hefur starfað í Hestamannafé- laginu Létti frá árinu 1969, var for- maður í 6 ár og á næstlengstan starfs- Maður dagsins aldur allra sem komið hafa að málefn- um Léttis. Það þurfti því ekki að koma á óvart að leitað var til hans varðandi framkvæmd landsmóts- ins. „Það má segja að undirbún- ingur mótsins hafi hafist fyrir tveimm- árum. Þá var skipuð mótsnefnd sem hefur starfað síðan. Sjálfur hef ég verið í fóstu starfi við undirbún- ing mótsins síðan um miðjan maímánuð. Þetta er mikið starf og má eiginlega orða það þannig að um sólar- hringsvinnu sé að ræða. Hrossasóttin gerði okkur mjög erfitt fyrir á tímabili og vissulega kom það til umræðu að slá mótið af. Sem betur fer gerðist Ólafur Sigfússon. DV-mynd gk. það þó ekki og nú er undirbúningur kominn á lokastig. Þetta má orða þannig að þessa dagana séum við að finpússa smáatriðin. Ég sé fyrir mér að margir þættir mótsins, s.s. tölvu- vinnsla, verði mjög góðir, sem og öll upplýsingamiðlun. Þá er aðstaða fyr- ir fjölmiðla mjög góð og öll aðstaða reyndar þannig á Melgerðismelum að við teljum hana fyrsta flokks og við hlökkum tU að bjóða gesti okkar vel- komna þangað.“ Eiginkona Jóns Ólafs er Alda Skarphéðinsdóttir. Þau eiga fjögur börn: Sigfús, 24 ára, HrafnhUdi, 21 árs, Kristínu Ösp, 16 ára, og Elísabetu Þórunni, 10 ára. Fyrir átti Jón Ólaf- ur soninn Þorstein Hlyn sem er 32 ára. -gk Ný umferðarmerki Vegagerðin og Umferðar- ráð hafa lagt tU við dóms- málaráðuneyti að ný um- ferðarmerki verði tekin upp Ónúmeraður vegur Vegnúmer eru höfð í svona femingi á vegvísum. Ef fem- ingurinn er auður þýðir það að vegurinn hefur ekki núm- er og er ekki í umsjón Vega- gerðarinnar. Þá er aUt óvíst um ástand vegarins. í umferðarmerkjareglugerð. Það skal tekiö fram að texti, sem skýrir merkið, kann að breytast við endanlega ákvörðun. í dag birtum við tvö vegvísamerki. Eyðibýli Merki þetta er notað á vegvísa sem vísa á eyðibýli. Vegfarendur geta ekki reiknað með að komast i síma eða njóta aðstoðar íbúa ef þeir lenda í ógöng- um. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2130: Altaristafla Myndgátan hér að ofan lýsir orötaki. Þóröur Emil Olafsson. íslands- meistari í golfi, sem hér er á Grafar- holtsvelli í lok íslandsmótsins í fyrra, verður meöal þátttakenda. Landsmót í holukeppni í dag hefst á Grafarholtsvelli Landsmót í holukeppni með þátt- töku allra bestu golfara landsins. Keppnin fer þannig fram að í dag leika aUir keppendur tvo hringi eða 36 holur og síðan fara sextán bestu í hvorum flokki fyrir sig, karla og kvenna, áfram í útsláttarkeppni á laugardag og sunnudag. Þetta keppnisfyrirkomulag gerir það að verkum að hver einasti leikur getur verið mjög spennandi og skemmti- legur fyrir áhorfendur. íþróttir Fleiri golfmót verða um helgina, Golfklúbbur Suðurnesja heldur opið mót á sunnudaginn, Maxfli/Nike mótið, sameiginlegt mót golfklúb- banna á Blönduósi og Skagaströnd verður haldið á laugardag og sunnu- dag á tveimur völlum, þá má geta þess að langflestir golfklúbbar lands- ins halda árlegt Jónsmessumót á laugardagskvöld og er þá spilað fram undir miðnætti. Bridge Suður verður að velja réttu sögn- ina í fjórðu hendi eftir tígulopnun vesturs í sveitakeppni. Þó að n-s noti sterka grandopnun (16-18 punkta) gegnir allt öðru máli með grandsögn í fjórðu hendi eftir opn- un andstæðinga i fyrstu hendi, hún ætti að sýna 11-14 punkta jafnskipta hendi. Af þeim sökum verður suður að dobla, með það fyrir augum að sýna grandsögn næst og styrk hand- arinnar. Norður stekkur í tvö hjörtu til að sýna að hendi hans er einhvers virði og þá á suður fyrir stökki í þrjú grönd. Útspilið hjá vestri er tíguldrottning: * 1053 » Á10865 -f Á4 4 765 4 ÁK92 4* 92 ♦ DG1098 4 G8 4 D864 4» KD 4 K76 4 ÁKD3 Vestur Norður Austur Suður 14 pass pass dobl pass 2 pass 3 grönd p/h Þegar þokkalegur samningur hef- ur náðst með vitrænum sögnum þá er að snúa sér að úrspilinu. Það dettur eflaust mörgum í hug að gefa fyrsta slaginn, með það fyrir augum að rjúfa samganginn í tígli hjá vöm- inni. En þegar betur er að gáð sést að þetta er alls ekki staðan til þess. Sagnhafi á 8 toppslagi og ýmsir möguleikar virðast vera á þeim ní- unda. Lauf- ið gæti brotnað 3-3, en hjartalit- urinn virð- ist gefa möguleika á fleiri slögiun. Fjórir slagir nægja á litinn. Sagnhafa er nauðsynlegt að vernda innkomuna í blindan og verður því að drepa strax heima á tígulkóng. Síðan spil- ar hann hjartakóng og drottningu og þegar hann sér níuna koma frá vestri, er einfalt mál að yfirdrepa á ásinn og spila tíunni. Þannig fást 9 slagir. Ef hjartað er 3-3 hjá vöminni (eða gosinn annar), kostar þessi leið einn slag fyrir sagnhafa. Hins vegar er mikilvægast að standa samning- inn og yfirslögum ætti að gleyma á stundum sem þessari. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.