Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Handboltavertíöin er nú aö nálgast hápunht sinn. Um síð- ustu helgi tryggöi karlalið Aft- ureldingar sér deildameistara- titilinn og á miövikudag geröi Stjarnan slíkt hið sama í kvennaflokki. Kvennalandslið- iö lék fjóra leiki í heimsmeist- arakeppninni, sína leikina tvo gegn hvorum, Rússum og Króötum, auk þess sem liðiö lék œfingaleik gegn Græn- lendingum milli jóla og nýárs. Staöa kvennahandboltans hef- ur veriö nokkuö í umræöunni eftir leikina á HM, þar sem spurningar hafa vaknaö um það hvort frammistaða liösins hafi veriö ásættanleg og sömu- leiðis um stööu íþróttarinnar í dag og framtíö hennar. DV leitaöi til Magnúsar Teitsson- ar, þjálfara FH, Höllu Maríu Helgadóttur, leikmanns Vík- ings og fyrrum fyrirliöa ís- lenska landsliðsins, og Theo- dórs Guðfinnssonar landsliös- þjálfara og baö þau um sitt mat á stööunni. - Það var alveg ljóst þegar dregið var í riðla á HM að við ættum erfitt verkefni fyrir höndum. Rússar og Króatar eru meðai sterkustu þjóða heims og við höfum fengið að kenna á þeim í gegnum tíðina. í raun gátum við ekki fengið erfiðari andstæðinga, en á síðustu æfingamótum höfum við spilað nokkuð vel gegn liðum af svip- uðum styrkleika, þrátt fyrir að hafa tapað með 2 til 6 mörkum. Það eru að sjálfsögðu alltaf væntingar þegar ver- ið er að búa liðið undir svona stór- leiki. Dæmið er lagt þannig upp fyrir leikmenn að það sé viss möguleiki á sigri og það er farið út á völlinn með því hugarfari að vinna. Til þess að svo megi verða þarf allt að ganga upp, við þurfum að hafa okkar sterkasta lið og heppnin þarf að vera með. Þetta gekk því miður ekki, sagði Theodór. - Ég veit svo sem ekki hvaða vænt- ingar átti að gera til landsliðsins. Það voru hugmyndir um að sigra í öðrum leiknum gegn Rússum, sem mér fannst heldur óraunhæft. í leikjunum gegn Króötum verður að taka tillit til þess að þar eru þær á heimavelli og því ýmsar aðstæður sem eru þeim I hag. Mitt mat er það að við erum langt á eftir þessum þjóðum, þá er ég t.d. að tala mn styrk, snerpu og hæð, og raunverulegir möguleikar eru litl- ir, sagði Magnús. -Það þarf að horfa raunhæft á þetta, við erum að tala um atvinnu- menn á móti áhugamönnum. Við vinnum fullan vinnudag og mætum síðan á æfmgar á meðan andstæðing- ar okkar hafa fulla atvinnu af íþrótt- inni, æfa 10 sinnum í viku og fá þar af leiðandi meiri styrk, hraða, tækni og meira af öllu, á meðan að við erum alltaf að vinna í grunninum. Þó að við séum að berjast og beijast, þá megum við ekki við mistökum á móti þessum sterkari þjóðum. Geri þær aftur mis- tök á móti okkur, þá náum við ekki að refsa þeim. Oft er maður svekktur eft- ir á, vegna þess að trúin fyrir þessa leiki er ekki alltaf 150 prósent, en bar- áttan hefur oft fleytt okkur langt, sagði Halla María. Of miklar sveiflur — of lítil leikreynsla - Ég hef verið nokkuð ánægður með margt í okkar leik sl. ár og við höfum verið að hæta okkur. Ég get sætt mig við tap ef við spilum eins og við gerum best. Hins vegar eru allt of miklar sveiflur í leik okkar og það vantar meiri leikreynslu. Það er ekki eðlilegt að fá 13 mörk á sig úr hraða- upphlaupum í einum leik, eins og gegn Rússum, sem flest komu eftir sendingamistök í sókn. Þessi mistök eru vandamál í íslenskum bolta. í Króatiu náðum við að laga þetta, þótt það dygði skammt. Þar voru aðrir, svartklæddir, sem tóku öll völd, sagði Theodór. - Það vantar breidd, við erum með 10 Iið í 1. deild, þar af tvö lið sem komu upp og hafa mikið af ungum stelpum. Það er allt of lítiil áhugi á uppbyggingu yngri flokka starfs, það vantar fyrirmyndir og hvatningu, frá foreldrum og þjóðfélaginu í heild. Mér finnst áherslan hafa færst úr bolta- greinunum í einstaklingsíþróttirnar, en um leið og árangur næst hjá lands- liðunum kemur meiri áhugi, sagði Haila María. Hjökkum í sama farinu Handboltahreyfingin hefur sofið á verðinum undanfarin ár. Krakkarnir geta valið um ótal tómstundir sem voru ekki áður. Það vantar markvissa stefnu sem félögin i samvinnu við HSÍ setja. Það á að útbúa kennsluáætlun, þar sem lagt er upp hvaða grunnatriði skulu kennd í hverjum flokki. HSÍ og landsliðsþjálfarinn þurfa að hafa meiri samvinnu við félögin. Hversu oft hefur ekki verið boðaður 40 manna hópur sem síðan hefur ekki verið unnið með áfram. Það þarf að leggja ákveðna línu strax í unglingalands- liðnu, þar sem áhersla er lögð á vam- arleik, hraðaupphlaup eða sóknarleik sem unnið er með áfram í gegnum 18 ára liðið, 20 ára liðið og upp í A-lands- liðið. Landsliðsþjálfarinn þarf líka að taka fyrir líkamlegt ástand leik- manna, í samvinnu við okkur félags- þjáifarana og stelpumar sjálfar. Hann á að setja fram ákveðnar kröfur. Ef við fórum ekki í þetta þá verðum við að hjakka í sama farinu áfram, eins og við erum búin að vera gera undan- farin ár, sagði Magnús. - Ég er búin að vera lengi í þessu, og það er alltaf byrjað með svona trukki, ömgglega svona 5 til 6 sinnum síðan ég var bara kjúklingur. Það em valdar 30 til 40 stelpur og það er tekið á þessu og svo er bara ekki neitt! Og svo er byijað aftur, sagði Halla María. Kröfur um líkamlegt ástand - Ég tel að nokkuð miði í rétta átt varðandi landsliðsmálin. Undanfarin tvö ár höfum við verið með æfingar og mót fyrir þrjú lið, 16 ára, 18 ára og A-landslið, auk þess að vera með 20 ára hóp á æfingum ásamt því að vera með handboltaskóla fyrir yngri stelp- ur. í vor erum við að fara á fullt með svokallaðann 2004 hóp með lengri tíma markmið í huga. Þá gerði HSÍ samning sl. vor við líkamsræktarstöð- ina Mátt, nú Hreyfing, þess eðlis að landsliðsmenn geta æft, sér að kostn- aðarlausu, hvenær sem þær vilja, jafnframt því sem þær æfa með sínu félagsliði. Þeir leikmenn sem hafa ver- ið í landsliðinu undanfarin ár og jafn- framt verið prímusmótorar í sínu liði eru yfirleitt í mjög góðu formi, en það vantar nokkuð mikið upp á að það sé sambærilegt við það sem gerist er- lendis. Mér finnst það vel koma til greina að setja upp ákveðnar kröfur um líkamlegt ástand leikmanna, ætli þeir sér að komast i landsliðið, sagði Theodór. - Þeir sem eru að þjáifa hjá félögun- um og stelpurnar sjálfar vilja sjá framfarir. Við getmn flýtt mikið fyrir henni með því að vinna þetta skipu- lega og saman, við þurfum að stilla upp ákveðnum kröfum - allir aðilar. Við erum alltaf að vinna þetta hver í sínu homi, það þarf að opna þetta meira og þannig er ég sannfærður um að við náum meiri árangri, sagði Magnús. Peningar skipta miklu máli - Miðað við þá reynslu sem ég hef frá Noregi, þá eru þar ekki bara meiri peningar heldur hafa flestar stelpur prófað handbolta einhvern tíma á æv- inni, en hér er bara ein og ein. Þar fá þær hvatningu og hafa fyrirmyndir. Peningar spila líka stórt hlutverk, við sem höfum verið í landsliðinu verðum fyrir miklu vinnutapi og öðru sem við þurfum að borga fyrir sjálfar, en á móti kemur góð og dýrmæt lífsreynsla 9g það er mikill heiður að leika fyrir íslands hönd, sagði Halla María. - Fyrsta skrefið að þessu markmiði er að bæta árangurinn. Það er mikill áhugi á iþróttinni og það munar ekki mjög miklu í áhorfendafjölda milli yiðtal 47 karla og kvenna þegar komið er út í úrslitakeppnina, stelpurnar spila öðruvísi bolta heldur en strákarnir og að mörgu leyti skemmtilegri. Umfjöll- un fjölmiðla hefur verið að aukast smátt og smátt, þó svo að alltaf megit gera betur, og það hefur sýnt sig að það eru mörg fyrirtæki sem eru tilbú- in til þess að styðja við bakið á stelp- unum, sagði Magnús. - Hvað varðar framtíðina þá sé ég allt of fáar stelpur í dag sem nánast fóma öllu fyrir handboltann. Það er svo mikið framboð af dægrastyttingu, annarri heldur en íþróttaiðkun. Þá er fyrirsjáanlegt annað vandamál og það varðar stærð og styrk leikmanna. Það vantar stórar og sterkar stelpur með í yngri landsliðshópana sem við höfum, segir Theodór. - Þessi vöntun á stóram leikmönn- um hefur háð okkur. Það væri kannski góð stefna að fara fara inn í íþróttatímana og draga þessar há- vöxnu stelpur inn í handboltann, sagði Halla María. - Stelpurnar leggja mikið á sig og þær hljóta að vera að fóma sér fyrir handboltann, þvi þær fá ekkert fyrir þetta. Á meðan við búum ekki stelp- unum betri aðstöðu til æfinga, hjálp- um þeim sambandi við vinnu o.þ.h., verður mikið brottfall úr íþróttinni. Markmiðið hlýtur að vera það að fá árangursríkari og skemmtilegri hand- bolta og í framhaldi af því betri lands- lið í öllum aldursflokkum, sagði Magnús. Vantar stuðning að heiman ' - Stelpur í íþróttum þurfa líka mjög mikinn stuðning heiman að frá sér til þess að koma í veg fyrir brottfall. í dag eru of fáar stelpur tilbúnar til þess að fóma sér fyrir handboltann, það er ekki nóg að mæta á æfingar og í leiki, hugur þarf að fylgja, sagði Halla María. Það eina sem hægt er að gera í dag er að nýta sér þessa uppsveiflu sem er núna varðandi það forvarnarstarf sem íþróttirnar vinna og hafa hlotið al- menna viðurkenningu fyrir sem slík'- ar. Hið opinbera þarf að aðstoða félög- in við það að útvega peninga í starf- semina. Þeir sem veljast til stjómun- arstarfa innan félaganna í dag, hafa nánast engan tíma í annað en að sækja peninga svo að hægt sé að reka þetta. Við verðum að auðvelda þeim sem hafa þekkingu á íþróttagreininni sem slíkri að byggja upp og móta stefnu. Þama þurfa allir aðilar að koma að, íþróttafélögin, HSÍ og sveit- arfélögin, sagði Theodór. -IH j Dýnur eftir máli, margar gerðir og útfœrslur 3000 m! sýningarsalur OPIÐs Mán. - fös. Fimmtud. Laugard. Sunnud. 10:00 - 18:00 10:00 - 20:00 11:00 - 16:00 13:00 - 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.