Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Blaðsíða 6
6 mtlönd LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 stuttar fréttir Forseti rekinn Carlos Westendorp, friðar- sendiherra Vesturlanda í Bosníu, rak í gær forseta Bosníuserba, Nikola Poplasen, úr embætti þar sem hann hindraði friðarferlið. Undirbýr stríð Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti undirbýr stríð. Serbneskar hersveitir hafa undanfama daga ekið í brynvörðum bílum að Kosovo og serbneska lög- reglan þar hef- ur fengið liðsauka. Herútkall hef- ur verið í Serhiu og þjóðemis- sinnaðir stjórnmálamenn hafa undirbúiö áróður til að afla Milosevic stuðnings. Njósnaði fyrir ísraela Fyrrverandi yfirmaður eftir- litsmannanna, Scott Ritter, njósnaði fyrir ísraela, Banda- ríkjamenn og Breta, að þvi er kom fram í ísraelska blaðinu Ma’ariv í gær. Fasani hræddi bréfbera Fasanahænan George i bænum Wisemans Bridge hefur séð til þess að íbúamir fá ekki póst. Bréfberinn neitar að koma þang- að þar sem George veitti honum alltaf eftirför. Létust í bílasprengju Fjórir létust og héraðsstjórinn í Cankiri í Tyrklandi særðist er bílasprengja sprakk í gær. Lög- reglan sakar maóista um tilræð- ið. Grafarræningjar Grafarræningjar hafa stolið líkamsleifum föður auðjöfúrs í S- Kóreu. Hóta ræningjamar að stela líkamsleifum frænku auð- jöfursins greiði hann ekki tæpar 50 milljónir króna í lausnargjald. Fram fyrir Netanyahu Benjamin Netanyahu, forsætis- ráöherra ísraels, myndi tapa fyr- irYitzhak Mor- dechai, fyrrver- andi varnar- málaráðherra, í annarri umferð kosninganna. Þetta er niður- staða skoðana- könnunar sem birt var í gær. Mordechai yfirgaf Likudbandalagið og stofnaði eigin miðjuflokk. Kosið verður í ísrael 17. maí. Bosnísk borg hlutlaus Hin umdeilda borg Brcko í Bosníu verður hlutlaus og undir sameiginlegri stjórn Serba, Króata og múslíma. Óttast er aö ákvörðunin kyndi undir spennu á svæðinu. Öflugur blettaeyðir í fyrsta sjónvarpsviðtalinu í Bret- landi við Monicu Lewinsky, sem sýnt var á Rás 4, var skotið auglýs- ingum um þvottaefnistöflumar Van- ish. Efnið var sagt sérlega öflugt við að ná blettum úr fatnaði. Strax eftir að spyrillinn hafði þráspurt Monicu um kjólinn fræga með sæöisbletti, sem rakinn var til Clintons með DNA-rannsókn, kom þvottaefnisaug- lýsingin með þessum texta: „Bæði blek-, rauðvíns- og varalitarblettir em meira en mörg þvottaefni ráða við. Nú hafa orðið straumhvörf. Þau era nýju Vanish þvottaefnistöflum- ar. Þessi öflugi blettaeyðir rennur auðveldlega inn í blettina og losar þá mjúkiega úr efninu." Monica Lewinsky geymdi kjólinn óþveginn inni í skáp um lengri tíma samkvæmt þvi sem fram kom í máli Kenneths Starrs saksóknara gegn forsetanum. Hún var í viðtalinu spurð hvað hún gerði við kjólinn ef honum yrði skilað til hennar aftur. „Þá brenni ég hann,“ sagði Monica í viðtalinu. Reuter Pólitískur jarð- skjálfti í Moskvu Pólitíski fjármálafurstinn Borís Berezovskí sagði í gær að tillaga Boris Jeltsíns Rússlandsfor- seta um að svipta hann embætti ritara Samveldis óháðra ríkja lyktaði af heimsvaldastefnu. Jeltsín hringdi í gær af sjúkrabeði sínum til leiðtoga samveld- isins til að leita stuðnings þeirra og voru undirtekt- irnar jákvæðar þó sumum væri bragðið. Berezovskí heyrði fréttina um fyrirhugaðan brottrekstur sinn þeg- ar hann snæddi kvöldverð með for- sætisráöherra Azerbajdzans, Abbas Abbasov, í Baku. Þrátt fyrir að Jeltsín hefði skipað Berezovskí að snúa heim úr ferð sinni um Azer- bajdzan hélt aðalritarinn kyrra fyrir á hóteli sínu í Baku. í gærmorgun hitti hann svo forseta Azer- bajdzans, Hajdar Alijev. Talið er að fjármálaveldi Berezovskís, sem er einn valdamesti maður Rúss- lands, eigi nú eftir að hrynja. Áhrifa hans hefur orðið vart á nær öilum sviðum í rússneska þjóðfélaginu, í pólítik, í fjármálaheiminum og í fjölmiðlum. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að Berezovskí, sem lagði fram fé í kosningabaráttu Jeltsíns 1996, hefði sterk ítök innan fjöl- skyldu Rússlandsforseta. Umboðs- maður hans þar á að hafa verið dótt- ir Jeltsíns og mikilvægasti ráðgjafi, Tatjana Djatsjenko. Síðastliðinn mánuð hefur verið augljóst að sótt hefur verið að Ber- ezovskí. Skattalögreglan hafði enda- skipti á öllu í mörgum fyrirtækjum sem Berezovskí á hlut í. Talið er að Berezovskí hafi á undanfömum sjö til átta árum safnað eignum upp á marga milljarða dollara. Stjómmálamenn í Moskvu önduðu í gær léttar þegar firéttist af brottrekstri Berezovskís. Margir þingmenn töluðu um rotna tönn sem hefði verið fjarlægð. Jacques Chirac, forseti Frakklands, skoðar öryggisbúning á sýningu á rannsóknarstofu í Lyon. Rannsóknarstofan er hönnuö meö þaö í huga aö hægt sé aö rannsaka þar hættulegar bakteríur og veirur eins og Ebola-veiruna. Símamynd Reuter Eins og í James Bond-sögu Stutt skilaboð, eins og i James Bond-sögu, gáfu yfirvöldum í Aþenu til kynna i síðastliðnum mánuði að kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan væri ekki lengur í höndum Grikkja: „Við erum búnir að missa ömmu.“ Amma var dulnefni gríska utanríkisráðuneytisins og leyni- þjónustunnar yfir leiðtoga PKK. Dagblöö í Aþenu vora kaldhæðin þegar þau greindu í gær frá notkun dulmálslykilsins „sem hefði fengið 007 til að roðna" i þá 12 sólarhringa sem PKK-leiðtoginn dvaldi í gríska sendiráðinu í Kenýa. Þáverandi utanríkisráðherra Grikklands, Theodoros Pangalos, sem varð að taka pokann sinn vegna málsins, gekk undir dulnafn- inu Stórsöngvarinn. Yfirmaður leyniþjónustunnar, sem er með skrifstofur á Katehaki- götunni í Aþenu, var kallaður frú Katehaki og fulltrúi hans í sendiráð- inu í Naíróbí fföken Katehaki. Tilkynningin til sendiráðsins um að tími væri kominn fyrir Öcalan að fara úr sendiráðinu hljómaði samkvæmt dagblöðunum í Aþenu á þessa leið: „Gefið ömmu meðalið." 8500 fSSS 5500 8000 S 7500 7000"! 5000 S íJonos FTSE100 S 0 N D erlendis X Fergie ræðst harkalega gegn drottningunni Hertogaynjan af Jórvík, sem kölluðu er Fergie, lætur Elísa- betu Englandsdrottningu og bresku hirðina fá það óþvegið í viðtali í banda- ríska tímarit- inu Ladies Home Joumal. „Þetta er eins og í The Firm,“ segir Fergie um drottning- una og hirð | hennar. Kvikmyndin The Firm, ! með Tom Craise í einu af aðal- hlutverkunum, er byggð á met- | sölubók Johns Grishams og I fjallar um harðsoðna lögmenn sem beita öllum ráðum til að ná !j markmiðum sínum, meira að " segja morðum. Það er mat ■ Fergie að hún hafi í raun verið ! tekin af lífi. Fergie gerir einnig saman- I burð við kvikmyndina The I Horse Whisperer með Robert Redford. „Hafið þið séð hana? i Mér finnst ég vera eins og hest- urinn í myndinni,“ segir Fergie I og á þá við hestinn sem fékk í áfall eftir að hafa orðið fyrir I vöruflutningabíl. Stórreykinga- menn lifa níu árum skemur Bæði karlkyns og kvenkyns | stórreykingamenn lifa að meðal- | tali 9 árum skemur miðað við 1 þá sem aldrei hafa reykt. Þetta f er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar á vegum stofnunar sem vinnur að því að fyrir- Ibyggja sjúkdóma. Áberandi er að stórreykingamenn falla frá á sextugs- eða sjötugsaldri. í rannsókninni var fylgst með 30 þúsund manns í allt að 30 ár. Árin sem tapast era talin aðal- ástæðan fyrir því að ævilengd Dana miðað við önnur lönd hef- ur staðið í stað. Rannsóknin sýnir einnig að konur sem reykja færri en 15 § sígarettiu- á dag lifa að meöaltali 7,4 áram skemur en þær sem ekki reykja. Karlamir lifa 6 ár- j um skemur en hinir. Velheppnaðar aðgerðir gegn einelti Einelti í 14 skólum í Bergen í I Noregi minnkaði um 30 prósent I á stuttum tíma þegar hrint var í framkvæmd áætlun sænsks pró- 1 fessors, Dans Olweus, við há- I skólann í Bergen. Alls tóku 1600 nemendur þátt í átakinu. „Oftast er kastljósinu beint að I fómarlömbum eineltisins. Fórn- arlömbin verða þar með vanda- máliö. Ég vinn hins vegar meira kerfisbundiö með allt skólaum- : hverfið," segir Olweus. íátakinu var sjónum beint j bæði að fómarlömbum og ger- j endum. Nemendur voru látnir skipta um hlutverk. Þeir sem lögðu Iaðra í einelti vora látnir leika fómarlömb og öfugt. [ Sjötíu milljónir horfðu á Monicu Lewinsky Talið er að um 74 milljónir j manna hafi horft á viðtal banda- j rísku sjónvarpskonunnar Bar- j böra Walters við Monicu Lewin- ? sky, fyrrverandi lærling í Hvíta j húsinu. Aðeins einn sjónvarps- j þáttur hefur fengið meira áhorf j í ár, úrslitaleikur í ameríska fót- j boltanum. 127 milljónir horfðu á j! Super Bowl. Viðtal Barböra ! Walters viö Monicu Lewinsky stóð yfir í tvær klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.