Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Qupperneq 6
6 mtlönd LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 stuttar fréttir Forseti rekinn Carlos Westendorp, friðar- sendiherra Vesturlanda í Bosníu, rak í gær forseta Bosníuserba, Nikola Poplasen, úr embætti þar sem hann hindraði friðarferlið. Undirbýr stríð Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti undirbýr stríð. Serbneskar hersveitir hafa undanfama daga ekið í brynvörðum bílum að Kosovo og serbneska lög- reglan þar hef- ur fengið liðsauka. Herútkall hef- ur verið í Serhiu og þjóðemis- sinnaðir stjórnmálamenn hafa undirbúiö áróður til að afla Milosevic stuðnings. Njósnaði fyrir ísraela Fyrrverandi yfirmaður eftir- litsmannanna, Scott Ritter, njósnaði fyrir ísraela, Banda- ríkjamenn og Breta, að þvi er kom fram í ísraelska blaðinu Ma’ariv í gær. Fasani hræddi bréfbera Fasanahænan George i bænum Wisemans Bridge hefur séð til þess að íbúamir fá ekki póst. Bréfberinn neitar að koma þang- að þar sem George veitti honum alltaf eftirför. Létust í bílasprengju Fjórir létust og héraðsstjórinn í Cankiri í Tyrklandi særðist er bílasprengja sprakk í gær. Lög- reglan sakar maóista um tilræð- ið. Grafarræningjar Grafarræningjar hafa stolið líkamsleifum föður auðjöfúrs í S- Kóreu. Hóta ræningjamar að stela líkamsleifum frænku auð- jöfursins greiði hann ekki tæpar 50 milljónir króna í lausnargjald. Fram fyrir Netanyahu Benjamin Netanyahu, forsætis- ráöherra ísraels, myndi tapa fyr- irYitzhak Mor- dechai, fyrrver- andi varnar- málaráðherra, í annarri umferð kosninganna. Þetta er niður- staða skoðana- könnunar sem birt var í gær. Mordechai yfirgaf Likudbandalagið og stofnaði eigin miðjuflokk. Kosið verður í ísrael 17. maí. Bosnísk borg hlutlaus Hin umdeilda borg Brcko í Bosníu verður hlutlaus og undir sameiginlegri stjórn Serba, Króata og múslíma. Óttast er aö ákvörðunin kyndi undir spennu á svæðinu. Öflugur blettaeyðir í fyrsta sjónvarpsviðtalinu í Bret- landi við Monicu Lewinsky, sem sýnt var á Rás 4, var skotið auglýs- ingum um þvottaefnistöflumar Van- ish. Efnið var sagt sérlega öflugt við að ná blettum úr fatnaði. Strax eftir að spyrillinn hafði þráspurt Monicu um kjólinn fræga með sæöisbletti, sem rakinn var til Clintons með DNA-rannsókn, kom þvottaefnisaug- lýsingin með þessum texta: „Bæði blek-, rauðvíns- og varalitarblettir em meira en mörg þvottaefni ráða við. Nú hafa orðið straumhvörf. Þau era nýju Vanish þvottaefnistöflum- ar. Þessi öflugi blettaeyðir rennur auðveldlega inn í blettina og losar þá mjúkiega úr efninu." Monica Lewinsky geymdi kjólinn óþveginn inni í skáp um lengri tíma samkvæmt þvi sem fram kom í máli Kenneths Starrs saksóknara gegn forsetanum. Hún var í viðtalinu spurð hvað hún gerði við kjólinn ef honum yrði skilað til hennar aftur. „Þá brenni ég hann,“ sagði Monica í viðtalinu. Reuter Pólitískur jarð- skjálfti í Moskvu Pólitíski fjármálafurstinn Borís Berezovskí sagði í gær að tillaga Boris Jeltsíns Rússlandsfor- seta um að svipta hann embætti ritara Samveldis óháðra ríkja lyktaði af heimsvaldastefnu. Jeltsín hringdi í gær af sjúkrabeði sínum til leiðtoga samveld- isins til að leita stuðnings þeirra og voru undirtekt- irnar jákvæðar þó sumum væri bragðið. Berezovskí heyrði fréttina um fyrirhugaðan brottrekstur sinn þeg- ar hann snæddi kvöldverð með for- sætisráöherra Azerbajdzans, Abbas Abbasov, í Baku. Þrátt fyrir að Jeltsín hefði skipað Berezovskí að snúa heim úr ferð sinni um Azer- bajdzan hélt aðalritarinn kyrra fyrir á hóteli sínu í Baku. í gærmorgun hitti hann svo forseta Azer- bajdzans, Hajdar Alijev. Talið er að fjármálaveldi Berezovskís, sem er einn valdamesti maður Rúss- lands, eigi nú eftir að hrynja. Áhrifa hans hefur orðið vart á nær öilum sviðum í rússneska þjóðfélaginu, í pólítik, í fjármálaheiminum og í fjölmiðlum. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að Berezovskí, sem lagði fram fé í kosningabaráttu Jeltsíns 1996, hefði sterk ítök innan fjöl- skyldu Rússlandsforseta. Umboðs- maður hans þar á að hafa verið dótt- ir Jeltsíns og mikilvægasti ráðgjafi, Tatjana Djatsjenko. Síðastliðinn mánuð hefur verið augljóst að sótt hefur verið að Ber- ezovskí. Skattalögreglan hafði enda- skipti á öllu í mörgum fyrirtækjum sem Berezovskí á hlut í. Talið er að Berezovskí hafi á undanfömum sjö til átta árum safnað eignum upp á marga milljarða dollara. Stjómmálamenn í Moskvu önduðu í gær léttar þegar firéttist af brottrekstri Berezovskís. Margir þingmenn töluðu um rotna tönn sem hefði verið fjarlægð. Jacques Chirac, forseti Frakklands, skoðar öryggisbúning á sýningu á rannsóknarstofu í Lyon. Rannsóknarstofan er hönnuö meö þaö í huga aö hægt sé aö rannsaka þar hættulegar bakteríur og veirur eins og Ebola-veiruna. Símamynd Reuter Eins og í James Bond-sögu Stutt skilaboð, eins og i James Bond-sögu, gáfu yfirvöldum í Aþenu til kynna i síðastliðnum mánuði að kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan væri ekki lengur í höndum Grikkja: „Við erum búnir að missa ömmu.“ Amma var dulnefni gríska utanríkisráðuneytisins og leyni- þjónustunnar yfir leiðtoga PKK. Dagblöö í Aþenu vora kaldhæðin þegar þau greindu í gær frá notkun dulmálslykilsins „sem hefði fengið 007 til að roðna" i þá 12 sólarhringa sem PKK-leiðtoginn dvaldi í gríska sendiráðinu í Kenýa. Þáverandi utanríkisráðherra Grikklands, Theodoros Pangalos, sem varð að taka pokann sinn vegna málsins, gekk undir dulnafn- inu Stórsöngvarinn. Yfirmaður leyniþjónustunnar, sem er með skrifstofur á Katehaki- götunni í Aþenu, var kallaður frú Katehaki og fulltrúi hans í sendiráð- inu í Naíróbí fföken Katehaki. Tilkynningin til sendiráðsins um að tími væri kominn fyrir Öcalan að fara úr sendiráðinu hljómaði samkvæmt dagblöðunum í Aþenu á þessa leið: „Gefið ömmu meðalið." 8500 fSSS 5500 8000 S 7500 7000"! 5000 S íJonos FTSE100 S 0 N D erlendis X Fergie ræðst harkalega gegn drottningunni Hertogaynjan af Jórvík, sem kölluðu er Fergie, lætur Elísa- betu Englandsdrottningu og bresku hirðina fá það óþvegið í viðtali í banda- ríska tímarit- inu Ladies Home Joumal. „Þetta er eins og í The Firm,“ segir Fergie um drottning- una og hirð | hennar. Kvikmyndin The Firm, ! með Tom Craise í einu af aðal- hlutverkunum, er byggð á met- | sölubók Johns Grishams og I fjallar um harðsoðna lögmenn sem beita öllum ráðum til að ná !j markmiðum sínum, meira að " segja morðum. Það er mat ■ Fergie að hún hafi í raun verið ! tekin af lífi. Fergie gerir einnig saman- I burð við kvikmyndina The I Horse Whisperer með Robert Redford. „Hafið þið séð hana? i Mér finnst ég vera eins og hest- urinn í myndinni,“ segir Fergie I og á þá við hestinn sem fékk í áfall eftir að hafa orðið fyrir I vöruflutningabíl. Stórreykinga- menn lifa níu árum skemur Bæði karlkyns og kvenkyns | stórreykingamenn lifa að meðal- | tali 9 árum skemur miðað við 1 þá sem aldrei hafa reykt. Þetta f er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar á vegum stofnunar sem vinnur að því að fyrir- Ibyggja sjúkdóma. Áberandi er að stórreykingamenn falla frá á sextugs- eða sjötugsaldri. í rannsókninni var fylgst með 30 þúsund manns í allt að 30 ár. Árin sem tapast era talin aðal- ástæðan fyrir því að ævilengd Dana miðað við önnur lönd hef- ur staðið í stað. Rannsóknin sýnir einnig að konur sem reykja færri en 15 § sígarettiu- á dag lifa að meöaltali 7,4 áram skemur en þær sem ekki reykja. Karlamir lifa 6 ár- j um skemur en hinir. Velheppnaðar aðgerðir gegn einelti Einelti í 14 skólum í Bergen í I Noregi minnkaði um 30 prósent I á stuttum tíma þegar hrint var í framkvæmd áætlun sænsks pró- 1 fessors, Dans Olweus, við há- I skólann í Bergen. Alls tóku 1600 nemendur þátt í átakinu. „Oftast er kastljósinu beint að I fómarlömbum eineltisins. Fórn- arlömbin verða þar með vanda- máliö. Ég vinn hins vegar meira kerfisbundiö með allt skólaum- : hverfið," segir Olweus. íátakinu var sjónum beint j bæði að fómarlömbum og ger- j endum. Nemendur voru látnir skipta um hlutverk. Þeir sem lögðu Iaðra í einelti vora látnir leika fómarlömb og öfugt. [ Sjötíu milljónir horfðu á Monicu Lewinsky Talið er að um 74 milljónir j manna hafi horft á viðtal banda- j rísku sjónvarpskonunnar Bar- j böra Walters við Monicu Lewin- ? sky, fyrrverandi lærling í Hvíta j húsinu. Aðeins einn sjónvarps- j þáttur hefur fengið meira áhorf j í ár, úrslitaleikur í ameríska fót- j boltanum. 127 milljónir horfðu á j! Super Bowl. Viðtal Barböra ! Walters viö Monicu Lewinsky stóð yfir í tvær klukkustundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.