Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kosningabaráttan hafin Næstu 55 dagar munu skera úr um hverjum verður fal- in skipstjórn þjóðarskútunnar á fyrstu árum nýrrar ald- ar. Kostirnir sem kjósendur standa frammi fyrir 8. maí næstkomandi eru í mörgu óvenju skýrir, en í öðru ligg- ur ekki fyrir í hverju þeir eru fólgnir. En fyrst og fremst verður tekist á um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn held- ur áfram að leiða ríkisstjórn eða hvort bræðingi vinstri manna tekst ætlunarverk sitt. Kjósendur þurfa að gera sér grein fyrir því hvort rík- isstjóm sem byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins er líklegri til að auka hagsæld landsmanna á nýrri öld en ríkisstjórn Samfylkingarinnar. Þeir þurfa að gera það upp við sig í hvers konar samfélagi þeir vilja lifa á nýrri öld. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var um liðna helgi, markar upphaf kosningabaráttunnar og margt bendir til þess að hún verði óvenju hörð og óvæg- in. Nær tvö þúsund sjálfstæðismenn mættu til fundarins til að vígbúast. Fyrir utan baráttu um embætti varafor- manns, þar sem Geir H. Haarde hlaut glæsilega kosn- ingu, vom sjálfstæðismenn samstíga og ágreiningsefnum annað hvort ýtt til hliðar eða sátt gerð um óljóst orðalag í ályktunum um helstu stefnumál flokksins. Fyrirfram var séð að landsfundarfuUtrúar myndu forðast opinber átök, enda óskynsamlegt skömmu fyrir kosningar að veita þannig vatni á myllu pólitískra andstæðinga. Margir biðu spenntir eftir því hvernig og hvort sjálf- stæðismenn næðu sátt um stefnuna í sjávarútvegsmál- um, enda ljóst að sami ágreiningur er innan flokksins um þessi mál og í þjóðfélaginu öllu. Ályktun Landsfund- ar um sjávarútvegsmál ber þess merki að verið er að sætta ólík sjónarmið og raunar hafði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefið tóninn í setningarræðu sinni síðasta fimmtudag þegar hann sagði meðal annars: „Við eigum að viðurkenna að ósátt er í landinu um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórn- unarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum og umfram allt opnum huga öllum athugasemdum, allri gagnrýni svo ég tali ekki um nýjum hugmyndum ein- staklinga eða hópa sem telja sig hafa fundið leiðir til úr- bóta.“ Þegar kjósendur ganga að kjörborði 8. maí næstkom- andi hljóta þeir meðal annars að hafa í huga hvort lík- legra sé að þeir sem tala á þeim nótum sem formaður Sjálfstæðisflokksins gerir nái þjóðarsátt um stefnuna í sjávarútvegsmálum en forystumenn Samfylkingarinnar sem vilja auðlindagjald sama hvað tautar og raular. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt spilin á borðin, stefn- an liggur fyrir, frambjóðendur eru búnir að taka sér stöðu. Verk síðustu ára í samsteypustjórn með Fram- sóknarflokknum ættu, að öðru óbreyttu, að standast dóm kjósenda, enda að baki eitt mesta framfara- og hagsæld- arskeið á þessari öld. Skoðanakannanir benda einnig til þess að það sé vindur í seglunum. Vandi kjósenda snýr hins vegar að Samfylkingunni. Þegar 55 dagar eru til kosninga liggur stefna vinstri manna ekki fyrir, ef undan er skilið misheppnað stefnu- skrárplagg, sem snarlega var dregið til baka á liðnu hausti. í raun'eru kjósendur engu nær um helstu stefnu- mál Samfylkingarinnar nú en þeir voru áður en bræð- ingurinn leit dagsins ljós. Og ekki mælir fortíðin sérstak- lega með því að kjósendur veiti Samfylkingunni brautar- gengi. Óli Björn Kárason „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Það er hættulegt efni, einkum börnum og unglingum." - Frá útihátíðinni (sukksömu?) Halló Akureyri. Að brjóta áfengis- lögin af ásettu ráði - er það afsakanlegt? er áfengi ekki venjuleg verslunarvara og í ann- an stað hljóta mannrétt- indi og jafnrétti að taka fyrst og fremst mið af einstaklingnum, en ekki af rétti eða hag fyrir- tækja, stofnana eða fjölda. Héraðsdómi yfirsást að samtímis því sem hann leyfði bjórframleiðend- um að auglýsa áfengi var á sama tíma verið að svipta unglinga sem drukku of mikið af þess- um sama bjór sjálfræöi og miklu af mannréttind- um með því að dæma þá til nauðungarvistar á meðferðarheimili í lang- an tíma. Þó hefði slíkt átt að vekja túlkendur laga og „Dómurínn gerírþví fólki vonandi Ijóst, sem ekki hefur áttaö sig á því áöur, aö sómakennd venju- legs manns er ofboöiö, sem og réttlætiskennd þeirra sem um- hugaö er um réttindi barna og unglinga i þessu !andi...u Kjallarinn Þórarinn Tyrfingsson læknir Fyrir fáeinum dögum var starf SÁÁ notað til að byggja undir mál- flutning þeirra manna sem frjálsir vilja auglýsa bjór. Sagt var í umræð- um í fjölmiðlum að óhætt væri að aug- lýsa bjór, meðal annars vegna þess að SÁÁ hefði kynnt landsmönnum nægilega vel áfeng- isvandann og þær hættur sem af áfengisneyslu geta stafað! Tvö veigamikil atriði Ekki er langt síðan framleiðend- ur bjórs á íslandi tóku upp á því að brjóta landslög af ásettu ráði vegna þessa að þeim mis- líkaði þau. Til er ís- lenskt orð um slíkt framferði. Þjóðfé- lag okkar breyttist fljótt í óskapnað ef hvert og eitt okkar legði í vana sinn að hunsa og brjóta lög sem við værum óá- nægð með. Sleppum því. í kjölfar lögbrotanna voru öl- gerðarfyrirtækin kærð og fádæma vitlaus dómur upp kveðinn í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Hann byggðist á þeirri forsendu að bjór- framleiðendum væri tryggður rétt- ur samkvæmt stjórnarskránni til að hvetja til áfengisdrykkju. Sá réttur er fólginn í tjáningarfrels- inu að mati dómsins! í þessum dómi var horft framhjá tveimur veigamiklum atriðum. í fyrsta lagi stjómarskrár lýðveldisins til vit- undar um eðli málsins. Meö dómn- um var augljóslega gengið í lið með bjórframleiðendum og þeir studdir til að ganga á rétti bama, unglinga og foreldra þeima - rétti til að fá frið fyrir hættulegum áróðri sem öl- gerðarmenn sjálfir nefndu auglýs- ingar. Dómurinn er fagnaðarefni Þeim rökum hefur verið haldið fram, meira að segja af virtum lög- fræðingum, að þar sem áfengi sé löglegt hljóti af því að leiða frelsi til að auglýsa það. Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Það er hættu- legt efni, einkum bömum og ung- lingum. Fjölmörg hættuleg efni og vandmeðfarin eru lögleg. Um þau gilda oft og tíðum sérstök lög, bæði um framleiðslu, dreifingu og sölu. Hér nægir að nefna lyf, eitr- uð efni sem notuð eru í iðnaði, tó- bak og áfengi. Það er með ólíkind- um að fjölmiðlafólk og viðmælend- ur þeirra um þessi málefni komist upp með að horfa fram hjá þessum einfóldu atriðum og alhæfi á þá lund að auglýsingar áfengis skuli vera hömluláusar, því að slíkt þjóni frelsi og mannréttindum. Nýgenginn dómur Hæstaréttar hlýtur að vera öllum sem unna frelsi mikið fagnaðarefni. Hann gengur út frá þeirri einfóldu og augljósu staðreynd að áfengi getur verið hættulegt og gæta verði að því að það valdi ekki óþarfa skaða. Hann viðurkennir rétt ein- staklingsins gagnvart óæskilegum áhrifum,og ágangi annarra. Hann lætur ekki undan gróðahyggju bjórframleiðenda og kemur auga á hornstein stjómarskrárinnar, sem er réttur og frelsi einstak- lingsins, en ekki óheft starfsemi fyrirtækja sem taka ekkert tillit til heilsufars barna og unglinga í þessu landi. Álit Hæstaréttar ber að taka al- varlega og vera almenningi leið- beinandi í skoðanamyndun. Dóm- urinn gerir því fólki vonandi ljóst, sem ekki hefur áttað sig á því áður, að sómakennd venjulegs manns er ofboðið, sem og réttlæt- iskennd þeirra sem umhugað er um réttindi barna og unglinga í þessu landi, þegar bjórframleið- endum líðst að reka áróður fyrir aukinni bjórdrykkju í ríkisfjöl- miðlum. Þórarinn Tyrflngsson Skoðanir annarra Miðjufylgi stjórnmálanna „Mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf byggst á því, að flokkurinn hefur spannað skoðana- svið frá hægri yfir á miðju. Það hefur svo verið und- ir aðstæðum komið á hverjum tima, hvort áherslur hafa verið meiri á hægri kantinum eða miðjunni... Ekki fer á milli mála, að í landsfundarræðu Davíðs Oddssonar felst skýr yfirlýsing um, að Sjálfstæðis- flokkurinn muni ekki eftirláta öðrum stjórnmála- flokkum miðjufylgið í íslenzkum stjómmálum. Er það raunar í samræmi við 17. júní ræðu forsætisráð- herra fyrir nokkrum misserum, sem vakti athygli af þessum sömu ástæðum." Úr forystugrein Mbl. 12. mars. Spámenn hins versta „Fræðimenn hafa fullt frelsi til að slá fram kenn- ingum og eiga raunar að gera það. Hitt er verra þeg- ar þeir spá hinu versta, spáin rætist ekki og þá sjái þeir ekki yonarglætu í neinu, sem gert er. Á þennan veg talar Ágúst Einarsson sem stjómmálamaður um íslenska menntakerfið og Sjálfstæðisflokkinn. Hann kom úr háskólanum inn á þing með þá vitlausu skoðun, að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuðand- stæðingur menntunar, vísinda og rannsókna i land- inu. Síðan hefur hann reynt að sanna vitlausu kenn- inguna, hvað sem tautar og raular. Niðurstaðan er sú, að hann hefur talað sig út í hom og lætur fara minna fyrir sér en áður. Gálausir sporgöngumenn hans lenda hins vegar í villum ...“ Af heimasíðu Bjöms Bjarnasonar menntamála- ráðherra. Skerjafjörður eða Keflavík „Talað er um það í fúllri alvöru að leggja veg út í hafið með sífelldri umferð og allri þeirri méngun sem bílaumferð fylgir, hávaða og útblæstri. í landi þar sem landrými er meira en víðast hvar annars staðar dettur mönnum í hug að koma fyrir flugvelli með því að fylla upp í fjörð, eyðilegggja útsýnið frá vestanverðum Skerjafirði, Ægisíðu, Álftanesi og Sel- tjarnarnesi ... Það er stutt til Keflavíkur. Geta út- sjónarsamir menn ekki fundið lausn á því hvemig komast mætti þangað og þaðan á skjótan og öraggan hátt í öllum veðrum. Væri það ekki verðugt við- fangsefni framkvæmdamanna?" Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir í Mbl. 12. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.