Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Fólk í fréttum Geir H. Haarde Geir Hilmar Haarde fjármálaráöherra, til heimilis að Granaskjóli 20, Reykjavík, var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í gær. Starfsferill Geir fæddist í Reykjavík þann 8.4. 1951 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, BA-prófi ' í hagfræði við Brandeis University í Waltham í Massachusetts í Banda- ríkjunum 1973, MA-prófi í alþjóða- stjórnmálum við Johns Hopkins University, School of Advanced Intemational Studies í Washington DC í Bandaríkjunum 1975 og MA- prófi í þjóðhagfræði við University of Minnesota í Minneapolis í Banda- ríkjunum 1977. Geir var blaðamaður við Morgun- blaðið á sumrin 1972-77, hagfræð- ingur í alþjóðadeild Seðlabanka ís- lands 1977-83, aðstoðarmaður flár- málaráðherra 1983-87, varaþm. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 1983, er alþm. frá 1987 og var for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- 'i ins 1991-98. Geir var formaður SUS 1981-85, forseti Norðurlandaráðs 1995, for- maður þingmannahóps vestrænna ríkja innan Alþjóðaþingmannasam- bandsins 1992-94, í framkvæmda- stjóm sambandsins frá 1994 og vara- forseti þess frá 1995-97, formaður flokkahóps íhaldsmanna innan Norð- urlandaráðs 1995-97 og formaður utanríksmála- nefndar alþingis 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Geirs er Inga Jóna Þórðardóttir, f. 24.9. 1951, viðskiptafræð- ingur og borgarfulltrúi. Hún er dóttir Þórðar Guðjónssonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Akranesi, og k.h., Marselíu Guðjónsdóttur hús- móður. Böm Geirs og Ingu Jónu eru Borgar Þór Einarsson, f. 4.5. 1975 (stjúpsonur Geirs); Helga Lára, f. 27.1. 1984; Hildur María, f. 15.11. 1989. Dætur Geirs frá fyrra hjónabandi og Patriciu Mistrettu Guðmundsson eru Ilia Anna, f. 28.7.1977, og Sylvía, f. 9.6. 1981. Bræður Geirs: Bemhard Haarde, f. 31.1.1938, d. 2.3.1962, bankamaður í Reykjavík; Steindór Helgi Haarde, f. 12.9. 1940, byggingaverkfræðingur og lektor við Tækniskóla íslands, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Jórunni Hönnu Bergmundsdóttur, húsmóður og tækniteiknara, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Geirs: Tomas Haarde, f. í Sandeid í Rogalandi í Noregi 14.12. 1901, d. 18.5. 1962, símafræðingur í Reykjavík, og k.h., Anna Steindórsdóttir, f. 3.5. 1914, húsmóðir. Ætt Anna er dóttir Steindórs Helga, forstjóra Bifreiða- stöðvar Steindórs Einars- sonar, b. í Ráðagerði, bróður Elínar, ömmu Bjöms R. Einarssonar hljóðfæraleikara. Einar var sonur Björns, b. á Litla-Hálsi, bróður Kristinar, langömmu Gissurar, fóð- ur Hannesar Hólmsteins. Bjöm var sonur Odds, b. á Þúfu í Ölfusi, Björnssonar, bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, fóður Vals bankastjóra, og langömmu Garðars, fóður Guðmundar H., fyrrv. alþm. Móðir Bjöms á Litla-Hálsi var Jór- unn, systir Magnúsar á Hrauni, langafa Aldísar, móður Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Jórunn var dóttir Magnúsar ríka, hreppstjóra í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingimundarsonar, b. á Hóli, Bergssonar, ættföður Berg- sættar, Sturlaugssonar. Móðir Steindórs Helga var Guð- rún Steindórsdóttir, b. í Landakoti í Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar, fóður Ólafs Jóhanns, rithöf- undar og forstjóra. Steindór var sonur Matthíasar, kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Björnssonar, hagfræðiprófess- ors og fyrrv. alþm, og Guðrúnar, móður Vilmundar ráðherra og Þor- valds hagfræðiprófessors Gylfasona. Matthías var sonur Jóns, pr. í Arn- arbæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri, bróður Markúsar, langafa Ás- geirs forseta. Matthías var sonur Þórðar, ættfóður Vigurættar, Ólafs- sonar, ættfóður Eyrarættar, Jóns- sonar, langafa Jóns forseta. Móðir Önnu var Ásrún Sigurðar- dóttir, b. í Sigluvík á Svalbarðs- strönd, Jónssonar, bróður Ásmund- ar, afa Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Móðir Ás- rúnar var Anna, systir Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxdal í Radíóbúð- inni. Anna var dóttir Gríms, b. í Garðsvík, og Sæunnar Jónsdóttir frá Látmm. Móðir Sæunnar var Jó- hanna Jóhannesdóttir, b. í Greni- vík, Ámasonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Sörensdóttir frá Ljósa- vatni. Móðir Sigríðar var Guðrún Þorvaldsdóttir, pr. á Hofi, Stefáns- sonar, skálds í Vallanesi, Ólafsson- ar, prófasts og skálds á Kirkjubæ, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðssonar. Geir H. Haarde. Afmæli Kristján Pálsson Kristján Pálsson, fyrrverandi bif- reiðarstjóri, til heimilis að Kross- eyri í Bíldudalshreppi en dvelur nú í Lönguhlíö 21-23 á Bíldudal, varð sjötíu og flmm ára sl. laugardag. Starfsferill Kristján fæddist í Sperðlahlíð í Suðurflarðahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf til fimmtán ára aldurs en flutti þá að Krosseyri með foreldr- um sínum þar sem þau áttu heima í þrjú ár. Hann festi þá kaup á Steina- nesi þar sem hann stundaði búskap og trilluútgerð í eitt ár. Ári síðar festi hann einnig kaup á jörðinni Krosseyri og bjó hann þá á báðum jörðunum ásamt móður sinni. Kristján seldi báðar jarðirnar 1946 og flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann varð búsettur í u.þ.b. ára- tug. í Reykjavík stundaði Kristján akstur á hópferðabílum og eigin vömbifreið í átta ár, lengst af á vörabílastöðinni Þrótti. Hann festi síðan kaup á jörðinni Hliði á Álfta- nesi og átti þar heima i eitt ár. Kristján seldi Hlið 1955 og keypti jörðina Illugastaði í Skagafirði þar sem hann stundaði búskap í þrjú ár. Þá flutti hann til Keflavíkur og stundaöi smíðar á Keflavíkurflug- velli. Hann átti siðan heima í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd skamma hríð en flutti þá aftur að Illugastöðum þar sem hann stund- aði nú búskap í fimm ár eða til 1967. Kristján bjó siðan í Kópavogi í eitt ár og þá á Eyrarbakka í sautján ár en þar var hann lengst af vörabíl- stjóri á eigin bíl hjá bílstjórafélag- inu Mjölni. Hann flutti svo loks aft- ur vestur 1985 og hefur verið búsett- ur á Bíldudal síðan. Þar starfaði hann við frystihús til 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Fyrri kona Kristjáns var Marta Maríusardóttir, f. 20.3. 1908, látin, húsmóðir. Hún var dóttir Maríusar Andrésar Runólfssonar, f. 4.3. 1887, vélstjóra í Reykjavík, og k.h., Jón- ínu Jónsdóttur, f. 4.9. 1880, húsmóð- ur. Seinni kona Kristjáns var Aðal- heiður Guðmundsdóttir, f. 1920, lát- in, húsmóðir. Hún var dóttir Guð- mundar Jóhannessonar, f. 19.10. 1887, d. 26.5.1959, bónda í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd og togarasjó- manns, og k.h., Hansínu Einarsdótt- ur, f. 8.6. 1892, d. 29.11. 1983, hús- freyju. Kjördóttir Kristjáns og dóttir Að- alheiðar er Sigrún Ellen Einarsdótt- ir, f. 28.2. 1951, húsmóðir í Reykja- vík og á hún fimm börn. Bróðir Kristjáns var Bjöm Ólafur Pálsson, f. 10.9.1916, látinn, kennari og skólastjóri í Grenivík i Eyjafirði, var kvæntur Þórgunni Bjömsdótt- ur, kennara og húsmóður, og eign- uðust þau tvo syni. Foreldrar Kristjáns voru Páll Kristjánsson frá Skátadal i Patreks- firði, f. 30.7. 1866, d. 12.10. 1944, bóndi í Skrápadal og síðast á Kross- eyri, og k.h„ Málfríður Ólafsdóttir frá Trostansfirði í Amarfirði, f. 15.7. 1896, d. 1978, húsfreyja. Ragnar Skjóldal Ragnar Skjóldal, fyrrv. leigubif- reiðarstjóri, Helgamagrastræti 6, Akureyri, varð áttatíu og fimm ára sl. mánudag. Starfsferill Ragnar fæddist aö Ytra-Gili í Eyjaflarðarsveit og ólst þar upp. Hann stundaði öll almenn sveita- störf til 1939. Þá flutti hann til Akur- eyrar og hóf þar leigubifreiðaakstur sem hann síðan stundaði í hálfa öld. Ragnar var fyrsti formaður Stangaveiðifélagsins Flúða á Akur- eyri og er nú heiðursfélagi þess. Fjölskylda Ragnar kvæntist 1.7. 1939 Ásu Ei- ríksdóttur, f. 10.1. 1918, húsmóður. Hún er dóttir Eiríks Helgasonar og Sigríðar Á. Ámadóttur en þau bjuggu á Dvergsstöðum í Eyjaflarð- arsveit. Börn Ragnars og Ásu eru Kristín Sigríður Ragnarsdóttir, f. 13.2. 1945, en maður hennar er Jakob Jóhann- esson bifvélavirkjameistari og eiga þau fimm börn og tvö barnaböm; Ragnar S. Ragnarsson, f. 12.5. 1959, atferlissálfræðingur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Ingu Úlfsdóttur, deildarsérfræðingi á Rannsóknar- stofnun uppeldis- og menntamála, og eiga þau tvo syni. Systkini Ragnars: Páll Gunnar, f. 7.12. 1916, d. 1997, húsasmiður á Ak- ureyri; Gunnar Páll, f. 23.3. 1919, d. 1920; Guðný, f. 3.1. 1922, húsmóðir á Akureyri; Dýrleif, f. 9.5. 1924, hús- móðir á Akureyri; Gunn- ar, f. 15.10. 1925, kaup- maður á Akureyri; Har- aldur, f. 13.4. 1928, fyrrv. verkstjóri hjá KEA á Ak- ureyri; Óttar, f. 5.10.1932, bóndi í Skagafirði; Ingi- mar, f. 29.3. 1937, varð- stjóri á Akureyri. Foreldrar Ragnars voru Kristján Pálsson, f. 4.5. 1882, d. 15.12. 1960, málari og bóndi að Ytra- Gili, og k.h., Kristín Gunnarsdóttir, f. 28.9.1892, d. 3.4.1968, húsfreyja að Ytra-Gili. Ætt Foreldrar Kristjáns voru hjónin Páll Hallgrímsson og Guðný Kristjánsdóttir, að Möðrufelli í Eyjaflarð- arsveit. Foreldrar Kristínar vora hjónin Gunnar Sigurðs- son og Anna Kristín Har- aldsdóttir, að Eyri í Skötufirði við Djúp. Ragnar er af Hvassa- fellsætt í fóðurætt en af Amardalsætt í móðurætt. DV Til hamingju með afmælið 15. mars 90 ára Guðbjörg Guðjónsdóttir, Bjarteyjarsandi 1, Akranesi. 85 ára Aðalheiður Valdimarsdóttir, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði. Laufey Maríasdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík. Pétur Sigurðsson, Ósi, Bíldudal. 75 ára Benedikt Hermannsson, Furalundi 3 A, Akureyri. Guðmundur Valdimarsson, Stangarholti 9, Reykjavík. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Hvassaleiti 20, Reykjavík. 70 ára Elías Tómasson, Hlíðarbraut 4, Hafnarfirði. Guðrún Steina Magnúsdóttir, Sólheimum 25, Reykjavík. Hildur Bjamadóttir, Sólvallagötu 6, Reykjavík. Sigríður Bjamadóttir, Geitlandi 4, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Aðalstræti 40, Akureyri. 60 ára Guðmundur Olsen, Hamarsstíg 38, Akureyri. Ole Pedersen, Rjúpufelli 23, Reykjavík. Sigurður Kristinn Ásgrimsson, Kvistagerði 5, Akureyri. Sjöfn Sigurgeirsdóttir, Vallargerði 8, Kópavogi. 50 ára Marsibil Ólafsdóttir . aðstoðar- skólastjóri, Markaflöt 41, Garðabæ. Guðriin Pálsdóttir, Kolbeinsgötu 45, Vopnafirði. Jóhann Hákonarson, Frostaskjóli 23, Reykjavík. Judy Ásthildur Wesley, Bræðraborgarstíg 38, Reykjavík. Sigþór Sigurðsson, Skipholti 7, Reykjavík. Torfi Hannesson, Gilstreymi, Borgarfirði. 40 ára Heimir Gunnarsson málarameistari, Dalhúsum 83, Reykjavík. Þórarinn Hjálmarsson flugmaöur, Jökulhæð 3, Garðabæ. Ástriður Sigþórsdóttir, Vatnsholti 8 E, Keflavík. Erla Hrönn Erlendsdóttir, Þingholtsstræti 12, Reykjavík. Guðjón Traustason, Unnarholti, Flúðum. Ingibjörg M. Guðmundsdóttir, Grasarima 28, Reykjavík. Sigríður Guðrún Karlsdóttir, Lindasmára 20, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.