Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Blaðsíða 37
D"V MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 Ragnheiður Jónsdóttir sýnir í Listasafni Árnesinga. Kolateikningar Sýning á kolateikningum Ragn- heiðar Jónsdóttur, sem gerðar eru á síðustu tveimur árum, var opn- uð um helgina í Listasafni Ámes- inga á Selfossi. Ragnheiður hefur með risavöxnum svartkrítarteikn- ingum sínum, þær stærstu eru 3 metrar á lengd og 2,40 á hæð, stöðugt verið að færast inn á svið hins óhlutbundna og nær kjarnan- um sem ólgar undir niðri, bæði í landinu sjálfu og í skapgerð okk- ar. Dökkir dílar á svörtum fleti iða yfir myndir hennar og minna á fingrafór lifsins. Lífræn hreyf- ing sem getur minnt á hraun eða foss sem flæðir fram, en hið óræða felst í því að við skynjum okkur sjálf sem hluta af þessu hljómfalli. Sýningar Ragnheiður hefur hlotið marg- vísleg verðlaun og alþjóðlegar við- urkenningar fyrir verk sín. Það er ekki tilviljun að Ragnheiður er fyrsti gestur Listasafns Árnesinga á þessu starfsári sem vill kynna landið og listamennina sem það hefur fóstrað frá ýmsum sjónarhól- um. Ragnheiður er Sunnlendingur í húð og hár því foreldrar hennar voru báðir úr Stokkseyrarhreppi, en sjálf ólst hún upp í Þykkvabæn- um. Eins og svo margir myndlist- armenn er hún komin af Tungu- fellsætt og rekur ættir sínar til Guðrúnar Hallvarðsdóttur frá Tungufelli i Hrunamannahreppi en frá henni eru komnir margir þekktir myndlistarmenn. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Eg skal kveða um eina þig... Þórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir syngja í Listaklúbbnum í kvöld. Þórarinn Hjartarson og Ragnheið- ur Ólafsdóttir flytja gestum Lista- klúbbsins í kvöld söngdagskrá með Páil skáldi Ólafssyni. Páll, sem var bóndi á Héraði á 19. öld, var hag- mæltur með afbrigðum og fyndinn og tækifæriskveðskapur hans varð landsfleygur, ekki hvað sýst drykkjuvísurnar. Vinsæl urðu einnig kvæði hans um sumarið og fuglana en Ingi T. Lárusson hefur gert nokkur þeirra að þjóðareign með lögum sínum, enda eru ljóð Páls óvenju sönghæf. Skemmtanir Ragnheiður og Þórarinn syngja og kveða um ástina, gleðina, ellina og sorgina í ljóðum skáldsins en flytja gestum einnig tækifæriskveð- skap. Mörg ný lög verða flutt, ýmist með eða án gítarleiks, og eru þau fléttuð saman við lífssögu skáldsins. Höfundar laga eru m.a. Ingi T. Lár- usson, Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son, Ragnheiður Ólafsdóttir og Hörður Torfason. Þórarinn Hjartarson er plötu- smiður og sagnfræðingur á Akur- eyri en er upprunninn úr Svarfað- ardalnum. Þórarinn fæst við vísna- söng, hefur m.a. stundað að syngja og kveða íslensk þjóðlög og stemm- ur. Ragnheiður Ólafsdóttir er Borg- nesingur. Hún er kennari að mennt og hefur starfað við það hér og þar um land. Hún hefur samfara kennslu m.a. stjómað skólakórum á Akranesi og Akureyri og Sönghópn- um Sólarmegin á Akranesi. Dag- skráin hefst kl. 20.30 í Leikhúskjall- aranum. Frostlaust á suðaustan- verðu landinu Áiram norðlæg átt, gola eða kaldi. Veðrið í dag Éljagangur norðanlands en bjartvirði sunnan og austanlands. Frostlaust á suðaustanverðu landinu, en annars 0 til 8 stiga frost, kaldast á Vestfjörðum. Einsöngstónleik- ar í Salnum I kvöld kl. 20.30 verða Jóhann Smári Sævarsson, bassi, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, með söngtónleika í Salnum. Jóhann Smári Sævarsson stundaði fram- haldsnám við Royal College of Music í London. Þaðan lauk hann einsöngvaraprófi og sameiginlegri óperudeild Royal CoOege og Royal Academy of Music. Á námsárunum tók Jóhann þátt í fjölda tónleika og óperauppfærslna, innan skólans og utan. Aö námi loknu fór Jóhann á samning hjá Óperustúdíói Kölnar- óperunnar og eftir tveggja mánaða veru þar var honum boðinn fastur samningur sem einsöngvari við óp- eruna sjálfa. Þar starfaði Jóhann í tæp 3 ár og söng 15 hlutverk á tæp- lega 300 sýningum. Jóhann starfar nú sem deildarstjóri Söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Tónleikar Á tónleikunum í Salnum munu þau Jóhann Smári og Helga Bryndís flytja verk eftir J. Brahms, R. Schumann, Árna Thorsteinsson, Karl O. Runólfsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Atla Heimi Sveins- son, M. Ravel og M. Mussorgsky. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri úrkoma í grennd -2 Bergsstaðir úrkoma í grennd -4 Bolungarvík snjókoma -5 Egilsstaöir -1 Kirkjubœjarkl. hálfskýjað 4 Keflavíkurflv. skýjaö -1 Raufarhöfn úrkoma í grennd 0 Reykjavík skýjaó 0 Stórhöföi snjóél á síö. kls. 2 Bergen sýld á síð. kls. 5 Helsinki léttskýjaö 1 Kaupmhöfn alskýjaö 1 Ósló snjókoma -1 Stokkhólmur 0 Þórshöfn skýjað 6 Þrándheimur skýjaö 3 Algarve hálfskýjaö 17 Amsterdam þokumóöa 11 Barcelona mistur 15 Berlín rign. á síö. kls. 3 Chicago léttskýjaó -2 Dublin skýjaö 10 Hálifax alskýjaö 0 Frankfurt rign. á síö. kls. 15 Glasgow skýjaö 10 Hamborg mistur 5 Jan Mayen þoka 0 London skýjaö 11 Lúxemborg mistur 15 Mallorca hálfskýjaó 18 Montreal léttskýjaö -8 Narssarssuaq skýjaö -5 New York alskýjaö 1 Orlando alskýjaö 19 París léttskýjaö 14 Jóhann Smári Sævarsson syngur í Salnum í kvöld. Alexander Dawit Litli drengurinn á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Alexander Dawit Danielsson, fædd- ist á fæðingardeild Land- Barn dagsins spitalans 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Daniel Dawit Déguefu og Helga Rún Geirsdóttir. Alexander litli á einn bróður, Julian Dawit Danielsson, sem er að verða tveggja ára. A * + dag9(^p| Kevin Kline leikur heimilisföður sem er veikur á svellinu. fsregn Bíóborgin sýnir úrvalsmyndina The Ice Storm. Myndin er fj(5f>/ skyldudrama og gerist árið 1973 í kringum New Canaan í Connect- icut. Mikill stormur og snjókoma gerir það að verkum járnbrautar- lest er föst á teinunum. Einn far- þeganna er hinn ungi Paul Hood (Tobey Maguire) sem fer að hugsa um fjölskyldu sína. Faðir hans Ben (Kevin Kline) á í ástarsam- bandi við nágrannakonu sína Janay (Sigourney Weaver) en móðir hans Elena (Joan Allen) á einnig við við vandamál að ///////// Kvikmvndir 'MM stríða, meðal annars * gerist hún sek um búðahnupl. Paul á eina systur, Wendy (Christ- ina Ricci), sem er farin að huga að strákunum í nágrenninu og er með Watergate-hneykslið á heil- anum. Við sögu koma einnig tveir synir Janey, Mikey (Elijah Wood) og Sandy (Adam Hann-Byrd) sem báðir eiga við vandamál að stríða. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Patch Adams Saga-Bíó: Pöddulíf Bíóborgin: The lce Storm Háskólabíó: Hilary and Jackie Háskólabíó: Psycho Kringlubíó: Basketball Laugarásbíó: Very Bad Things Regnboginn: Life Is Beautiful Stjörnubíó: Divorcing Jack Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 f 20 21 Lárétt: 1 leyfi, 8 sveifla, 9 skeljar, 10 illmenni, 12 gelti, 13 barefli, 14 leir, 16 reyna, 19 slappleiki, 20 rödd, 21 kvabb. Lóðrétt: 1 karlmannsnafn, 2 ólyfj- an, 3 innyfli, 4 kófið, 5 hreyfing, 6 skrökvuðu, 7 togaði, 11 veski, 15 makaði, 17 gufu, 18 þvottur, 19 ullar- hnoðrar. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fásinna, 7 ónáð, 8 ást, 10 lit, 11 krók, 13 kátur, 16 lá, 17 brun, 18 agi, 19 ál, 20 rómi, 22 auðinn. Lóðrétt: 1 fólk, 2 áni, 3 sáttur, 4 iðk- un, 5 nár, 6 at, 9 sólgin, 12 Káinn^Lf árla, 15 rami, 17 bás, 21 óð. Gengið Almennt gengi Ll 12. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenni Dollar 71,510 71,870 69,930 Pund 116,990 117,590 115,370 Kan. dollar 46,880 47,170 46,010 Dönsk kr. 10,5190 10,5770 10,7660 Norsk kr 9,1510 9,2020 9,3690 Sænsk kr. 8,8190 8,8670 9,0120 Fi. mark 13,1410 13,2200 13,4680 Fra. franki 11,9110 11,9830 12,2080 Belg. franki 1,9369 1,9485 1,9850 Sviss. franki 48,8600 49,1300 49,6400. Holl. gyllini 35,4600 35,6700 36,3403'- Þýskt mark 39,9500 40,1900 40,9500 ít. líra 0,040350 0,04060 0,041360 Aust. sch. 5,6780 5,7120 5,8190 Port. escudo 0,3897 0,3921 0,3994 Spá. peseti 0,4696 0,4724 0,4813 Jap. yen 0,595200 0,59880 0,605200 írskt pund 99,210 99,810 101,670 SDR 97,570000 98,16000 97,480000 ECU 78,1300 78,6000 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.