Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 23 - Nicolas Anelka - stjarna fyrsta áratugar 21. aldarinnar? Hann varð tvítugur á sunnudag- inn. Samt hafa fáir knattspyrnu- menn afrekað það á öllum sínum ferli sem hinn franski Nicolas An- elka á þegar að baki. Nicolas Anelka er helsti marka- skorari eins frægasta knattspyrnu- félags heims, Arsenal. Hann er Eng- landsmeistari og bikarmeistari með félaginu, skoraði í bikarúrslita- leiknum síðasta vor, hefur unnið sér sæti í fremstu víglínu hjá heims- meistaraliði Frakka og skorað tvö mörk gegn Englendingum á sjálfum Wembley-leikvanginum í London. Anelka er í hópi markahæstu manna í ensku A-deildinni og er lík- legur til að halda sér þar út þetta tímabil. Framtíðin er björt, hans frægðarsól ætti að skína skærast á fyrsta áratug nýrrar aldar. „Skjótari en inn unum sagðist hann ekki eiga neina vini og eftir æfingar færi hann bara heim og hlustaði á tónlist. Hann keypti sér íbúð í Norður-London og býr þar ásamt Claude bróður sín- um, sem einnig er umboðsmaður hans. Þarf að hlaupa eins og hundur Þá hafa ummæli hans um hina hollensku félaga sína, Dennis Berg- kamp og Marc Overmars, verið gripin á lofti en hann hefur sakað þá um að gefa ekki á sig boltann. Um Overmars sagði Anelka fyrir skömmu að hann gæfi bara á sig sendingar þar sem hann þyrfti að hlaupa eins og hund- ur um allan völl. En innan vallar hefur Anelka lát- ið verkin tala. Hann hefur hlaupið eins og hundur á eftir sendingunum frá Overmars og skorað hvert glæsi- markið á fætur öðru. Hraði hans og útsjónarsemi eru með ólíkindum og þessi piltur hefur burði til að verða einn sá allra besti í sinni stöðu. Erfiðustu tímarnir að baki, segir Bergkamp Dennis Bergkamp er á því að erf- iðustu tímamir séu að baki hjá An- elka. „Hann er enn mjög ung- ur. Hann leikur listir sínar á einu stærsta leiksviði heimsins, flarri heim- kynnum sínum, og gerir það mjög gott. Hann nýtir fleiri færi en i fyrra, og skorar mikilvæg mörk á mikilvægum augnablikum." Michel Hidalgo, fyrrum landsliðsþjálfari, sagði eftir leik- inn við England að Frakkar væru búnir að leysa sóknarvandræði sín fyr- ir næsta áratuginn. Fékk gæsahúð á Wembley Raymond Kopa, einn frægasti knatt- spyrnumaður Frakka og stjarna í bronsliði þeirra á HM 1958, sagði á sama tíma: „Ég fékk gæsahúð þegar ég fylgdist með honum á Wembley. Um langt árabil hefur okk- ur vantað sóknarmenn í hæsta gæðaflokki. Guði sé lof að við höf- um fengið Anelka. Nú er Frakkland með full- komið landslið." att viö AneiKa. Því fengu varnar- menn íslenska 21-árs landsliðsins að kynn- ast á Akranesi síð- asta haust þegar An- elka var gabbaði tvo þeirra með einni hreyfingu og skoraði fallegt mark. Heimþrá og klaufaleg ummæli Það hefur ekki verið hljótt um þennan franska pilt á Highbury því hvað eftir annað hafa komið upp sögur um að hann þjáist af heimþrá og að honum lyndi ekki við aðra leikmenn liðsins. Anelka hefur verið klaufalegur í samskiptum sínum við fjölmiðla og sagt ýmislegt sem hann hefði betur átt með sjálfum sér. Þar af leiðandi hafa komið upp vangaveltur um að hann sé að fara hingað og þangað. Einn daginn er hann á leið til Spán- ar, þann næsta er allt í góðu gengi og hann segist ætla að ljúka fjög- Þurfti stundum að hasta á hann Það hefur lengi verið ljóst að Anelka ætti framtíð fyrir sér í knatt- spyrnunni. Það sást strax þegar hann lék sér með bolta á götum Trappes, út- hverfis Parísar-borgar. Andre Merelle, þjálfari hans hjá unglinga- liðinu Clairefontaine, sagði strax fyrir nokkrum árum: „Stundum þarf að hasta á hann til að hann sýni alla sína snilli. Hæfi- leikar hans eru ótakmarkaðir, hann hefur hraðann, kraftinn og tækn- ina.“ Wenger storkaði franska kerfinu Arsene Wenger, hinn franski framkvæmdastjóri Arsenal, aflaði sér ekki vinsælda í heimalandi sínu þegar hann samdi við Anelka í febr- úar fyrir tveimur árum. Hann braut franskar reglur sem kveða á um að ungir leikmenn skuli skrifa undir sinn fyrsta atvinnusamning við það félag sem ól þá upp. Wenger taldi hins vegar að þessar reglur brytu í bága við Bosman-dóminn, sem heimilar leikmönnum að fara óhindrað á milli landa innan Evr- ópubandalagsins. Anelka var í unglingaliði Paris St. Germain og hafði fengið eitt og eitt tækifæri sem varamaður með aðalliðinu, en ekki meira en það. Hann var óánægður með sinn hlut hjá félaginu, hafnaði því að skrifa undir atvinnusamning og vildi fara til Arsenal þegar það bauðst. Að lokum gaf Paris SG eftir, Arsenal greiddi franska félaginu umsamdar skaðabætur og komst hjá málaferl- um. Ruddi brautina fyrir fleiri unga Frakka Anelka var ánægður, Wenger var ánægður, en eftir sátu Frakkar og máttu horfa á marga af sínum efni- legustu leikmönnum streyma úr landi í kjölfarið. Ungir franskir knattspymumenn hafa íjölmennt til ftalíu og Englands, og Arsenal bætti síðan gráu ofan á svart i samskipt- um sínum við Frakkana á síðasta ári með því að semja við 15 ára franskan pilt, Jeremie Aliadiere, til sjö ára. Hvort þar er annar Anelka á ferð verður tíminn að leiða i ljós. -VS ingi sínum hjá Arsenal. Einmana eftir æfingar Anelka viður- kennir að hann sé oft einmana í London. Á dög- Nicolas Anelka hefur gert það gott, bæði í búningi Arsenal og í franska landsliðsbúningnum. Hann varð tvítug- ur á sunnudaginn og framtíðin virðist björt. Reuter íþróttir Eí*r' ÍNGlflHD A-deild: Manch.Utd 29 17 9 3 65-30 60 Arsenal 29 15 11 3 40-13 56 Chelsea 28 14 11 3 41-23 53 Leeds 29 14 9 6 45-26 51 Aston ViDa 29 12 8 9 39-34 44 Derby 29 11 11 7 31-28 44 West Ham 29 12 7 10 32-39 43 Wimbledon 29 10 10 9 33-41 40 Liverpool 28 11 6 11 52-37 39 Tottenham 29 9 12 8 34-34 39 Newcastle 29 10 8 11 38-39 38 Middlesbro 28 8 12 8 37-39 36 Sheff.Wed. 29 10 5 14 35-32 35 Leicester 28 8 10 10 28-37 34 Coventry 29 8 7 14 31-40 31 Everton 29 7 10 12 22-32 31 Charlton 29 6 10 13 33-40 28 Blackbum 29 6 9 14 29-41 27 Southampt. 29 7 5 17 27-56 26 Nott.For. 29 4 8 17 26-57 20 Markahæstir: Michael Owen, Liverpool........16 Dwight Yorke, Manch.Utd........16 Andy Cole, Manch.Utd...........15 Nicolas Anelka, Arsenal .......13 Dion Dublin, Aston Villa.......13 Jimmu Floyd Hasselbaink, Leeds 13 Robbie Fowler, Liverpool ......12 Hamilton Ricard, Middlesbro .... 11 Dennis Bergkamp, Arsenal ......10 » Marcus Gayle, Wimbledon........10 Alan Shearer, Newcastle........10 Ole Gunnar Solskjær, Man.Utd . . 10 Gianfranco Zola, Chelsea.......10 Laugardagur 20. mars: Arsenal-Coventry Blackburn-W imbledon Leeds-Derby Nottingham For.-Middlesbrough Southampton-Sheflield Wed. West Ham-Newcastle Sunnudagur 21. mars: Aston Villa-Chelsea Manchester United-Everton B-deild Sunderland 37 24 10 3 71-22 82 Ipswich 37 21 7 9 53-25 70 Bradford 36 20 7 9 63-36 67 Birmingh. 37 19 10 8 58-30 67 Bolton 36 17 13 6 67-47 64 Wolves 35 15 10 10 50-35 55 Watford 37 14 12 11 51-50 54 WBA 37 15 8 14 61-58 53 Sheff.Utd 36 14 11 11 57-54 53 Huddersf. 37 14 11 12 53-59 53 Grimsby 33 14 7 12 34-36 49 Norwich 36 12 12 12 50-51 48 Cr.Palace 37 11 13 13 49-58 46 Tranmere 37 10 15 12 50-51 45 Stockport 37 10 14 13 43-47 44 Portsmouth 37 10 12 15 49-57 42 Barnsley 36 9 15 12 42-43 42 Swindon 37 10 10 17 51-63 40 QPR 36 9 10 17 37-47 37 Port Vale 35 10 5 20 38-64 35 Oxford 37 8 11 18 36-59 35 Bury 36 7 13 16 29-51 34 Bristol C. 35 5 14 16 43-65 29 Crewe 34 7 8 19 40-67 29 Markahæstir: Lee Hughes, WBA...............30 Marcus Stewart, Huddersfield ... 20 Lee Mills, Bradford...........20 Þriðjudagur 16. mars: Bury-Wolves Crewe-Grimsby Laugardagur 20. mars: Barnsley-Wolves Bristol City-Bradford Crewe-Oxford Crystal Palace-Grimsby Huddersfield-Birmingham Norwich-Portsmouth QPR-Swindon Sheffield United-Port Vale Stockport-Tranmere Sunderland-Bolton Watford-Bury WBA-Ipswich Barnsley og Tottenham mætast í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Leicester og Tottenham mætast í úr- slitaleik deildabikarsins sunnudag- inn 21. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.