Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 40
V I K I N ( s: L«TT« IfffiS" ~ fynrkl. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Bjargaði lífi í nótt: Ég fékk ótrú- legan kraft „Þegar maðurinn ætlaði að stökkva af bryggjunni um borð þá féll hann beint á andlitið á stálið í rekkverkinu. Þar sat hann fastur um stund. Ég stökk út úr leigubílnum og tók GSM- inn með mér. Þegar ég kom að mann- inum spýttist blóðið úr andliti hans,“ sagði Hörður Zophoníasson, leigubíl- stjóri hjá Bæjarleiðum, sem bjargaði manni með því að halda honum og forða honum frá því að falla i sjóinn við bátinn Freyju við Faxagarð um tvöleytið í nótt. „Ég tók um fótinn á manninum en náði að hringja í 112. Ekki hefði ég viljað halda svona lengi í tímamæl- ingu. Þetta tók mikið á. En ég fékk ótrúlegan kraft. Síðan komu lögregla og sjúkraflutningamenn á mjög skömmum tíma. Þeir eiga heiður skil- inn,“ sagði Hörður. Hinn slasaði hlaut beinbrot og önnur meiðsl í andliti. -Ótt Grafarvogur: Golfarar reynd- ust í barneign Um 150 foreldrar sóttu fund með borgaryfirvöldum í gærkvöld þar sem skólamál í Víkur- og Staðahverfi voru kynnt. Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur fræðsluráðs, kynnti ákvörðun um að Korpuskóli þjónaði báðum hverf- *um en frestað yrði byggingu hins nýja Víkurskóla sem taka átti til starfa í haust. Megn óánægja kom fram hjá foreldrum á fundinum vegna þessa og töldu margir ófært að taka börn sín úr Engjaskóla til að færa þau á Korpúlfs- staði og þaðan eftir örfá ár í Víkur- skóla. Sigrún lagði áherslu á að engin loforð hefðu verið svikin. Vikurskóli myndi taka til starfa í haust. „En við sögðum aldrei hvar,“ sagði Sigrún og uppskar dynjandi hlátur fundargesta. Sigrún Magnúsdóttir og Stefán Her- mannsson borgarverkfræðingur. DV-mynd Pjetur Sigrún skýrði öngþveitið í skóla- málum Grafarvogs að hluta með því að borgin hefði vanáætlað bamafjölda í Staðahverfi: „Við héldum að þama settust að miðaldra barnlausir golfar- ar en okkur brást bogalistin því barnahlutfall í Staðahverfi er svipað og í Víkurhverfi,“ sagði Sigrún sem fékk afhenta undirskriftalista frá 160 foreldmm um að staðið yrði við áætl- un um byggingu Víkurskóla. -SÁ Skipverjar á Goðafossi ganga frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómari hafnaði kröfu lögreglunnar um lengra gæsluvarðhald. DV-mynd S Goöafossmálið: Verulegar játningar Skipveijamir sex af Goðafossi sem lögreglan vildi fá úrskurðaða í 7-10 daga gæsluvarðhald til viðbótar við þá vikugæslu sem þeir höfðu þegar verið í losnuðu úr haldi lögreglunnar í gærkvöldi. Héraðsdómari hafnaði þá kröfu lögreglunnar um gæsluvarð- haldsframlengingu. Skipstjóra og 1. vélstjóra var sleppt úr haldi síðdegis í gær - ljóst var talið að þeirra þáttur var enginn i smyglmálinu. Engu að síður höfðu þeir verið í haldi - í ein- angrun - í tæpa 7 sólarhringa. Mat- sveini, vélaverði og stýrimanni hafði verið sleppt á fóstudag eftir 4ra daga gæslu. Þeir vom heldur ekki taldir eiga aðild að smygli. Samkvæmt upplýsingum DV liggja verulegar játningar fyrir hjá framan- greindum sexmenningum. Að því virtu var í gær talið fremur harkalegt að krefjast viku viðbótargæsluvarð- halds. Samkvæmt upplýsingum lög- rgeglu gekk rannsóknin vel. Lagt hef- ur verið hald á um 700 lítra af áfengi og á sjötta hundrað sígarettukarton. Lögreglan segir að fyrir liggi að veru- legu magni af áfengi hafi einnig verið hent í sjóinn um 2,1 sjómílu norðaust- ur af sexbaujunni (rúma 3 kílómetra norðvestur af Seltjarnamesi). -Ótt Hlutafélag Fram er komið í klípu - eftir niöurstööu laganefndar íþróttasambandsins Hlutafélagið sem Framarar stofn- uðu um rekstur elstu flokka sinna i knattspyrnu í vetur er komið í vanda eftir að laganefnd íþrótta- og Ólympíu- sambands Islands kvað á dögunum upp úr um að ekki væri um íþróttafé- lag að ræða sem heyri undir lögsögu ÍSÍ. Þegar Framarar stofnuðu hlutafé- lagið sem ber nafnið Fram - Fótbolta- félag Reykjavíkur hf. var gerður samningur á milli þess og knatt- spymudeildar Fram. Þar segir meðal annars: „í samningnum er meðal annars kveðið á um einkarétt hlutafélagsins til að keppa undir merkjum Fram ásamt því sem Knattspymudeild Fram framselur öll þau réttindi sem keppnisrétturinn felur í sér ásamt því að framselja til hlutafélagsins samn- ing um afnot af aðalleikvanginum í Laugardal." Innanhúsmál hjá Frömurum „Það sem þessi niðurstaða okkar segir er fyrst og fremst það að hlutafé- lögin eru ekki íþróttafélög og bera ekki réttindi og skyldur sem slík. Framarar hafa framselt hlutafélaginu keppnisrétt sinn og ég veit ekki hvemig þeir hugsuðu það. Þetta er þó fyrst og fremst innanhússmál hjá Frömumm hvernig þeir leysa það gagnvart sinum hluthöfum en á ekki að hafa áhrif á keppnisrétt félagsins á íslandsmótinu," sagði Lárus Blöndal, formaður laganefndar ÍSÍ, við DV í morgun. KR-ingar stofnuðu einnig hlutafélag um elstu flokka sína í vetur. Þeirra rekstrarform er á annan hátt en hjá Fram, keppnisréttur var ekki fram- seldur til hlutafélagsins KR-Sport ehf., og samþykkt laganefndar virðist því ekki hafa nein áhrif á þeim bæ. Allt unnið í samstarfi við ÍSÍ Bréfið um niðurstöðu Laga- nefndar ÍSÍ þar sem Fram er nán- ast skilgreint sem „ekki-íþróttafé- lag“ kom formanni hlutafélagsins á óvart í morgun þegar DV átti stutt samtal við hann. „Ég hef ekki haft af þessu spurn- ir en allur þessi gerningur átti að vera unninn í fullu samstarfi við Knattspyrnusambandið og ÍSÍ, það var leitað umsagnar þar áður en út í þetta var farið eins og málið er lagt fyrir mig en ég kom seint að þessu,“ sagði Guðjón Ármann Jónsson hæstaréttarlögmaður, for- maður stjómar Fram - Fótboltafé- lags Reykjavíkur, í morgun. Það er grátt ef Fram verður sett niður í þriðju deild í fótboltanum í sumar, þið virðist ekki lengur skil- greindir sem íþróttafélag? „Við skulum aðeins sjá til en ég hef ekki mikið meira um þetta að segja, ég verð að sjá bréflð og fá umfjöllun áður en ég lýsi áhyggj- um af málinu," sagði Guðjón Ár- mann í morgun. Hann segir að knattspyrnumenn komi fram sem Knattspyrnudeild Fram - fótbolta- félag Reykjavíkur og aðrar deildir á sama hátt. -VS/-JBP Veðriö á morgun: Hlýnandi veður Á morgun verður austankaldi eða stinningskaldi norðanlands og snjókoma en sunnankaldi og súld eða rigning sunnan til. Veð- ur fer hlýnandi. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Knur Aðeitis kr. 10.925 H Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport I I Sanpellegrino sokkabuxur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.