Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 37 Verk eftir Kristínu ísleifsdóttur. Tákn og tungumál Nú standa jdir tvær sýningar í Listasafni ASÍ. Myndlistarmenn- imir Kristin ísleifsdóttir og Sigrid Valtingojer sýna verk sín saman í Ásmundarsal og í Gryfju Lista- safns ASÍ við Freyjugötu. Kveikjan að verkum Kristínar eru málshættir sem hún flokkar niður eftir orðum eöa inntaki og veltir fyrir sér einkennum ís- lenskrar kímni. Verkin eru unnin í leir og málm og á þau er þrykkt með silkiþrykkstækni. Sýningar Kristín hefur haldið nokkrar einkasýningar á íslandi og i Jap- an. Hún hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum erlendis, aðal- lega á Norðurlöndunum og í Jap- an. Kristín er stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Listakonan stundaði nám í japönsku og hönnun í Japan og út- skrifaðist 1979 sem hönnuður frá Tokyo Designers College. Sýningamar era opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og lýkur þeim 28. mars. Mót lands- vinafélaga Opinn fundur á vegum Vináttufé- lags íslands og Kanada verður hald- inn miðvikudaginn 17. mars kl. 20.30 í Norræna húsinu. Eftirfar- andi tólf vináttufélög á Islandi við önnur lönd munu kynna stefnur sínar og starfsemi: Norræna húsið, Norræna félagið á íslandi, Vináttufélag íslands og Kanada, Þjóðræknisfélag íslend- inga, íslensk-ameriska félagið, Grænlensk-íslenska vinafélagið Kalak, Afliance Francaise, German- ía, Grikklandsvinafélagið Hellas, Dante Allighieri-stofnunin á íslandi, Kínversk-íslenska vinafélagið og ís- lenska-japanska félagið. Samkomur Eldri borgarar í Garðabæ Sóknamefnd Garðasóknar hefur í samvinnu við Félag eldri borgara í Garðabæ ákveðið aö hafa safnaðar- heimilið Kirkjuhvol opið fyrir starf- semi eldri borgara í bæjarfélaginu og bjóða jafhframt upp á margs kon- ar afþreyingu. Þama er um að ræða aðstöðu fyrir boccia-spil, pútt, bridge, vist og lomber. Dagblöðin liggja frammi og er heitt á könnunni. Opið er mánudaga til fóstudaga kl. 13-15. Ennfremur er sérstakur tími fyrir boccia-spil með leiðbein- anda alla fimmtudaga kl. 10-12. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins era birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Hattur og Fattur Loftkastalinn ftumsýnir á miðvikudaginn Hatt og Fatt, Nú er ég hissa, sem er söngleikur fyrir hörn. Hattur og Fattur eru tveir grænir kallar sem era svo fúrðulegir að fúll- orðið fólk sem sér þá í fyrsta skipti heldur að það sé komið með slæma flensu. Þeir koma frá plánetunni Úridúx og eru að kanna málin hér á jörð- inni. Þeir geta ýmislegt sem jarðarbúar geta ekki svo sem að gera sig ósýni- lega. Leikhús Guðmundur Ingi Þor- valdsson leikur Hatt. Hann útskrifaðist frá Leik- listarskóla íslands í fyrra- vor og fór m.a. með aðal- hlutverk í spennumynd- inni Sporlaust. Felix Bergsson leik- ur Fatt. Felix er öllum krökkum að góðu kunnur síðan hann var um- sjónarmaður Stundarinnar okkar auk þess sem hann var um tíma for- söngvari Greifanna. Valur Freyr Einarsson og Pálína Hattur og Fattur. Ljósm. Ari Magg Jónsdóttir leika systkinin Óla og Rósu sem lenda í miklum ævintýr- um í leikritinu. Davíð Þór Jónsson leikur hrekkjusvínið Gumma. Stein- unn Ólafsdóttir leikur mömmuna og Sigurdór Heimir Albertsson leikur pabbann. Þórhallur Sigurðsson er leik- stjóri, Vignir Jóhannsson hannar leikmynd og búninga, Sigurvald Helgason og Bjöm Helgason hanna lýsingu, ívar Ragnarsson stýrir hljóði og Kristín Thors (Systa) sér um fórðun. Veðrið kl. 6 í morgun: Veðríð í dag Þykknarupp á Norðurlandi Næsta sólarhring verður hæg austanátt og léttir til norðanlands en þykknar smám saman upp sunn- an til. í dag verður austankaldi og slydda eða rigning með köflum sunnanlands en allhvasst og rigning eða súld í kvöld og nótt. Vaxandi suðaustanátt og gert er ráð fyrir aö þykkni upp á Norðurlandi í kvöld og að í nótt verði dálítil snjókoma með köflum. Veður fer hlýnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola og léttskýjað en þykknar smám saman upp. Síðdegis verður dálítil slydda með köflum en í kvöld og nótt verður suðaustankaldi og rigning. Veður fer hlýnandi. Sólarlag í Reykjavík: 19.30 Sólarupprás á morgun: 7.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.55 Árdegisflóð á morgun: 6.12 Akureyri alskýjaö -A Bergsstaöir léttskýjaö -7 Bolungarvík léttskýjaó -5 Egilsstaðir -4 Kirkjubœjarkl. skýjaö 0 Keflavíkurflv. skýjaö 2 Raufarhöfn alskýjaö -3 Reykjavík skýjað -3 Stórhöföi skýjað 2 Bergen rigning og súld 4 Helsinki heiöskírt -10 Kaupmhöfn alskýjaö 1 Ósló snjókoma 0 Stokkhólmur 0 Þórshöfn alskýjaö 4 Þrándheimur skýjaö 4 Algarve hálfskýjaö 13 Amsterdam þoka í grennd 2 Barcelona léttskýjaó 11 Berlín rign. á síö. kls. 1 Chicago léttskýjaö 1 Dublin léttskýjaö 8 Halifax rigning 7 Frankfurt léttskýjaö 2 Glasgow súld 10 Hamborg þokumóöa 2 Jan Mayen kornsnjór -4 London léttskýjað 3 Lúxemborg léttskýjaö 3 Mallorca hálfskýjaó 13 Montreal léttskýjaó -4 Narssarssuaq skýjaö -5 New York heiöskírt 1 Orlando heiöskírt 8 París þokumóöa 4 Róm þokuruöningur 9 Vín rign. á síð. kls. 2 Washington léttskýjaö 2 Winnipeg heiöskírt -1 Ófært um Breiðdalsheiði Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Steingrímsfjarð- arheiöi og einnig er þæfingsfærð á Brekknaheiði á Norðausturlandi. Á Austurlandi er ófært um Breið- Færð á vegum dalsheiði. Að öðra leyti era vegir færir en allvíða er talsverð hálka. Systir Silju og Sunnu Rutar Þessi myndarlega stúlka fæddist á Landspít- alanum 6. desember kl. 20.45. Við fæðingu var hún 4.110 grömm og 54 Barn dagsins sentímetrar. Stúlkan hef- ur fengið nafniö Dóra Líf. Foreldrar hennar era Adda Sigurjónsdóttir og Garðar Halldórsson. Dóra Líf á tvær systur, Silju, 16 ára, og Sunnu Rut, 7 ára. Fjölskyldan býr í Kópa- vogi. Grísinn Babe lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Babe Babe: Pig in the City er fram- hald myndarinnar Babe þar sem grísinn vildi verða fjárhundur. I nýju myndinni verður Babe óvilj- andi valdur að því að húsbóndi hans slasast og verður óvinnufær. Reikningamir hlaðast upp og frú Hogget ákveður að fara þá leið að lána Babe í sirkus. Tvíeykið verð- ur strandaglópar á leiðinni og fær inni á hóteli þar sem dýr era meirihluti hótelgesta. Babe kynnist hinu miskunnar- lausa lífi stórborgarinnar þar sem hver er sjálfum sér _____22i_y///////z Kvikmyndir 'ÉljjlÉ- mennska hans á þó eftir að gera hann að foringja dýranna - með hjálp grimmasta hunds sem Babe hefur kynnst á sinni svínaævi. Góðlega svínið lendir í hinum ýmsu ævintýrum á meöan kvik- myndahúsagestir sitja i sætum sínum. George Miller er leikstjóri. Að- alhlutverk eru i höndum Magda Szubanski, James Cromwell, Mary Stein og Mickey Rooney. Nýlegar myndir: Bíóhöllin: Patch Adams Regnboginn: La vita e bella Bíóborgin: Lock Stock and two Smoking Barrels Háskólabíó: Hillary and Jackie Stjörnubíó: Divorcing Jack Laugarásbíó: Patch Adams Krossgátan h 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Gengið Almennt gengi Ll 16. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,030 72,390 69,930 Pund 116,670 117,260 115,370 Kan. dollar 47,140 47,440 46,010 Dönsk kr. 10,5270 10,5850 10,7660 Norsk kr 9,1450 9,1950 9,3690 Sænsk kr. 8,7540 8,8020 9,0120 Fi. mark 13,1520 13,2310 13,4680 Fra. franki 11,9210 11,9930 12,2080 Belg. franki 1,9384 1,9501 1,9850 Sviss. franki 48,9400 49,2100 49,6400 Holl. gyllini 35,4800 35,7000 36,3400 Þýskt mark 39,9800 40,2200 40,9500 ít. lira 0,040390 0,04063 0,041360 Aust. sch. 5,6830 5,7170 5,8190 Port. escudo 0,3900 0,3924 0,3994 Spá. peseti 0,4700 0,4728 0,4813 Jap. yen 0,611300 0,61500 0,605200 Irskt pund 99,290 99,890 101,670 SDR 98,300000 98,89000 97,480000 EC0 78,2000 78,6700 80,0800 t Lárétt: 1 skýr, 6 mynni, 8 hlaupa, 9 tryllt, 10 matarveisla, 11 tilkall, 13 prettar, 15 þræta, 17 spil, 18 hand- legg, 20 bilun, 21 þjáningar. Lóðrétt: 1 undirfóral, 2 dánar, 3 óp, 4 vegg, 5 mánuður, 6 belti, 7 gim- stein, 12 frjálsar, 13 hristingur, 14 karlmannsnafn, 16 skaut, 19 skóli. Lausn á síðustu krossgát: Lárétt: 1 heimild, 8 rið, 9 öður, 10 ótukt, 12 gó, 13 lurk, 14 aur, 16 freista, 19 linka, 20 róm, 21 nauð. Lóðrétt: 1 Hrólfur, 2 eitur, 3 iður, 4 mökkinn, 5 ið, 6 lugu, 7 dró, 11 taska, 15 rauð, 17 eim, 18 tau, 19 ló. Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 „

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.