Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Útlönd NATO í kapphlaupi við tímann: Serbar herða á grimmdarverkum FLOTTAMENN FRA KOSOVO Flóttamenn undan bardögunum í Kosovo streyma til Albaníu og annarra nágrannalanda. NATO áætlar aö meira en fjórðungur íbúanna hafi farið á vergang á síðastliðnu ári Flóttamenn frá Kosovo (nýjustu tölur) Á vergangi 280.000 innan frá því í mars 1998 Kosovo .................... Serbía "i 30-000 Svartfjallaland 35.000 26. mars: 25.000 Makedónía 16.000 26. mars: 16.000 Bosnía 14.000 26. mars: 10.000 Albanía 70.000 26. mars: 18.500 ~ TÓ0.ÖÖÖ Önnur Evrópu- lönd SAMTALS 515.000 L albanIa 1 Heimitd: FHSÞ \ Khatami hættir viö Frakklands- för vegna vínveitinga Forseti írans, Mohammad Khatami, er hættur við opinbera heimsókn sína til Frakklands þar sem Jacques Chirac Frakklands- forseti heimtar aö vin veröi á boðstólum í kvöldverðarboði íransforseta til heiðurs. Gert hafði verið ráð fyrir að Khatami kæmi til Parísar 12. apr- íl næstkomandi. En samkvæmt frétt í franska blaðinu Libération getur Khatami, sem er síamúslími, ekki hugsað sér að sitja við veisluborð þar sem vín er framreitt. Hundrað létust í jarðskjálfta á Indlandi Að minnsta kosti hundrað manns eru taldir hafa látið lífið og þrjú hundruð slasast, þar af margir alvarlega, í öflugum jarö- skjálfta sem reið yfir norðurhluta Indlands á sunnudagskvöld. Skjálftinn, sem var 6,8 á Richter og stóð yfir í 50 sekúndur, varð í Uttar Pardes við landamæri Kína og Nepals. í bænum Chamoli, sem varð verst úti í skjálftanum, hafa fund- ist fimmtíu og átta lík. Níutíu pró- sent allra bygginga í bænum eyðilögðust. Björgunarmenn leita enn að fórnarlömbum skjálftans í Chamoli. Hús í að minnsta kosti fjórtán bæjum eru sögð hafa jafnast við jörðu í skjálftanum sem fannst víða um norðurhluta Indlands, vesturhluta Nepals og suðurhluta Kína. Fimmti hver Breti fátækur Fimmti hver íbúi Bretlands er fátækur, að því er segir í opin- berri skýrslu sem kynnt var í London í gær. Er það næstum þrisvar sinnum fleiri en fyrir tutt- ugu árum. Samkvæmt skýrslunni, sem byggist á tölum frá 1997, búa yfir tólf milljónir Breta við fátækt. íbúar Bretlands eru alls 59 millj- ónir. Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær að allt benti til að verið væri að fremja þjóðarmorð á albönskum íbúum Kosovo. Þá herma fregnir að Serbar haldi tuttugu þúsund Albön- um, aðallega konum og bömum, í eins konar fangabúðum og að nota eigi fólkið sem skildi gegn loftárás- um Atlantshafsbandalagsins (NATO). Dæmi um sögu af grimmdarverk- um Serba er frásögn Kens Bacons, talsmanns bandaríska vamarmála- ráðuneytisins, af túlki fyrir Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Túlkinum var sagt að „kyssa eiginkonuna og bömin af því að hann myndi ekki sjá þau framar." Túlkurinn, sem hét Kacho Kelm- endi, faöir hans og fóðurbróðir voru síðan fluttir á brott. „Þeir voru skotnir og lík þeirra fundust við vegarbrúnina. Eiginkona Kachos Kelmendis bar kennsl á þau. Það eru svona atburðir sem eiga sér stað í Kosovo," sagði Ken Bacon. Margir sérfræðingar hafa lýst yf- ir áhyggjum sínum af því að loft- árásir NATO dugi ekki til að fá Serba til að láta af voðaverkum sín- um í garð óbreyttra borgara. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, vísaði fullyrðingum Vesturlanda um að Serbar væm að fremja þjóðarmorð á Albönum í Kosovo á bug. „Hið raunverulega þjóðarmorð í Kosovo er til komið vegna hemað- araðgerða NATO,“ sagði ívanov. Hann bætti við að albanskir að- skilnaöarsinnar notfærðu sér loft- árásir NATO til að ráðast á serbnesk skotmörk. Ráðamenn NATO viðurkenna að þeir séu í kapphlaupi við tímann til að stöðva þjóðernishreinsanir Serba. Þær hafa leitt til þess að all- ir íbúar ákveðinna svæða í Kosovo hafa flúið heimili sín undanfama daga. Flugsveitir NATO héldu loftárás- um sinum á Júgóslavíu áfram í nótt. Ráðist var á flugvelli í bæði Serbíu og Svartfjallalandi, á flug- vélaverksmiðju í úthverfi Belgrad og herstöðvar í Pristina, héraðshöf- uðborg Kosovo. Serbneska útvarpið skýrði frá því í nótt að flugvél NATO, sennilega bresk Harrier, hefði verið skotin niður nærri Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Fullorðin kona frá Kosovo með barnabarn sitt í fanginu grætur við komuna til Skopje, höfuðborgar Makedóníu. Flóttamenn frá Kosovo streyma yfir landamæri nágrannaríkjanna vegna voðaverka Serba heima í héraði. Fregnir berast í sífellu af grimmdarverkum Serba gegn óbreyttum borgurum. Prímakov til Belgrad í dag: Reynt að koma vit- inu fyrir Milosevic Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, er væntanlegur til Belgrad í dag tO að reyna að telja Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta á að samþykkja friðaráætlun- ina um Kosovo og komast þannig hjá frekari loftárásum NATO. Fréttaskýrendur telja ferð Príma- kovs erfiðasta verkefnið sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Ef honum tekst ætlunarverk sitt mun það auka áhrif Rússa á alþjóðavett- vangi. Aðildarlönd NATO, einkum þó Frakkar, telja að Rússar einir séu þess megnugir að sannfæra frænd- ur sína Slavana í Júgóslavíu um ágæti friðarsamningsins um Kosovo sem gerir ráö fyrir sjálf- stjórn héraðsins. Javier Solana, aðalframkvæmda- stjóri NATO, óskaði Prímakovs góðs gengis í viðræðunum við Milosevic. í för með Prímakov verður ívanov landvamaráðherra auk yfir- manns leyniþjónustunnar. Stjóm- völd í Moskvu hafa gagnrýnt loft- árásir NATO harðlega og gripið til orðfæris frá árum kalda stríðsins. Stuttar fréttir r>v Armani kærður Tískukóngurinn Giorgio Armani hefur verið kærður fyrir kynferöislega áreitni. Bonnie Solomon, fyrrverandi auglýs- ingastjóri Armani, segir Armani hafa gert líf sitt að helvíti og heimtar 800 milljónir króna í skaðabætur. Fyrirskipa hærri laun Yfirvöld í Venesúela krefjast þess að vinnuveitendur í einka- geiranum hækki lágmarkslaun verulega. Lágmarkslaun hjá hinu opinbera vom hækkuö um 20 pró- sent í febrúar síðastliðnum. Úrslitatilraun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, for- sætisráðherra írlands, munu funda í dag í Belfast með helstu stjórn- málamönnum N-Mands. Gera á úrslitatilraun til að leysa af- vopnunardeiluna. Hætta er talin á að alda ofbeldis hefjist á ný ná- ist ekki lausn í þessari viku. Fangauppreisn Lögreglan í Brasilíu beitti táragasi og kylfum þegar hún braut á bak aftur sólar- hringslanga fangauppreisn sem krafðist sex mannslífa. Uppreisn- in braust út eftir misheppnaða flóttatilraun. Sakaður um mútuþægni Forsætisráðherra Rússlands, Jevgení Primakov, er sagður hafa tekið við að minnsta kosti 800 þúsund dollurum frá íraksstjóm til að hindra vopnaeftirlit Sam- einuðu þjóðanna. Þetta kom fram í grein í bandaríska tímaritinu New Yorker. Heiðra hina látnu Forsætisráðherrar Frakklands og Ítalíu, Jospin og D’Alema, lögðu í gær kransa í Mont Blanc- göngin þar sem að minnsta kosti 40 manns létu lífið í eldsvoða. Ekki við útförina Stjómarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi ætlar ekki að fara til Englands til þess að vera við útför eiginmanns sins. Eigiiimaður hennar, Michael Aris, lést úr krabbameini á laugai’daginn. Yf- irvöld í Burma hafa veitt Suu Kyi fararleyfi en hún óttast að hún fái ekki að snúa aftur þiggi hún boðið. Árás hrundið Yfirvöld í Eþíópíu kváðust hafa hmndið árás hers Erítreu við landamæri ríkjanna í gær. Yfir- völd í Erítreu vísuðu því á bug að þau hefðu gert árás. Pinochet veitt ný von Fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, vann einn sigurinn yfir breska réttar- kerfinu í gær. Lávarðadómstóll- inn skipaði innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, að meta á ný hvort breskir dómstólar gætu fjallað um fi-amsalskröfu spænsks dómara. Játar sekt sína Bandarískur landgönguliði lýsti sig í gær sekan um samsæri og aö hafa hindrað framgang rétt- visinnar við rannsókn á því þegar bandarísk herflugvél flaug á kapla sem héldu uppi kláfferju í ítölsku Ölpunum. Tuttugu manns fórust í slysinu. Titrarar í lagi Dómari í Bandaríkjunum hefur numið úr gildi lög í Alabama sem banna titrara. Dómarinn segir yf- irvöld ekki hafa fært nægilegar sönnur á að titraramir, sem not- aðir em í ástarleikjum, séu ósið- legir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.