Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Lesendur Hvenær er þjóðarat- kvæðagreiðslu þörf? „Till hvers að selja fyrirtæki sem skilar tvö þúsuud milljónum í hagnað rúmlega það - í þjóðarbúið?" spyr bréfritari. -°g Spurningin Hvað finnst þér skemmti- legast við snjóinn? (Spurt í Vík.) Þorvaldur Bjöm Matthíasson: Mér finnst gaman að kasta snjóbolt- um. Karen Rut Ólafsdóttir: Að renna mér á rassinum. Sigríður Guðnadóttir: Að búa til snjókarla. Brynjar Ögmundsson: Að renna mér á sleða. Ingveldur Anna Sigargeirsdóttir: Að byggja snjóhús. Erna Jónsdóttir: Að búa til snjó- hús og göng i snjónum. Bárður S. Magnússon skrifar: Rúmlega tvö þúsund milljóna króna hagnaður, vel rekið og traust fyrirtæki að mínu mati. Sjálfsagt að selja þetta fyrirtæki, helst strax á morgun, til almennings í landinu svo hann geti nú tekið þátt í öllum gróðanum. Og mikið er nú háttvirt- ur samgöngumálaráðherra mikið góðmenni að ákveða þetta fyrir okk- ur hin, enda borgar sig ekki að spyrja þennan blessaða almenning um svona smáræði. En stöldrum aðeins við og spyrj- um: Hver á Landssímann? Er það háttvirtur samgönguráðherra eða er það almenningur í landinu? Og enn spyr ég: Til hvers að selja fyrir- tæki sem skilar tvö þúsund milljón- um í hagnað - og rúmlega það - í þjóðarbúið og skilar sínu hlutverki vel, að mínu mati? Til þess að sam- keppni ríki á markaðnum? Ég veit ekki betur en hún riki, svo varla er það ástæðan. Er það kannski gert tU að almenningur geti nú keypt sér hlutabréf eins og í Búnaðarbankanum? Eða kannski til þess að hinir stóru geti látið al- menning kaupa fyrir sig hlutabréf, eins og frægt er orðið? Ég geri þá kröfu til ráðamanna hér að þeir ómaki sig að spyrja hina raunverulegu eigendur þessa fyrir- tækis hvort eigi að selja það eða ekki. Sum siðmenntuð lýðræðisleg samfélög nota t.d. þjóðaratkvæða- greiðslu til þess arna. Ég geri þá kröfu til stjómmálaflokka að þeir geri grein fyrir sinni stefnu í þessu máli fyrir kosningar. Miðað við reynslu mína í hinu svokallaða gagnagrunnsmáli, sem mér fmnst Kristinn Breiðfjörð skrifar: í fyrirspurnatíma ráðherra á ný- afstöðnum landsfundi Sjálfstæðis- flokksins beindi aldraður lands- fundarfulltrúi orðum sínum til fjár- málaráðherra og sagði frá því, að um áramótin síðustu hefði verið tekið út af bankabók hans ein króna í fjármagnstekjuskatt. Spumingin til ráöherra var þessi: Er þessi inn- heimta viturleg? Skarphéðinn Einarsson skrifar: Sl. 6 mánuði dvaldi ég í Bretlandi. Þar em margir hlutir í miklu betri farvegi en hér á landi, t.d. heilsu- gæslan. Hún er öllum breskum borguram ókeypis, bæði koman á heilsugæslustöðina og röntgen- myndataka og önnur þjónusta. Ör- yrkjar og aldraðir fá frí lyf og at- vinnulausir, öryrkjar og aldraðir fá húsaleigubætur allt að 300 pund á mánuöi auk lífeyris sem er að vísu ekki hár, u.þ.b. 60 pund á viku. Þessa upphæð má reyndar þrefalda þar sem verö á matvöra er lágt og ég varð m.a. vitni að verðstríði milli stórmarkaðanna á brauði. Það end- aði með því að ASDA-keðjan selur nú 800 g brauö á 11 íslenskar krón- ur! Lambakjöt er selt á rúmar 100 vera ein sú mesta svivirða sem hent hefur þessa þjóð, býst ég ekki við aö háttvirtur samgönguráðherra ómaki sig að spyrja okkur hin nú frekar en áður um smámuni sem þessa. Hins vegar ættum við að gera okkur grein fyrir, miðað við undan- gengna reynslu og samþykktir framvarpa, t.d. um hækkun sjálf- ræðisaldurs, sk. hálendisfrumvarps og gagnagrannsframvarps, að þessi þjóö hlýtur að hafa eitthvað um svo gríöarlega stór og mikilvæg málefni að segja. Ráðherra svaraði og sagði að sér fyndist hún ekki viturleg og sagði að maðurinn ávaxtaði ekki peninga sína vel og hann ætti að tala við bankastjóra sinn um betri ávöxtun- armöguleika. Þessi lokaummæli ráðherrans voru út í hött, að mínu mati, því málið er að það þarf að taka á þessu alveg sérstaklega. Þúsundir bankabóka barna, ung- linga og aldraöra t.d. eru með smá- krónur á hvert kíló og kjöt frá Nýja- Sjálandi kostar 70 krónur kílóið. Það myndi stórlækka verð á kjöti hér á landi væri það flutt inn. Hátt matarverð hefur flæmt ferðamenn frá íslandi og er landið nú á lista yfir dýrastu ferðamannalönd í heiminum. Ekki skortir áhuga út- lendinga á landihu því í BBC hafa birst fallegar myndir af landslagi og Vissulega kjósum við háttvirt Al- þingi en þegar ég kaus í síðustu kosningum fylgdi a.m.k. ekki með kjörseðlinum leyfi mitt til aö selja hæstbjóðanda heilsufarsupplýsing- ar mínar, trúnaðarmál mín og míns læknis eða umboð til hækkunar á sjálfræðisaldri. Almenningur á að gera þá kröfu að hann hafi eitthvað til málanna að leggja. Krafa mín er sú að ráða- menn þjóðarinnar sýni þá lág- marksvirðingu að nota verkfæri lýðræðisins í viðamiklum málum sem þessum. inneignir, og algengt er að fjár- magnstekjuskattur sé frá einni krónu og upp í þetta 20-30 krónur. Ég legg til að tölvur innheimtuað- ila séu stilltar þannig að þær felli niöur allan íjármagnstekjuskatt og aðra skatta sem eru undir 100 krón- um. Sú innheimta sem er í gangi nú er alltof dýr, hvemig sem á málin er litið. Þama er verið að eyða en ekki spara. sá ég fallegar myndir úr jeppaferð- um á hálendinu og fólki að synda i útisundlaugum með snjó í bak- granni. Fólk trúði ekki sínum aug- um. Á íslandi er bjart allan sólar- hringinn á sumrin og við höfum allt sem við þurfum. Byggjum upp öfl- uga ferðamannaþjónustu, hún mengar ekki en færir þjóðinni háar upphæðir á ýmsum sviðum. DV Ellefufréttir á RÚV Baldur hringdi: Fréttaæðið er stórfenglegt hjá okkur íslendingmn. Við höfum ekki undan að fylgjast með frétt- um, hvort sem eru í útvarpi, sjónvarpi eða dagblöðunum. Ég verð víst aö viðurkenna að ég er einn af þessum fréttasjúku, verð að hlusta bæði á fyrri og síðari fréttir á Stöð 2 og svo horfi ég á aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins. Mér finnst hann skástur ef frá eru teknar fréttir af sjávarútveg- inum sem eru of tíöar. En alveg er ég hættur aö horfa á síðari fréttir hjá Ríkissjónvarpinu. Og ástæöan er sú að ég veit aldrei hvenær þær byija. Einn daginn hefjast þær 11.05, næsta dag 11.01 og svo kemur það iðulega fyrir að þær hefjast ekki fyrr en fimmtán mínútum eftir að þær eiga að hefjast. Væri ekki ráð að Markús Örn gerði eitthvað í þessu? Óháða frekar en Frjálslynda Stefán hringdi: Nú fer að færast fjör í stjórn- málin. Maður les um Frjálslynda flokkinn og að hugsanlega komi fram á sjónarsviðið flokkur Óháðra, á landsvísu, sem standi fyrir eign almennings á auðlind- um okkar og fleira af svipuðum stofhi. Með þá Ellert B. Schram, Guðmund G. Þórarinsson og Jón Magnússon og kannski fleiri þekkta aðila úr stjómmálum og þjóðmálum almennt tel ég kom- inn grundvöll fyrir allgóðu fylgi margra kjósenda. Ég myndi ekki hika við að kjósa nýjan stjóm- málaflokk undir heitinu Óháðir og miklu fremur en Frjálslynda flokkinn sem mér sýnist ekki eiga miklu fylgi að fagna eins og er a.m.k. Milljörð en ekki milljarður Friðrik Friðriksson hringdi: Mér hefur alltaf verið hálf í nöp við orðið „miOjarður" þegar talað er um þúsund milíjónir króna t.d. Mér finnst eðlOegra að orðið héti „miUjörð", t.d. ein mflljörð eða tvær miUjarðir. Orð- ið , jörð“ er eitthvað sem stendur í huga okkar sem eign, eitthvað áþreifanlegt og eigulegt. - Ekki ónýtt að eiga kannski 3 miUjarð- ir í peningum. Bandaríkjamenn tala ekki um milljarð, heldur biUjón. Mér finnst ekki oft talað um milljarða króna í öðrum tungumálum heldur. Ég legg tU að við breytum tU og tölum um miUjörð eða svo og svo margar þúsundir milljóna. AUa vega tímabært þegar Evran kemur tU okkar, eða enn arinar gjaldmiðill sem hlýtur að koma bráölega. Slæmt ástand á Höfn fbúi á Höfn skrifar: Það er aldeflis ástandið héma í bænum hjá okkur. Og við ætt- um að skammast okkar fyrir þaö að þurfa að boða til borgara- fundar héma í bænum þar sem sannkallaður afbrotafaraldur hefur geisað héma upp á síðkastið. Ég get ekki oröa bundist yfir því að unga fólkið okkar sé að gera bænum svona mikið ógagn með því að brjóta af sér. Það er ekki fjölmiðlaum- fjöhunin sem skiptir máli held- ur það að aUt er á reiöiskjálfi hérna í bænum: maður laminn úti á götu, hreindýr drepin á viðurstyggilegan hátt og svona mætti lengi telja. Ég skora á aUa íbúa að taka höndum saman og reyna að leysa vandamáUð á vit- rænan hátt. Við sem búum úti á landi eru þekkt fyrir að vera samheldið fólk - það reynir á það núna. Allt of dýr innheimta Dýr matur á íslandi Bréfritari var nýlega í Bretlandi þar sem lambakjötið var selt á 100 krónur kflólð. - Hvað skyldi það kosta í þessari íslensku verslun?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.