Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 15 Innbyggða skilaboðaskjóðan / draumum okkar upplifum við heim þar sem allt get- ur gerst. Stundum er ævintýrabragur yfir þessum heimi og stundum vekur hann hjá okkur ugg - bæði í svefni og vöku. Sumir draumar eru beinlínis að senda okkur skilaboð. Leiðsögn lífs okkar ..Draumar eru á eins konar myndmáli sem þarf aö túlka. Þeim má líkja viö myndagátu sem þarf að ráða.” DV-mynd Hilmar Þór egóið eða okkar lægra sjálf sem stjómar en þá látum við stjómast of mikið af tílfinningum okkar og um- hverfi. Þegar við sofum er skarkali mnhverfisins í lágmarki. Þá era meiri líkur á að við heyrum þá hvislandi rödd sem býr hið innra með öllum. Svefn eða hugleiðsla era leiðir til að bæta jafnvægi hvers ein- staklings. Við sækj- umst öll eftir jaíhvægi og að okkur liði vel. í gegnum drauma og hugleiðsluna hef ég lært að skynja og skilja að heim- urinn er fuilur af einhveiju sem við erum ekki meðvituð um dags „Við erum í svo mikilli ró þegar við sofum að iíkur eru til þess að draum- arnir geti leiðbeint okkur eða náð sambandi við okkur.“ DV-mynd S Jón segir að hægt sé að rækta drauma með ýmsum aðferðum. „Þetta er veröld út af fyrir sig og sumir kjósa að kyrnast henni. Við getum tamið með okkur ákveðnar athafnir áður en við förum að sofa til þess að vekja meðvitund okkar inn á draumana þannig aið við vöknum til þess að muna draumana. Viö getum til dæmis drukkið mikinn vökva áðm- en við fórum að sofa því þá erum við nokkuð viss um að við vöknum til þess að fara á salemið. Þá era meiri líkur á að við mun- um draumana en ef við sofum til morg- uns.“ -SJ Jón Jóhann Jóhannsson er raf- virki, jógakennari og drauma- ráðningamaður. „Draumar era oft eins og ævintýri og þar af leiðandi sér fólk ekki leiðsögnina í þeim. Á einhvem hátt tekst mér stundum að sjá annað út úr draumunum en þá at- burðarás sem fólkið er að lýsa. Hús getur þýtt útvíkkun á eigin líkama og fugl getur táknað frelsi eða huga við- komandi. Vatn tengist tílfinningalifL“ Jón segir að draumar séu leiðsögn- in í lífi okkar. Fyrir honum era draumar aðferð sálarinnar eða and- ans til að ná sambandi við okkur. „Við erum í svo mikilli ró þegar við sofúm að líkur era til þess að draum- amir geti leiðbeint okkur eða náð sambandi við okkur.“ Hann segir að það sé okkar æðra sjálf, sál eða andi sem sé að leiðbeina okkur. „í okkar daglega lífi er það Skoðun Þórdísar er að sumir draumar tengist því að undirmeðvit- imdin sé að leiðbeina okkur og losa um stíflur og óþægindi. Hún er stundum berdreymin. Þegar hún dreymir föður sinn dauðadrakk- inn stenst það alltaf að hann á eftir að veikjast. Þórdís á þrjár draumráðningabæk- ur en notar þær nær ekkert. „Tíu manneskjur getur dreymt sama drauminn og hann getur haft tíu merkingar." Draumar Þórdísar hafa áhrif bæði á svefn hennar og vöku. „Ég vakna oft um miðjar nætur út af draumum. Mér fmnst ég í rauninni vakna til þess að muna draumana." Hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sem hefur mikinn áhuga á því sem gerist í heiminum sem fólk upplifir í Ég tel drauma vera hugsanir og tilfmningar sem koma fram í svefninum," segir Siguijón Bjömsson sálfræðingur. „Þær geta til- heyrt nútíðinni eða fortíðinni og venjulega era þær brenglaðar og koma fram í alls konar gervi þannig að erfitt er að skilja hvað maður er að fara í draumnum. Draumar era á eins konar myndmáli sem þarf að túlka. Þeim má líkja við myndagátu sem þarf að ráða.“ Siguijón segir að í langflestum til- vikum sé um að ræða hugsanir og til- finningar sem af einhveijum ástæðum fá ekki að komast að i vöku. Oft er það af því að við viljum það ekki. „í svefn- inum slaknar á stjóm sálrænnar starf- semi þannig að ýmislegt kemur upp á yfírborðið sem annars liggur niðri. Draumar lýsa dýpra inn í sálarlíf okk- ar en gerist í vöku.“ Siguijón segir að þeir fræði okkur um ýmislegt ef tök eru að ráða þá. „Að mínu áhti er ekkert dularfúllt við drauma.“ Draumamir era skilaboðaskjóðan okkar. Þar sem þeir tengjast hugsun- um okkar og tilfmningum segir Sigur- jón að ekki ætti að tala mikið um þá við ókunnuga. „í draumana fléttist oft ýmislegt sem gerst hefur deginum áður sem maður hefur kannski ekki tekið of vel eftir. í draumana fléttist líka ýmislegt úr ævinni, svo sem at- burðir, frásagnir og annað sem fyrir mann hefúr borið. Það má segja að í mörgum tilvikum sé öll ævin undir.“ Siguijón tekur mark á draumunum sínum. „Ég spyr sjálfan mig svohtið að því hvað sé að gerast í hausnum á mér. Það getur stundum komið manni svo- litið á óvart að maður hafi verið að velta hinu og þessu fyrir sér og haft áhyggjur af einhveiju án þess að hafa gert sér grein fyr- ir því. Maður heldur áfram að hugsa í svefhi og getur stundum hugsað svolitið lengra heldur en þegar maður er vakandi." -SJ „Ég vakna oft um miðjar nætur út af draumum. Mér finnst ég í rauninni vakna til þess að muna draumana." DV-mynd Hilmar Þór Þórdís Ásgeirsdóttir hefur alltaf pælt mikið í draumum. Ástæð- una segir hún vera að hana hafi alltaf dreymt skrýtna og tákn- ræna drauma. „Stundum era draum- amir gjörsamlega ótúlkanlegir svo sem vatn í útlínum bams. Ég hugsa ekkert um draumana nema mér finn- ist þeir vera að segja mér eitthvað." Sumir draumar hafa hjálpað henni. „Ég er að vinna með sjálfa mig og túlka draumana mina sem leiðsögn. Einhvem tímann dreymdi mig tákn- rænan draum og gat í rauninni unnið út frá honum.“ svefhi. Þannig er líka farið með syst- ur hennar og hringir hún oft í Þórdísi og spyr hvað hún haldi að draumar hennar tákni. Þórdís á fimm böm og eins og móð- irin tala þau hka um draumana sína. „Ég á fimm ára dóttur og þegar ég fór nýlega með hana á leikskólann sagði hún að hana hafi dreymt að ég hafi átt hundrað ára afmæli. Þegar ég var að fara að fá mér bita af súkkulaðiköku þá dó ég.“ Hún hlær og segir að draumurinn hafi ekki táknað neitt. -SJ Myndmál draumanna Vatn í útlínum bams

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.