Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 33 V trimm Góð þátttaka í mars-maraþoni: Sól og blíða léku við keppendur Árlegt marsmaraþon fór fram síö- astliðinn laugardag, 27. mars, og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Hinn mikli fjöldi þátttakenda endurspeglar vel þann almenna áhuga sem ríkir í þessari grein og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þrjátíu og tveir þreyttu heflt maraþon og 18 pör kepptu í para- flokki. Keppendur geta ekki kvartað undan veðrinu, blíðskaparveður var og sólin yljaði hlaupurum á leiðinni. Ekki var þó höggvið nærri íslandsmeti í grein- inni (2:19:46, Sigurður Pétur Sigmunds- son, 1985), enda ekki við því að búast á þessum tima árs. Marsmaraþon er miklu fremur táknrænt sem fyrsta maraþonhlaup ársins og gefur tóninn fyrir komandi hlaup. Margir hlauparanna voru greinilega að nota marsmaraþonið sem æfingu fyrir Lundúna-maraþon en það fer fram eft- ir þrjár vikur. Stór hópur þeirra sem tók þátt í marsmaraþoni ætlar að mæta til leiks í Lundúna-maraþoni. Keppendur voru ræstir af stað klukkan 10.00 og 11.00 um morguninn. Fyrri timasetningin var fyrir þá sem ætluðu sér að fara á lengri tíma en 4.15 klst og fór svo að lungi hlauparanna valdi sér þá tímasetningu. Það kom fáum á óvart að Ingólfur Geir Gissur- arson skyldi koma fyrstur í mark í marsmaraþoni en hann var tæpum 15 mínútum á undan næsta manni (Sig- urði Ingvarssyni). Paraboðhlaupið unnu hjónin Stefán Stefánsson og Erla Gunnarsdóttir en Gauti Höskuldsson og Hafrún Friðriksdóttir voru rúmum 7 mínútum á eftir þeim Stefáni og Erlu. Það setti leiðinlegan svip á keppn- ina að einhveijir skemmdarvargar höfðu skemmt einn vegvísinn í Grafar- voginum sem varð til þess að systum- ar kunnu, Martha og Bryndis Emts- dætur, fór ranga leið og hlupu styttra. í lok hlaups vom keppendum veitt handsmíðuð verðlaun og heiðurinn af því verki á stjóm Félags maraþon- hlaupara. Sigurvegarar í hverjum flokki fengu Mizuno skó en einnig vom veitt fjöldi útdráttarverðlauna frá Leppin. -ÍS Eftirtaldir náðu bestum tima í heilu maraþoni: 1. Ingólfur Geir Gissurarson3:06:45 2. Sigm-ður Ingvarsson 3:21:34 3. Svanur Bragason 3:22:17 4. Ágúst Kvaran 3:22:17 5. Orville Utley 3:26:19 6. Pétur Helgason 3:26:31 7. Þórðiu- Sigurvinsson 3:26:53 8. Halldór Guðmmidsson 3:28:16 9. Geir Guðjónsson 3:34:19 10. Jósep Magnússon 3:34:34 Eftirtalin pör náðu bestum tima í parahlaupinu (2x21,1 km): 1. Erla Gunnarsdóttir-Stefán Stef- ánsson 3:11:35 2. Gauti Höskuldsson-Hafrún Frið- riksdóttir 3:18:50 3. Gígja-Þórður Sigurvinsson 3:20:40 4. Jónína Ómarsdóttir-Magnús Þór Jónsson 3:28:57 5. Gunnur Einarsdóttir-Hjörtur Ólafsson 3:29:12 ^ Óvíða eru aðstæður til maraþon- hlaups betri en í Mývatnssveit. Mývatn og maraþon Líklega hefur almættið haft mara- þon í huga þegar það skapaði Mývatn. Og mannshöndin bætti um betur og lagði 40 kílómetra veg umhverfis vatn- ið. Óvíða era aðstæður til maraþon- hlaups betri en í Mývatnssveit. Mara- þonmenn þurfa hvorki að hlaupa sama hringinn aftur og aftur né leggja ótal lykkjur á leið sína. Þeir hlaupa einfaldlega beint af augum, hlusta á endumar kvaka og virða fyrir sér feg- urð fjallahringsins frá síbreytilegu sjónarhomi. Skipuleggjendur Mý- vatnsmaraþons vita hvers virði þessar staðreyndir em og áhugamenn um maraþonhlaup em að vakna til með- vitundar um þessi sannindi. Þátttaka í Mývatnsmaraþoni eykst ár ffá ári og útlit fyrir enn frekari aukningu í sum- ar. Sumarið 1995 var fyrsta Mývatns- maraþonið þreytt í hlýju, sólarlitlu veðri og logni eins og það aðeins getur oröið á hálendinu. Fólk flykktist að og mættu 170 manns. 1996 mættu 270, 1997 komu 385 hlauparar og núna á síðasta ári spreyttu sig 335 manns. í heilmaraþoni vom 50 hlauparar og var sett íslandsmet í þátttöku íslend- inga í þvi. Skipuleggjendur hlaupsins stefna að því að gera Mývatnsmaraþon að ár- vissum stórviðburði og næst verður ræst til keppni fóstudaginn 25. júní 1999 kl 21.00. Maraþonhlauparamir verða því að hlaupa í hinni margróm- uðu miðnætursól í Mývatnssveit. Brautarmetið í Mývatnsmaraþoni er í eigu Ingólfs Geirs Gissurarsonar, 2:45:05, og var sett á síðasta sumri. Góður tími náðist í hlaupinu i fyrra. Sveit VIP bætti brautarmet um rúma eina klukkustund og hljóp á timanum 9:04:13. Ingólfur Geir var meðlimur í þeirri sveit en aðrir hlauparar í sveit- inni Pétur Haukur Helgason, Trausti Valdimarsson, Vöggur Magnússon og Þórður Guðni Sigurvinsson. Þaö kæmi ekki á óvart að bæði þessi met verði slegin í hlaupinu í sumar ef að- stæður verða góðar. IFram undan... Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar ** 1 Hefst kl. 14 við Félagslund í I Gaulverjabæjarhreppi. Vega- | lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, I bæði kyn: 14 ára og yngri (3 |s km), konur 39 ára og yngri, 40 j ára og eldri (5 km), opinn flokk- I ur kvenna (10 km), karlar 39 ára * og yngri, 40-49 ára, 50 ára og 1 eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýs- . ingar gefur Markús ívarsson í j sima 486 3318. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó *** Hefst kl. 13 við Ráðhús | Reykjavíkur. Vegalengd 5 km | með tímatöku. Flokkaskipting, I bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 § ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 | ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. | Keppnisflokkar í sveitakeppni i eru íþróttafélög, skokkklúbbar | og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki. Boðið 1 verður upp á kaflihlaöborð eftir Ihlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11. Upplýsingar gefa Kjartan I Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar ** | Hefst kl. 13 á Víðistaðatúni í I Hafharfirði. Vegalengdfr: 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára I óg yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), J 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), | 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, í karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar: Sigurður Haraldsson í I sima 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku * Upplýsingar: Fanney Ólafsdóttir í sima 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiðamanna * | Upplýsingar: Valgerður Auðuns- I dóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA ** ; Hefst við íþróttahúsið að :: Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og a búningsaðstaða við sundlaug i Varmár frá kl. 11.30. Vegalengd- fr. 3 km án timatöku hefst kl. 13 I og 8 km með tímatöku og sveita- | keppni hefst kl. 12. 45. Sveita- : keppni. Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem Ijúka í keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar: ! Kristín Egilsdóttir í síma 566 ? 7261. Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa og af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablað um brúðkaup miðvikudaginn 14. apríl. Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess. Öllum þeim sem hafa skemmtilegar ábendingar og tillögur um efni blaðsins er bent á að hafa samband við Sólveigu Sigurbjörnsdóttur í síma 550 5000 sem fyrst. ' ^ _ ff Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut í síma 550 5720 eða Gústaf í síma 550 5731 hið fyrsta en þó eigi síðar en 8. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.