Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 15 Gjafir á kostnað annarra Umræður okkar stjórnmálamannanna einkennast æ meira af því, að sumir setja skoðanir sínar á upp- boðsmarkað. Þetta er gert á þann veg, að einn segist ætla að veija einum milljarði í þágu einhvers mál- efnis, síðan kemur sá næsti og býður kjós- endum tvo miUjarða, þá nefnir hinn þriðji þrjá milljarða króna og svo koll af kolli. Stundum dettur manni í hug, að ein- faldast væri fyrir stjómendur umræðu- þátta í sjónvarpi að nefha málefni einhvers þrýstihóps- ins og biðja þátttakendur að bjóða i það með milljörðunum sínum. Stjómmálaumræður era einfald- aðar mjög með þessu talnaflóði, þótt erfltt geti verið að fóta sig í flauminum. Annars vegar er reynt að höfða til þrýstihópa í því skyni að nefna tölur þeim til hæfis, hins vegar er farið ofan í saumana á sérgreindum atriðum á þann hátt, að enginn botnar neitt í neinu. Dýr fylking Hér hófst þessi talnaleikur fyrir kosningarnar núna strax og fylk- ing vinstrisinna setti fram stefnu- skrá sína. Öllum var ljóst, að þar var boðað eitthvað, sem kynni að kosta ríkissjóð á bilinu 40 til 60 milljarða króna. Með öðram orð- um var verið að leggja grunn að opinberri óráðsíu og skattheimtu í samræmi við hana. Við öllum blasti, að hinn almenni launamað- ur yrði rúinn inn að skinninu. Fylkingin dró í land og boðaði nýja stefnu, sem hún taldi kosta 34 milljarða króna, sé rétt munað. Jafnframt var því slegið fram í blekk- ingarskyni af Jó- hönnu Sigurðardótt- ur, höfuðmálsvara op- inherrar eyðslu, að einhvers staðar leynd- ust 100 milljarðar króna í ríkiskassan- um, kailaði hún á Þjóðhagsstofnun til vitnis um það. Glötuð hagsæld Fæstir yrðu varir við hagsældina af því, að ríkið færi að dreifa þessum fjárhæðum út og suður. Ástæðan fyrir því er einfóld. Þessir peningar vaxa ekki á trjánum, jafnvel ekki þótt vinstrifylkingin kæmist til valda. Þeir eru einfaldlega ekki sóttir annað en í vasa skattgreiðenda, einstaklinga og fyrirtækja. Fylkingin boðar skattahækkan- ir í fimm liðum. Fyrirtækin eiga að greiða hærra tryggingargjald, mengunarskatta og veiðileyfa- gjald. Einstaklingar eiga að greiða 40% fjármagnstekjuskatt og hækka á skatta á hærri laun. Fyr- irtækin hætta að geta greitt hærri laun, atvinnuleysi vex og bótaþeg- um fjölgar. Skuldabyrði heimil- inna vex með hækkun vaxta vegna fjármagnstekjuskattsins. Niðurstaðan verður stöðnun og síðan samdráttur. Upphoðsmarkaður stjómmál- anna er nefnilega þess eðlis, að þeir sem bjóða í málefni þrýsti- hópanna, eru ekki að gera það á eigin kostnað heldur skatt- greiðenda. Eftir hörmulega reynslu af óráðs- íu einnar vinstri stjórnar sótti Sjálfstæðisflokkurinn fram undir kjörorðinu: Varist vinstri slysin. Þessi varnaðarorð eiga fúllt erindi til kjósenda um þessar mundir. Björn Bjarnason „Uppboðsmarkaður stjórnmálanna er nefnilega þess eðlis, að þeir sem bjóða í málefni þrýstihópanna, eru ekki að gera það á eigin kostnað heldur skattgreiðenda." Kjallarinn Björn Bjarnason menntamálaráðherra „Fylkingin boðar skattahækkanir í fimm liðum. Fyrirtækin eiga að greiða hærra tryggingargjald, mengunarskatta og veiðileyfa- gjald. Einstaklingar eiga að greiða 40% fjármagnstekjuskatt og hækka á skatta á hærri laun.“ 30 milljónir, nei takk, 1.000, já takk Sextán þingmenn Framsóknar- flokksins, sem nú lofar þúsund milljónum króna í baráttuna gegn fikniefnum, greiddu atkvæði gegn því á Alþingi fyrir fjórum mánuð- um að hækka framlag til Barna- vemdarstofu um 30 milljónir króna. Ef tillaga Sighvats Björg- vinssonar, Margrétar Frímanns- dóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um þetta 30 milljóna króna viðbótar- framlag hefði verið samþykkt hefði Alþingi a.m.k mætt aukinni fjár- þörf Bamaverndarstofu sem varð vegna ákvörðunar Alþingis um að hækka sjálfræðisaldur i 18 ár. Nú kemur Framsóknarflokkur- inn og lætur eins og honum hafi fundist tillaga Samfylkingarinnar of hógvær. Þess vegna hafi þing- menn flokksins sagt nei við 30 milljónum, þess vegna lofi Fram- sóknarflokkurinn að setja eitt þús- und milljónir í baráttuna gegn fikinefnunum. En auðvitað er þetta fádæma háttarlag framsókn- armanna undir sömu formerkjum og allt annað í þeirra kosningabar- áttu: Fyrirgefningu syndanna. Kosningastefnuskrá Framsóknar- flokksins ætti að heita Fyrirgefn- ing syndanna. Ráðið en ekkert gert Framsóknarmennirnir Páll Pét- ursson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa ráðið ríkj- um í félagsmála- ráðuneytinu og heilbrigðisráðu- neytinu í fjögur ár. Árið 1997 þurftu alvarlega veik börn af vímuefnaneyslu að meðaltali að bíða í 52 daga eftir að komast í meðferð á Stuðl- um. í dag er þessi biðtími 12 mánuðir. Þegar ríkisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks ákvað að hækka sjálfræðisaldurinn í 18 ár var ekki gripið til neinna ráð- stafana til að Barnavemdarstofa gæti sinnt þeim hópi unglinga sem hún átti nú að bera ábyrgð á. í fjárlagafrumvarpi þessa árs var fyrst gert ráð fyrir 36,7 milljóna króna fram- lagi til Barnavemd- arstofú til að mæta þörf fýrir „ný með- ferðarúrræði vegna hækkunar sjálfræðis- aldurs." Meirihluti fiárlaganefiidar lagði svo til að framlagið yrði 66,7 milljónir þó Páll Pétursson félags- málaráðherra viður- kenndi að Bama- vemdarstofa þyrfti minnst 90 milljónir króna til að mæta auknum rekstar- kostnaði vegna hækkunar sjálfræðis- aldurs. Samfylkingin breytti rétt Sighvatur, Margrét, Jóhanna og Guðný fluttu breytingartillögu og lögðu til að Barnaverndarstofa fengi 96,7 milljónir króna til um- ræddra verkefna á þessu ári. Þeg- ar tillagan kom til afgreiðslu á Al- þingi minnti Rannveig Guð- mundsdóttir á að tveimur dögum eftir umræður um „eiturlyfja- vandann" hefði ríkisstjómin sam- þykkt að setja 50 milljónir króna í refafóður. Sú áminning og mál- flutningur stjómar- andstöðunnar al- mennt dugði ekki til og framsóknarmenn tóku allir sem einn þátt i að fella tillög- una. Þeir sem nú ætla að setja 1.000 milljónir í fíkniefnamálin en sögðu að viðhöfðu nafnakalli nei við 30 milljóna króna viðbót- arframlagi til Barna- verndarstofu eru: Finnur Ingólfsson, Guðmundur Bjarna- son, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Guðni Ágústsson, Hjálmar Ámason, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson, Krist- inn H. Gunnarsson, Magnús Stef- ánsson, Páll Pétursson, Siv Frið- leifsdóttir, Stefán Guðmundsson, Valgerður Sverrisdóttir, ísólfur Gylfi Pálmason, Ólafur Örn Haraldsson og Jónas Hallgrímsson sem sat á þingi sem varamaður Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. - Þess skal getið að allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu líka nei við þessari tillögu. Heimir Már Pétursson „Sextán þingmenn Framsóknar- flokksins, sem nú lofar þúsund milljónum króna í baráttuna gegn fíkniefnum, greiddu atkvæði gegn því á Alþingi fyrir fjórum mánuð- um að hækka framlag til Barna- verndarstofu um 30 milljónir króna.“ Kjallarinn Heimir Már Pétursson í 11. sæti Samfylkingar- innar í Reykjavík Með og á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, bikarkeppn- inni og Evrópubikarnum Logi Ólafsson knattspyrnuþjálf- ari. Yfirburðaliö „Manchester United hefur alla burði til að finna þrefalt í vor, í ensku úrvalsdeildinni, bikarkeppn- inni og Evrópukeppni meistara- liða. United hefur á að skipa yfir- burða góðu liði. Það hafa leikmenn þess sýnt og sannað í undan- fórnum leikjum þar sem sigur- inn á Juventus í Torino á Ítalíu ber hæst. Þar vann United upp tveggja marka forskot ítalanna, sem enginn heföi trúað fyrir fram, og sigraði, 3-2. Þetta sýnir hve sterkt þetta lið er. En áframhald- andi sigurganga byggist auðvitað á því að lykilmenn haldist heilir. Nú þegar hefur verið hoggið skarð í liðið fyrir, þar sem fyrirliðinn Roy Keane, sem spilað hefur mjög yel í vetur, verður fjarri góðu ganmi i úrslitaleik Evrópukeppninnar í Barcelona. Hann tekur út leikbann ásamt Paul Scholes. Þetta er ekki síður alvarlegt fyrir þær sakir að United er helst veikt fyrfr á miðj- unni. Sókn og vöm er hins vegar griðarsterk. Ef menn halda form- inu á Arsenal ekki að vera nein hindrun á leið liðsins til Englands- meistaratitils eða Newcastle eða Bayern Múnchen á leiðinni tO Eng- lands- og Evrópubikara. Leikmenn United þurfa einfaldlega að skila inn öllum mögulegum stigum. Þeir gera það og þurfa ekki að hafa áhyggjur af Arsenal á meðan.“ Arsenal er hindrun „í febrúar í fyrra, þegar staða Arsenal benti ekki til að liðið hampaði meistaratitli, sagði ég að sá hlær best sem síðast hlær. Nú, það vita allir hvemig fór. Gengi liða er auðvitað fallvalt en ég hygg að eftir undan- úrslitaleikinn gegn Manchest- er United á dög- unum séu leik- menn Arsenal staðráðnir í að klára dæmið í úrvalsdeildinni. Manchester United er með öflugt lið, en lið Arsenal er einfaldlega öflugra. Arsenal er komið á gott skrið eins og úrslit síðustu leikja sýna og það mun ekkert lið standast þeim snún- ing. Leikmenn United eru undir miklu álagi og eiga erfitt pógramm fram undan, en það verða engir aðrir leikir sem trufla þá. Og þó þeir hafi f raun tvö lið til að klára þrjár keppnir og séu með vel spilandi liö þá munu þeir tapa stigi gegn Liverpool og það mun einfald- iega ráðast af markahlutfalli eftir síðustu umferðina, 15. maí, hver verður Englandsmeistari. Arsenal mætir þá Astton Villa og mun vinna þann leik, 3-0. Þar mun kóngurinn Kanu leika stórt hlut- verk. Þegar öhu er á botninn hvolft er Arsenal aðalhindranin í vegi United á leið til þriggja titla í vor. Það er ekkert flóknara." -hlh Kjartan Bjömsson hárskeri. Kjallarahöfundar Athygli kjaOarahöfunda er vak- in á því að ekki er tekið við grein- um í blaðið nema þær berist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskOur sér rétt tO að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst(S)fr.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.