Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 \CJÞ ’V Sverrir Hermannsson, formaöur Frjálslynda flokksins, á Beinni línu DV: Þriðjungur þingmanna tengdur kvótabraski „Báðir stjórnarflokkarnir taka fram að sjávarútvegsstefnan verði í grund- vallaratriðum óbreytt. Þetta liggur fyr- ir. Enda er Sjálfstæðisflokknum stjórn- aö af peningamönnum í LÍÚ og hann kemst hvorki lönd né strönd. Halldór Ásgrímsson er aðaleigandi að fyrirtæki sem hefur yfir að ráða 10.800 þorskígildistonnum, upp á 9 þúsund milljónir króna, takiði við því! Það er einn þriðji af þingheimi sem á hags- muna að gæta í kvótabraski, þar á með- al Steingrímur J. Sigfússon sem hlut- hafi norður á Þórshöfn," sagði Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins á Beinni línu DV á fóstudags- kvöld. Mikið var hringt í Sverri og hann spurður um kvótamál, framtíð Frjáls- lynda flokksins, Sjálfstæðisflokkinn, Landsbankamál og fleira. Um viðskilnaðinn við Sjálfstæðis- flokkinn sagði Sverrir: „Aðalmálið er að þeir hurfu frá gömlu frjálslyndu stefnunni, einkaframtaksstefiiunni, og nú er þetta miðstýringarflokkur og skömmtunarflokkur, einokunarflokkur eins og sýnir sig á framkvæmd fisk- veiðistjómunar. Þetta gerði að þeir yfir- gáfu mig, - ekki ég þá.“ Sverrir segist vera fylgjandi vígðri sambúð samkynhneigðra en ætlar ekki að berjast fyrir endurupptöku Z-unnar. Aðspurður um stefnu í kvótamálum sagðist Sverrir vilja afnema kvótaúthlut- unina þegar í stað, banna framsal afla- heimilda og gefa veiðar fijálsar í tvö til þijú ár meðan verið er að ná breyting- unni yfir og láta bátaflotann njóta for- gangs að grunnslóðinni og beita togurum utar. „Við setjum hámarksþorskaflann við 400 þúsund tonn, sem er það sem nú er líklega drepið hvort sem er.“ -hlh Alfrelsi allra krókaveiða Jón Ármann Héðinsson, Kópa- vogi: Nú auglýsti einn ráóherrann, Halldór Ásgrímsson, verkin tala, og eins og þú veist þá fyrirskipaói hann í ráóherratíö sinni aó grásleppukarl- ar, nokkur hundruö manns, skyldu taka upp öngulinn og hœtta aö veióa meö öngli eins og gert hafi verið í aldaraöir á íslandi. Nú er hrun og þessir menn eru á vonarvöl hringinn í kringum landiö. Munt þú ekki rétt hag þessara manna og manna á smá- bátum undir sex metrum? „Ég mun beita mér af öllu afli. Við munum eindregið beita okkur fyrir alfrelsi allra krókaveiða." Geir Guðmundsson, Reykjavík: Telur þú að það geti verió einhver tengsl milli Framsóknarflokksins og Jóns Ólafssonar í Skifunni varóandi lóöaúthlutun í Arnarnesi fyrir milli- göngu Landsbankans? „Ég er ekki I nokkrum minnsta vafa um það að þama stendur banka- málaráðherrann á bak við. Lands- bankinn hefði ekki tekið upp á því að fjármagna lóðakaup á yfírverði suður í Amamesi nema fyrir sér- stakan atbeina og svo að gefa lánslof- orð fyrir byggingum á þeim lóðum. Við sjáum líka sambandið. Frétta- menn Stöövar 2 elta frambjóðendur Framsóknarflokksins eins og lambrollu fram og aftur um landið." Arngrímur Jónsson, Reykjavík: Framsókn lofar einum milljarói til fikniefnamála en samhlióa því er niö- urskuröur á yfirvinnu hjá lögreglu- mönnum. Hvaóa hugmynd hafió þiö um fjárveitingu til lögreglunnar og baráttuna viö eiturlyfjasölu í land- inu? „Flokkur minn vill eggja opin- berri lögeggjan lögreglustjóm og toll- gæslu að leita allra ráða og bragða í baráttu við eiturefnin. Yfirlýsing Framsóknarflokksins um milljarð- inn, auðvitað er það góðra gjalda vert. En hér er verið að flagga með kosningaloforðum og ekki hugsað dýpra vegna þess að aðalmálið er að nýta löggæsluna sem fyrir hendi er og efla hana en ekki skerða hennar kjör. Þetta er aldeilis fáránleg ráð- stöfun. Ekkert nema kosninga- vængjabusl." Starfar ekki með Finni Steinar Jónsson: Myndirðu starfa í ríkisstjórn meö Finni Ingólfssyni, prósentufiflinu eins og þú kallaöir hann. Vœri allt gerandi fyrir völdin? „Ég þarf áreiðanlega ekki að velja um þann kost til eða frá, þannig að til þess kemur ekki. Verðum við á þingi er alveg ömggt að það verður ekki stjómarsamstarf mUli þessara flokka." Jón Pálmi: Hvaö segir þú um tengsl formanns bankaráös LandLs- bankans og Framsóknarflokksins og hlutdeild í fjármögnun á kosninga- baráttu Framsóknar? „Ja, ég var nú hrakinn úr Lands- bankanum til þess að framsóknar- mennimir gætu náð þar völdum. Hann situr uppi þarna, formaðurinn guðhræddi, og hringir í lénsherrana og rukkar þá um framlög í Fram- sóknarflokkinn. Menn sjá líka hvemig þeir verja peningum í kosn- ingabaráttuna. Fróður maður sagði mér í dag að þeir stefndu í 100 millj- ónir. Það mun vera u.þ.b. það sem kvótagreifarnir leggja flokknum til.“ DV: Þú hefur sagt þaö aö Kjartan Gunnarsson hafi veriö aðaltilrœöis- maóurinn í Landsbankamálinu. Hvaóa hlutverki gegndi hann þar? „Hann var kóngulóin í vefnum, í nánu samstarfi við bankamálaráð- herrann. Það kom í ljós með óyggj- andi hætti. Ég ætlaði lengi vel ekki trúa því en veit það fyrir víst í dag.“ Jónína Sigurðardóttir, Reykja- vík: Hvaöa skoöun hefuröu á vígöu hjónabandi samkynhneigöra og aö samkynhneigóir geti œttleitt börn? „Sjálfsagt mál. Það er ekki blöðum um það að fletta í nútíma frjálsræði sem á að ríkja handa öllum einstak- lingum." Magnús Sigurðsson, Garðabæ: Hvaöa þingmenn Sjálfstœöisflokksins eru mestu frjálshyggjumennirnir? „Það em þessir menn eins og Pét- ur Blöndal og þessir yngri menn. Ég fmn ekki betur en að þeir séu for- ingjahollir og bugti sig og beygi eftir andardrætti Davíðs, menn eins og Sturla Böðvarsson og Árni Mathiesen. Þeir bíða á glóðum eftir því að verða útnefndir ráðherrar en enn er til frjálslyndi í manni eins og Geir H. Haarde. Þama er svo Sólveig Pétursdóttir sem er hlassadrottning i líki frjálshyggjukonu." Stefanía Guðmundsdóttir, Reykjavík: Hvaöa erindi á fyrrver- andi alþingismaöur, ráöherra og bankastjóri í nútímastjórnmál? „Nauðsyn brýtur lög. Þannig er komið t.d. í fiskveiðistjómunarmál- um að menn verða að leggja því lið að gerbreyta þeirri óheillastefnu. Það má enginn sitja aðgerðalaus, hversu aldraður sem hann þykist vera. Auk þess er heilsa mín ágæt og ég hef gaman af þessu og hef engum öðrum hnöppum að hneppa í bili. Hvort ég muni nýtast til þess ama má Óðinn að vita.“ Elías Stefáns- son, Reykjavík: Þú varðst frœgur á þingi fyrir aö vilja halda í bók- stafinn Z. Ætlaróu aó berj- ast fyrir því á þingi aö Z-an verði tekin upp aftur? „Nei. Ég varð löngu eftir það menntamálaráð- herra og lét slag standa. Það er erfitt að draga hana upp á borðið á nýjan leik. Afnámið var mikið slys og það sem verra var að ráðherrar brutu af sér því að meirihluti Alþingis samþykkti síðar þingsályktunartillögu um að breyta til aftur og taka upp zetima. Það er mikið og kostnaðarsamt mál að fara aftur í gamla farið en auðvitað kysi ég það helst því að þetta var mikið undanhald vegna íslensks máls sem er aðalerindið fyrir okkur að efla.“ Frjálsar veiðar Guðmundur Guðjónsson, Reykjavík: Hvernig viltu breyta fisk- veiöistjórnunarkerfinu í sanngirn- isátt? „Við erum með nákvæma útlistun á því í stefnuskrá okkar, m.a. með því að afnema kvótaúthlutimina þeg- ar í stað, banna framsal aflaheimilda og gefa veiðar frjálsar í tvö til þrjú ár meðan verið er að ná breyting- unni yfir og láta bátaflotann njóta forgangs að grunnslóðinni og beita togurum utar. Við setjum hámarks- þorskaflann við 400 þúsund tonn, sem er það sem nú er líklega drepið hvort sem er. Síðan er útfært alveg nákvæmlega í stefnuskránni hvemig við ætlum, ef sóknarstýringin nægir ekki, að undirbúa markaðsvæðingu. Þar verða hinir stóm og sterku sem hafa notið gjafakvótans ekki látnir vaða yfir neitt. Þaö verður að hand- stýra þessu meira og minna meðan við erum að ná áttum.“ bráðnauðsynlegrar baráttu gegn fíkniefhum er verið að sneiða af ykk- ur-og skerða ykkar kjör. Þama er gjörsamlega stefnt í öfuga átt. Við þurfum að leggja meira á ykkur af því við eigum ekkert of mikið lög- reglulið, einmitt vegna þessara mála. Fíkniefnanotkun hefur aukist hér í borginni okkar og við eigum eng- in önnur ráð en að efla ykkar starf með aukn- um fjárframlög- um. Það þarf að bæta föstu launin ykkar. Launa- málin, Sævar, em í öngþveiti í þessu ríki okkar. Verkalýðshreyf- ingin er orðin grútmáttlaus og ég sé ekki betur en við verðum að taka okkur til og setja allt heila móverkið undir Kjaradóm." Guðmundur Stefánsson, Reykjavlk: Hvernig er kosningabar- áttan hjá Frjálslynda flokknum fjár- mögnuö? „Við eigum enga fjármuni og höf- um of lítið kríað saman á fundum okkar og þingum. Einstaka fyrirtæki hefur stutt okkur. Við gerum ráð fyr- ir að hafa handa í milli milli þrjár og fjórar milljónir. Við höfúm áætlað að eyða eins og fjórum milljónmn og verður aö slá eitthvað að láni. Við tókvun í gær upp kynningarmynd sem kostar 600 þúsund sem þykir lit- ið. Við fáum 12 mínútur 1 sjónvarpi til að kynna flokkinn og allt kostar þetta peninga. Við höfum ekki efni á neinum auglýsingum öðrum en að setja fjögur, orð í hádegisútvarpið. Allt er þetta unnið í sjálfboða- liðsvinnu og frítt húsnæði höfum við sem er mikið framlag af hálfu þeirra sem þar eiga í hlut.“ Leika generála Guðrún Sigurðardóttir, Akur- eyri: Hver er þín skoöun gagnvart fóstureyöingum? „Ég vil að þær séu leyfðar. Að vísu á það að vera undir læknisráði því það eru margar ástæður til, bæði sjúkleiki og annað þess háttar. Ég var á Alþingi þegar fóstureyðingar voru settar í lög og fylgdi því máli eindregið “ Sævar Ingi Jónsson, lögreglu- Geir Guðmundsson, Reykjavík: maður Reykjavík: Hvaöa stefnu hef- Mig langar aö vita hvort þér finnist ur þinn flokkur í málefnum lögregl- því fé vel variö sem er til ráðgjafar unnar? í stefniiskrám annarra flokka fyrir ríkisstjórnina: 19.600 milljónir á er gjarnan talaö um fikniefnavarnir sex ára tímabili, 3.600 milljónir á ári, en ekkert minnst á lögregluna í því sem gerir 10 milljónir í dag. sambandi. „Já, það má of mikið af öllu gera. „Ég treysti einkum og sér í lagi á Þessi ríkisstjóm hefði þurft að fá ykkur, lögreglumenn. Það þarf að öðmvísi ráðgjöf en hún hefur fengið efla ykkar starf og til þess þarf fjár- og þá hefði mátt borga hana enn muni. Það andhælislega í þessu öllu hærra verri. En þessa ráðgjöf sem er það að á sama tíma og menn em hún hefur hlotið hefði helst átt að að tala um að leggja stóraukið fé til borga miklu lægra verði, a.m.k. ef

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.