Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Side 6
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 e útlönd iír stuttar fréttir Meira samráö Lionel Jospin, forsætisráð- | herra Frakklands, og stjóm hans hafa ákveðið að stofna til aukins sam- ráðs við alla viðkomandi um fyrirhug- aðar breyt- ingar á eftir- launalögum í landinu. Ekki mun skýrast fyrr en í árslok | hvaða stefna verður tekin. For- 5 veri Jospins, Alain Juppé, varð t að hætta við vegna mikillar and- | stöðu 1995. Leyfilegt að banna Andstæðingar skotveiða í | Frakklandi unnu sigur í fyrra- | dag þegar Evrópudómstóllinn | úrskurðaði að frönsk lög, sem z þvinga landeigendur til að leyfa veiðimönnum aö valsa um lend- í ur sínar með brugðnar byssur, j séu mannréttindabrot. Japanar rausnarlegir Japönsk stjómvöld hafa « ákveðið að veita 30 miOjónir í dala til Albaníu og Makedóníu | til hjálpar flóttamönnum frá Kosovo. Þá hyggjast Japanar | láta 100 milljónir dala renna til | Sameinuðu þjóðanna þegar deil- l an um Kosovo hefur verið til I lykta leidd. Ráðherra krafinn sagna Frank Jensen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, hefur verið ! krafmn sagna vegna þess að , hann ákvað að hætta að reyna í að komast til botns í máli um meinta tilraun leyniþjónustu | lögreglunnar (PET) til að hlera sérfræðingasveit ríkislögregl- unnar. Ekki launalækkun Helmingur franskra launþega í fullri vinnu er algjörlega and- | vígur hvers kyns launalækkun i vegna styttingar vinnuvikunnar, '* að því er fram kemur í könnun J sem gerð var opinber í gær. Hálshöggnir Nígeríumaður og Indverji 1 voru hálshöggnir í Sádi-Arabíu í gær. Mennimir höfðu verið í dæmdir fyrir fíkniefnasmygl. 2 Alls hafa 17 glæpamenn verið líf- í látnir í landinu frá áramótum. Fordæmir valdarán Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ., fordæmdi í gær valdarán hersins á Comoroeyju sem átti sér stað í fyrradag. Annan hvatti leiðtoga lands- : ins til þess að forðast ofbeldi og J vinna að þvi að koma friði aftur á J í landinu. MBmmmmmtamamsmmmemmmmmmí Tískan eykur þung- lyndi hjá konum Konum sem skoða tískuauglýsingar með þvengmjóum sýningarstúlkum hættir fremur til þunglyndis og til að hafa rýrara sjálfsmat en þær sem hunsa slíkar auglýsingar. „Menn hef- ur lengi grunað þetta en það hefur nú í fyrsta sinn verið staðfest með vís- indalegri rannsókn," segir Leora Pin- has, sálfræðingur við Torontoháskóla. Hún segir tískufrömuöi þröngva upp á konur sem hafa áhuga á fatnaði og snyrtivörum myndum af grindhoruð- uðum sýningarstúlkum. Eðlilega útlít- andi stúlkur séu ekki sýndar. Rannsóknin náði til 118 kvenstúd- enta við háskólann og í henni voru í tvígang kannaður matarvenjur þeirra sem og sjálfsmat. Helmingur hópsins skoðaði mikið af tískuauglýsingum úr tímaritum: „Það sýndi sig að þær urðu strax þunglyndari og geðstirðari eftir að hafa skoðað myndimar af þeirri kvenímynd sem tískufrömuð- irnir halda að konum,“ sagði Leora Pinhas við fréttamann Reuters. Loftárásir NATO í gær þær umfangsmestu til þessa: Nýjar sannanir um fjöldamorð Serba Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segist hafa nýjar sannanir fyrir því hersveitir Serba hafi framið fjöldamorð í þorpinu Meja fyrr í vikunni. Að sögn talsmanns stofnunarinnar hafa flóttamenn greint frá því að lík hafi legið í skuröum við þorpið. Á BBC-sjón- varpsstöðinni greindi Jermy Bowen fréttamaður frá því að hersveitir Serba hefðu handtekið tæplega þrjú hundruð karlmenn við þorpið Meja í suðvesturhluta Kosovo. Hann sagði flóttamenn hafa greint frá því að síðar um dagirm hefði heyrst skothríð sem varði í 20 mínútur. Þá kvaðst Jamie Shea, talsmaður NATO, í gær hafa fengið í hendur skýrslu um þjóðemishreinsanir í Presevo, sem er austan landamæra Kosovo. Shea sagði ekki áður hafa borist fregnir af þjóðemishreinsun- um Serba utan Kosovohéraðs. Þúsundir á flótta Loftárásir NATO í gær vom þær umfangsmestu síðan átökin hófúst fyrir 38 dögum. Serbnesk kona lést er hún hjólaði yffr brú sem herflug- vélar NATO sprengdu i loft upp. Að minnsta kosti átta slösuðust. Síð- asta sólarhring hafa hersveitir NATO hæft höfuðstöðvar hersins, vamarmálaráðuneytið, lögreglustöð og aðalsjónvarpssendinn í Belgrad. Ekkert lát var á straumi flótta- manna í gær og var talið aö sex þús- undir manna hefðu farið yfir landa- mæri Kosovo til Makedóníu. Tcds- maður Flóttamannastofnunar SÞ sagði daginn í gær einn þann erfiö- asta frá upphafi. Ekkert pláss er lengur við landamærin og óttast hjálparstarfsmenn útbreiðslu sjúk- dóma ef flóttamennimir komast ekki í almennilegt skjól sem fyrst. Vonir höfðu staðið til að flótta- mannabúðir i Cegrane gætu tekiö við fólki næstu daga en þær fylltust í gær. Að sögn yfirvalda í Makedóníu hefur landið nú þegar tekið við 192 þúsund flóttamönnum og þar af dvelja rúm 70 þúsund enn í flótta- mannabúðum. Jesse Jackson, mannréttinda- frömuður, sem er í Belgrad til þess að freista þess að fá bandarísku her- mennina þrjá leysta úr haldi kvaðst í gær svartsýnn á að fyrirætlun bæri árangur. Hann hittir Slobodan Milosevic að máli í dag. Gömul albönsk kona gengur frá hópi landa sinna frá Kosovo sem bíða við landamærin í Blace eftir því að komast yfir til Makedóníu. í gær komu sex þúsund Kosovo-Albanar til Makedóníu til þess að leita hælis. Símamynd Reuter Þriöja naglasprengjuárásin í London: Tveir létust og tugir slösuðust Naglasprengja sprakk á krá sem aðallega er sótt af samkynhneigð- um, í Soho-hverfinu í London um hálfsexleytið í gær. Að minnsta kosti tveir létust og fjörutíu manns slösuðust í sprengingunni. Mikil mannmergð er gjama í Soho enda veitingahús og krár á hverju strái. Kínverjar og samkynhneigöir reka mikið af veitingahúsum í hverfinu. Sjónarvottur tjáði Reutersfrétta- stofunni að sprengjan hefði augljós- lega verið öflug og að fólk heföi kastast út úr kránni. Hann líkti vettvangi við blóðvöll. Naglasprengjuárásin í gær var sú þriðja í borginni á tveimur vik- um. Fyrir viku sprakk nagla- sprengja í hverfi Bangladessa og viku áður varð sprenging í Brixton, þar sem flestir íbúanna eru blökkumenn. Samtök kynþáttahatara hafa þeg- ar lýst ábyrgð á tveimur fyrri til- ræðunum. Ekki var vitað um frekara manntjón af völdum sprengjunnar þegar blaðið fór í prentun. Kornabarn fannst látið í plastpoka Lík tæplega fjögurra vikna gamals barns fannst í plastpoka í I herbergi 23 ára gamaílar konu í | Kolby á Sámseyju í Danmörku á fimmtudag. Það var faðir stúlkunnar sem fann líkið. Ungu konunni hafði tekist að I leyna þungun sinni fyrir öllum : og i yfirheyrslu hjá lögreglunni H greindi hún frá því að hún hefði fætt bamið ein og óstudd í her- i bergi sinu 3. apríl. Að sögn dönsku fréttastofunn- ; ar Ritzau sagði konan lögregl- unni að barnið hefði fæðst and- i vana. Hún hefði síðan sett líkið í i plastpoka og komið fyrir undir | borði í herberginu. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að bamið I lést af völdum höfuðhöggs. Kon- : an hefur verið ákærð fyrir mann- : dráp. Lífstíðardóms krafist yfir Andreotti ítalskir saksóknarar kröfðust : þess í gær að fyrrverandi for- í sætiráðherra landsins, Giulio ;; Andreotti, yröi dæmdur til lífs- I tíðarfangavistar fyrir að hafa 1 skipulagt morð á ritstjóranum Pecorelli fýrir tuttugu árum. Þá fóra sak- sóknaramir fram á að fimm j menn, sem | ákærðir era í ásamt Andreotti, fengju einnig lífstíðardóm. Tveir mannanna eru leigumorðingjar, tveir dæmd- jj ir mafíuforingjar og sá fimmti ■ fyrrverandi viðskiptaráðherra ;: Ítalíu, Claudio Vitalone. Andreotti, sem fagnaði áttræð- | isafmæli sínu í vikunni og er einn þekktasti stjómmálamaður ij Ítalíu, þarf einnig að svara til ;; saka á Sikiley en þar er honum gefið að sök að hafa verið tengd- ur mafíustarfsemi. Engin hlandlykt í Helsinki Finnar fagna 1. mai með tveggja daga hátíðahöldum. Þá = streyma menn út á götumar og jí gera sér glaðan dag og oftar en ; ekki er ölið kneyfað hressilega. I kjölfarið hafa borgarbúar mátt búa við mikla hlandlykt því j menn hafa gjama létt á sér á göt- um úti. Nú hyggst borgarstjómin i stemma stigu við þessu leiðin- lega vandamáli og hefur komið upp ekki færri en 100 klósettum á fjölfornustu götum borgarinnar. Mútumál Sharons aftur til lögreglu Saksóknarar í ísrael endur- | sendu í gær beiðni lögreglu um ákæru á hendur Ariel Sharon, ut- j anríkisráöherra Israels. Saksókn- arar segja málsgögnin ekki tæmandi en lögregluyffr- I völd vilja draga Sharon fyrir dóm vepia meintrar mútu- | þægni og svika. Grunur leikur á að Sharon, ! sem lagði á ráðin um innrás ísra- elshers í Líbanon árið 1982, hafi heitið kaupsýslumanninum Ben Gal stórum gaskaupasamningi í I skiptum fyrir að Ben Gal bæri ranglega vitni í máli hans gegn dagblaðinu Haaretz. Sharon var ; yffrheyrður í síðasta mánuði j vegna málsins. Netanyahu, forsætisráðherra, hefur lýst yfir stuðningi við í Sharon en málið er talið geta haft I mikil áhrif í kosningunum sem fara fram í ísrael 17. maí nk. [

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.