Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Qupperneq 31
JLlV LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 útlönd ; Kosningar til fyrsta þjóðþings Skota í 300 ár í næstu viku: DV, Edinborg:__________________ Hann stóð undir minnismerki Sir Walters Scotts og blés í sekkjapípu sína. Klæddur í kilt - skotapils - sjálfsagt samansett eftir öllum regl- um ættarinnar og með fjaðraskúf upp úr húfunni. Þetta er maður sem gefur skít í Englendinga og kýs Alex Salmond og Skoska þjóðar- flokkinn. Þegar hann tók sér hlé frá blæstr- inum spurði ég hann hvað hann ætlaði að kjósa i þingkosningunum 6. maí. Alex Salmond svaraði hann að bragði og sagðist sjálfur heita Richard MacDougall. Þú styður þá sjálfstætt Skotland, hélt ég áfram að spyrja. „Tsja,“ sagði hann eflns. „Það er flóknara mál. Ég hef ekkert á móti Englendingum og það er ekki víst að við Skotar græðum nokkuð á því. Við getum ekki skorið á öll bönd eft- ir öll þessi ár.“ Á móti krötunum Já, en af hverju kýstu þá flokk sem hefur það á stefnuskránni að segja skilið við Englendinga? „Ég vil bara ekki kjósa Verka- mannaflokkinn. Þá gæti ég alveg I eins kosið íhaldið. Af hverju ekki að láta Salmond djöflast svolítið á krötunum," sagði Skotinn og byrj- aði aftur að spila. Þetta er sem sagt ástæðan fyrir að aðskilanaðarsinnar í flokki Alex Salmonds fengu um tíma 40 pró- senta fylgi í skoðanakönnunum. Það fylgi hefur nú dalað mikið og er 28 prósent samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum. Skrekkur íTony Blair Engu að síður var þetta nóg til að Tony Blair, enski forsætisráðherr- ann, óttaðist að veldi Englendinga í Skotlandi myndi ljúka snarlega i þingkosningunum 6. maí. Þá kjósa Skotar í fyrsta sinn til þings i nær 300 ár. Ég fór á fund Davids Scotts, stjómmálaritstjóra The Scotsman, helsta dagblaðsins í Skotlandi, og spurði hann um viðhorf sekkjapípu- leikarans á torginu. Úánægjufylgið „Þetta viðhorf er mjög algengt meðal fylgismanna Alex Salmonds,“ sagdi David. „Hann dregur að sér óánægjufylgi, alveg óháð því hvort Alex Salmond er leiðtogi flokks skoskra þjóðernissinna. þessir kjósendur eru fylgjandi sjálf- stæði eða ekki. Það eru þeir sem segja: það er sami rassinn undir I þeim öllum“ og eru til í að kjósa hvern sem er bara ef hann lofar að vera á móti ríkjandi stjórn.“ Ég bað David að lýsa Alex Salmond. David sagði að hann væri klókur stjórnmálamaður, of klókur að mati sumra. „Hann er það sem stundum er kallað lýð- skrumari. Hann veit yfir- leitt hvað það er sem þarf til að ná í atkvæði. En það er engu að síður ekki rétt- látt að kalla hann bara lýð- skrumara. Salmond hefúr nú í kosningabaráttunni reynt að koma fram sem ábyrgur stjórnmálamaður og það kostar hann at- kvæði.“ Velja sparnaðinn David segir að minnk- andi vinsældir Alex Salmonds og Skoska þjóð- arflokksins megi fyrst og fremst rekja til þess að Salmond lagði til að skatt- ur yrði hækkaður um 1 pens til að standa straum af kostnaði yfirvalda vegna yfirtöku á verkefn- um frá stjórninni í London. „Þetta líkar Skotum ekki. Þeir vilja ekki borga. Ef þeir eiga að velja á milli sparnaðar og sjálfstæðis þá velja þeir sparnaðinn," segir David Scott. Annað mál er líka að Salmond gagnrýndi að- gerðir NATO í Kosovo. Hann hefur tapað fylgi á því,“ sagði David enn fremur. Flutningur á bákni Alex Salmond er í raun og veru andstæðingur skattlagningar og flokkur hans líkist mjög Framfara- flokkunum á Norðurlönd- unum. Þar hefur andstaða við skattlagningu ásamt þjóðernishyggju verið drif- krafturinn. Fyrir vikið er sérstaklega erfitt fyrir Salmond að taka upp skattahækkan- ir sem baráttumál. Baráttan gegn bákninu hefur alltaf verið kjarninn í stefnu Skoska þjóðai-flokksins. Nú berst flokkur- inn fyrir flutningi þessa bákns frá London til Edinborgar í stað þess að berjast gegn þvi. Þetta þýðir bara meira en stærra bákn og hærri skatta. Vilja óábyrgan mann „Niðurstaðan er að ef Salmond reynir að sýna ábyrgð og viðra óvinsælar skoðanir þá tapar hann. Ef hann sýnir sig bara á knatt- spyrnuvöllunum og talar um að Englendingar hafi arðrænt Skota þá eykst fylgið," sagði David. Nú síðustu daga kosningabarátt- unnar hafa fjölmiðlar aftur og aftur beint athygli lesenda að kostnaðin- um við að segja skilið við stjórnina í Lundúnum. 450 milljaróa sjálfstæði í The Scotsmann hafa blaðamenn reiknað út að sjálfstæði kosti bein- línis 450 milljarða íslenskra króna. Þá er átt við flutning helstu stofn- ana frá London til Edinborgar og út- gjöld vegna varnarmála. Við þetta bætist að nú þegar er hallinn á fjárlögum Skotlands 800 milljarðar íslenskra króna. Þetta er fé sem stjórnin í London greidir. Á móti kæmi að Skotar fengju yf- irráð yfir olíulindunum í Norðursjó. Það er þó vonarpeningur því ef olíu- verð er lágt og nærri 10 Bandaríkja- dalir á tunnuna er enginn gróði af olíuvinnslunni. Þessar tölur hafa skotið mörgum þjóðemissinnuðum Skotanum skelk I ■ iP Kvikmyndaleikarinn Sean Connery hefur lagt málstað skoskra þjóðernissinna lið í kosningabarátt- unni, við mismikla tómstundaskoti. hrifningu heimamanna á Skotlandi. Þar hefur lelkarinn verið kallaður í bringu. Það kostar að vera sjálf- stæður og mjög auðvelt að spara sér þau útgjöld. „Þetta er of dýrt sjálf- stæði," sagði Davið Scott. Fáir sjálfstæðissinnar Davið Scott sagði að ef gengið væri til þjóðaratkvæðis um sjálf- stæði nú myndu leikar fara 25 pró- sent gegn 75 prósent aðskilnaðar- sinnum í óhag. Flestir Skotar líta sem sagt ekki á sjálfstæði sem raun- hæfan möguleika. Skoski þjóðarflokkurinn vill halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og ef til vill aftur og aftur þangað til hagstæð niðurstada fæst, rétt eins og í Québec. Enn sem komið er hefur aðeins náðst meirihluti fyrir að stofna heimastjórn og kjósa til sérstaks þings. Til þessa þings með 73 þing- sætum á nú að kjósa. Þessi áfangi er stór og hefði verið óhugsandi fyr- ir nokkrum árum. Takmörkuð heimastjórn Nýja stjórnin fær þó aðeins tak- mörkuð völd. Heilbrigðis-, félags- og skólamál koma í hennar hlut. Einnig samgöngur innanlands og at- vinnumál. Utanríkismál eru ekki með og ekki heldur fjármálin. Skot- um verður skammtaður peningur. Löggjafarvald þingsins verður og takmarkað við innansveitarmál og heitustu aðskilnaðarsinnarnir segja að Alex Salmond hafi svikið mál- staðinn með því að taka við þessu þingi eins og hverri annarri dúsu. í Skotlandi eru til einarðir sjálf- stæðissinnar en þeir eru fáir og ein- angraðir og ósáttir við Skoska þjóð- arflokkinn. Eftir kosningar verður að mynda ríkisstjórn. Eins og staðan er nú er líklegast að Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir fari saman í stjórn. Verkamannaflokkurinn er nærri því að fá hreinan meirihluta en gæti þurft stuðning Frjálslyndra. Samsteypustjórn Síðustu skoðanakannanir gera ráð fyrir að Verkamannaflokkurinn fái 46 til 48 prósenta fylgi. Frjáls- lyndum og íhaldsmönnum eru ætl- uð 10 til 12 prósent. Alex Salmond segir að Verkamannaflokkurinn og Erlent éttaljós l||®§ ■ Frjálslyndir hafi nú þegar komið sér saman um stjórnarsamvinnu og að Tony Blair sé guðfaðir þeirrar stjórnar. Ríkisstjórn Skota sé því soðin saman í London eins og allt annað. „Ég geri ráð fyrir að Alex Salmond sætti sig vel við þessa nið- urstödu. Hann nær ekki völdum en verður í öflugri stjórnarandstöðu næstu fjögur árin,“ sagði Davið Scott, þegar DV ræddi við hann. Salmond í stjórnarandstöðu „Þetta verður hörð stjórnarandstaða. Sal- mond er mjög duglegur maður. Hann er gáfaður og hann hefur úthald. Það verður því ekki létt að stjóma með hann í stjórn- arandstöðu og að fjórum árum liðnum gæti hans tími verið runninn upþ,“ sagði Davið Scott. Skotar stoltir Skotar eru stoltir. Þeir halda mikið upp á þjóð- hetjur sínar og eru ekki síður en Serbar minnugir á gamlar orrustur. Þeir halda fast í gamlar hefðir og era að þvi er virðist á yfirborðinu meiri sjálf- stæðissinnar en dverg- þjóðir eins og íslendingar. Samt hafa þeir aldrei krafist sjálfstæðis og ekki barist fyrir sjálfstæði síð- ustu aldirnar. Þeir gang- ast bara upp i að vera Skotar á þjóðlegum tylli- dögum en hverdags era þeir eins og hverjir aðrir Bretar. Tómstunda-Skot- ar Athyglivert er að sjálf- stæðisandinn er mestur meðal brottfluttra Skota. Skoskum þjóðernissinn- um berst fé og andlegur stuðningur frá afkomend- um Skota í Ameríku - og þeim sem síðar hafa flutt burt. Þar er frægastur stórleikarinn Sean Conn- ery. Hann styður sjálf- stæði en býr í Bandaríkj- unum. Þetta þykir mörgum heimamönnum undarlegt. Það eru þeir sem verða borga brúsann - ekki Tómstunda-Skotarnir. Sjálf- stæðishugsjónin er dýr. Unga fólkið vill sjálf- stæði Yngra fólk virðist þó fremur fylgj- andi sjálfstæði en eldra. Ný könnun sýnir að 60 prósent fólks innan við 35 ára aldur lítur fyrst á sig sem Skota, svo Breta. Meirihluti þeira sem eldri eru en 65 ára telja sig hins vegar fyrst Breta og svo Skota. Enn era hugmyndirnar um end- anlegt sjálfstæði ómótaðar. Skoski þjóðarflokkurin vill t.d. halda í El- ísabetu Englandsdrottningu en fá fufl yfirráð allra sinna mála. Aðrir vilja stofna lýðveldi og segja endan- lega skilið við The United Kingdom - Sameinaða konungdæmið. Þinghús úr rústunum Flestir eru þó sáttir við heima- stórnina sem nú verur sett á fót. Nýja þingið verður fjörug stofnun. Skotar hafa alltaf getað rifist og það er dæmigert að þar sem þinghúsið á að rísa eru nú rústir einar. Aðeins er búið að rífa húsin sem voru fyrir en framkvæmdir við ný- bygginguna eru ekki hafnar enn og svartsýnismennirnir segja að svona verði þingið: Eins og haugur af múrsteinum og járnplötum. Hinir bjartsýnni segja að nýja þingið verði upphaf nýrra tíma. Þar fái Skotar æfingu í að stýra sín- um málum og verði svo að fullu sjálfstæðir eftir 15 til 20 ár. Gísli Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.